Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 19 Eins dauði er annars brauð eftir Oddrúnu Ástu Sverrisdóttur Laugardaginn 10. nóvember nk. ganga sjálfstæðismenn í Reykja- neskjördæmi að kjörborðinu og velja frambjóðendur flokksins í komandi alþingiskosningum. Fimmtán hæfir einstaklingar gefa kost á sér til framboðs að þessu sinni. Ein af þessum fimmtán er Sigríður Anna Þórðardóttir, sem í ver sem leið flutti búferlum með fjölskyldu sinni frá Grundarfirði til Mosfellsbæjar, þar sem éiginmaður hennar tók við starfi sóknarprests. Sigríður Anna bjó í Grundarfirði í sextán ár og ávann sér traust og virðingu allra sem kynntust henni. Hún sat í sveitarstjórn fyrir sjálf- stæðismenn í Grundarfirði í 12 ár og var oddviti okkar í 6 ár og for- maður í stjórn þeilsugæslustöðvar- innar að auki. Árangur ötuls starfs hennar á þeim vettvangi er frábær. í dag er í Grundarfirði H-1 heilsu- gæslustöð vel búin tækjum þar sem starfar hið hæfasta fagfólk. Sigríð- ur Anna beitti sér einnig fyrir úrbót- um í atvinnu-, menningar og skóla- málum af miklu harðfylgi og dugn- aði. Aðalsmerki hennar eru heiðar- leiki og áræði. Sigríður Anna er formaður í Landssambandi sjálfstæðiskvenna. Hún á sæti í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins frá árinu 1987 og situr nú í fimm manna framkvæmda- stjórn flokksins. Að auki hefur hún gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir flokkinn jafnt innanlands sem utan. Sigríður Anna Þórðardóttir er sá frambjóðandi sem sjálfstæðismenn í Grundarfirði vildu fá í fyrsta sæt- ið á framboðslista í Vesturlands- kjördæmi og veit ég að hún hefði átt vísan stuðning kjósenda í því kjördæmi, en eins og máltækið seg- ir „eins dauði er annars brauð“. Kjósendur í Reykjaneskjördæmi, - ég óska ykkur til hamingju með glæsilegt framboð Sigríðar Önnu og vona einlæglega að þið berið gæfu til að gera veg hennar sem mestan í komandi prófkjöri. Iíöfundur er póstafgreiðslumaður í Grundarfirði. Oddrún Ásta Sverrisdóttir Á Alþingi þarf fólk með mikla reynslu af sveitarstjórnamálum og brennandi áhuga á atvinnumálum Sigríöur Anna sat í sveitarstjórn í 12 ár, þar af 6 ár sem oddviti; er formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna; - situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokks- - er íslenskufræðingur og hefur starf- ins og í 5 manna framkvæmda- að við kennslu síðastliðin 14 ár. stjórn hans; Framboð Sigríðar Önnu styrkir Sjálfstæðisflökkinn til sigurs í komandi kosningum. Kjósum Sigríði Önnu Þórðardóttur í öruggt sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi laugardaginn 10. nóvembernk. Kosningaskrifstofa í símum: 52140, 52755 og 53143. KÓRÓNAÐU V E R K I Ð NMC-SVIPLISTUM 0G RÓSETTUM Ahrifarík í einfaldleika sínum og ljá íbúðinni svipmót sem hæfír þinum smekk. ...0GR0NDÓ VENEZIANO VEGGFÓÐRI Sterkt og fæst blæbrigðum. Síðumúla 15, sími 84533

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.