Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990
35
gamli“ hafði skokkað léttfættur
eins og smaladrengurinn forðum í
Reykjadal.
Eftir að við Þórunn eignuðumst
jeppann hefur tilhlökkunin hvert
sumar verið öðru fremur sú að
fara í ferð með Braga um óbyggð-
ir. Aðdragandinn er þannig: Upp
úr áramótum er lagt fyrir hann
að finna einhveija leið sem sjald-
farin er og helst sem enginn veit
um að jeppar geti komist, að ekki
sé nú talað um að á korti séu ein-
ungis reiðslóðir merktar. Þetta
lyftir ekki síst sjálfsánægju jeppa-
eigandans að ferð lokinni, því að
þótt hann geti aldrei munað lands-
lag með nöfnum kann hann vel að
segja frá ágæti fararstjórans. Svo
er það, oftast í ágúst, að fyrir ligg-
ur hernaðaráætlun, oftast valkvæð
á ýmsa vegu, þar sem allt er út-
reiknað með tilliti til bensíns og
brúsa, matar og gistingar. Svo er
bara lagt í hann. Þess verður þó
að geta að kvöldið fyrir ferðadag
byijar Bragi að ganga um gólf og
hefur hárfína umræðu um væntan-
legan fótaferðartíma tengdasonar-
ins. Þá er t.d. tekið svo til orða:
„Varstu kannski að hugsa um að
fara upp úr Eyjafirði? Þar er fal-
legt eldsnemma á morgnana."
Eða: „Eg held að hann verði skelli-
bjartur fram að hádegi.“ Loks:
„Þórunn var eitthvað að tala um
að þið ætluðuð snemma.“ 0g þá
hrekk ég við. Ég hafði kristilegan
fótferðartíma í huga, svona um
klukkan niu. Það þýðir klukkan sex
á úri Braga. Og þá er að drepa
tímann. Það gerir Bragi með því
að fara inn í Kjarnaskóg í sitt
daglega morgunskokk. Það er svo
við manninn mælt að Bragi er
búinn að taka sig til, fá veðrið,
skrá það í dagbókina, hlusta á
fréttír, hita kaffi og leggja á borð,
þegar bílstjóranum þóknist að lyfta
höfði frá kodda.
A ferðalagi með Braga er ekki
þörf á landakorti því að hann kann
landið betur en lært verði af bókum
eða kortum. Gildir þá einu hvort
farið er um byggð, afrétti eða ör-
æfi. Meira að segja man hann flest
bæjanöfn, að mér finnst hvar sem
er á landinu, nýbýla jafnt og gró-
inna höfuðbóla. Það er því engin
tilviljun að hann hafi staðið að stór-
virkinu Göngum og réttum. Mér
er til efs að annar hefði getað
unnið það verk.
Ég kynntist Braga fyrst 19 ára
menntaskólapiltur á Akureyri er
ég sótti dóttur hans, bekkjarsystur
mina og konuefni, í föðurrann.
Siðan finnst mér ég hafa átt annað
heimili á Bjarkarstíg 7. Fyrir óro-
fatryggð, stuðning og vinsemd
hans og Helgu, leyfi ég mér nú
að þakka opinberlega fyrir mína
hönd og minna. Mun þó Braga
eflaust finnast ég gera honum
bjarnargreiða með þessum skrif-
um. Þá reynir á æðruleysið.
Hvað sem um það er, verður í
dag oft hellt.upp á í Bjarkarstíg
7. Þá verður nú tengdamóðir mín
aldeilis í essinu sínu, því hún er
konan eins og konan mín sem hef-
ur haft-það að leiðarljósi í lífinu
að „kærleikurinn breiðir yfir allt,
trúir öllu, vonar allt, umber allt“.
Svo höldum við Þórunn áfram
að hlakka til næstu öræfaferðar.
Og þá verður nú gaman.
Björn Þ. Guðmundsson
Það er ekki tryggt
að verkfæri iðnaðarmanna
séu notuð á löglegan hátt!
En meö nýju IÐNAÐARMANNATRYGGINGUNNI
frá SJÓVÁ-ALMENNUM geta iðnaöarmenn
;ging tryggt sig eins og best verður á kosið.
IÐNAÐARMANNATRYGGINGUNNI eru allar
helstu tryggingar sem iðnaðarmenn þurfa,
settar saman á eitt skírteini.
Allir góðir fagmenn ættu að kynna sér
þessa langþráðu nýjung strax.
SJOVAOrrALMENNAR
REX
skrifstofuhúsgögn
fyrír heimilið
og fyrirtækið
AYIQ
* W%1 ^ AX/S HIJSGÖGN HF. |
SMIÐJUVEGI9, KÓPAVOGI,
SÍMI 43500.
3 ° 1 gerkerfi lyrír irubreltí gfleira
ii í
ii
Með þessu stórkostlega fyrirkomulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftaraog vöruvagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS OG HEILDVERSLUN
SSpaasmssr
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 6724 44
...hja ok
ur
J GAMLA KOMPANilð
rKRISTJÁN SIGGEIRSSON
Hesthálsi2-4
) Reykjavík. Sími 91G72110