Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÖVEMBER 1990
*
Oskar G. Gissurarson
rafvirki - minning
Mig langar til að minnast með
fáeinum orðum vinar míns og sam-
starfsmanns, Óskars Gísla Gissur-
arsonar, sem lést 3. nóvember sl.
Óskar átti við vanheilsu að stríða
um margra ára skeið en það mót-
læti bar hann með þvílíku jafnaðar-
geði og þolinmæði að einstakt verð-
ur að teljast.
Ég hef ætíð talið það mikla gæfu
að hafa fengið að kynnast Óskari
þegar ég hóf störf við ljósadeild
Þjóðleikhússins en þar hafði Óskar
unnið sem ljósamaður sfðan 1966.
Betri leiðbeinanda og samstarfs-
mann get ég ekki hugsað mér og
tel að þar hafí ráðið miklu hæfileiki
hans til samstarfs við aðra að
ógleymdri góðri skapgerð sem ekk-
ert fékk raskað. Það er mikils virði
að hafa notið nærveru Óskars Giss-
urarsonar bæði persónulega og í
starfi.
Ég færi frú Hólmfríði og ljöl-
skyldunni mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Óskars Giss-
urarsonar.
Páll Ragnarsson
„Hann Óskar er dáinn, hann
skildi við í nótt,“ sagði móðir mín
við mig í símann síðastliðinn laugar-
dag. Við vissum öll að hveiju dró
en dauðinn kemur samt alltaf ilía
við mann. Ég fékk hnút í magann
og upp í huga mér komu fjölmarg-
ir ástvinir Oskars sem nú eiga um
sárt að binda; eftirlifandi eiginkona
hans, Hólmfríður Gunnlaugsdóttir,
Margrét mágkona mín og Steinar
bróðir í Noregi, bróðursonur minn
Hrafn og litli sólargeislinn hún
Ása, sem aldrei auðnaðist að sjá
afa sinn, synir þeirra Óskars og
Hólmfríðar, Grétar og Gylfi, og fjöl-
skyldur þeirra.
Elsti bróðir minn,_ Steinar, kynnt-
ist Margréti dóttur Oskars og Hólm-
fríðar á unglingsárum. Okkur yngri
bræðrunum varð Margrét strax sem
kær systir og foreldrum mínum,
Guðlaugi Þorvaldssyni og Kristínu
Kristinsdóttur, hefur hún alla tíð
verið sem besta dóttir. Raunar var
ég svo ungur þegar hún kom inn í
fjölskylduna að ég man ekki tilver-
una öðruvísi en Magga, eins og hún
er jafnan kölluð, hafi verið hluti af
fjölskyldunni, _
Ég þekkti Óskar aldrei náið. En
hann kom mér fyrir sjónir sem hóg-
vær og lítillátur maður sem unni
Ijölskyldu sinni mest af öllu. Hann
var bamgóður með afbrigðum og
fengum við bræðurnir að njóta þess
í æsku okkar. Ég man alltaf eftir
tilhlökkuninni þegar Óskar bauð
okkur í Þjóðleikhúsið, þar sem hann
starfaði sem rafvirki og ljósamaður
uns heilsan gaf sig. Dimmalimm,
Litla-Kláus og Stóra-Kláus og önn-
ur öndvegisverk leikbókmenntanna
sáum við á fjölunum sem hjálpaði
okkur án vafa að skilja betur það
furðuverk sem tilveran var í okkar
augum. í hugum okkar bræðranna
var Óskar góður maður.
Ég sá Óskar sjaldnar hin seinni
ár eftir að erfið veikindi fóru að
hijá hann, sem urðu honum svo að
aldurtila. En þótt heilsunni hrakaði
var alltaf til staðar blikið í augunum
sem einkenndi alla tíð þennan góð-
iega mann. Ég fann líka svo vel
þá djúpu virðingu og væntumþykju
sem Steinar bar til tengdaföður
síns. Sonur Margrétar og Steinars,
Hrafn, dvaldist jafnan hjá afa sínum
og ömmu í Bólstaðarhlíðinni þegar
hann kom hingað frá Noregi til að
dvelja sumarlangt. Hrafni þótti svo
undurvænt um afa sinn og ég man
hvað honum þótti sárt að þurfa að
kveðja hann þegar hann fór aftur
til Noregs í ágúst. Missir Hrafns
er mikill.
Hólmfríður er aðdáunarverð
kona. Án allrar aðstoðar sinnti hún
manni sínum af ástúð og umhyggju
í veikindum hans allt fram í andlát-
ið. Ég veit að það var erfitt og
stundum svo að hún var nánast
ráðþrota. En aldrei lét hún bugast.
Nú sér hún á eftir ástríkum og
góðum eiginmanni en getur huggað
sig við ljúfar minningar sem hann
skilur eftir sig.
í dag verður til moldar borinn
góður maður. Guð blessi minningu
hans.
Styrmir Guðlaugsson
María G. Bjöms-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 4. nóvember 1912
Dáin 2. nóvember 1990
Með örfáum orðum langar okkur
til að kveðja Maríu, sem við vorum
svo gæfusöm að fá að kynnast.
Garðar afi kynnti okkur fyrir henni
fyrir rúmu ári, en um það leyti
flutti hann inn til hennar á Haga-
melinn.
í fáum orðum má segja að María
hafi heillað okkur , öll frá fyrstu
stundu með glaðværð sinni, já-
kvæðni og einlægni. Ekki máttum
við stíga inn fæti án þess að þiggja
kaffisopa, en kaffisopa fylgdi hlaðið
borð með kræsingum. Þrátt fyrir
veikindi sín síðustu mánuðina var
María alltaf jákvæð og glaðvær og
leit björtum augum á framtíðina.
Fallegra og einlægara par en Maríu
og Garðar höfum við ekki séð og
er missir hans mikil. Biðjum við
góðan Guð að styrkja Garðar afa í
söknuði sínum svo og alla ættingja
Maríu og vini.
Brynja og Garðar
í dag verður til moldar borin kær
vinkona okkar hjóna, María Gíslína
Björnsdóttir frá Norðfirði. Hún var
fædd og uppalin í Gröf í Reyðar-
firði, Suður-Múlasýslu, dóttir hjón-
anna Bjöms útgerðarmanns Gísla-
sonar og Rannveigar Jonsdóttur er
bjuggu í Gröf allan sinn aldur. Þar
ólst María upp á þvf myndarheimili
ásamt systkinum sínum, þeim Þór-
unni Elísabetu, sem kennd var við
Exeter í Reykjavík og var hún gift
Björgvini Jonssyni, sem kenndur
var við Sæbjörgu, og Jóni Jóhanni
yfirfískmatsmanni á Austurlandi,
búsettum á Reyðarfírði, sem er lát-
inn.
Ung að árum gekk María að eiga
Bjöm Jónsson, og byggðu þau sér
bæinn Miðbæ í Norðfirði. Þau
bjuggu þar við góð efni og í harh-
ingjusömu hjónabandi þar til Björn
lést árið 1964. Þeim varð eigi barna
auðið, en tóku að sér stúlku, Sigríði
Flosadóttur er þau ólu upp og gaf
lífí þeirra fyllingu. Hún var þeim
sem dóttir og var mikill kærleikur
þeirra á milli.
Árið sem María varð ekkja flutt-
ist hún til Reykjavíkur og festi sér
íbúð við Hagamel 45 og þar bjó hún
allan sinn aldur. Um sama leyti hóf
hún störf á Hótel Borg við af-
greiðslu í veitingasal hótelsins og
vann þar til eftirlaunaaldurs.
Við hliðina á íbúð Maríu bjuggu
foreldrar mínir, Anna Nordal og
síra Ingólfur Þorvaldsson frá Ólafs-
fírði. Með þeim hófst vinátta sem
entist út ævina.
Eftir að faðir minn lést, 1968,
styrktust vináttuböndin milli móður
minnar og hennar og leið varía svo
dagur að þær hittust ekki.
Þegar heilsu móður minnar fór-
að hraka sýndi María henni þvílíka
hugulsemi og nærgætni, að með
eindæmum var og ómetanlegt fyrir
okkur hjónin og bræður mína,
vegna fjarlægðar heimila okkar að
Hagamel 45. Hún lést fyrir nokkr-
um árum.
María var óvenju glæsileg kona,
sem geislaði af lífsþrótti og reisn.
Hún var ávallt vel til höfð í klæða-
burði og hefði mátt ætla að þar
færi fimmtug kona en ekki 78 ára.
Hún var höfðingi heim að sækja,
og átti fagurt heimili, sem hún
endalaust fegraði með smekklegum
hlutum, svo unun var að.
Dóttir hennar, sem búsett var á
Sauðárkróki, fluttist til Reykjavíkur
og var það Maríu kærkomið. Varla
hitti maður Maríu svo að hún talaði
ekki um dóttur sína og velferð henn-
ar.
Um eða fyrir 1980 gekk hún að
eiga hinn þekkta mann Ólaf Ágúst
Kristjánsson byggingameistara og
fyrrverandi b'æjarstjóra í Vest-
mannaeyjum. Þau voru sérlega
samrýmd og áttu saman hamingju-
ríka daga. Ólafur lést fyrri hluta
ársins 1989 og syrgði hún mann
sinn mjög, sem orð fá eigi lýst.
Nú í sumar trúlofaðist hún æsku-
vini sínum, Garðari Jónssyni frá
Reyðarfirði. Þau áttu saman marg-
ar ánægjustundir og ferðuðúst mik-
ið, þar á meðal til æskustöðva fyrir
austan. Þeirra samvistir urðu ekki
langar, en Garðar annaðist hana
með umhyggju og ástúð þá þijá
mánuði er hún Iá veik á sjúkrahúsi
og þar til yfir lauk.
Óllu venslafólki Maríu óskum við
velfamaðar og samhryggjumst
vegna fráfalls góðrar og göfugrar
konu, sem við viljum öll minnast.
Margar ógleymanlegar stundir
áttum við hjónin með Maríu og
Ólafi og skiptumst á heimsóknum.
Við Álfheiður og bræður mínir
Ragnar og Sigurður og kona hans
JÓhanna, þökkum endalausa vin-
áttu og ástúð, sem María sýndi
móður okkar. guð veri með henni
um alla eilífð.
Vilhjálmur Ingólfsson
Ólöf Guðmunds-
dóttir — Kveðjuorð
Fædd 17. október 1912
Dáin 30. október 1990
Með nokkrum fátæklegum orð-
um vil ég minnast elskulegrar mág-
konu minnar Ólafar Guðmundsdótt-
ur. Ólöf fæddist í Keldudal í Dýra-
fírði 17. október 1912. Systkinin
urðu alls sex, auk þess var á heimil-
inu drengur náskyldur þeim. For-
eldrar Ólafar voru Guðrún Björns-
dóttir ljósmóðir og Guðmundur
Guðmundsson skipstjóri.
Árið 1921 fluttist íjölskyldan til
Þingeyrar og ólst hún þar upp í
systkinahópnum. Þegar hún hafði
aldur til fór hún á Kvennaskólann
á ísafirði og lauk þaðan prófi með
ágætum.
Fjölskyldan flytur til Reykjavíkur
árið 1933 og var Ólöf í foreldrahús-
um á Laugarnesveginum þar til að
hún giftist árið 1936 Bjarna Jóns-
syni frá Gröf í Húnaþingi. Bjarni
lést fyrir nokkrum árum. Ólöf átti
heima á Akureyri til dauðadags.
Ekki verður sagt með sanni að líf
hennar hafi verið neinn dans á rós-
um.
Hún missti fjögur barna sinna á
unga aldri og hafði hún þá annast
þau í langri veikindabaráttu. Síðar
á ævinni þurfti hún enn að sjá á
eftir syni sem var kominn til fullorð-
ins ára og hafði lokið verkfræði-
prófi og var orðinn hafnarstjóri á
Akureyri og var það henni þungt
áfall. En Ólöf var stórbrotin kona
og segja má að hún kannski bogn-
aði, en brotnaði ekki.
Systkini hennar, sem látin eru:
Guðmundar, Björn og Jóhannes
uppeldisbróðir hennar.
Þau, sem eftir lifa eru: Bergljót,
Ingibjörg og Gissur. Þau búa öll í
Reykjavík. Synir hennar, Jón og
Stefán, búa báðir á Akureyri ásamt
eiginkonum sínum, einnig býr þar
fyrrverandi tengdadóttir hennar.
Óll hafa þau verið nærgætin og
indæl við hana í veikindum hennar,
enda hefur alltaf verið mikið og
gott samband í Ijölskyldunni.
Ólöf var mjög ljóðelsk og kunni
ókjör af vísum og kvæðum. Henni
var nóg að heyra vísu einu sinni
og hafði hún þá lært hana. Maður
hennar átti það til að kasta fram
vísu við hin ýmsu tækifæri og hefur
Ólöf geymt mikið af vísum, sem
þannig urðu til.
Við hjónin ásamt börnum og
barnabörnum færum henni innileg-
ar þakkir fyrir allar þær ánægju-
stundir, sem við höfum notið í sam-
vistum við hana. Ekki voru sístar
stundimar í sumarbústað hennar á
Svalbarðseyri.
Hvíli hún í friði, friður guðs hana
geymi.
Ingólfur Stefánsson
Myrkhærða nótt, já, þú ert móðir dagsins,
mjúkhent og gjöful veitir þreyttum frið,
og þú ert drottning, drottning sólarlagsins,
draumanna veldi, það er lágnættið.
(Bjami Jónsson frá Gröf, Húnvetningaljóð.)
Ólöf Guðmundsdóttir fæddist á
Hrauni í Keldudal í Dýrafirði, en
þar bjuggu foreldrar hennar, Guð-
rún Björnsdóttir ljósmóðir í Þing-
eyrarhreppi og Guðmundur Guð-
mundsson skútuskipstjóri. Þau áttu
sex börn og var Ólöf þriðja í röð-
inni. Auk þess ólu þau upp systur-
son Guðrúnar. Að Ólöfu stóðu
sterkir stofnar. Meðal forfeðra
hennar og náinna ættingja í báðar
ættir eru bæði harðduglegar konur
og nafnkunnir sjómenn og skip-
stjórar, fiskimenn og farmenn,
hörku lið. Það varð að duga eða
drepast á þeim slóðum hér á árun-
um.
Ólöf lærði snemma að vinna og
leggja sitt af mörkum til lífsbarátt-
unnar og það mátti greina alla tíð,
svo hörkudugleg sem hún var auk
annarra góðra persónueinkenna
sem síðar skal greint.
Sextán ára fluttist Ólöf úr, for-
eldrahúsum til Reykjavíkur til
starfa þar. Skömmu síðar fór hún
í Kvennaskólann á ísafirði og lauk
þar námi. Hún giftist 1935 Bjarna
Jónssyni úrsmiði frá Gröf í Víðidal
í Húnavatnssýslu, en einnig ættuð-
um af Svalbarðsströnd. Þau fluttu
til Akureyrar árið 1939 og bjuggu
þar eftir það. Bjarni var skarp-
greindur, skáld gott og prýðilega
hagmæltur, gæddur skopskyni og
léttleika sem gerðu margar stökur
hans fleygar og landskunnar.
Það átti fyrir Ólöfu og Bjarna
að liggja að mæta sjaldgæfu álagi,
mótlæti og sorg í einkalífi sínu. Þau
misstu fjóra syni í barnæsku og
þann fimmta á fullorðinsaldri,
glæsilegan afbragðsmann í blóma
lífsins. Þeim Ólöfu og Bjarna varð
alls sjö sona auðið. Elstur var Jón,
þá Guðmundur, Pétur, Kristófer og
Stefán, en þeir Guðmundur og
Krístófer létust báðir í bernsku með
stuttu millibili. Yngstir voru svo
tvíburar sem báru hin sömu nöfn,
Guðmundur og Kristófer. Þeir voru
líkamlega heilsuveilir, en andlega
var þeim ekkert að vanbúnaði,
ágætlega skýrir til náms, lífsglaðir
og hvers manns hugljúfi. Smám
saman varð ljóst að hvetju dró.
Læknavísindin komu engum vörn-
um við. Litlu drengirnir veiktust og
létust nær samtímis aðeins tíu ára
að aldri. Eftir lifðu þá Jón, Pétur
og Stefán, allir farsælir og þrótt-
miklir atorkumenn, félagslyndir og
vinsælir, hneigðir til íþrótta, ferða-
laga og útilífs, eins og fjölskyldan
öll.
Þeir Jón og Stefán fetuðu í fót-
spor föður síns og námu úrsmíði
og starfa nú að henni á Akureyri
af myndarskap. Pétur hélt til
Þýskalands að loknu stúdentsprófi
og varð vélaverkfræðingur og réðst
síðan til Akureyrarbæjar í starf
hafnarstjóra þar. Pétur kvæntist
þýskri konu, Giselu Rabe-Stephan,
og eignuðust þau þijú börn, byggðu
sér hús og komu upp fallegu heim-
ili, en 1976 veiktist Pétur snögglega
af illkynja sjúkdómi og innan fárra
daga var hann allur, aðeins 37 ára.
Var hann harmdauði öllum er til
hans þekktu. Eftir lifa því aðeins
þeir Jón, kvæntur Sigrúnu Helga-
dóttur og eiga þau þijú björn, og
Stefán, kvæntur Hugrúnu Hólm-
steinsdóttur sem eiga tvö börn.
Barnaböm Ólafar og Bjarna eru öll
hin mannvænlegustu, heilbrigð og
dugleg til náms og starfa. Bjarni
lést á heimili þeirra Ólafar 1980 í
sterkum örmum Ólafar, í bókstaf-
legri merkingu, eftir langvinnan
heilsubrest. Eftir það bjó hún ein.
Stefán Stefánsson á Svalbarði,
móðurbróðir Bjarna, gaf þeim Ólöfu
snemma á hjúskaparárum þeirra
fallegan skika af jörð sinni og þar
reistu þau sumarbústað, gróður-
settu fallegan tijálund og hlúðu vel
að öllu. Af þessum stað höfðu þau
bæði og fjölskyldan mikið yndi og
þar má í gróðri og öllum frágangi
sjá margt óeigingjarnt og fallegt
handverk þeirra Bjarna og Ólafar.
Þarna dvaldi hún oft á sumrin með
drengina, en Bjarni sinnti starfi sínu
á Akureyri. Fyrir örfáum árum,
síðsumars, slóst ég í för með Ólöfu
að skoða þennan fallega stað. Hún
gætti þess vel að frá öllu væri
snyrtilega gengið.
Kynni mín af Ólöfu hófust á ár-
unum 1952-53, en þá kynntist ég
syni hennar og skólabróður mínum,
Pétri, og bundust við nánum vin-
áttuböndum sem héldu meðan báðir
lifðu. Um þá góðu sögu skal ég
vera stuttorður að sinni. En ég var
heimagangur hjá Ólöfu upp frá því
öll skólaárin á Akureyri. Þar var
alltaf glatt á hjalla, mikið drukkið
af súkkulaði og borðað af tertum,
legið yfir skákinni og námsbókun-
um og lífsgátan leyst og er þó fátt
eitt talið af þeim starfa. Ólöf var
hinn besti félagi sona sinna og vina
þeirra. Mjög ástsæl var hún af
tengdadætrum sínum og barna-
bömum. Jafnan heimsótti ég Ólöfu