Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÖVEMBER 1990 Bretland: John Major spáir batn- andi efnahag á næsta ári Lundúnum. Reuter. JOHN Major sagði í árlegri haustræðu fjármálaráðherra Bretlands á þingi landsins í gær að samdráttur hefði verið í efnahag lands- ins og fyrirsjáanlegt væri að útgjöld ríkisins ykjust. Hins vegar spáði hann því að efnahagurinn batnaði á næsta ári. Hann kvaðst búast við að verðbólgan yrði um 5,5% á síðustu þremur mánuðum næsta árs en hún er nú tæp 11%. Tals- maður Verka- mannaflokksins í efnahagsmál- “n Major um, John Smith, sagði að stjórn íhaldsflokksins hefði fjórum sinnum áður spáð minnkandi verðbólgu og því væri ekki hægt að taka mark á orðum ráðherrans. Major tilkynnti einnig að útgjöld ríkisins yrðu 200 milljarðar punda á fjárhagsárinu sem hefst í apríi næstkomandi. Gert er ráð fyrir að útgjöldin hækki um hartnær átta milljarða punda og verði hærri en nokkru sinni fyrr. Ráðherrann kvað hagvöxtinn verða um 1% á árinu en um 2% á næsta ári. Aukakosningar fóru fram í tveimur einmenningskjördæmum í gær, Bradford og Bootle. íhalds- flokkurinn hefur hvorugt þingsæt- ið en mikið fylgistap gæti reynst áfall fyrir Margaret Thatcher for- sætisráðherra og stjórn íhalds- flokksins, sem nýtur nú mun minna fylgis en Verkamannaflokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum. Reuter Ramaswamy Venkataraman forseti Indlands (t.v.) og Vishwanath Pratap Singh forsætisráðherra. Gandhi hafnar boði um að taka að sér sti ómarmyndim Vvíii Holii; Rmdor Nýju Dehli. Reuter. RAJIV Gandhi, fyrrum forsætis- ráðherra Indlands, hafnaði í gær í Lóninu Hótel Loftleiðum Um næstu tvær helgar, dagana 9. og 10. og 16. og 17. nóvember, verðum við með okkar vinsæla villibráðarhlaðborð í Lóninu á Hótel Loftleiðum. Við stöndumst ekki freistinguna og birtum matseðilinn í allri sinni mynd: FORRÉTTUR: ’/áf_ V/i/4 m fi 7 A- £ Villibráöarseyöi Hreindýrapaté Sjá va rréttaþaté Grafinn silungur AÐALRÉTTUR: Heilsteiktur hreindýravöövi Ofnsteikt villigœs Pönnusteikt lundabringa Smjörsteikt rjúpubringa Ofnsteikt önd Hreindýrapottréttur EFTIRRÉTTIR: Heit eþlakaka Ferskir ávextir Ostar > Þar sem búast má við mikilli aðsókn borgar sig að panta borð strax í síma 2 23 21. Verið velkomin. HÓTEL LÖFTLEIÐIR boði um að taka að sér stjórnar- myndun og leiða Indland út úr efnahagskreppu og mannskæð- um átökum hindúa og múslima. Ramaswamy Venkataraman for- seti fól Gandhi stjórnarmyndun en hann afþakkaði og sagðist heldur myndu kjósa að styðja stjóm flokks- brots Chandars Shekhars. Shekhar bauðst í byijun vikunnar til að mynda stjórn en hefur ekki verið kvaddur á fund forsetans og í gær sagði talsmaður Venkatara- mans að ekki væri að honum kom- ið enn. Chekhar er leiðtogi hóps þingmanna sem klofið hafa sig frá Janata Dal, flokki Vishwanaths Prataps Singhs forsætisráðherra sem sagði af sér í fyrradag eftir að hafa orðið undir í atkvæða- greiðslu á þingi um vantrauststil- lögu. Greiddu 346 þingmenn at- kvæði gegn stjórninni en aðeins 142 með. Krishan Advani, hinn herskái leiðtogi hindúa, sagðist einnig hafa hafnað boði um að mynda stjórn en flokkur hans, Bharatiya Janata, er orðinn næst stærstur á þingi. Advani sagðist vilja að efnt yrði til nýrra þingkosninga vegna þeirr- ar stöðu sem upp væri komin en forsetinn er sagður afhuga því vegna hatrammra deilna hindúa og múslima undanfarna tvo mánuði. Yfírvöld létu hlera símtöl Norieg-a New York. Reuter. LÖGFRÆÐINGAR Manuels Antonios Noriega, fyrrum einræðisherra í Panama, sögðust í gær ætla að fara fram á að ákærurnar á hend- ur honum yrðu felldar niður á þeim forsendum að bandarísk sljórn- völd hefðu látið hlera einkasímtöl hans, að sögn bandarísku frétta- stofunnar Cable News Network. f V: 0 V Fréttastofan. kvaðst hafa und- ir höndum hljóð- ritanir af sam- tölunum sem stjórnvöld teldu sanna að Nor- iega hefði rætt við félaga sína í Panama um að undirbúa endur- komu hans þangað. En fréttastofan átti einnig viðtal við Frank Rubino, aðallögfræðing Noriega, þar sem hann staðhæfði að stjórnvöld hefðu líka látið hlera Noriega og hljóðrita samtöl Noriega við veij- endur sína. „Þetta er óskammfeilið brot á stjórnarskrárvemduðum rétti skjól- stæðings míns,“ sagði Rubino. Hann bætti við að útilokað væri að hér hefði verið um slys að ræða þar sem samtölin hefðu verið svo löng. Samkvæmt bandarískum lögum mega stjórnvöld hlera samræður fanga, ef þeir eru grunaðir um að vera að undirbúa afbrot, en undir engum kringumstæðum er leyfilegt að hlera samtöl fanga við lögfræð- inga þeirra. Filippseyjar: Bandarískar orrustu- þotur á brott á næsta ári Manila. Reuter. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu á miðvikudag að allar orrustu- þotur Bandaríkjanna yrðu fjar- ■ MOSKVU - Maðurinn sem hleypti af tveimur skotum við há- tíðahöld á Rauða torginu í fyrradag í tilefni af 73 ára afmæli byltingar bolsévíka, verður ákærður fyrir til- raun til að fremja hermdarverk. Talsmaður sovésku örggislögregl- unnar, KGB, sagði að byssumaður- inn væri 38 ára atvinnuleysingi, fyrrum verkamaður í verksmiðju í Leníngrad. Y firvöld hafa ekki upp- lýst hvort hann hafi ætlað að myrða Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sov- étríkjanna, eða aðra ráðamenn en þeir voru aðeins 150 m frá mannin- um þegar hann hleypti skotunum af. lægðar frá Filippseyjum á næsta ári. Þetta hefur verið ein megin- krafa filippseyskra stjórnvalda í ■ viðræðum um framtíð banda- rísku herstöðvanna. Það var Richard Armitage, sendi- maður Bandaríkjastjórnar, sem til- kynnti Raul Manglapus, utanríkis- ráðherra Filippseyja, þessa ákvörð- un. í dag hefst ný lota í viðræðum ríkjanna um framtíð herstöðvanna. Manglapus fagnaði yfirlýsingunni um orrustuþoturnar og sagðist hafa búist við að þurfa að standa í þræt- um um þær. Hann sagði að enn væri ósamið um mörg atriði: „Bandaríkjamenn vilja fá að nota herstöðvarnar eins lengi og hægt er en við Filippseyingar viljum hafa þann tíma sem stystan.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.