Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990
29
Gestir í Hafnarfjarðarkirkju
SÉRA Heimir Steinsson, prestur
og þjóðgarðsvörður á Þingvöll-
um, mun heimsækja söfnuðinn
þrjá laugardagsmorgna í nóv-
ember, 10., 17. og 24., og fjalla
‘um valin stef úr Jóhannesarguð-
spjalli, leiða Biblíulestur og um-
ræður.
Samverustundirnar fara fram í
safnaðaraðstöðunni í Dverg, gengið
inn frá Brekkugötu, og hefjast kl.
11.00 árdegis og lýkur nokkru eftir
hádegi. Sú fyrsta á laugardaginn
kemur. Þátttaka er öllum opin og
verður þátttakendum boðið upp á
léttan málsverð.
Á Kristniboðsdag, sunnudaginn
11. nóvember, mun Þorvaidur Hall-
dórsson söngvari predika við messu
í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl.
Hafnarfjar ðarkir kj a
14.00 og syngja ásamt eigin söng-
hóp og leiða síðan samveru með
fermingarbörnum og fjölskyldum
þeirra í Álfafelli.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
8. nóvember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 106,00 85,00 98,13 20,806 2.041.577
Smáþorskur 69,00 69,00 69,00 0,971 66.999
Ýsa 99,00 92,00 95,09 2,406 228.793
Ýsa (ósl.) 94,00 80,00 85,02 3,398 288.906
Ufsi ' 20,00 20,00 20,00 0,050 1.000
Steinbítur 60,00 60,00 60,00 0,367 22.020
Hlýri 30,00 30,00 30,00 0,121 3.630
Langa 52,00 45,00 48,73 1,269 61.844
Langa (ósl.) 43,00 43,00 43,00 0,302 12.986
Lúða 400,00 300,00 312,35 0,162 50.600
Keila 25,00 25,00 25,00 0,197 4.925
Keila (ósl.) 29,00 20,00 26,72 3,083 82.376
Skata 10,00 10,00 10,00 0,021 210
Samtals 86,44 33,153 2.865.866
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 109,00 93,00 100,12 15,258 1.527.587
Þorskur(ósl.) 99,00 93,00 95,84 2,157 2*06.723
Ýsa 123,00 40,00 95,87 3,480 333.629
Ýsa(ósl.) 110,00 85,00 98,34 4,440 436.640
Karfi 44,00 40,00 41,60 0,799 33.240
Ufsi 92,00 45,00 49,98 5,875 293.648
Steinbítur 65,00 40,00 52,82 5,041 266.249
Tindabykkja 7,00 7,00 7,00 0,353 2.471
Langa 64,00 45,00 52,26 5,385 281.441
Lúða 420,00 245,00 327,84 0,464 38.509
Lax 57,00 50,00 52,25 0,737 38:509
Skarkoli 125,00 125,00 125,00 0,015 1.875
Grálúða 64,00 64,00 64,00 0,831 53.185
Keila 400,00 34,00 47,21 1,469 69.350
Skata 110,00 105,00 107,42 0,287 30.830
Lýsa 40,00 37,00 39,59 1,342 53.131
Saltfiskur 170,00 155,00 161,67 0,075 12.125
Blandað 58,00 20,00 34,94 1,178 41.154
Undirmál 60,00 40,00 66,13 4,623 305.689
Samtals 76,93 53,809 4.139.596
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 107,00 59,00 86,26 29,164 2.515.795
Ýsa 103,00 35,00 87,21 24,933 2.174.441
Karfi 53,00 34,00 46,69 0,471 21.991
Ufsi 53,00 10,00 19,11 0,409 7.815
Steinbítur 50,00 40,00 48,00 . 0,125 6.000
Langa 60,00 50,00 53,91 4,685 252.545
Lúða 495,00 280,00 414,88 0,086 35.680
Keila 36,00 27,00 30,28 6,961 210.808
Keila+BI. 20,00 20,00 20,00 0,300 6.000
Skata 104,00 104,00 104,00 0,131 13.624
Skötuselur 100,00 90,00 95,52 0,029 2.770
Lýsa 24,00 19,00 22,30 0,267 5.953
Lax . 180,00 180,00 180,00 0,111 19.980
Kinnar 50,00 50,00 50,00 0,056 2.800
Gellur 275,00 275,00 275,00 0,011 3.025
Blandað 20,00 19,00 19,89 0,168 3.341
Undirmál 29,00 29,00 29,00 0,016 464
Samtals 77,78 67,924 5.283.032
Selt var úr Búrfelli og dagróðrabátum. Á morguh verður selt úr dagróðrabát-
um.
Olíuverö á Rotterdam-markaði, síöustu tíu vikur,
29. ág. - 7. nóv., dollarar hvert tonn
UM þessar rnundir á skóla-
hald í Vík í Mýrdal og nágrenni
þrefalt afmæli.
Eitt hundrað ár eru liðin síðan
barnafræðsla hófst á þessum slóð-
um, níutíu ár síðan kennsla hófst
í Vík og áttatíu ár síðan fyrsta
skólahúsið á Vík var tekið í notk-
un.
Þessara tímamóta minnast
nemendur og kennarar Víkur-
skóla sunnudaginn 11. nóvember
með hátíðardagskrá og sýningu í
skólanum og afmæliskaffi í Leik-
skálum. Fyrrum nemendur og
starfsfólk skólans auk annarra
velunnara eru velkomnir.
(Fréttatilkynning)
Waldemar Malickis við píanóið.
■ PÓLSKI píanósnillingurinn
Waldemar Malicki heldur tón-
leika laugardaginn 10. nóvember
nk. kl. 17.00 í Kirkjuhvoli við
Kirkjulund í Garðabæ.
Malicki sem er þrjátíu og
tveggja ára gamall stundaði nám
við Tónlistarháskólann í Gdansk
og lauk þaðan prófi 1982. Hann
stundað framhaldsnám í Vín hjá
Paul Bardura-Skoda, Jörg De-
mus, Erik Werba o.fl. 1981
hlatu hann 1. verðlaun í alþjóða-
keppni píanóleikara í Vín. Hann
hefur unnið til fleiri verðlauna og
er eftirsóttur píanóleikari bæði
austanhafs og vestan.
Á efnissskrá tónleikanna eru
verk eftir Mozart, Chopin,
Listzt, Gershwin o.fl. Einnig
mun Malicki heimsækja Tónlist-
arskóla Garðabæjar. Hann leik-
ur fyrir nemendur skólans verk
eftir Chopin og fleiri á tónleikum
sem fara fram í Kirkjuhvoli og
heljast kl. 17.00. Allir-nemendur
skólans eru hjartanlega velkomn-
ir, en aðgangur að þessum tón-
leikum er ókeypis fyrir nemendur
og kennara Tónlistarskóla Garða-
bæjar.
■ ÁRIÐ 1890 var Búnaðarfé-
lag Austur-Landeyja stofnað.
Fyrstu starfsárin voru aðalverk-
efnin að skrá jarðabætur, en fljót-
lega fór það að huga að kaupum
á jarðvinnslutækjum til þess að
gera bændum kleift að stækka
tún sín, sem brýn nauðsyn var.
Þá sinnti það margvíslegum fram-
faramálum í sveitinni, svo sem
vegamálum, raforkumálum, búfj-
árrækt o.fl.
En stærsta skrefið var stigið
árið 1947, þegar Búnaðarfélag
stofnaði Ræktunarsamband í
samvinnu við nágrannabúnaðar-
félag, með kaupum á stórvirkum
ræktunarvélum og er það starf-
ræktar enn í dag. Jafnframt leig-
ir búnaðarfélagið tæki sem ekki
þurfa að vera í eigu einstakra
bænda og hefur það gefist mjög
veL
I gegnum tíðina hefur búnað-
arfélagið verið vettvangur um-
ræðna um hagsmunamál bænda.
Stjórn félagsins skipa nú:
Kristján Ágústsson, Hólmum,
Elvar Eyvindsson, Skíðbakka,
og Ragnar Guðlaugsson, Guðn-
astöðum.
100 ára afmælisins verður
minnst með kaffisamsæti í Gunn-
arshólma föstudaginn 16. nóv-
ember.
- J.Þ.
■ Innanlandsflug Flugleiða
veitir gestum á leið á tölvusýning-
una Undraheimur IBM 25% af-
slátt af flugfargjöldum innan-
lands.
Sýningin er opin öllum endur-
gjaldslaust og þeir sem vilja nýta
sér afslátt af innanlandsflugi í
tengslum við hana þurfa einungis
að verða sér úti um boðskort á
sýninguna hjá skrifstofu IBM í
Reykjavík og framvísa því hjá
söluaðilum Flugleiða úti á landi.
Flugleiðir bjóða farþegum í
skuld til boða.
■ NÍUNDA sinfónía Dvoráks,
aría Greifafrúarinnar úr Brúð-
kaupi Fígarós og Adagio frá 1965
fyrir flautu, hörpu og strengi eftir
Jón Nordal eru nokkur atriðanna
á efnisskrá tónleika Sinfóníu-
hljómsveitar íslands sem haldnir
verða næstkomandi laugardag í
tengslum við sýninguna Undra-
heimur IBM 7.-11. nóvember.
Tónleikarnir verða kl. 15.00 í
Háskólabíói. Stjórnandi er Páll
P. Pálsson og einsöngvari Sólrún
Bragadóttir.
Tónleikarnir eru haldnir fyrir
sérstaka boðsgesti IBM á íslandi.
Það helgast af því að IBM á ís-
landi er aðalstyrktaraðili Sinfón-
íunnar á yfirstandandi starfsári
og jafnframt fyrsta einkafyrir-
tækið til að axla þá menningar-
legu ábyrgð að styrkja starfsemi
Sinfóníunnar.
Styrkur IBM á íslandi er um-
talsverður. Hann er Sinfóníu-
hljómsveitinni mikil hvatning og
kærkomin viðurkenning á gildi
hennar í menningarlífi þjóðarinn-
ar. Hann mun tvímælalaust auka
Sinfóníunni þrótt til að efla hljóm-
sveitina og takast á við ný verk-
efni í uppbyggingu hennar. Það
er skoðun Sinfóníuhljómsveitar-
innar og velunnara hennar að IBM
á íslandi hafi með þessum hætti
sýnt íslenskri menningu og tón-
hstarlífi mikla hollustu og velvild
í verki. Vonast hljómsveitin til að
fleiri öflug fyrirtæki á íslandi
fylgi þessu einstæða fordæmi
IBM á íslandi, segir í frétt frá
Sinfóníuhljómsveitinni.
■ Kristniboðsdagur íslensku
kirkjunnar er að þessu sinni
sunnudagurinn 11. nóvember.
Biskup íslands hefur skrifað
prestunum bréf og hvatt þá til
að minnast kristniboðsins í guðs-
þjónustum þann dag og gefa fólki
tækifæri til að leggja fram gjafir
til starfsins.
Sérstakar kristniboðssamkom-
ur verða á nokkrum stöðum á
kristniboðsdaginn. I Reykjavík
verður haldin samkoma klukkan
20.30 í húsakynnum Sambands
íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK)
Háaleitisbraut 58. Þar munu hjón-
in Birna Jónsdóttir og Guðlaug-
ur Gislason segja frá heimsókn
sinni til Eþíópíu fyrr á þessu ári.
SÍK hefur unnið að kristniboði ■
í Eþíópíu í hálfan fjórða áratug
og Kenýu í rúm 11 ár. íslensku
kristniboðarnir í Eþíópíu hafa
flutt sig frá Konsó og eru að
byggja kristniboðsstöð meðal
Tsemai-manna, sem er lítill þjóð-
flokkur 1 Eþíópíu. Gert er ráð fyr-
ir að kristniboðið þurfi um 16
milljónir króna í ár og fer dijúgur
hluti upphæðarinnar til nýju
kristniboðsstöðvarinnar.
Eitt verka Ásu er ber heitið
Óður til lands (1990).
■ ÁSA Ólafsdóttir opnar sýn-
ingu á myndvefnaði í Listasaln-
um Nýhöfn, Hafnarstræti 18,
laugardaginn 10. nóvember kl.
14-16. A sýningunni eru ellefu
myndofin verk unnin úr ull, hör
og mohair á síðastliðnum þremur
árum.
Ása er fædd í Keflavík árið
1945. Hún stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands 1969-73 og við Konstind-
ustriskolan Göteborgs Univers-
itetl976-78.
Þetta er þrettánda einkasýning
Ásu en hún hefur einnig tekið
þátt í fjölda samsýninga hér
heima og erlendis.
Árið 1981 fékk Ása lista-
mannalaun frá sænska ríkinu og
sýningarstyrk frá Nordiska
Konstförbundet 1981. Hún fékk
þriggja mánaða listamannalaun
1983 og tólf mánaða laun 1989
frá íslenska ríkinu.
Mörg verka Ásu er í opinberri
eigu safna og fyrirtækja í Svíþjóð
og á íslandi.
Við opnunina leikur Nora
Kornblueh á selló. Sýningin, sem
er sölusýning, er opin virka daga
frá kl. 10-18 og um helgar frá
kl. 14-18. Lokað á mánudögum.
Henni lýkur 28. nóvember.
Tríó Reykjavíkur.
■ TRÍÓ Reykjavíkur heldur
tónleika í Hafnarborg, menning-
ar- og listastofnun Hafnar-
fjarðar sunudaginn 11. nóvember
nk. kl. 20.00. Þetta eru aðrir tón-
leikar í tónleikaröð sem Hafnar-
borg og Tríó Reykjavíkur standa
fyrir í sameiningu. Tónleikarnir
verða alls fernir og voru þeir
fyrstu haldnir í byijun september
sl. _
Á, tónleiknum á sunnudaginn
verður frumflutt tríó eftir Pál
Pampichler Pálsson, sem hann
samdi sl. sumar sérstaklega fyrir
Trió Reykjavíkur. Önnur verk á
efnisskránni verða tríó í H-moll
eftir Jóhannes Brahms og tríó
eftir Maurice Ravel.
Tríó Reykjavíkur skipa þau
Halldór Halldórsson pínaóleik-
ari, Guðný Guðmundsdóttir fiðl-
uleikari og Gunnar Kvaran selló-
leikari. Tríóið er nýkomið úr tón-
leikaferð um austurland og er á
förum til Danmerkur og Finn-
lands í lok mánaðarins.
(Frcttatilkynning.)