Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990
Umræður um skýrslu utanríkisráðherra:
Utanríkisstefna við
breyttar aðstæður
UTANRÍKISRÁÐHERRA, Jón Baldvin Hannibalsson, gerði samein-
uðu alþingi grein fyrir skýrslu sinni um utanríkismál síðdegis í
gær. Menn voru helst einhuga um að miklar breytingar hefðu átt
sér stað og ættu eftir að eiga sér stað, en þá greindi á um túlkun
og afleiðingar þessara atburða.
Utanríkisráðherra sagði síðustu
sex mánuði hafa verið örlagaríka,
í Evrópu hefðu orðið afgerandi
umskipti og í þeirra kjölfar væri
verið að leggja grunn að nýrri skip-
an örryggismála í Evrópu. Ráðherra
fór í nokkru máli gegnum einstaka
kafla skýrslunnar. T.d. fagnaði
hann því að sameinað Þýskaland
yrði innan vébanda Atlantshafs-
bandalagsins, NATO. Utanríkisráð-
herra taldi að bandalagið myndi
áfram gegna veigamiklu hlutverki
við að varðveita jafnvægi og stöð-
ugleika í Evrópu. Þrátt fyrir sam-
komulag um afvopnun yrðu Sov-
. étríkin áfram langstærsta herveldið
á meginlandi Evrópu. En utanríkis-
ráðherrann benti á að öll Evrópu-
ríki þyrftu að vera virk í ákvörðun-
um um nýja skipan öryggismála í
álfunni og í því samhengi hefði
Ráðstefnan um öryggi og samvinnu
í Evrópu hafa úrslitaþýðingu en
áréttaði að Ráðstefnan myndi ekki
leysa NATO af hólmi. Jón Baldvin
sagði ánægjulegt að Sameinuðu
þjóðunum hefði vaxið ásmeginn og
fór nokkrum orðum um Samtökin
og störf íslendinga þar. Einnig var
innrás íraka í Kúvæt harðlega for-
dæmd. Um stjórnmálasamband við
Eystarsaltsríkin var m.a. sagt að
með öllu óvíst væri að Eystrasalts-
ríkin geti á þessari stundu staðið
við skuldbindingar gangvart örðum
ríkum að þjóðarrétti en það kom
líka fram að viðurkenning íslands
á fullveldi þeirra árið 1922 væri enn
í fullu gildi.
Utanríkisráðherrann benti á að
samingar um takmörkun vígbúnað:
ar í Evrópu verða ekki heilstæðir
nema þeir taki einnig til vígbúnaðar
á höfunum en umræðan um þau
mál og traustvekjandi aðgerðir hafi
enn ekki verið til lykta leidd. Atlant-
hafsbandalagið hafi hvorki sam-
• } þykkt að hefja slíkar viðræður né
hafnað því endanlega.
í lokasamantekt sagði Jón Bald-
vin m.a. að aðildin að NATO og
tvíhliða varnarsamningurinn milli
íslands og Bandaríkjanna hafi verið
hornsteinn íslenskrar öryggis- og
utanríkistefnu. Á íslandi hefði verið
litið á þetta sem tvö aðskilin en
tengd mál. Atburðir á pólitíska svið-
inu kynnu að leiða til'þess skilin
milli þessarra tveggja stoða varnar-
stefnunnar skerpist. Utanríkisráð-
herra hvatti til þess síðar í ræðu
sinni að huga að varnar- og við-
skiptahagsmunum Islands í víðu
samhengi. í varnarmálum hefði
tvíhliða varnarsamningurinn við
Bandaríkin aukist að mikilvægi en
jafnframt væri stærsti markaður
fyrir útfiutning okkar innan Evr-
ópubandalagins. Hjá bandamönn-
um okkar í Vestur-Evrópu væru
horfur á frekari samtvinnun efna-
hagssamstarfs og samvinnu á sviði
öryggismála. En hjá okkur væri
hætt við að þessir tveir þættir
greindust að í auknum mæli.
NATO áfram vettvangur
varnarsamstarfs
Þorsteinn Pálsson (S/Sl) var í
meginatriðum sáttur við það efni
og stefnu sem fram kemur í skýrslu
utanríkisráðherra. En taldi nokkur
áhöld um að hún væri fyllilega í
samræmi við skoðanir allra Alþýðu-
bandalagsmanna sem hefðu lagt
niður stefnuskrá sína.
Þorsteinn taldi að Ráðstefnan um
öryggi og samvinnu í Evrópu myndi
ekki leysa NATO af hólmi. Atlants-
hafsbandalagið yrði áfram vett-
vangur fyrir varnarsamstarf. Þor-
steinn gagnrýndi nokkuð það sem
fram kemur í skýrslunni að ríkis-
stjórnin hefur aukið hlut ríkisins í
íslenskum Aðalverktökum og sagði
eðlilegt að bjóða starfsemina út á
fijálsum og opnum grundvelli al-
mennra útboða, þær breytingar sem
gerðar hefðu verið stefndu í þveröf-
uga átt. Einnig taldi hann að það
væri Alþingis; fjárveitingarvaldsins
að ákveða hvernig ríkisfé skyldi
varið. Þorsteinn ítrekaði þá skoðun
sýna að íslendingum bæri að viður-
kenna Eystrasaltsríkin hið fyrsta.
Einnig var utanríkisráðherra gagn-
rýndur fyrir að gera ekki nægjalega
skýra grein hvernig skyldi bregðast
við breytum aðstæðum í samskipt-
um okkar og tengslum við Evrópu-
bandalagið, Hið evrópska efnahags-
svæði væri einungis bráðabirgða-
lausn. Þorsteinn var þeirrar skoðun-
ar að gefa ætti olíuviðskipti frjáls.
Draga úr umferð
kjarnorkukafbáta
Steingrími Hermannssyni for-
sætisráðherra var það áhyggjuefni
að afvopnun á höfunum skuli enn
ekki vera inni í afvopnunarviðræð-
um lét þess getið að fregnir hermdu
að kafbátar, kjarnorkuknúnir sem
farist hefðu tærðust mun fyrr en
áður hefði verið í láti veðri vaka
og íslendingar hlytu að leggja
áherslu á að úr umferð kafbáta
drægi. Forsætisráðherra ítrekaði
að eldri viðurkenningar’á fullveldi
Eystarsaltsríkjanna væru í gildi og
íslendingar ættu að hjálpa þessum
þjóðum s.s. í viðskiptum. Steingrím-
ur fordæmdi blóðbað á hernumdum
svæðum undir stjórn ísrael.
Steingrímur var þess fullviss að
værum á réttri braut í viðræðum
um evrópska efnahagssvæðið. Um
olíukaupin frá Sovétríkjunum lét
hann þess getið að olíufélögin hefðu
beinlínis óskað eftir þessum við-
. skiptum og engin væri neyddur til
þessarra kaupa. Steingrímur fór
ekki í launkofa með þá skoðun sína
að þróunarhjálp íslendinga væri til
skammar. Sagði það vera sína hug-
mynd að við legðum hluta af okkar
tekjum í alveg sérstakan sjóð til
að koma skikki á þessi mál.
Steingrimur tjáði sig sammála
því sem fram kæmi í skýrslunni að
hlutverk varnarstöðvarinnar á ís-
landi breytist, eftirlitshlutverk
hennar yrði þýðingameira. Og vel
kæmi til greina að íslendingar
hefðu frumkvæði að viðræðum um
breytta stöðu okkar.
Kristín Einarsdóttir (SK/Rv)
sagði m.a breytingar síðasta ár
gefa tilefni til bjartsýni, óvina-
ímyndin hyrfi en skýrslan bærj ekki
friðarvilja. Kristin gagnrýni einnig
þann skilning að samstarf á sviði
viðskipta og hernaðar færi saman.
íslendingar ættu að standa utan við
hernaðarbandalög og ekki binda sig
um of í viðskiptum. Kristín lét þess
getið að ekki þjónaði okkar hags-
munum að tengast Evrópubanda-
laginu of nánum böndum.
% m.mSi. ^kj.129
UTANRÍKISMÁL
Skýrsla
Jóns Baldvins Hannibalssonar
utanríkisráðherra
til Alþingis haustið 1990
Reykjavfk
Nóvembcr 1990
Þarf nýja utanríkisstefnu
Ólafur Ragnar Grímsson ijár-
málaráðherra fór nokkrum orðum
um þær breytingar í heimssmálum
sem hefðu og ættu sér stað og taldi
skilning aukast á því að þörf væri
á nýjum vinnubrögðum og lífshátt-
um jarðarbúa. Einnig sagði Ólafur
Ragnar m.a. að ljóst væri að sú ógn
sem hefði verið orsök fyrir stofnun
NATO væri ekki lengur fyrir hendi.
Reyndar væri álitamál hvort Sov-
étríkin í sinni núverandi mynd yrðu
til innan fáeinna ára. Að minnsta
kosti væri Varsjárbandalagið í upp-
lausn og sameiginlegur herafli, sem
beint yrði gegn Vestur-Evrópu væri
ekki til lengur. Kúvæt-deilan sýndi
að stórveldin hefðu sameiginlegra
hagsmuna að gæta og verðust þeim
hættum, sem ógnuðu sameiginlegu
öryggiskerfi þeirra.
Ólafur Ragnar sagði að þessir
þættir hlytu að hafa mikil áhrif á
utanríkisstefnu íslendinga. Tíma-
bært er að viðurkenna að meginfor-
sendurnar fyrir stofnun Atlants-
hafsbandalagsins og varnarsamn-
ingnum við Bandaríkin eru ekki
lengur gildar, sagði hann. Ólafur
sagði deilur um utanríkismál hafa
skipt íslenzku þjóðinni í tvær fylk-
ingar í hartnær 40 ár, en nú væru
forsendur þessara deilna úr sög-
unni. Skylda þingmanna og þjóðar-
innar væri að hefjá tímabærar og
naúðsynlegar umræður um nýja
utariríkisstefnu.
Ólafur sagðist telja að öryggis-
samstarf Sameinuðu þjóðanna, sem
gert hefði verið ráð fyrir við stofnun
þeirra, væri nú fyrst farið að virka.
Nú stæðu íslendingar frammi fyrir
því hvorí þeir væru tilbúnir að
leggja fram fjármuni til að byggja
þetta öryggiskerfi upp, fjármagna
friðargæzlusveitir, búnað þeirra og
aðstöðu, þótt í litlum mæli væri.
„Ég segi. það hiklaust hér að ég tel
það bæði rétt og óhjákvæmilegt að
Islendingar sýni stuðning sinn við
nýtt öryggiskerfi SÞ með því að
vera reiðubúnir að leggja fram
verulegt fé til þess að standa undir
kostnaðinum við slíkar Öryggis-
svejtir," sagði hann.
Ólafur Ragnar gérði þróunarað-
stoð íslendinga að umtalsefni og tók.
undir hugmynd forsætisráðherra,
um að láta greiða atkvæði í þjóðar-
atkvæðagreiðslu um það hvort hver
íslendingur skyldi greiða ákveðna
upphæð í þróunarverkefnasjóð. Ól-
afur sagðist telja að þetta þing
ætti að taka afstöðu til þessarar
hugmyndar. Féð ætti að renna beint
í þróunarverkefnasjóð óskert, en
ekki koma f ríkissjóð.
Þorhildur Þorleifsdóttir (SK/Rv)
tók til máls, m.a. gagnrýndi hún
„ódugnað og siðferðisbrest",
þ.e.a.s. lág framlög til þróunar-
hjálpar. Einnig benti hún á að ekki
þurfti alltaf mikið að koma til.
Anna Ólafsdóttir Björnsson
(SK/Rn) sagði nú væri talað um
afvopnun og enn einu sinni sætum
við Islendingar hjá.
Jón Baldvin Hannibalsson steig
í ræðustól til að gera ýmsu skil sem
fram hafði komið í umræðunni og
kom víða við í ræðu sinni t.d. um
Gatt-samninganna o.fl. Um hugs-
anlega uppsögn tvíhliða varnar-
samningsins við Bandaríkin sagði
hann að núverandi ríkisstjórn hefði
ekki verið mynduð um það mál.
Að frumkvæði forsætisráðherra var
sett fram tillaga um að mynda
starfshóp að skoða hvaða kostir
væru fyrir hendi til að nýta betur
þá þá aðstöðu sem íslendingar hafa
á Keflavíkurflugvelli til að efla at-
vinnulíf þar. í tengslum við þá til-.
lögu reifaði fjármálaráðherrann þau
sjónarmið að setja bæri upp hóp
manna tii að skoða ný viðhorf varð-
andi framtíð og hlutverk varnarliðs-
ins. En það var ekki tillaga heldur
hugleiðingar.
Jón Baldvin sagði Þorvald Garðar
Kristjánsson um margt hafa flutt
athyglisverða ræðu fyrr um daginn
um að ekki væri nægjanlega fjallað
um hlutverk varnarstöðvarinnar á
íslandi í ljósi breyttra aðstæðna.
Og hvort við sjálfir áttum að-leysa
fleiri verkefni af hendi. Jón Baldvin
sagði að það sem gerst hefði og
væri að gerast mynd koma til með
að hafa áhrif á hlutverk hennar sem
eftirlitsstöðar. Meginhlutverk henn-
ar hefði verið að tryggja öryggi
siglingaleiða, liðs- og vopnaflutn-
inga og því hlutverki þyrfti áfram
að sinna. Ef bandarískur hér færi
frá Evrópu yrði enn þýðingarmeira
að tryggja flutninga á liðsauka ef
á reyndi. Ef svo friðvænlegt yrði
samningar tækjust um afvopnun á'
höfunum, yrði að hafa með þeim
eftirlit ogjiað myndi kalla á eftir-
litsstöð á Islandi.
Afmæliskveðja:
Jens í Kaldalóni
„Það þarf ekki að segja þá sögu,
sem gerðist eftir síðustu kosning-
ar. Allir okkar ágætu alþingismenn
gerðu þá svo rækilega í bólið sitt
að eftir verður munað — og afleið-
ingar þess koma nú fram í óvitleg-
asta ráðleysi. Það var hreint sem
þeir teldu sig kosnir hefðu verið til
að snúast hver um annan þveran
í hringekju vitleysunnar ... og því
vitna ég í róðrarveru mína frá Bol-
ungarvíkur-MöIum forðum daga,
þar sem hver höndin annarri hjálp-
aði, þá í nauðir rak, að svo mættu
okkar ágætu þingmenn virða
manngildi sitt og tiltrú alla til
þeirra borna, — ... og landsfólkið
ætlast til að þeir leggi að hönd og
huga.“
Þessar hressilegu glefsur eru úr
einni af ótalmörgum þjóðmálagre-
inum Jens í Kaldalóni, sem birtist
í Morgunblaðinu 10. febrúar 1983.
Eins og svo oft fyrr og síðar þá
er Jens að segja alþingismönnum
þjóðarinnar til syndanna á sínu
kjarnmikla máli í postillustíl — og
nú er þessi heiðurskarl áttræður í_
dag, 9. nóvember. Sonur hjónanna
Sigríðar Helgu Jensdóttur og Guð-
mundar Engilbertssonar bónda á
Lónseyri við Kaldalón í Snæfjalla-
hreppi, norðanvert við ísafjarðar-
djúp. Guðmundur var fjórði ættlið-
urinn sem þar bjó og höfðu allir
setið jörðina sem leiguliðar þangað
til hann keypti hana stuttu eftir
að hann hóf búskap.
Sigríður Helga Jensdóttir fædd-
ist og ólst upp í Bolungarvík. Gift-
ist þar Hreggvið Þorleifssyni báta-
formanni, hann fórst með bát frá
Isafirði, sem hann reri frá Hnífsdal.
Þau Sigríður og Hreggviður eign-
uðust tvö börn, Rögnvald Ágúst
og Elísabet, en hún giftist síðar
Elíasi Borgarssyni á Tyrðilmýri.
Ekkjan réðst síðan sem vinnukona
með tvö ungbörn til Kristjáns Sig-
urðar bónda Ólafssonar á Laugal-
andi í SKjaldfannardal í Nauteyrar-
hreppi. Þess má geta í framhjá-
hlaupi, að Hjörtur skáld og skóla-
stjóri Kristmundsson (bróðir Steins
Steinars) fæddist á Laugalandi og
ólst upp til sjö ára aldurs hjá Kristj-
áni bónda, en var þá tekinn í fóst-
ur af Halldóri bónda Jónssyni á
Rauðamýri, sem Hjörtur rómaði
mjög alla tíð.
Nokkru eftir vistráðningu
Sigríðar Helgu að Laugalandi varð
amma Jens, Ólafía Þórðardóttir,
fyrir því óláni að lærbrotna. k
heimilinu voru einungis hjónin, Ól-
afía og Engilbert bóndi og fræða-
þulur Kolbeinsson og Guðmundur
sonur þeirra, þá ungur maðut'.
Síðan var leitað til Kristjáns bónda
á Laugalandi og það varð úr að
Sigríðut' Helga fékk gefín eftir vist-
arráðin og fór að Lonseyri. En
Guðmundur lét konuna ekkert frá
sér fara eftir það og þau giftust
og eignuðust ellefu börn. Jens er
næstyngstur, en yngstur er Engil-
bert bóndi á Hallsstöðumí Nauteyr-
arhreppi, f. 16. des. 1912.
Jens bóndi fór líkt að og Guð-
mundur faðir hans, því að kona
hans Guðmunda Marsibil Helga-
dóttir, kom sem kaupakona að
Lónseyri og höfðinginn sleppti ekki
af henni hendinni eftirþað. Foreldr-
ar Guðmundu hétu Pálína Sigurð-
ardóttir og Helgi Jonsson. Helgi,
sem var kunnur hagyrðingur vestra
var ættaður úr Gufudalssveit, en
kenndi sig ávallt við Súðavík, þar
sem hann bjó og starfaði um ára-
bil. Árið 1928 gekkst hann fyrir
stofnun Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Álftfirðinga í Súðavík ásamt
Halldóri Guðmundssyni og var rit-
ari í fyrstu stjórn þess, en Halldór
formaður. — Guðmunda og Jens
eiga sex börn, tvo syni og fjórar
dætur, sem eru öll gift og eiga
börn. Auk þess ólu þau upp fóstur-
börn.
Á bernskuárum Jens þurftu börn
að taka snemma til hendinni og
hann var ekki nema átta ára þegar
honum var sagt að sitja yfir kvíám.
Eitt sinn komst hann svo að orði
við mig er hjásetuna bar á góma.
„Ég hafði verið nestaður með köku,
smjöri og mjólk, en er ég kom fram-
fyrir túnið settist að mér einmana-
kennd og kvíði og brast í grát. Ég
hef aldrei ákallað almættið jafn
heitt, því ég Iapti guðsbænir ala
leið fram að Miðgili".
Framan af ævi stundaði Jens
sjómennsku og daginn eftir ferm-
ingu réðst hann í skipt'úm til bræð-
ranna á Tyrðilmýri, Elíasar og
Halldórs Borgarssona. Eftir það
stundaði hann hana meðal annars
frá Hnífsdal, Bolungarvík og Flat-
eyri, en tvítugur að aldri, 1930, tók
hann við búi á Lónseyri. — Til
gamans má geta þess, að árið eftir
seldi Jens tvö lömb í Sláturfélag
Vestfjarða og fékk greiddar 12 kr.
fyrir skrokkinn. Með 24 krónur fór
hann í kaupfélagið á ísafirði og
keypti sér þurrabatterí í útvarps-
tækið fyrir upphæðina, en viðtæki
kostaði þá 150 krónur. Svo eru
menn að tala um dýrtíð á íslandi
nútímans!
Kaldalón var ekki brúað fyrr en
1964 og fram að þeim tíma þurfti