Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990
Fjölskyldumál starfsfólks-
ins læt ég yfirleitt af-
skiptalaus. En ...
Þetta verður ógleymanleg-
ur dagur í sögu þessarar
kráar, það sjá allir ...
HOGNI HREKKVISI
TAVB?N
„'HVAR B4Z ÖTKASTAÍSJtJH ?. - HANbJ
GÆTl LÆRT ý/MlSLEGT AF ÞESSO."
Villimannlegt rjúpnadráp
Til Velvakanda.
Miðvikudaginn 24. október sl.
birtist grein í Velvakanda Morgun-
blaðsins með yfirskriftinni Skamm-
arlegt stjómleysi. Undirskriftin var
Fjallamaður. Greinarhöfundur gerir
að umtalsefni ijúpnaveiðar og
stjórnleysi í sambandi við þær. Það
eru ljótar lýsingar sem koma fram
í greininni í sambandi við aðferðirn-
ar við rjúpnadrápið og má með
sanni segja að þar sé um skammar-
legt stjórnleysi að ræða. Rjúpna-
drápið virðist vera að færast í það
horf að það getur talist algjört sið-
leysi og villimennska. Þann 20.
mars á þessu ári birtist í Velvak-
anda grein um ijúpnaveiði sem ég
skrifaði með yfirskriftinni Alfriðum
ijúpuna.
I þeirri grein tók ég til meðferð-
ar eina grein af þremur sem birst
höfðu í Velvakanda um ijúpnaveið-
ar, fyrsta greinin birtist í nóvember
1988, önnur í febrúar á þessu ári
og sú þriðja í mars. Ég ætla nú
ekki að endurtaka það sem ég skrif-
aði í grein minni þann 20. mars en
þá gerði ég það að tillögu minni
að Dýraverndunarfélag íslands svo
og aðrir dýravinir beittu sér fyrir
því að ijúpan verði alfriðuð.
Aðferðir við ijúpnadráp fara sí-
versnandi og er þetta orðið mjög
alvarlegt og þjóðinni til skammar.
Höfundur greinarinnar 24. október
drepur á margt ljótt í sinni grein.
Hann segir meðal annars: „Nú vaða
menn hiklaust inn til öræfa löngu
fyrir veiðitímann og skjóta þar án
þess að nokkur heyri eða sjái. Vit-
anlega er þetta stjórnlaus vitleysa
sem ekki getur endað nema þannig
að ijúpnastofninn verður strádrep-
inn eins og geirfuglinn. Að elta
ijúpnahópa á vélsleðum eða tor-
færubílum og hjólum upp um ijöll
og firnindi er óhæfa.
Má segja að mikið skuli vera að
ekki séu ungarnir drepnir í hreiðr-
unum.“
Ég skil ekki hvers' vegna ekki
má alfriða ijúpuna. Það er mikið
talað um offramleiðslu á kjöti og
af þeim sökum þurfti að fækka
sauðfé. En þó virðist vera nauðsyn-
legt að heimila ijúpnadráp til að
bæta við kjötbirgðirnar. Auk þess
hefur rjúpnadrápið haft í för með
sér mannskaða og erfiðar og kostn-
aðarsamar leitir að ijúpnaveiði-
mönnum en framhjá öllu þessu virð-
ist vera litið. Hvers vegna skil ég
ekki. Ég tel að nú sé kominn tími
til að spyrna við fótum og taka á
þessu máli í alvöru og gera eitthvað
raunhæft.
Lofum ijúpunni að lifa i friði, hún
er okkur til_ yndisauka lifandi en
ekki dauð. Ég heiti á alla, stjórn-
völd og dýravini, að vinna að því
að ijúpan verði alfriðuð, það er
besta lausnin á þessu vandamáli.
Dýravinur
senda hann ella aftur til Danmerk-
ur.
xxx
Tæplega ári síðar voru hjónin
sem sagt aftur í Kaupmanna-
höfn. Konunni datt þá í hug að
reyna að nálgast skerminn góða,
ef vera kynni að hann hefði verið
sendur aftur til verzlunarinnar.
Manni hennar fannst þetta bjánaieg
hugmynd og neitaði að koma með
inn í búðina, heldur rölti hann um
úti á götu og þóttist skoða í verzlun-
arglugga. Konan lýsti hins vegar
viðskiptum sínum við tollþjónustuna
íslenzku fyrir afgreiðslumanninum
í lampabúðinni. Sem leið á söguna
breikkaði brosið á afgreiðslumann-
inum, og loks hrópaði hann himinlif-
andi: „Hún er komin, hún er kom-
in, konan með lampaskerminn!"
Jafnánægður verzlunareigandi birt-
ist með skerminn, sem hann hafði
varðveitt hátt í árið, í veikri von
um að einn daginn kæmi hún aft-
ur, konan með lampaskerminn.
Hjónin fóru svo hin ánægðustu
heim til Islands með skerminn und-
ir hendinni — og þurftu engan toll
að borga. Þjónusta verzlunarinnar
fannst þeim hins vegar taka fram
íslenzku tollþjónustunni.
Víkverji skrifar
Ritstjórn Morgunblaðsins barst
bréf frá lesanda, sem Víkveija
finnst ástæða til að gera skil. Bréf-
ritari segist hafa stofnað gjaldeyris-
reikning í Útvegsbanka, nú íslands-
banka, fyrir einu ári. Innleggið var
í Bandaríkjadölum, svarandi til
71.000 króna íslenzkra. Nú, ári
síðar, er upphæðin orðin um 65.000
krónur. Þetta þýðir 8% rýrnun, þrátt
fyrir að reikningurinn beri 7% vexti.
Hann er hins vegar ekki verð-
tryggður. Lækkunin er vegna um-
talsverðs sigs Bandaríkjadals á ár-
inu, og bréfritari segir bankana
ekki hafa hækkað vextina til að
vega úpp á móti rýrnun dalsins. „Á
þessu dæmi má sjá að enn tíðkast
meðal bankanna að ræna fé af
sparifjáreigendum, hvort sem það
er í skjóli íslenzkrar eða innlendrar
verðbólgu," segir sparifjáreigand-
inn.
XXX
Víkveija finnst dæmalaust
hvernig forystumenn Dags-
brúnar fara með peninga félags-
manna. Guðmundur J. Guðmunds-
son Dagsbrúnarformaður tók 106
milljónir út af reikningi í íslands-
banka til að mótmæla hærri vöxt-
um, og lagði inn í bankahólf í ís-
landsbanka, þar sem féð liggur
vaxtalaust. Hvað skyldu verka-
mennirnir í Dagsbrún tapa miklu
vaxtafé hvern dag, sem óinnleyst
ávísunin liggur í hólfinu?
xxx
Ekki alls fyrir löngu var Víkveiji
á leið heim frá Kaupmanna
höfn með flugi. í flugvélinni hitti
hann frænda sinn og konu-hans,
sem höfðu skondna sögu að segja.
Þannig var að fyrir tæpu ári voru
þau hjónin á ferð erlendis og keyptu
sér forláta lampaskerm í upphafi
ferðalagsins í Kaupmanpahöfn. Til
þess að þurfa ekki að þvælast með
skerminn á öllum sínum ferðum,
ákváðu þau að nýta sér póstþjón-
ustuna og láta senda hann heim á
undan sér. Þegar heim kom, ein-
hveijum vikum síðar, ætlaði konan
að sækja skerminn, en þá var henni
tjáð að hún yrði að greiða um 60%
toll af gripnum! Hún brást ekki vel
við þessu, hafði fengið annan
lampaskerm sendan í pósti skömmu
áður og þurfti engan toll að greiða
af honum. En kerfið hélt fast við
sitt, og frekar en að þurfa nánast
að tvíborga lampaskerminn, sagði
frúin starfsmönnu.m tollstjóra að
þeir mættu eiga skerminn, eða