Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 9 -skór NÝKOMNIR Teg.1014 Litur: Svart leður Stærðir: 40-47 Verð kr. 5.820,- Laugavegi 41, sími 13570 Skóverslun Þórðar Kirkjustræti 8, sími 14181. Prófkjör í Reykjaneskjördæmi HREGGVIÐUR JONSSON alþingismaður Hugmyndaríkur hugsjónamaður sem þorir! Stuöningsmenn. Loksins f rjáls Steinar Harðarson skrifar Steinar naroarsun w v— verði fylgt þeini meginstefnu «ö lcBRia i eftir efnum °g istiðum einíog li f Uf'. („ðarhðfn ttefnuskri fortlðannnir. Ef við Hin gamaldags, þröngsýna stefnuskrá fortiðarinnar er skorin utnafflokknum einsog slakkur utanaf hálfdrukknuðum sjomanm o.ml. oliubonu rtialn- iiBðu þá vi» |» sitoiennum um Miðjumoð og biturt háð Gömlu kommarnir í Alþýðubandalaginu eru þrumu lostnir, .og vita ekki sitt rjúkandi ráð, eftir að miðstjórnarfundur flokksins á Akureyri á dögunum afnam í heilu lagi stefnuskrána. Þar með fór síðasta hal- dreipið, því eftir hrun kommúnismans í Austur-Evrópu var fátt til að glæða hug- sjónaeldinn. Nú er ekkert eftir annað en miðjumoð. Nýja andlitið Stefnuskráin brott- fellda var sett af lands- fundi Alþýðubandalags- ins árið 1974 eftir víðtækar umræður í flokksfélögunum, sellum og leshringjum. Stefnu- skráin nýja átti að færa flokkinn til nútíðar og framtiðar — breytt og endurbætt eftir ókyrrð ’68-kynslóðarinnar og miðuð við umrót þjóð- frelsishreyfinga þriðja heimins. Það var orðið nauðsynlegt að hverfa frá svæsnasta stalínism- anum til að laða breið- fylkingu ungs, róttæks fólks að flokknum. Þannig var hið nýja andlit Alþýðubandalags- ins til komið. Með nýju stefnuskrámii var flokknum forðað frá mestu niðurlægingu sér- hvers sanns sósíalista — miðjumoðinu, eins og flokkslínuvörðurinn og „gúrúinn" Kristinn E. Andrésson kallaði sér- hvert frávik frá marx- ismanum. Þótt á stöku sellufund- um heyrðist muldrað um miðju-eitthvað, og fáeinir ungir byltingarsimiar yfirgæfu flokkiim, þá hefur stcfnuskráin frá 1974 verið sá segull, sem haldið hefur gömlu kommunum innan Al- þýðubandalagsins í sext- án ár. Þeir hafa meira að segja látið ráðherrasó- sialismann yfir sig ganga, ítrekað. Samsuða Og nú hefur gamla konnnaklíkan líka verið svipt stefnuskráimi sinni. Hún varð ráðherrasósíal- ismanum að bráð, því félagarliir Svavar og Steingrímur J. geta með engu móti hugsað sér að yfirgefa ráðherrastólana frekar en fyrri félagar sem í þá hafa komizt. En þeir hafa þó gengið lengra en nokkrir aðrir. Þeir hafa ekki látið nægja að hunza grund- vallarstefnu flokksins heldur samþykkt að fella stefnuskrána niður í heilu lagi — og það fyrir aðeins örfán-a mánaða viðbótarsetu í ráðherra- stólnum. Og það sem gömlu kommunum finnst verst af öllu er, að sjálfur niiðjumoðs-meistarinn, Ólafur Ragnar, stendur með pálmann í höndun- um eftir miðstjómar- fundinn. Stefnuskráin fokin út í veður og vind og kratísk samsuða kom- in í staðinn. Það skritnasta við þetta er, að enginn skuli gera athugasemd við, að venjulegum miðstjómar- fundi, jafnvel á Akur- eyri, skuli haldast uppi að fella úr gildi stefnu- skrána, sem samþykkt var af landsfundi eftir umfjöllun í öllu flokksapparatinu. Kannski nægir kaffi- húsafmidur hvítflibba- komma til að ómerkja miðstj ómarsamþykktir? Biturt háð En háðið hefur löngum verið beittasta vopn góðs sósíalista. Nú er bitm háði beitt á Þjóðviljanum. Það má sjá í grein Stein- ars Harðarsonar, auglýs- ingastjóra, er hann skrif- aði um miðstjómarfund Alþýðubandalagsins. Grein sína nefnir hann „Loksins ftjáls“ og fer hún hér á eftir: Það hlaut að koma að því. það gat ekki verið að við Allaballar yrðum skildir eftir í jámviðjum steinruimins sósíalisma. Æðsta stofnun flokksins (milli landsfunda) hefur tekið af skarið. Aðal- fundur miðstjórnar á Akureyri liafði hið pólitíska þor sem til þurfti. Hhi gamaldags, þröngsýna stefnuskrá fortíðarinnar er skorin utanaf flokknum einsog stakkur utanaf hálf- drukknuðum sjómanni. Formaðurinn hefur enn einusinni sannað að hans pólitíski sextant leiðir oss ætíð á rétta braut jafnvel þótt hvorki sjáist til sólar né stjama. Hvernig á nútimalegur flokkur jafnaðarmanna að geta starfað í hinu flókna pólitíska samfé- lagi ef dragast þarf með stefnuskrá sem hefur að geyma setningar sem: „frelsishugsjón sósíal- ismans er því ósamrý- manlcg frelsi auðmagns- ms sem helgar yfu-ráð fámennrar stéttar yfir lífsskilyrðum almenn- ings“ eða „í skat tamálum verði fylgt þeirri megin- stefnu að leggja á eftir efnum og ástæðum" og áfram — það versta: „Að kappkostað sé að efla sem mest samheldni verkalýðsstéttarinnar og allrar alþýðu, bæði í kjarabaráttmmi og á öðr- um sviðum!" Það sér hver sæmilega vitiborinn maður að flokkur með slíka stefnuskrá eignast aldrei starfhæfa miðju. Það kom líka á daginn: Óðar en flokkurinn eftir langvarandi vosbúð og hrakninga, með ljóta fortíð einsog lík i lest- inni, hefur lagt fleyi sínu við festar í friðarhöfn erlendrar stóriðju, laus við hinn gamla oliuboma stakk róttækninnar, þá hafði myndast hin lang- þráða, stai-fliæfa miðja hins nútímalega jafnað- arflokks. Það er ógerlegt að ná árangri í nútima stjórn- málum ef ekki ríkir frelsi til ákvarðana og aðgerða sem taka mið af aðstæð- um á hveijum tíma. Slíkt frelsi ríkir ekki, ef við lýði er afdönkuð stefnu- skrá fortiðarinnar. Ef við Allaballar t.d. erum í stjómarandstöðu þá for- mælum við þeim dusil- mennum sem voga sér að skerða lífskjör eða sjálfsögð mannréttindi, svo sem réttinn til kjara- samninga. Ef við Alla- ballar aftur á móti emm í ríkisstjóm þá em „aðr- ar pólitískar aðstæður" og við bregðumst við samkvæmt aðferðum hins nútímalega lýðræð- issinnaða jafnaðarflokks og tökum nauðsynlegar ákvarðanir. Okkur var líka bent á það um helg- hui af formanni vomm að sumar kjarabætur samrýmast ekki stefnu- skrá flokksins. (Ég er ekki alveg viss hvort það er sú gamla eða nýja.) Það er og hveijum manni Ijóst að eftir að við lögð- um af þá gömlu sérvisku að basla við að vinna kjósendur til fylgis við hugsjónir okkar en tók- um upp nýja stefnu og starfsliætti, að aðlagast rikjandi skoðunum, þá þarf svigrúm sem hæfir „nútíma jafnaðarflokki", frelsi til pólitískra at- hafna. Ég sný ásjónu miimi til norðurs og horfi með djúpri Iotningu nútíma jafnaðarmanns í átt til Akureyrar: Free at last, I loksins fijáls.“ jrcn fröSTUDAGUR TIL FJÁR^I il 00 þ Mj 1PIPARKOKUMOT1 ft 1 DAG 1 | Á KOSTNAÐARVERÐI SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ f BYGGTÖBÖltí R| f KRINGLUNNI KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.