Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 Eðal- málmar — skart List og hönnun BragiÁsgeirsson Það eru með sanni menningarleg- ar sýningar, sem verzlunin Epal í Faxafeni 7 heldur í* húsakynnum sínum af og til. Eins og kunnugt er þá sérhæfir verzlunin sig í úrvals hönnun og þá ekki síst íslenzkri, og er það heilmikið fyrir augað að líta þar inn. Fram til 9. nóvember kynnir verzlunin sérstaklega skartgripi eftir listhönnuðinn Pétur Tryggva, sem listrýnirinn þekkir næsta lítið til. Það vekur strax athygli, er inn er komið, hve vel er að gripunum búið, en um þann þátt hefur arki- tektinn Pálmar Kristmundsson séð. Hefur verið komið fyrir löngum og sverum blikkrörum og þau opnuð neðan til, þar sem skartgripunum er komið fyrir. Um þann þátt, er lýtur að smíðinni hefur blikksmiðjan OJ & K séð, en Halldór Ólafsson rafvirkjameistari er ábyrgur fyrir lýsingunni og er þessi samvinna hin lofsverðasta. Skartgripimir sjálfir eru mjög einfaldir og margir hveijir mikið augnayndi og bíða þess að verða prýði og stolt væntanlegra eigenda. Pétur Tryggvi vinnur senn í eðal- málmum sem dýrum steinum, en um leið blandar hann inn í heildina jafn almennu efni og steinsteypu, og fer það í sumum tilvikum afskap- lega vel, eins og t.d.í Nælu nr. 7, sem er úr 18 karata gulli, stein- steypu og demanti (!) — á fagmáli I.63ct Yellow WSI. Þetta er um leið dýrasti skartgripurinn og mun kosta eina milljón króna ... A sýningunni getur að líta allt í senn, hringa armbönd, hálsspangir, nælur, bindisnælu, ermahnappa og eymalokka. - Satt að segja hafði ég mjög gam- an af að skoða þessa sýningu og hún reyndist mun merkilegri en ég bjóst við, enda er auðséð að hér er á ferð skartgripahönnuður, sem vinnur gripi sína af mikilli alúð og leggur sig allan fram í skýrri, ein- faldri, fínlegri og stílhreinni út- færslu. Gerandinn leitast ekki við að vera frumlegur, því að hann hefur fundið og skynjar samræmi í þeim efnum, sem hann vinnur í og kannski einmitt þess vegna nær hann svo ágætum árangri í sínum formfegurstu gripum. Vil ég hér auk fyrrnefndrar nælu sérstaklega vísa til gripa nr. 14-22 svo og hálsspangarinnar nr. 33. Maður þakkar svo fyrir upplífg- andi og ánægjulegar stundir fyrir framan gripina. LEYNDARMAL STROMPSINS ________Leiklist____________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikfélag Verslunarskóla Is- lands sýnir Strompleik. Höfundur: Halldór Laxness. Leikstjóri: Ingunn Asdísardóttir. Sviðs- og búningagerðarmenn: Nemendur á myndlistarnám- skeiði og leikhópurinn. ' Lýsing: Egill Arnason. Það er svolítið kostulegt hvað leikrit Halldórs Laxness hafa gert menn ruglaða í ríminu þannig að þeir eiga oft í hinu mesta basli með að taka afstöðu til þeirra. Kannski truflar það ægivald sem Halldór hefur í bókmenntaheimin- um og ekki að ósekju, margar skáldsögur hans eru listasmíð. Leikrit hans rísa ekki eins hátt og ein ástæðan er að í þau vantar oft leikræna (dramatíska) samþjöpp- un, einhvern neista sem ber þau uppi. Þau ganga oft þvert á siði og venjur leikhúsins, í þeim ægir öllu saman, þau eru. full af háði, ekkert er heilagt þó alvaran sé kannski ekki langt undan. En hinu er heldur ekki að leyna að Halldór er einn af nýjungamönnunum í íslensku leikhúsi og víst er að leik- ritun var ekki framsækin á þeim tíma sem Halldór skrifaði sín verk (fiest á árunum ’54-’66). Laglaus söngkona og lík í strompi Leikfélag Verslunarskóla ís- lands sýnir nú í hátíðarsal skólans Strompleik sem var fyrst sýndur árið 1961 í íjóðleikhúsinu. Stromp- leikur beinir spjótum sínum fyrst og fremst að gervimennsku hvers konar. Sýndarmennsku hinnar íslensku þjóðarsálar eins og skáld- inu kom hún fyrir sjónir á árunum eftir stríð. Ádeilan er háðsk en stundum nokkuð einföld. Söguhetj- umar eru mæðgur að norðan, frú Ólfer og Ljóna, sem búa í bragga en eru þó að sögn betur ættaðar en nokkur annar í bænum. Þær hafa úti allar klær til þess að ná í nógu ríkt mannsefni handa Ljónu. Aðal vonbiðlamir era innflytjandi og útflytjandi og sá síðamefndi stendur kostnað af áralöngu söng- námi Ljónu. Hún er vita laglaus en móðir hennar sannfærir hvern þann er heyra vill að stóra ópera- húsin úti í heimi bíði með opnar dyr fyrir þessa mikilhæfu söng- konu. Mamman er einbeitt í þess- ari blekkingu sinni og hana munar því lítið um það að geyma eitt stykki lík í strompnum hjá sér. Allt er í lagi meðan enginn fer að kveikja upp. Yktur skopleikur Leikstjórinn hefur valið skoplegu leiðina við uppsetningu verksins, stílfærðar persónur og ýktan leik- máta. Það er vafalaust rétta leiðin í þessu tilviki og hentar hópnum ágætlega. En það er alltaf spurning hvort ekki eigi að leika hið fárán- lega með eðlilegum leikmáta, verð- ur ádeilan ekki beinskeyttari með því? í þessari sýningu er hið fárán- lega stækkað upp og búningar og gervi ýta undir stílfæringuna. Leik- ararnir eru allir í n.k. dúkkulísu- búningum, einungis um framhlið að ræða. Búningarnir eru því í takt við efni leiksins þar sem tilveran Innflytjandinu og útflyljand- inn. gengur út á að sýnast, blekkingin er aðalatriðið. Jóna Valborg Ámadóttir leikur fiðrildið hana Ljónu sem hagar seglum eftir vindi án þess að spá svo mikið í hlutina. Jóna hefur skemmtilegan leikstíl og hreyfing- ar en það er svolítið þreytandi hvað hún er látin tala mikið yfir sitt raddsvið þó vissulega sé hvell rödd- in í takt við persónugerð Ljónu. Jóhanna Viktoría Sveinsdóttir lék mömmuna og tókst prýðilega upp. Hún náði vel að sýna taugaspennt fas hennar (útaf líkinu í strompn- um) og lék af miklu öryggi. í heild komust krakkarnir vel frá hlut- verkum sínum og sýndu mörg hver ágætan gamanleik, taktarnir minntu oft á gamanmyndir s.s. Chaplin. Má þar t.d. nefna Ragnar Víði Reynisson í gei-vi innflytjan- dans. Það besta við sýninguna er skop- ið og oft er hláturtaugunum dillað en stundum er gleðin svo mikil í leik að textinn fer forgörðum. Einkum stela baksviðsleikararnir oft senunni frá þeim sem era í for- grunni og flytja textann. Gagnlegar vörur á góðu verði hjá Eltíngsen Norskir koparpottar fyrlr arin- vlð, handavinnu, blöð og fleira. Handunnlð arinsett úr messing Handunnir kertalampar frá Englandi. Þrjár gerðir. frá Englandi Skrúflárnasettln frá USAG. Dæmi um verð: 7 stk. Verkfærakassar frá USAG, 6 stærðir. Verð frá Verð frá Verð frá Verð frá Danskir olíulampar: Borðlampi Hengilampl Kr. 6.900,- Creusen smergel, margar stærðir. Verð með tveimur 110X16X15 mm steinum Kr. 5.654,- Eldvarnarbúnaður í úrvali. Dæmi um verð á slökkvitæki- um: 6 kg dufttæki Kr. 9.335,- Skúffuskápar, margar gerðir, þrjár stærðir. Verð frá Kr. 1.673, Sérstakt tilboð á arinkubbum. Ultra Flame kubbar 3ja tíma, pr. stk. kr. 199,- Norskir handmálaðir físibelgir Kr. 5.189,- Enskir ffsibelgir, verð frá Kr. 980,- Kr. 1.961,- Kr. 1.220,- Kr. 4.900,- Kr. 5.323,- Kr. 1.755,- Opið laugardaga frá kl. 9 til 12 H~í SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.