Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 Vorum að taka upp glæsilegan vetrarfatnað frá franska tískuhúsinu Revillon. Til dæmis loðskinnsfóðraða dömujakka og loðskinnsfóðraða herrafrakka og einnig hina eftirsóttu loðskinnsfóðruðu Revillon dömufrakka. Verð frá 48.000 krónum. w Ennfremur eigum við glæsilegan íslenskan og franskan mokkafatnað. CP* EGGERT jetíshri Efst á Skólctvörðustígnum, sími II121. Af prófkjörum og lífs- kjörum Reyknesinga , eftir Gissur Pálsson „Sagt hefur það verið um suðurnesjamenn fast þeir sóttu sjóinn og sækja...“ .. .nú um atvinnuleysisbætur. Reglubundin fækkun í flota Reyknesinga raskar ekki svefnró kjördæmisins frekar en fyrri dag- inn, ásamt staðsetningu væntan- legs álvers, sem þingmenn vorir vilja gjarnan setja niður alls staðar annars staðar en á Reykjanesi. Við sölu skipa úr kjördæminu flyst að sjálfsögðu kvóti þeirra í önnur kjördæmi. Nýleg sameining fjöl- margra banka í Islandsbanka, vek- ur mann til umhugsunar, hvort sameina eigi fleiri banka. Til dæm- is væri hugsanlegt að sameina Selvogsbanka Dornbanka og svo mætti lengi telja. í umræðu iðnað- arráðherra hefur verið notuð setn- ingin að róa upp á hlut, þegar rætt hefur verið um orkuverð fyr- ir væntanlegt álver. Það eru for- réttindi þeirra er hafa skipspláss að fá tækifæri til þess að róa upp á hlut, og ljóst er að ekki er reikn- að með að Suðurnesjamenn fái skipspláss, heldur standi niðri á kaja á marhnútadorgi. Þessari stefnu þurfum við að breyta og leggjast á eitt um þingmenn sem bera hag kjördæmisins fyrir brjósti. Miðstýringarstefna ríkisstjórn- ar vorrar hefur tekist að leggja í ijúkandi rástir efnahag lands- manna og þrátt fyrir að þjóðar- sáttarfallhlífin hafi hægt eilítlega á aftökunni verður henni þó full- nægt ef ekki verður gripið til for- varnaraðgerða þegar í stað. Hluti af þeim aðgerðum af hendi sjálf- stæðismanna væri að setja núver- andi þingmenn sem sofa á vakt- inni í land og breyta um áhöfn. í framboði fyrir prófkjör sjálf- Gissur Pálsson stæðismanna á Reykjanesi eru margir mjög hæfir nýir menn sem rétt er að veita tækifæri til að rífa Reykjanesið upp úr bónbjargar- staðli þeim sem settur hefur verið á um lífskjör og lífstækifæri Reyk- nesinga. Ég skora á alla sem vettlingi geta valdið (hér mun ekki vera talað um sjóvinnuvettling, þar sem þeir eru vandfundnir í kjördæm- inu) að taka sig saman og skipta um forystusveit sjálfstæðismanna á Reykjanesi og velja sér nýja for- ystu sem leitt gæti Reykjanesið farsællega inn í framtíðina. Sá maður sem undirritaður þykir hæfastur i það hlutverk, er Sigurð- ur Helgason, fyriTerandi sýslu- maður og núverandi frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi. Veitum honum braut- argengi og okkur skipspláss á þjóðarskútunni. Höfundur er verkfræðingur. - samkvæmt reglum flokksins - Atkvæðaseðill KJippið seðilinn út og merkið við þá, sem þið styðjið og hafið seðilinn til hliðsjónar í kjörklefanum. Sigríður A. Þórðardóttir, kennari, Mosfelli, Mosfellsbæ. Árni Ragnar Árnason, fjármálastjóri, Vatnsvegi 22 A, Keflavík. Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, Stekkjarflöt 14, Garðabæ. Guðrún Stella Gissurardóttir, nemi, Hamraborg 36, Kópavogi. Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, Reykjahlíð, Mosfellsbæ. Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri, Brattholti 4A, Mosfelisbæ. Lilja Hallgrímsdóttir, húsmóðir, Sunnuflöt 9, Garðabæ. Viktor B. Kjartansson, tölvunarfræðingur, Heiðarhvammí 9, Keflavík. Hreggviður Jónsson, alþingismaður, Daltúni 30, Kópavogi. Árni M. Mathiesen, dýralæknir, Suðurbraut 10, Hafnarfirði. María E. Ingvadóttir, viðskiptafræðingur, Vallarbraut 20, Seltjarnarnesi. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur, Brekkutúni 7, Kópavogi. Sigurður Helgason, viðskipta- og lögfræðingur, Þinghólsbraut 53 A, Kópavogi. Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, Heiðvangi 60, Hafnarfirði. Lovísa Christiansen, innanhúss arkitekt, Kirkjuvegi 15, Hafnarfirði. Athugið að kjósa skal 7 aðila hvorki fleiri né færri. Hverjir mega kjósa: • Allir þeir, sem eru orðnir 18 ára og styðja Sjálfstæðisflokkinn í þessu prófkjöri. • Allir 16-18 ára, sem skráðir eru í félög ungra sjálfstæðismanna í kjördæminu. • Allir íbúar Reykjaneskjördæmis, sem voru á kjörskrá við bæjarstjórnarkosningarnar 1990, og allir þeir, sem hafa flutt í kjördæmið síðan og sýna flutningsvottorð. Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði Sigríður A. Þórðardóttir Árni Ragnor Árnason Ólafur G. Einarsson Gudrún Stella Gissurordóttir Salome Þorkelsdóttir Þröstur Lýðsson Lilja Hallgrímsdóttir Viktor B. Kjartansson Hreggviður Jónsson Árni M. Mathiesen . \ > -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.