Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 37 Basar Kven- félags Frí- kirkjusafn- aðarins Kvenfélag Fríkirkjusafnaðar- | ins heldur árlegan basar sinn laugardaginn 10. nóvember í Veltubæ, Skiphoiti 33 (áður Tónabió) frá kl. 14.00. Tekið verð- ur við munum á laugardagsmorg- unin fram að hádegi. Kvenfélag Fríkirkjunnar er elsta starfandi kvenfélag í Reykjavík og verður 85 ára snemma á næsta ári. Tilgangur þess hefur verið frá upp- hafi að efla starf innan safnaðarins og hlúa að hónum. Margt gott hafa þær félagskonur látið af sér leiða í áranna rás og enn eru þar ótrauðar konur að verki fyrir kirkju sína og söfnuð. Á basamum verður margt góðra muna enda hafa konur setið við í | haust og verður allt starf félagsins seint fullþakkað, ef nokkru sinni. Allir eru velkomnir. Cecil Haraldsson i Opiðhúsí Fannborg 7-9 OPIÐ hús verður í Heilsugæslu- stöðinni Fannborg 7-9 í Kópavogi laugardaginn 10. nóvember nk. Stöðin verður opin frá kl. 10 til 16. Starfsemin verður kynnt og starfsfólk situr fyrir svörum. Starfsemi heilsugæslunnar er í dag fjölbreyttari en margan grunar. Stöðin átti 10 ára starfsafmæli í júlí sl. Húsnæði það sem stöðin býr við í dag er löngu orðið of lítið. Brýnt er að bygging nýrrar heilsu- .gæslustöðvar hefjist sem allra fyrst. í Bæjaryfirvöld hafa reiknað með ’ nýrri stöð við Engihjalla þar sem fólksijölgunin er mest vegna ný- Íbygginga. Til að ná athygli stjórn- valda verður ráðamönnum boðið sérstaklega í opna húsið, segir í (fréttatilkynningu. Það er ósk starfsfólksins að sem flestir báejarbúar láti sjá sig og sýni þannig í verki áhuga á hagsmunum Heilsugæslustöðvarinnar í Kópa- vogi. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Safnahúsið á Húsavík Húsavík. Myndlistarsýning Kára Sigurðs- sonar stendur yfir í Safnahúsinu á Húsavík dagana 8 til 12 þessa mánaðar og er tilefni sýningarinn- i ar 40 ára afmæli Húsavíkurbæjar. Á sýningunni er 63 verk frá Húsavík, unnin með pastel, olíukrít og teikningar. Við opnun sýningarinnnar í gær, fimmtudag, lék Leifur V. Baldursson á á gítar og Sigurður Friðriksson á píanó. Sýningin er opin frá kl. 14.00-22.00. - Fréttaritari OCOLOR GÓLFDÚKUR SEM KLÆÐIR HEMILI ÞITl’ VEL hlýju og mýkt. LINOCOLOR fæst í miklu úrvali mildra, nýtískulegra lita. LINOCOLOR er á mjög góðu verði. Lítið inn! Ekjaran Gólfbúnaður • SÍÐUMÚLA 14 • SlMI (91) 83022 • Gœði og þjónusta Linocolor er framleitt af Forbo-Krommenie Marmoleum® Plain Linoleum® Linocolor® Nuance® Linoflex® DeskTop® Bulletin Board® Corkment® LINOCOLOR er endingargóður gólf- dúkur sem unninn er úr hreinum náttúruefnum og stafar frá sér Söngmenn Karlakórinn Fóstbræður getur bætt við sig söng- mönnum. Upplýsingar í síma 40174 eftir kl. 19 í kvöld og næstu kvöld. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík "% Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtais í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 10. nóvember verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður umhverfismálaráðs, formað- ur íþrótta- og tómstundaráðs, formaður ferðamálanefndar, í menningarmálanefnd, og Ólafur F. Magnússon, í stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og heilsugæsluumdæmis Vesturbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.