Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 39 ef leið lá norður hin síðari ár, hlaut góðar viðtökur-og undum við okkur hið besta við bjartar minningar frá liðinni tíð. Einkar áhugasöm var hún um hagi og velferð annarra, bæði mína og yfirleitt allra gamalla kunningja og vina heimilisins. Með þungu heimili gat Ólöf ekki sinnt félagsstörfum að ráði, en hún gerðist félagi í Oddfellow-reglunni á Akureyri, og traustar heimildir hef ég fyrir því, að þar vai' hún með afbrigðum vinsæl svo sem vænta mátti. Hún átti við talsverð- an heilsubrest að stríða mörg hin síðari ár. Krabbamein og kransæða- sjúkdóm lagði hún að vísu að velli með aðstoð laghentra" skurðlækna, en fyrir nokkrum mánuðum sóttu að henni alvarleg veikindi er höfðu að endingu sigur. Ólöf var heilsteypt kona og sterk- byggð og stóð sem klettur, hversu þungar byrðar sem á hana voru lagðar. Jafnaðargeði hennar og óbugandi dugnaði, ábyrgðar- og réttlætiskennd var við brugðið. Hún var með öllu frábitin því að trana sér fram, hlédræg, yfirlætislaus og blátt áfram í öllu viðmóti, með heil- brigt, raunsætt lífsviðhorf og af- stöðu til allra mála, gefandi í öllum samskiptum sínum, alltaf aflögu- fær. Sjálfshátíðleiki fyrirfannst aldrei hjá henni. Þótt lífsganga Ólafar væri kalviðrasöm á köflum, var hún aldrei bitur eða lokuð. Hún var í senn viðkvæm, hugulsöm og glaðlynd, og stutt var alltaf í kímnina, brosið og glettnisglamp- ann. Þessir eiginleikar mótuðu líf hennar og nærveru. Hún var mann- kostakona, gætt æðruleysi og hreinlyndi. Minning Ólafar Guð- mundsdóttur er björt og flekklaus. Ég votta henni virðingu og þökk fyrir góða samfylgd og ástvinum hennar samúð. Magnús Skúlason Vjterkurog O hagkvæmur auglýsingamiðill! Aukasending af sérútbúnum BMW Bavaria og BMW Edition Það er mikil reynsla að aka BMW í fyrsta skipti og njóta þeirra gæða og fágunar sem einkenna þennan eðalvagn. BMW er framleiddur af einum þekktasta og virtasta bifreiðaframleiðanda veraldar, þar sem það besta er sjálfsagður hlutur. Útlit BMW segir allt um hið innra; hönnunin er óaðfinnanleg og frágangurinn tákn um fullkomnun. Sportlegt útlit, frábærir aksturseiginleikar og 105 hestafla vél með tölvustýrðri beinni innspýtingu uppfylla síðan kröfur þínar um hinn fullkomna bíl. Eignist þú BMW ertu kominn í hóp stoltra eigenda sem ekki láta sér nægja nema það besta hverju sinni. Við bjóðum nú sérstaka aukasendingu af BMW Bavaria og BMW Edition til afgreiðslu strax, á verði sem mun koma þér á óvart. Dæmi um verð: BMW Bavaria. 2ia dvra. frá kr. 1.590.000,- BMW Edition, 4ia dvra oq siálfskiptur, frá kr. 1.790.000.- Þetta er síðasta tækifærið til að eignast BMW Bavaria og BMW Edition á þessu hagstæða verði. Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8 til 18 og laugardaga frá kl. 13 -17. Reynsluakstur allan daginn. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1 -3, Reykjavík, sími 686633 Engum líkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.