Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990
25
Kosningarnar í Bandaríkjunum:
Demókratar telja sig
geta sigrað Bush 1992
Washington. Reuter.
FORMAÐUR kosninganefndar bandaríska Demókrataflokksins sagði
í gær að úrslit þing- og ríkisstjórkosninganna sem fram fóru á
þriðjudag gæfu ástæðu til að ætla að demókrötum gæti tekist að
sigra George Bush Bandaríkjaforseta er hann sækist eftir endur-
kjöri árið 1992. Stjórnmálaskýrendur vestra eru á einu máli um að
kjósendur hafi kveðið upp afdráttarlausan áfellisdóm yfir banda-
rískum sljórnmálamönnum í kosningunum en aðeins 35% þeirra sem
höfðu kosningarétt sáu ástæðu til að nýta sér hann.
Formaður kosninganefndar
demókrata, Ron Brown, sagði úr-
slitin mikið áfall fyrir George Bush
Bandaríkjaforseta og kvaðst telja
að forsetinn væri engan veginn ör-
uggur um sigur í kosningunum
1992 en að öllu óbreyttu er fullvíst
talið að Bush komi til með að sækj-
ast eftir endurkjöri. Brown sagði
að í kosningunum á þriðjudag hefðu
demókratar færst nær því yfirlýsta
markmið sínu að ná aftur völdum
í Hvíta húsinu í Washington, sem
þeir glötuðu í kosningunum 1980
er Ronald Reagan sigraði Jimmy
Carter, þáverandi forseta Banda-
ríkjanna.
Repúblíkanar, flokksbræður
Bush, sögðu hins vegar að úrslitin
væru vel viðunandi og lögðu áherslu
á að þeim hefði verið spáð mun
meira fylgistapi í kosningunum.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjaforseta, sagði hins vegar
á fundi með blaðamönnum að Bush
hefði orðið fyrir vonbrigðum í kosn-
ingunum. Margir stjórnmálaský-
rendur í Bandaríkjunum segja að
Reuter
Brunarústir í Universal-kvikmyndaverinu í Los Angeles.
Eldsvoði í Universal-kvikmyndaverinu:
Sviðsmyndir frægra
mynda eyðilögðust
Los Angeles. Reuter.
GIFURLEGUR eldsvoði varð í Universal-kvikmyndaverinu í Los
Angeles í Bandarikjunum aðfaranótt miðvikudags en um þriðjungur
versins, sem er hið langstærsta í veröldinni, varð eldinum að bráð.
Svo mikið var eldhafið í kvik-
myndaverinu að það tók 400
slökkviliðsmenn fimm klukkustund-
ir að ráða niðurlögum hans. Meðal
þess sem brann voru sviðsmyndir
kvikmyndanna „Dick Tracy,“ „Back
to the Future" og „The Sting“.
Universal kvikmyndaverið er
meðal fjölsóttustu ferðamanna-
staða Bandaríkjanna. Nær það yfir
átta hektara svæði og brann allt
sem brunnið gat á þriðjungi þess
eða 2,5 hekturum. Stinningskaldi
varð til þess að gíæða bálið sem
sást úr mikilli íjarlægð. Þá voru
allar sviðsmyndirnar sem brunnu
úr timbri.
Talsmenn kvikmyndafyrirtækis-
ins sögðu að tjón þess næmi tugum
milljóna dollara. Engar fregnir fóru
af mannatjóni eða slysum á fólki í
brunanum. Eldsupptök eru ókunn.
Finnar og EB:
Umsókn um aðild
sögð vera ótímabær
Helsinki. Reuter.
UMSÓKN um aðild að Evrópubandalaginu (EB) er ekki í deiglunni,
sagði í yfirlýsingu frá finnska jafnaðarmannaflokknum, stærsta stjórn-
arflokki Finnlands, í gær.
í yfirlýsingu flokksins var hvatt
til þess að samningar Fríverslunar-
bandalags Evrópu (EFTA) og EB
um evrópska efnahagssvæðið (EES)
yrðu til lykta leiddir sem fyrst.
Finnar eiga aðild að EFTA og af
hálfu finnsku ríkisstjórnarinnar, en
að henni standa þrír flokkar, hefur
verið sagt að aðild að EB stangaðist
úrslitin séu í senn áfall fyrir forset-
ann og siðferðislegur sigur fyrir
Repúblíkanaflokkinn. Horfa menn
þá einkum til þess að flokkurinn
tapaði ríkisstjórakosningum bæði í
Texas og Florida þrátt fyrir þann
stuðning sem forsetinn veitti fram-
bjóðendum repúblíkana í ríkjum
þessum. Tapið í þingkosningunum
var á hinn bóginn minna en menn
höfðu ætlað en síðdegis í gær
hermdu fréttir að demókratar hefðu
bætt við sig níu mönnum í fulltrúa-
deildinni í Washington. Gangi það
eftir munu þingmenn demókrata í
þeirri deild alls verða 267 gegn 167
repúblíkönum og einum sósíalista
sem vann óvæntan sigur í Ver-
mont-ríki. Demókratar unnu hins
vegar eitt sæti í öldungadeildinni
og hafa þar nú 56 þingmenn gegn
44 repúblíkönum.
Mörg helstu dagblöð Banda-
ríkjanna túlkuðu niðurstöður kosn-
inganna á þann veg í gær að al-
menningur hefði lýst yfir van-
trausti á bandaríska stjórnmála-
menn. Almenn svartsýni væri
ríkjandi, menn teldu horfurnar á
vettvangi efnahagsmála dapurlegar
og vildu sýnilega draga úr afskipt-
um stjórnmálamanna. Sú vel þekkta
staðreynd að bandarískir kjósendur
væru almennt og yfirleitt andvígir
hvers kyns skattahækkunum hefði
enn á ný sannast auk þess sem al-
menningi væri sýnilega farið að
ofbjóða auglýsingamennskan og
óhófið sem einkenndi kosningabar-
áttu í Bandaríkjunum.
ATH.! Vegna mikillar
eftirspurnar bjóóum vió nú
dagtíma meó
barnapössun.
Hringið og fóið upplýsingar
ísímo 83730.
Suðurveri,
s. 83730
Hraunbergi,
s. 79988
á við hlutleysisstefnu þjóðarinnar.
„Spurningin um aðild Finnlands
að EB er ótímabær því bandalagið
er ekki tilbúið að taka við nýjum
aðildarríkjum og ekki liggur fyrir
hvaða skyldur og kvaðir bandalagið
mun setja aðildarríkjunum á sviði
öryggis- og utanríkismála," sagði í
yfirlýsingu Jafnaðarmannaflokksins.
Sveinn Hjörtur Hjartarson
leggur áherslu á:
★ að dregið verði úr ríkisumsvifum á
öllum sviðum þjóðlífsins
★ að sjávarútvegur og önnur atvinnu-
starfsemi eflist í Reykjaneskjördæmi
★ að atkvæðisréttur verði jafnaður, t.d.
með einmenningskjördæmum eða fækk-
un þingmanna ífámennustu kjördæ-
munum
★ að tollar í milliríkjaviðskiptum lækki
og þar með vöruverð
★ að skynsamlegt og raunhæft hús-
næðislánakerfi fyrir ungt fólk nái fram
að ganga
Ég heiti á alla Reyknesinga að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæð-
isfiokksins laugardaginn 10. nóv. nk. og
efla þannig lýðræðið í landinu.
Jafnframt fer ég fram á stuðning þinn til að skipa þriðja sæti
á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi við næstu alþingiskosningar.
Ég heiti því á móti að leggja öllum þeim málum lið á Al-
þingi, sem til heilla horfa fyrir íslenskt þjóðfélag og jafn-
framt leggja mig allan fram til þess að
efla veg Reykjaneskjördæmis.