Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 17 Salome í eftír Guðmund Gíslason Prófkjör er kjörin leið til þess að hafa mótandi áhrif á það hveijir koma til með að sitja á hinu háa Alþingi. Þátttöku í prófkjöri fylgir einnig mikil ábyrgð því þar fer fram val á því fólki sem við teljum hæf- ast til að starfa að heiiindum fyrir kjördæmi sitt og landslýð allan. Þetta val er yfirleitt erfitt. Yfir- leitt, segi ég, en ekki alltaf, því sem betur fer eigum við sjálfstæðismenn fólk í öllum kjördæmum sem sýnt hefur og sannað á óyggjandi hátt að það er traustsins vert. í þeim hópi er Salome Þorkelsdóttir. Fyrir allmörgum árum átti Reykjaneskjördæmi engan fulltrúa í miðstjórn Sjálfstæðisfiokksins og hafði svo verið um nokkurt skeið. Astæðan fyrir því var einföld; bæj- ar- og sveitarfélögin í kjördæminu gátu ekki komið sér saman um verðugan fulltrúa í miðstjórn. Ekki fyrr en Salome Þorkelsdóttir hlaut stuðning allra Reyknesinga, og reyndar meirihluta landsnefndar- manna og tók sæti í miðstjórn flokksins þar sem hún hefur innt af hendi trúnaðarstörf fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og sýnt þar að hún er traustsins verð. Undanfarin 11 ár hefur Salome Þorkelsdóttir setið á Alþingi fyrir Reyknesinga. Á Alþingi fór Salome sem arftaki Odds heitins Ólafssonar yfirlæknis og þar hefur henni tekist að halda merki hans á lofti með því að gera hans hugðarefni að sínum. Þar má nefna tvö stór mái sem Salome tókst að gera að lög- um; breytingar á kjördegi (frá sunnudegi til laugardags) og ekki síður þau sjálfsögðu mannréttindi að, blindir og sjónskertir geti nú kosið án þess að eiga allt undir sjá- andi komið. Á Alþingi hefur Salome unnið að málefnum sem öll þjóðin getur þakkað henni fyrir. Þar á ég einkum við umferðar- og öryggismál. í þeim málaflokki hefur Salome komið 2. sætið Guðmundur Gíslason fram fyrir skjöldu og fyrir hennar tilstilli hefur götulýsing verið stór- lega bætt, sólarhringsnotkun öku- ljósa verið lögleidd og öryggisbeita- notkun, jafnt í aftursætum sem framsætum bifreiða. Með störfum sínum á Alþingi íslendinga hefur Salome ekki ein- vörðungu unnið að þjóðþrifamálum heldur hefur hún einnig gegnt trún- aðarstörfum á Alþingi. Hún hefur m.a. gegnt embætti forseta neðri deildar Alþingis og er nú fyrri vara- forseti sameinaðs þings. Þetta segir sitt um þá virðingu sem Salome nýtur innan þings, jafnt meðal sam- heija sem pólitískra andstæðinga. Sjálfstæðismenn, tryggjum Reyknesingum og þjóðinni allri al- þingismann með mikla reynslu. Tökum þátt í prófkjörinu 10. nóv- ember og sýnum Salome Þorkels- dóttur það traust að velja hana í 2. sæti listans. Höfundur er bókbindari og býr í Kópavogi. Lovísa Christiansen, Innanhússarldtekt; Kona með reynslu úr atvinnulífinu sem komist hefur áfram á eigin verðleikum! Kynnið ykkur málið. Tryggjum Lovisu 4. sælid Stuðningsmenn Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi ARCTIC CAT VÉLSLEÐAR FYRSTA SENDING VETRARINS ER KOMIN TIL LANDSINS OPIÐ LAUGARDAGFRÁ KL. 10-17 EXT Special kr. 672.000,-stgr. Prowler Special Cheetah Touring kr. 637. stgr. kr. 671. 2*2 stgr. Pantera PantherAFS Staófestiö pantanir strax BIFREIOAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. © Ármúla 13 - 108 Reykiavík - ®081200-31236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.