Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 13
Athugasemd við grein Hreggviðs Jónssonar frá útgef- endum Voga Útgefendur Voga neita fram- komnum ásökunum Hreggviðs Jónssonar alþingismanns í þá veru, að Vogar hafi mismunað Hregg- viði og öðrum greinahöfundum. Hér er um misskilning að ræða sem skýra má af eftirtöldum atriðum sem varða útgáfutækni Voga. 1. Mikil þrengsli eru jafnan í blaðinu. Verður blaðið oft að grípa til smáleturs til þess að koma efni fyrir. 2. Greinum er ekki raðað í blað- ið eftir efnisinnihaldi. Aðeins' léið- ari og grein formanns Sjálfstæðis- flokksins eru á föstum stöðum. 3. Vogar hafa engar aðrar tekj- ur en auglýsingatekjur. Blaðið get- ur ekki komið út án auglýsinga. Oðru efni blaðsins er því raðað inn á milli auglýsinga eins smekklega og kostur er. 4. Vogar biðja sjálfstæðismenn um að skrifa í blaðið. Hreggviður Jónsson hefur orðið ljúflega við slíkum beiðnum eins og aðrir góðir sjálfstæðismenn. Grein’ar hans hafa birst á venjulegan hátt í blað- inu. 5. Fyrir kemur að sleppa verður greinum frá einu blaði til annars vegna þrengsla. Fyrir kemur að sleppa verður mynd af greinarhöf- undi vegna þrengsla. 6. Vogar eru unnir af örfáum starfsmönnum. Það verða óneitan- lega mistök í hveiju blaði, brengl, niðurföll, prentvillur o.s.frv. Les- endur virðast flestir fyrirgefa okk- ur og taka viljann fyrir verkið. 7. Það er trú okkar að það sé betra fyrir Hreggvið Jónsson al- þingismann Sjálfstæðisflokksins að koma umkvörtunum sínum, ef einhveijar eru, beint á framfæri við útgefendur blaðsins, sem eru flokksbræður hans og engir óvild- armenn. 8. Vogar föluðust eftir auglýs- ingu frá Hreggviði Jónssyni, fram- bjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins, í síðasta tölublaði Voga. Þegar hún barst ekki hafði blaðið frumkvæði að því að setja auglýs- inguna inn að eigin frumkvæði til þess að allir væru með. 9. Útgefendum blaðsins er ekki kunnugt um tilvist flokkseigenda- félags Sjálfstæðisflokksins í Kopa- vogi. Þeir telja að þar séu allir flokksmenn jafnir, Hreggviður Jónsson ekki síður en aðrir. F.h. útgefenda Voga, Halldór Jónsson ábyrgðarmaður, Ingimundur Magnússon ritstjóri, Jón Kr. Snæhólm aðstoðarritstj., Jóhanna Birgisdóttir umsjónarm. ooer HasMavöH .<> áuoÁairreö’í aiQAjawuoaoM • Sí MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990------------------------------------------------13 0 s 4-i Sj $ í\ vC >Sl íý V; sd o IYMNG ÓVENJULEG HÚSGAGNASÝNING 9.-11. NÓVEMBER HIN FULLKOMN IAUSN FALLEG OG FORVITNILEG Sérkennilega falleg húsgögn hönnuð af Úórdísi Zoéga húsgagnaarkítekt FHI. Stói- arnir eru úr stáli og klæddir steinbítsroði. Nýstárieg og þægileg húsgögn sem óneitan- lega vekja athygli. KINNARPS - GÆÐI OG GLÆSILEIKI Kinnarps er hin fullkomna lausn fyrir allar stærðir og gerðir af skrifstofum. Hér er hugsað íyrir öllum smáatriðum. Gullfalleg hönnun og toppgæði á góðu verði. Nær óendanlegir uppsetningarmöguleikar. Þar að auki gefur að líta úrval vandaðra húsgagna frá ýmsum löndum. Líttu inn á sýninguna okkar í Faxafeni 9, - 9.-11. nóv- ember og sjáðu hvað hægt er að gera fyrir skrifstofuna þína eða heimilið. Opið laugardag kl. 10-17 13-18. FAXAFENI 9 0679399 f ^ d yá§||A - w mBhK Prófkjör sjálfstæðismanna Reykjanesi Kjósum Árna Ragnar Árnason í 3ja sæti - Hann á erindi á Alþinei íslands Helstu baráttumál Árna: ★ Aukin atvinnutækifæri ★ Nýtum íslenskar auðlindir og íslenskt vinnuafl ★ Aðstöðugjald í burtu ★ Minni ríkisumsvif ★ Aukin umhverfisvernd ★ Öflug neytendavitund og frjáls samkeppni ★ Jafn atkvæðisréttur allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.