Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 9. NOVEMBER 1990 41 Minning: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri Mig grunaði ekki þegar ég á mínum yngri árum var kynnt fyrir Gunnari, tilvonandi eiginmanni Sirrýar frænku, að hann yrði eitt- hvað öðruvísi frændi en aðrir frændur. Við' fundum þó fljótt svo- h'tið sem við ein áttum sameigin- legt; við gátum torgað fleiri lindubuffum en nokkur annar í fjöl- skyldunni. Þarna eignaðist ég minn fyrsta og eina stuðningsmann á þessu sviði og við áttum í litlum vandræðum með að sannfæra aðra um að í hvert skipti sem við hitt- umst væri óhjákvæmilegt annað en að borða saman buff. Ég minnist líka ófárra samanburðarrannsókna sem við framkvæmdum til að kanna hvort mögulegt væri að finna eitt- hvert -annað sælgæti sem gæti tek- ið við af því eina sanna. Samverustundirnar voru margar og skemmtilegar og þá ekki síður eftir að litli hunangsdropinn þeirra, Sverrir Grímur, kom í heiminn. Ég skil það í dag að sú athygli sem ég fékk frá Sirrý og Gunnari og fannst sjálfsögð þá var miklu meiri en fólk veitir venjulega öðrum en sínum eigin börnum. Þær voru t.d. ófáar stundirnar sem þau sátu og hlustuðu g m>g spila æfingarnar mínar með misgóðum árangri en alltaf leið mér eins og hinum mesta snillingi því klapp og hvatningarorð voru ekki spöruð. Gunnar hafði mikla ást á litlum börnum og gaf hann strákunum mínum ríkulega af henni. Þeim fannst líka gott að koma sér fyrir í fangi hans og kúra þar. Kynni okkar urðu ekki löng en ég trúi því að við hittumst aftur, á öðrum stað, og þá gefst okkur tæki- færi til að ljúka því sem ógert var. Þangað til er gott að geta huggað sig við góðar og ljúfar minningar um Gunnar, sem aldrei verða frá mér teknar. Við Snorri, Tómas og Davíð biðj- um góðan Guð að styrkja Sirrý, Sverri Grím, Gunnar, Jóhann og Guðmund á þessari erfiðu stundu. Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? (Kahlil Gibran) Hanna Látinn er í Reykjavík Gunnar Guðmundsson, fyrrverandi deildar- stjóri Útvegsbanka íslands, tæp- lega 70 ára að aldri. Það er undarlegt hve margir snillingar hafa starfað í Útvegs- banka Islands. Gunnar var einn þeirra. Ég kynntist Gunnari fyrst í byijun mars 1968. Hann gegndi þá störf- um skrifstofustjóra Útvegsbanka íslands. Ég sótti þá um starf í bank- anum og hann réð mig til starfa. Ég þekkti Gunnar miklu betur síðar, en man enn þetta fyrsta viðtal. Framkoma, spurningar og heilræði hans á þeirri stundu voru með hætti sem ég hefði viljað tileinka mér, en líklega aldrei náð. Það lýsir e.t.v. Gunnari vel, að þetta viðtal bar aldrei á góma í okkar mörgu samtölum síðan. Gunnar var einstaklega hæfur bankamaður, en hann var líka miklu meira. Greind, kurteisi, siðfágun og örlæti eru þau orð, sem mér koma fyrst í hug, ef telja á kosti hafis. Við hjónin gleymum aldrei móttök- um Gunnars og Sirrýjar í Vaðnesi 1974, né vinsemd þeirra gegnum árin. Tveir menn, þ.e. Einar heitinn Þorfinnsson og Gunnar, hafa kom- ist næst því allra Islendinga að verða heimsmeistarar í brids. Rök- ræður um þá íþrótt skilja þeir ein- ir, sem hana stunda. Eitt einkenni er þó ljóst og það er það, að sá sem leggur á hana stund gerir það allt- af með félaga sínum. Ég hirði lítt um svonefndar félagsfræðilegar skilgreiningar, en hitt veit ég, að betri spilafélaga en Gunnar var varla unnt að hugsa sér. Ég naut þess ríkulega að vera stundum spilafélagi og sveitárfélagi Gunnars Guðmundssonar í brids. Það er auðvitað heiður, sem ég hefði aldrei notið, nema vegna þess að við vorum starfsfélagar. Við vorum sem sé félagar og sveitarfé- lagar fyrir Útvegsbankann. Ilins vegar spiluðum við Gunnar oft í einkalífi og nutum vel, a.m.k. ég. Þrátt fyrir hæfileika sína var Gunnar einstaklega hógvær maður. ÖIl sýndarmennska var eitur í hans beinum. Ég hef lengi talið hann til vina minna og kveð hann með söknuði. Eftirlifandi eiginkonu hans, syni þeirra og öðrum afkomendum og aðstandendum hans flyt ég innileg- ar samúðarkveðjur frá mér og mínum. Svavar Ármannsson Elskulegur vinur okkarL Gunnar Guðmundsson, er látinn. I örfáum orðum vil ég minnast hans og þakka kynnin sem hófust fyrir h.u.b. tutt- ugu árum er við tengdumst fjöl- skylduböndum. Við eigum ljúfar minningar um Gunnar sem gott er að orna sér við þegar söknuður sækir að. Ég sé hann fyrir mér mér við laufabrauðsgerð sem var árlegur viðburður hjá okkur á aðventu. Þessu var hann ekki vanur frá sínum uppvexti eins og við frænd- systkinin — en hann lærði fljótt að meta þann andblæ jólatilhlökkunar og treystingu Ijölskyldubanda sem þá var svo nálægur. Við minnumst vikudvalar með þeim hjónum og Sverri Grími í sum- arhúsi við ísaijarðardjúp — í kyrrð og náttúrufegurð þar sem góður tími gafsttil spjalls og næðisstunda. Við þökkum líka þolinmæði hans, sem var einn af bestu bridsspilurum þessa lands, er hann leiddi okkur fyrstu sporin í þeirri margslungnu íþrótt. Þá bera að þakka góðar móttök- ur í Bræðratungu á Stokkseyri, þar sem Sirrý og Gunnar bjuggu sér annað heimili um tíma, einkum að sumarlagi. Það sem okkur er minnisstæðast um Gunnar er hlýjan sem frá honum streymdi — hlýja sem var honum svo eðlislæg og virtist svo rík að nægja mundi til að faðma alla sem hann átti samskipti við. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur — Sirrý og Sverri Grími — sonum hans öðrum; þeim Johanni, Guðmundi og Gunnari og einnig til Theodórs. Veri Gunnar kært kvaddur með orðum Bjarna Jónssonar frá Vogi: Skarð er nú fyrir skildi orðið og vinfátt vinaþurfa. En góð er minning gðfugs vinar, þótt helfregn harma veki. Ingi Viðar, Katrín, Helgi Þór, Signý og Árni Sigurður Félagi okkar Gunnar Guðmunds- son hefir kvatt, fáum vikum fyrir sjötugasta afmælisdag sinn. Okkur sem áttum því láni að fagna að eiga með Gunnari langar samverustundir, er af hvarfi hans nokkur söknuður. I allri sinni hægð og yfirlætisleysi var Gunnar okkar foringi þótt hann léti okkur hina gjarnan ráða því er minna varðaði. Gunnar var enda ekki plássfrekur á gangbraut tilverunnar. Án þess að troða öðrum um tær náði hann í starfí og leik þeim árangri er hon- um hentaði. Án minnstu fyrirhafnar var Gunnar drengskaparmaður, í öllu tilliti. Lengi munum við sakna kímni Gunnars sem var fáguð eins og allt hans fas, en næm augu og eyru voru fljót að kenna það sem kátlegt var en minna og skemur dvaldi hugurinn við það sem miður fór. Aldrei sannaðist hvort Gunnar væri fiskinn og engin átti hann veiðistíg- vélin. Það voru þó ekki aðrir farargleið- ari þegar Veiðisveitin hélt úr hlaði í árlegar veiði- og spilaferðir til Selár í Vopnafirði. Oft var dágóður afli og enn oftar spilaður brids, sem svaraði heilu Evrópumóti, á einni viku. Gunnar naut allra okkar ferða til fulls og við nutum þess að vera ferðafélagar hans. Gunnar er annar af frumkvöðlum Veiðisveitarinnar sem þessi fá- menni hópur sér á bak. Hinn var Kristinn Bergþórsson stórkaupmað- ur. Það er engin tilviljun að nöfn þeirra ber upp í sama hópi því báð- ir voru þeir risar í uppáhaldsíþrótt sinni, brids. Fyrir utan íslands- meistaratitla og önnur afrek spilaði Gunnar fyrir hönd íslands á Evr- ópumótinu í Brighton árið 1950, ásamt spilafélaga sínum Einari Þor- fínnssyni. En sóma þeirra lauk ekki við svo búið því stjórn Evrópusam- bandsins valdi þá Gunnar og Einar ásamt tveim pörum sænskum, til að keppa fyrir hönd álfunnar á heimsmeistaramótinu í Bermúda sama ár. Þar öttu þeir kappi við snillinga frá Bretlandi og Bandaríkjunum með frábærum árangri. Hlaut sveit- in silfureætið á eftir sveit Banda- ríkjanna. Það var þó álit margra að parið Gunnar — Einar, hefði spilað til gulls. Oft var Veiðisveitin boðin til heimilis Gunnars og Sirrýar eigin- konu hans í Espigerði 2 til stórkost- legrar veislu og spila. Heimafyrir var sólargeislinn Sverrir og spurði frumlegra spurninga eða reiddi fram gátur. Stolt Gunnars af sinni yndislegu fjölskyldu og góðu heim- ili fór ekki framhjá okkur félögun- um. Sirrý stóð þéttast við hlið bónda síns þegar mest á reyndi. Má með sanni segja að hún hafi flutt sitt lögheimili að sjúkrabeði hans. Sá heldur ekki snauður að heiman sem fer með slíka ást og virðingu í vega- nesti. Veiðisveitin Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinuin á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. + Eiginmaður minn, + Eiginmaður minn, faðir okkar, terigdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS INGIMUNDARSON LÁRUS ÁGÚST GÍSLASON frá Skarði, fyrrv. hreppstjóri, Heiðarvegi 10a, Miðhúsum, Keflavík, Hvolhreppi, lést í Landspítalanum 2. nóvember. verður jarðsunginn frá Stórólfshvolskirkju lauqardaginn 10. nóv- Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 10. nóvem- ember kl. 14.00. ber kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Bryndís Nikulásdóttir, Magndis Ólafsdóttir. Ragnhildur Lárusdóttir, Hulda Lárusdóttir, Sigurður P. Sigurjónsson, Gísli Lárusson, Guðrún Þórarinsdóttir, Ragnheiður Fanney Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, i ÞORSTEINS ÍSLEIFSSONAR, T Vík í Mýrdal, 1 fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 13.30. Þökkum innilega, vinum og vandamönnum, sýnda samúð og veitt-. an stuðning við fráfall litlu dóttur okkar, Katrin Loftsdóttir, Loftur G. Þorsteinsson, Soffía Ragnarsdóttir, KRISTÍNAR JÓNU PÉTURSDÓTTUR. Kristín A. Þorsteinsdóttir, Hjörtur Þórarinsson og barnabörn. Pétur Hraunfjörð Karlsson, Sigriður Sigmundsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og SÖLVI SIGURÐSSON, útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Mánagötu 3, VILBORGAR G. SIGURBERGSDÓTTUR, Reyðarfirði, Úthaga 10, verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 10. nóv- ember kl. 14.00. Selfossi. Aðalheiður Þórarinsdóttir, Sigurbergur Guðnason, Lilja Árnadóttir, Ragnar Guðnason, Ásta Kristinsdóttir, dætur, tengdasynir, Lilja Guðnadóttir, Óskar Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.