Morgunblaðið - 10.11.1990, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
Könnun Félagsvísindastofmmar:
Kratar og Framsókn
bæta mestu við sig
FYLGI Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hefur aukist verulega
frá því í september samkvæmt könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna
sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgun-
blaðið. Fylgi Kvennalistans hefur einnig aukist og eru þessir
flokkar með svipað fylgi og í síðustu alþingiskosningum. Fylgi Al-
þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks hefur minnkað samkvæmt sömu
könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist svipað og það var í könn-
unum síðarihluta síðasta árs og fyrrihluta þessa.
Könnun Félagsvísindastofnunar
var gerð í byrjun mánaðarins. 47,3%
þeirra sem afstöðu tóku sögðust
myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn á
móti 50,1% í september síðastliðn-
um. 27,2% kjósenda greiddu flokkn-
um atkvæði sitt í alþingiskosning-
unum 1987. Framsóknarflokk sögð-
ust 18,1 kjósa, á móti 15,8% í sept-
ember en 18,9% kjósenda studdu
flokkinn við síðustu kosningar.
14,7% sögðust myndu kjósa Al-
þýðuflokk á móti 11,5% í septem-
berkönnuninni og 15,2% fylgi
flokksins í síðustu kosningum.
Kvennalista sögðust 10,6% kjósa á
móti 9,4% í könnun í september. í
kosningunum 1987 greiddu 10,1%
kjósenda Kvennalistanum atkvæði.
Alþýðubandalagið hefur nú 8,1%
fylgi samkvæmt könnunini á móti
9,4% í september og 13,4% í síð-
ustu kosningum.
Sjá niðurstöður könnunarinn-
ar á miðopnu.
0,7% hækkun framfærsluvísitölu:
ASI vill að hækk-
anir verði bættar
Morgunblaðið/RAX
Meðal gesta á sýningunni í gær var Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna. Gunnar M.
Iiansson forstjóri IBM á Islandi vísar sendiherranum veginn.
Fjölmenni á tölvusýningu
UM 3.100 gestir hafa séð tölvusýningu IBM í Hekluhúsinu. Á
sýningunni, Undraheimur IBM, eru sýndir ýmsir möguleikar í
tölvutækni. Sýningin hófst síðastliðinn miðvikudag. Henni lýkur
á sunnudaginn.
VÍSITALA framfærslukostnaðar
hefur hækkað um 0,7% frá því í
byrjun október og undanfarna
þrjá mánuði hefur visitalan
hækkað um tæpiega 1%. Jafn-
gildir sú hækkun 3,9% verðbólgu
á heilu ári. í kjarasamningum
þeim er gerðir voru í febrúar sl.
var gert ráð fyrir að framfærslu-
vísitalan í nóvember yrði ekki
hærri en 147 stig en vísitalan í
nóvember reynist vera 148,2 stig.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, segir að bætur verði að
koma fyrir þessar hækkanir.
ræða, en launþegasamtök og at-
vinnurekendur hafa nú heimild til
að segja samningum lausum. „Það
ber að líta til viðskiptakjara og til
þess hvert stefnir í landsframleiðslu
á næsta ári. Við höfum verið að
afla upplýsinga um þessi atriði á
undanförnum dögum og vikum en
erum of skammt komnir til að hægt
sé að segja mikið meira um málið,"
sagði Ásmundur.
„Fólk er gríðarlega áhugasamt
og svo virðist sem allir finni eitt-
hvað við sitt hæfi hvort sem fólk
hefur litla þekkingu á tölvum eða
mikla þekkingu," sagði Guðni
Gíslason, sýningarstjóri, í samtali-
■» við Morgunblaðið. „Langflestir
gefa sér góðan tíma til að skoða
sýninguna enda virðist fólki líða
vel hérna. Ef ætti að nefna eitt-
hvað sérstaklega þá er það
kannski dýrasafn og alfræðisafn
á geisladiski sem vakið hafa
mikla athygli. Einnig hefur fólk
sýnt ýmsum hjálparbúnaði fyrir
fatlaða mikinn áhuga.“
Sýningin stendur yfir frá kl.
10.00 tii 19.00 laugardag og
sunnudag. Aðgangur að sýning-
unni er ókeypis.
* +
LIU hafnar kröfum farmanna um sömu ákvæði og í Vestfjarðasamkomulaginu:
Stefnir óumdeilanlega í verkfall
- segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður FFSÍ
SAMKVÆMT Vestfjarðasamkomulaginu, sém Bylgjan og útgerðar-
menn vestra gerðu aðfaranótt miðvikudagsins, fá skipsstjórnarmenn
inn ákvæði sem gerir ráð fyrir 0,6% tímakaupi, þegar unnið er utan
skiptahlutar. Auk þess er ákvæði í Vestfjarðasamkomulaginu um
aukið slippfararkaup. Gera fulltrúar Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands þá kröfu á hendur viðsemjendum sínum, útvegsmönn-
um, að þessi ákvæði verði einnig í þeirra kjarasamningi, en Kristján
Ragnarsson, formaður LIU hafnar þeirri kröfu.
Verðhækkun á bensíni 6. október
sl. olli rúmlega 0,4% hækkun á
framfærsluvísitölunni og hækkun á
fatnaði olli um 0,2% hækkun. Verð-
hækkun annarra vöru- og þjónustu-
liða olli um 0,2% hækkun en á
móti vó lækkun fjármagnskostnað-
ar um 0,1%.
ASÍ frestaði því að taka á móti
0,27% hækkun í september sl. þann-
ig að tilefni til launahækkunar núna
er 0,8%, að sögn Ara Skúlasonar,
hagfræðings hjá ASÍ. Önnur laun-
þegasamtök tóku hækkunina í sept-
ember þannig að tilefni þeirra til
hækkunar er væntanlega um 0,5%.
„Við gerum óhjákvæmilega kröf-
ur um að kaupmáttur verði tryggð-
ur og bætur fáist fyrir þær hækkan-
ir sem þama hafa orðið,“ sagði
Ásmundur Stefánsson.
Nú fer fram grunnendurskoðun
á kjarasamningunum frá því sl. vor
og sagði Ásmundur að ekki væri
aðeins um verðlagsendurskoðun að
nýs álvers á Keihsnesi.
„Það var mikið verk unnið á þess-
um fundi, en það liggja ekki fyrir
endanlegar niðurstöður, sem við
getum sagt frá á þessu stigi máls-
ins,“ sagði Jóhannes Nordal, stjóm-
arformaður Landsvirkjunar og einn
nefndarmanna, í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „Fundurinn var
einkum ætlaður til að fara yfir öll
mál, skilgreina þau vandamál, sem
enn Iiggja óleyst og koma þeim
áfram. Eg held að fundurinn hafi
verið mjög gagnlegur."
Davíð Oddsson borgarstjóri, sem
Einar Oddur Kristjánsson, for-
maður Vinnuveitendasambands ís-
lands, sagði um þessa liði Vest-
fjarðasamkomulagsins: „Breyting-
ar á kaupgjaldsliðunum eru mjög
óheppilegar, svo ekki sé meira
sagt, þrátt fyrir að í reynd séu þess-
ir taxtar lítt eða ekki notaðir. Ég
einnig sat við samningaborð með
Atlantsálsmönnum, sagði í samtali
við blaðið að ekki hefði verið gert
ráð fyrir að samningar kláruðust á
fundinum, en hann hefði gengið
vel. „Það er enginn vafí að það
mjakaðist töluvert áleiðis," sagði
Davíð. Hann sagði að sjálft orku-
verðið hefði verið sáralítið rætt.
„Það er ljóst að viðsemjandinn lítur
svo á að það sé meira og minna
fast frá fyrri umræðum. Það höfð-
um við áður sagt í stjóminni, að
við værum þar í þröngri stöðu. En
vona og treysti því að stjórn Land-
sambands íslenskra útvegsmanna
sýni það þrek að láta ekki undan
samskonar kröfum."
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði í gær: „Við höfnum þess-
um samanburðarfræðum því það
hefur verið samkomulag í þessari
það var um næg önnur mál að
ræða,“ sagði Davíð.
Davíð sagði að fulltrúar Atlants-
áls ættu greinilega eftir að ræða
málið talsvert á milli fyrirtækjanna
þriggja. „En eins og við höfum sagt
var málið miklu skemmra á veg
komið en menn hafa látið í veðri
vaka af einhveijum ástæðum,“
sagði Davíð.
Fulltrúar Atlantsáls lýstu yfir
ánægju sinni með þann árangur,
sem náðist á fundinum. „Umtals-
verður árangur náðist í efnislegri
skoðun og ýtarlegri skýringum á
ýmsum atriðum þessa flókna
samnings," segir í yfírlýsingu frá
Atlantsáli. Þar kemur einnig fram
að annar samningafundur verði
þjóðarsátt um að flytja ekki frá ein-
um til annars einhveijar ímyndaðar
ívilhanir sem geta verið á báða
bóga. Við höfum sagt við viðsemj-
endur okkar: „Þið gerðuð olíumálið
að aðaldeilumáli. Nú erum við sátt-
ir við það, svo er það ykkar að
rökstyðja það að kröfur um breytt
tímakaup og slippfararkaup leiði til
verkfalls.“
Reynir Traustason, formaður
Skipstjóra- og stýrimannafélagsins
Bylgjunnar á Vestfjörðum, sagðist
í samtali við Morgunblaðið í gær
telja það sjálfsagt réttlætismál að
farmenn fengju inn þau samræm-
ingarákvæði um tímakaupið og
haldinn 9. og 10. desembér næst-
komandi í Atlanta í Georgíufylki í
Bandaríkjunum.
„Fulltrúar Atlantsáls eru sam-
mála um að báðir aðilar málsins
hafi unnið af kostgæfni að því að
ná samkomulagi um öll atriði vænt-
anlegs heildarsamnings en að ljóst
sé að hin flókna samningagerð og
sú mikla undirbúningsvinna sem
þarf til að ljúka öllum atriðum
málsins er mun tímafrekari en upp-
haflega var talið,“ segir í yfírlýsing-
unni.
íslenzku samningamennirnir
sögðu að vonazt væri til að á fundin-
um 9. desember yrði hægt að ná
saman um ftest atriði í orkusamn-
ingnum.
slippfararkaupið sem náðst hefðu
inn í Vestfjarðasamningnum.
„Þetta skiptir sáralitlu máli, en er
hjá okkur grundvallaratriði. Mér
finnst það mjög mikill ábyrgðar-
hluti hjá Kristjáni Ragnarssyni, ef
hann ætlar að stoppa flotann í öllum
landshlutum út á eitthvað svona,“
sagði Reynir.
Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands, segir að það stefni
óumdeilanlega í verkfall ef viðsemj-
endur farmanna neiti að tala við
farmenn á sömu nótum og gert
hafi verið fyrir vestan. „Mönnum
fínnst andskoti skrítið ef hægt er
að gera samning vestur á fjörðum
þar sem samið er um að breyta
olíuverðstengingu, timakaúpsút-
færslu og slippfararkaupi, en neitað
sé að ræða þessi atriði við okkur,“
sagði Guðjón.
Einar Oddur kvaðst líta þannig
á að þessi nýju ákvæði væru í Vest-
fjarðasamkomulaginu, vegna mis-
taka eða vankunnáttu. „Það felst í
sjálfu sér enginn kostnaðarauki fyr-
ir útgerðina og ég lít ekki á þetta
sem neitt stórmál,“ sagði formaður
VSÍ.
------+-*-\-----
Leitað að 10
ára dreng
LÖGREGLAN í Reykjavík hóf í
gærkvöldi leit að 10 ára dreng,
Drengurinn fór af heimili sínu í
Seljahverfi á hádegi í gær og er
ekki vitað um ferðir hans síðan.
Þá var hann klæddur í blátt skíða-
vesti og bláar íþróttabuxur með
hvítum og rauðum röndum.
Fundur samninganefndar Landsvirkjunar og Atlantal:
Báðir aðilar telja að vel miði áfram
FUNDI samninganefndar Landsvirkjunar með fulltrúum álfyrirtækj-
anna þriggja, sem skipa Atlantsál-hópinn, lauk í Lundúnum í gær.
Báðir aðilar létu í Ijós ánægju með árangur fundarins og töldu að
miðað hefði vel í átt til samnings um orkusölu Landsvirkjunar til