Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 52
LAIMDSBÓK
JT La
ísl
- -• ' • ' Bank
ndsbanki
slands
jfgmifybifttfei
FOSTUDAGUR 9. NOVEMBER 1990
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR,
Borgarspítali:
Halli á rekstrinum
fyrstu 9 mánuðina
FYRIRSJÁANLEGT er að hátt í
50 milljóna kr. halli verði á rekstri
Borgarspítalans á þessu ári og
fáist ekki aukafjárveiting verður
að draga úr starfseminni.
Undanfarin tvö ár hefur rekstur
spítalans verið hallalaus. Borgarspít-
alinn var settur á föst fjárlög í upp-
hafi þessa árs.
Að sögn Jóhannesar Pálmasonar,
framkvæmdastjóra Borgarspítalans,
er orsaka hallans einkum að leita í
auknu umfangi á starfsemi spítalans
pg samdrætti á öðrum ríkisspítölum.
Tfyrstu níu mánuði ársins fjölgaði
legudögum um 6% miðað við árið á
undan og sjúklingum fjölgaði um
6.700 á þessu tímabili.
Jóhannes sagði áhrif vegna virðis-
aukaskatts af vöru og þjónustu sem
áður hefði borið söluskatt einnig
hafa mikil áhrif á reksturinn. Áætlað
er að Borgarspítali greiði um 17
millj. kr. í virðisaukaskatt í ár.
Framkvæmdastjórn Borgarspítal-
ans hefur sent Guðmundi Bjarnasyni
heilbrigðisráðherra bréf þar sem
greint er frá slæmri fjárhagsstöðu
spítalans og óskað eftir aukaljárveit-
ingu til starfseminnar. Sagði hann
að ef ekki bærust jákvæð svör við
erindinu yrði að draga úr þjónustu
þeirri sem veitt er á spítalanum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Matartími í Húsdýragarðinum
Með miklum bægslagangi keppast selirnir í Húsdýragarðinum um að næla sér í fiskinn sem að þeim er
réttur, en kötturinn á bakkanum mænir löngunaraugum á krásimar.
830 milljóna króna húsbréfabirgðir Landsbréfa hf.:
Landsbankinn ræðir við
Seðlabankann um úrlausn
VIÐRÆÐUR eru að hefjast milli
fulltrúa Landsbankans og Seðla-
bankans um að Seðlabankinn
létti á Landsbankanum vegna
óseldra húsbréfa. Landsbréf hf.,
verðbréfafyrirtæki Landsbank-
ans, er nú með um 830 milljónir
króna í óseldum húsbréfum.
Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar:
Beitilönd loðnu sem
eyðimörk síðustu ár
JAKOB Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, segir að þótt
loðnuleitarleiðöngrum sé engan
veginn lokið, og því óvarlegt að
fullyrða um niðurstöður, bendi
allt til að loðna finnist ekki nú á
•naustmánuðum. Kom þetta frani
I ræðu sem hann flutti á aðal-
fundi Landssambands íslenskra
útvegsmanna í gær um ástand
fiskistofna við Island.
Jakob sagði að hann teldi ástæð-
una fyrir því að loðnan fyndist ekki
vera fyrst og fremst þá að minna
væri um hana nú en fyrir nokkrum
árum, og gat hann þess að veturinn
1988 hefði-orðið mikil breyting á
hafsvæðunum djúpt norður af
landinu. „Undanfarin tvö ár hafa
þessi beitilönd loðnunnar verið sem
eyðimörk, enda eru loðnugöngur allt
aðrar heldur en þær voru á tímabil-
inu fyrir og eftir hrun lpðnustofnsins
1981-1983. Reynsla okkar á íslands-
miðum, svo og í Barentshafi, hefur
kennt okkur að mjög miklar sveiflur
geta verið í stofninum, sem virðist
háður breytingum í straumakerfi og
umhverfisþáttum. Meðan loðnu-
stofninn stendur höllum fæti er að-
gæslu þörf vegna þess lykilhlutverks
sem loðnan óneitanlega gegnir í vist-
kerfí íslandsmiða og á ég þar við
þá staðreynd að í venjulegu ári er
loðna um 50% af fæðu þorsksins."
Jakob sagði að ef niðurstöður
rannsókna reyndust réttar, og- að
minnsta kosti fjórir lélegir árgangar
fengjust í þorskstofninn, yrði að fara
aftur til 1957-1960 til að finna sam-
bærilegt ástand en þá klöktust út
fjórir lélegir árgangar í röð. „Þá var
hins vegar veitt úr stofni, sem var
1.700-1.900 þúsund tonn, tvisvar
sinnum stærri en sá stofn, sem nú
er á íslandsmiðum," sagði hann.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson
er væntanlegt úr loðnuleiðangri í dag
eða á morgun, og segir Sveinn Svein-
björnsson, leiðangursstjóri, að loðn-
an sem fundist hefði gæfi ekki til-
efni til bjartsýni með loðnuvertíðina.
Sverrir Hermannsson banka-
stjóri segir of snemmt að segja
með hvaða hætti Seðlabankinn
komi að þessu máli, viðræður
séu að hefjast. Hann segist von-
góður um að Seðlabankinn að-
stoði vegna þessa.
Sverrir segir vonir standa til að
nýhækkuð ávöxtunarkrafa upp í
7,05% liðki fyrir sölu húsbréfanna.
„Við höfum selt rúman milljarð af
þessu, eigum einhveijar átta
hundruð milljónir. Við erum að
vonast eftir því að þetta örvi söl-
una,“ segir hann.
„Við erum í viðræðum við Seðla-
bankann vegna málsins og það
mun liggja fyrir á næstu dögum
hvernig þeir koma til skjalanna,
því að það er eins og segir í lögun-
um að Seðlabanka er ætlað það
hlutverk að gæta þess að jafnvægi
ríki á þessum markaði,“ segir
Sverrir.
Hann var spurður hvort þetta
þýddi ekki, að Landsbankinn færi
fram á að Seðlabankinn kaupi
húsbréfin af Landsbankanum. „Eg
vil ekki neitt ræða um aðferðina
sem viðhöfð kann að verða, en við
eigum von á því að Seðlabankinn
komi á einhvern hátt til skjalanna.
Embættismenn okkar eru að byija
að ræða málin.“
Sverrir kveðst ekki vilja taka svo
sterkt til orða að húsbréfabirgðir
Landsbankans séu vandamál. „Við
lítum alls ekki á þetta sem vanda-
mál, heldur lítum við svo á, og
höfum reynslu fyrir því, að það
tekur alltaf lengri tíma að brydda
upp á nýjungum á verðbréfamark-
aði og sjálfur er okkar verðbréfa-
markaður ungur og ótraustur enn,
en við bindum miklar vonir við
þetta.“
Ekið á sex
ára dreng
í Eyjum
EKIÐ var á sex ára gamlan
dreng á Kirkjuvegi í Vest-
mannaeyjum á sjöunda
tímanum í gærkvöldi. Öku-
maður sá ekki drenginn sem
hljóp út á götuna og lenti
framan á bifreiðinni.
Drengurinn lærbrotnaði og
handleggsbrotnaði og var lagð-
ur inn á Sjúkrahús Vestmanna-
eyja.
Þorsteinn Pálsson:
Olíuinnflutningur
verði gefinn frjáls
ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tíma til
kominn að hætta opinberum innkaupum olíu frá Sovétríkjunum og
gefa olíuverzlun frjálsa, leyfa olíufélögunum að kaupa olíu hvar sem
þau vilja, í samkeppni um verð. Þorsteinn gaf yfirlýsingu þessa efnis
í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi í gær.
son í samtali við Morgunblaðið í gær.
„Það hefur nú sýnt sig að þessi
aðferð stjórnarinnar gekk ekki upp.
Það liggur fyrir að þegar við nú
förum fram á fimm ára viðskipta-
samning þá svara Rússarnir um hæl
að þeir séu að hverfa frá miðstýrðu
efnahagskerfi yfir í markaðsbúskap
og geti ekki rætt slíka hluti.“
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði í umræðum um
skýrslu utanríkisráðherra að ekki
væri verið að neyða neinu upp á
olíufélögin. Þau hefðu sjálf óskað
eftir að hafa það form á olíuviðskipt-
unum, sem tíðkazt.hefði.
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands útvegsmanna, lýsti
sig á sömu skoðun á aðalfundi LÍÚ
í gær en nánar er greint frá ræðu
hans þar á miðopnu.
„í fyrra kom upp ágreiningur
milli ríkisstjórnarinnar og okkar um
það hvernig skyldi staðið að við-
skiptasamningunum við Sovétmenn.
Við töldum að ætti að halda þessum
viðskiptum áfram yrðf að tengja
saman olíukaupin og síldarsöluna.
Ríkisstjórnin hafnaði því og taldi að
eina færa leiðin til að ná síldarsö-
lusamningi væri að hafa áður ákveð-
ið opinber innkaup á olíu frá Sov-
étríkjunum," sagði Þorsteinn Páls-