Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990
, ■ ■ ... .................—..............
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Sneiddu hjá félagsstússi og
“ frístundaiðju í dag og vertu ekki
með óþarfa viðkvæmni í sam-
skiptum þínum við annað fólk.
Sýndu hins vegar tillitssemi og
varfærni gagnvart tilfinningum
annarra.
Naut
(20. apríl - 20. maí) irfft
Hlutimir ganga skrykkjótt heima
fyrir núna. Ættingi þinn er eitt-
hvað miður sín og návist hans
eykur á spennuna á heimilinu.
Haltu ró þinni og hafðu samræmi
í öllu sem þú gerir.
- Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það getur orðið erfitt fyrir þig
að halda vinnugleðinni vakandi
núna. Annað hvort sækir svona
mikill doði að þér um þessar
mundir eða þú hefur engan áhuga
á þvi sem þú ert að gera.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér hættir til að eyða of miklu í
dag þar sem slaknað hefur á
dómgreindinni í bili. Náinn ætt-
ingi eða vinur á erfitt með að
gera upp hug sinn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Aðrir ætlast til mikils af þér í
dag og það getur orðið erfitt fyr-
ir þig að fá tíma til eigin ráðstöf-
unar. Gættu þess að nota kvöldið
til hvíldar og hressingar.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þér fmnst þú ekki vera upp á
þitt besta núna eða kannski þú
sért bara ekki fyrir félagsskap í
dag. Það getur orðið þrautin
þyngri að fá að njóta þess næðis
sem þú þráir svo mjög. Þú ert á
báðum áttum í rómantíkinni.
* Vog
(23. sept. - 22. október)
Félagslífið verður þér kostnað-
arsamara en þú bjóst við. Fjöl-
skyldan tekur sinn hluta af tíma
þínum í kvöld svo að persónuleg-
ar þarfír þínar verða út undan.
Sporðdreki
(23. okt. — 21. nóvember)
Þú hugsar of mikið um afstöðu
annarra til tilfinninga þinna og
dregur þannig úr afköstum
þínum og árangri. Þú verður að
læra að víkja persónu þinni Lil
hliðar endrum og eins.
Bogmaóur
^j(22. nóv. — 21. desember)
Þú verður að sýna ríka tillitasemi
í umgengni þinni við annað fólk
í dag. Tilraunir þínar til að gefa
vinsamleg ráð geta verið mis-
skildar sem yfirráðagimi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Pengingar em viðkvæmt mál
núna milli þín og eins vina þinna.
Taktu mark á tilfinningum þínum
og líttu ekki á það sem sjálfsagð-
an hlut að hlaupa undir bagga
jafnvel þótt aðrir reyni að ýta
undir sektarkennd þína.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Eigðu aldrei svo annríkt að þú
akynjir ekki þörf ástvina þinna
og vandainanna fyrir hjálp. Sum-
ir samferðarmanna þinna eru við-
kvæmir um þessar mundir. /
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) T&j
Því meira sem þú leggur þig fram
í dag þeim mun lengra finnst þér
í að þú komist yfir allt sem þú
þarft að gera. Þér finnst einn
vina þinna vera heldur kröfuharð-
ur.
AFMÆUSBARNIÐ er tilfrnn-
ingavera og svolítið háspennt.
Það þarf nauðsynlega að fá útrás
tyrir sterkar tilfinningar sínar.
Það hefur oft áhuga á stjórnmál-
um og öðrum störfum í þágu al-
mennings og vinnur best þegar
það er innblásið. Það hefur sterka
þörf fyrir öryggi og leggur hart
að sér til að komast áfram í lífinu.
Stjörnuspána á aó lesa sem
dœgradvól. Spár af þessu tagi
£%yggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
rCDIMIVI A Mr%
rtKLIIIMAIMlJ
SMÁFÓLK
I WALKEP ACR055 TWE |
5TREET WITH HER... 5
TMAT'5 ALL I (71(7 f 1
Ég bara labbaði með henni
yfir götuna ... annað var
það nú ekki!
YOU KNOW UJMAT
5WE 5AIP7SHE
SAlP ''THANK5, MI5TER"
Veiztu hvað hún sagði?
Hún sagði, „Takk fyrir,
herra.“
|‘M ONLV TU)0 M0NTH5
OLPEKTHAN 5HE I5,ANP
5HE CALL5 ME "MI5TER"!Í
Ég er bara tveim mánuð-
um eldri en hún, en samt
kallar hún mig „herra“!!
I WALKEP ACK055 THE
5TREET UIITH A 61RL
ONCE, ANP 5HE SAlP,
"50 L0N6,N00PLENECK!"
Fyrir löngu gekk ég yfir
götu með stelpu, og hún
sagði: „Bless, þöngul-
haus!“
BRIDS
Þrátt fyrir töluverðan
slemmumetnað, láta NS sagnir
falla niður. í 4 spöðum. Sem er
eins gott, því jafnvel geimið er
í taphættu.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ D10985
VÁD5
♦ DG10
*K5
Suður
♦ ÁKG6432
V 642
♦ Á
+ 83
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 spaði
Pass 2 grönd Pass 3 tíglar
Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar
Pass 4 lauf Dobl 4 tíglar
Pass 4 spaðar Pass Pass
Pass
Útspil: laufdrottning.
Svar norðurs á 2 gröndum
gefur til kynna slemmuáhuga í
spaða og spyr jafnframt um
stuttlit. Suður sýnir einspil eða
eyðu með 3 tíglum, en síðan
taka við eðlilegar þreifíngar.
Eftir dobl austurs á 4 laufum
dvínar áhugi norðurs veralega.
En hvernig á sagnhafi að
tfyggja sér 10 slagi?
Hættan er auðvitað sú að
gefa tvo slagi á hjarta til viðbót-
ar við laufslagina tvo, sem vörn-
in á bersýnilega. Og sú getur
hæglega orðið niðurstaðan ef
austur á hjartakóng og vestur
tígulkóng:
Norður
Vestur
♦ -
V G1097
♦ K6432
+ DG104
▼ JL/vJ 1U
+ K5
Suður
♦ ÁKG6432
V 642
♦ Á
+ 83
Austur
+ 7
VK83
♦ 9875
+ Á976Í
Spilið tapast ef sagnhafi setur
laufkónginn upp í- fyrsta slag.
Vestur fær næsta laufslag og
skiptir yfir í hjartagosa. Og þá
er ekkert til bjargar.
En fái vestur að eiga slaginn
á laufdrottningu er hægt að búa
í haginn fyrir innkast. Vestur
gerir best í því að skipta yfír í
hjartagosa, sem sagnhafi drepur
á ás, hreinsar upp tígulinn og
spilar sig út í laufi. Austur lend-
ir inni og verður að spila frá
hjartakóng eða út í tvöfalda
eyðu.
SKÁK
Á sovézka meistaramótinu í ár,
sem pú stendur yfir, kom þessi
staða upp í skák stórmeistarans
Leortid Judasin (2.610), og al-
þjóðameistarans Ilya. Smirín
(2.555), sem hafði svart og átti
leik. Báðir teflendur voru í miklu
tímahraki og hvítur lék síðast
gróflega af sér er hann hirti svart
frípeð á c3 og lék 40. De5xc?? í
staðinn hefði 40. Hbl — b8 verið
unnið á hvítt. En svartur endur-
galt greiðann og fann ekki glæsi-
lega vinningsleið.
40. - Bc5+??, 41. Kfl - Dh3+,
42. Kel — Hd8? (Ljótur leikur,
en 42. - Hg2?, 43. Hb8+ - Bf8,
44. Hxf8+! var einnig unnið á
hvítt) 43. Bx(18 og svartur gafst
upp.
I staðinn fyrir þessi ósköp hefði
svartur getað unnið með glæsi-
legri hróksfórn: 40. — Dh3!, 41.
Dxd2 - Bc5+, 42. Df2 - Dxg3+,
o.s.frv.