Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 INNHVERF IHIIGEIV Innhverf íhugun er huglæg þroskaaðferð sem allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi. Almenn kynning í dag, laugardag, á Lauga- vegi 24, kl. 15.30. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar í síma 16662. íslenska íhugunarfélagið. r SX/L - KRAFT VERKFÆRI ^ - ÞESSI STERKU KYNNINGARVERÐ A NYJUNG FRÁ SKIL VENJULEGTVEBfL Kmi3.6Ö0 KYNNINGARVERÐ KR. 7.980 ALHUÐA HÖGGBORVÉL MEÐ NÝRRI HÖNNUN A TANNHJÓLAHÖGGI • GERÐ - 6850 EMH - 500 vattamótor -13mm patróna - einstaklega létt að bora I stein - allt að þreföld ending á steinborum - stiglaus hraðrofi frá 0-1500 sn/mín. - höggtíðni frá 0 - 5000 högg/mín. -báðar snúningsáttir EIGUM ÁVALLT FJÖLBREYTT ÚRVAL SKIL RAFMAGNS- HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNT TILIÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SLOJRLANDSBFtAUT 8 SÍMI84670 SÖLUAÐILAR: KEFLAVÍK HAFNARFJÖRÐUR REYKJAVIK REYKJAVIK AKRANES ÓLAFSVÍK STYKKISHÓLMUR BÚÐARDALUR PATREKSFJORÐUR BÍLDUDALUR BOLUNGARVIK BORÐEYRI BL0NDU0S SAUÐÁRKRÓKUR SIGLUFJORÐUR AKUREYRI EGILSSTAÐIR NESKAUPSTAÐUR HORNAFJORÐUR HVOLSVÖLLUR SELFOSS HVERAGERÐI RAFTÆKJAVERSLUN REYNIS ÓLAFSS0NAR RAFBUÐIN ÁLFASKEfÐI VERSL. BRYNJA, LAUGAVEGI BYGGINGAVÖRUVERSL. G0S, NETHYL TRÉSMIÐJAN AKUR LITABÚÐIN ÓLAFSBRAUT HÚSIÐ HF. AÐALGÖTU VERSL. EINARS STEFÁNSSONAR RAFBÚÐ JÓNASAR ÞÓRS SMIÐJAN HF. VÉLSM. BOLUNGARVlKUR KAUPF. HRUTFIRÐINGA TRÉSMfÐJA HJÖRLEIFS JÚLÍUSSONAR VERSLUNIN HEGRI, AÐALGÖTU T0RGIÐ, AÐALGÖTU NAUSTHF. VERSLUNIN SKÓGAR VARAHLUTAVERSL. VÍK VÉLSM. H0RNAFJARÐAR KAUPF. RANGÆINGA KAUPF. ÁRNESINGA BYGGINGAVÖRUVERSL. HVERAGERÐIS Kreppuástand við Persaflóa: Olía og- auður eftir Alfreð J. Jolson Kreppuástand við Persaflóa er ekki til komið af völdum Saddams Ilusseins forseta og það er ekki heldur afsprengi árins 1990! Rætur þeirra deilna og óánægju ná allt til ársins 1918 og raunar enn lengra aftur í sögunni, þær teygjast aftur gegnum alla sögu Mið-Austurlanda og Ósmanaríkisins, jafnvel til ell- eftu og tólftu aldar og enn lengra aftur. Því miður virðast leiðtogar þjóða ekki skilja þessa flóknu og torræðu fortíð. Menn verða að taka með í reikn- inginn að olía — og jafnvel kámug- ur ágóði — milljarðar olíudollara sem íjárfestir eru í Bandaríkjunum og á Vesturlöndum eru nátengdir þessu máli. I rauninni erum við Vesturlanda- menn bein orsök kreppuástandsins — já, einmitt við. Græðgin í ódýra orku og sú trú að orkukreppur lið- inna ára hafi ýmist skollið á eða liðið hjá, stafa af hrapallegum mis- skilningi. Þannig er einnig um áhuga okkar á og viðleitni okkar til orkusparnaðar, framleiðslu ann- arra efna sem komið geti í stað olíu, rannsóknir og útgjöld vegna þróunar slíkra efna, allt hefur þetta ýmist farið vaxandi eða minnkandi. A síðari tímum (t.d. 1918) var „sjúklingur Evrópu“ sigraður í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og sigur- vegararnir skiptu Ósmanaríkinu, aðallega Bretar. Sigurvegararnir hirtu lítt um sögu þjóðanna þegar þeir skiptu ríkinu upp en úthlutuðu pörtum af því til þeirra kynþátta eða fjölskyldna Araba sem risu upp á móti Tyrkjum. Þannig er til komið upphaf Kúv- æts, Saudi Arabíu, emírsdæmanna og jafnvel sjálfs íraks. írak er af- sprengi Mesópótamíu — landsins ■ milli fljótanna Evfrat og Tígris — og varð til snemma á öldinni. írak var afhent Feisal konungi að laun- um, enda þótt hann væri svikinn, því honum hafð verið lofað að hann fengi Stóra-Sýrland (að meðtöldu Sýrlandi eins og það er nú). Trans- jórdanía var gefin Abdullah bróður hans! Þannig voru kaupin-gerð í Mið-Austurlöndum. Ef til vill er þó enn verra að um leið var gyðingum lofað heimkynn- um, um sama leyti og á sama stað. Það var að sjálfsögðu vel hugsað en góðverkið var ósamrýmanlegt og andstætt öðru. Æðisleg framrás okkar til að inniloka Irak er gerð til þess að bjarga nokkrum lénsveldum. í raun- inni erum við að reyna að þjarga olíu og þar af leiðandi fjárfestingum í okkar eigin þágu. Þetta er síður en svo gert til þess að verja lýðræði í nokkru þessara landa. Við megum vera þakklát fyrir þíðuna í samskiptum Austur-Evr- ópu og hins vestræna heims. Þar með er aflétt spennuástandi sem gat leitt til hættulegra átaka milli þessara tveggja samsteypa. Auðvitað óttumst við að írak kunni að nota taugagas, eins og notað var gegn Kúrdum í Hal- abcha. En hvað varð af alþjóðlegum mótmælum þótt 8.000 manns væru drepnir í Halabcha? Þúsundir þorpa í eigu Kúrda voru jafnaðar við jörðu og Kúrdar urðu að flýja þúsundum saman til Suður-jraks. En hver mótmælti? Þegar olíunni er ógnað reka menn upp ramakvein. Sumir halda að írakar kunni að luma á kjarnorkuvopnum en ’ allir vita að ísraelar eiga stóreflis birgðir af þeim. En ísraelar eiga lítið af olíu! Raunverulegar spurningar okkar ættu að snúast um það hvort rétt- lætanlegt sé að úthella einum dropa af blóði Bandaríkjamanna eða nokkurs annars manns til þess að halda bensínfrekum bifreiðum í SPARISKÓR Stærðir: 28-35 Litur: Svartur Verð 1.795,- 5% staðgreiðsluafsláttur — Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Kringlunni, sími 689212 Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 si ■rore —^róa-nra VELTUSUND11 21212 Alfreð J. Jolson „Þegar Vesturlönd hætta að láta stjórnast af olíu og auði, munum við sjá meiri skynsemi, visku, réttlæti og frið ná undirtökunum í > Mið-Austurlöndum. “ gangi og halda upp hömlulausu bruðli með orku. Eru hinar vest- rænu þjóðir reiðubúnar til að kanna í alvöru orkusparnað og hefja raun- verulegar rannsóknir til uppgötvun- ar og þróunar efna sem komið geti í staðinn fyrir þau sem við notum nú? Þetta eru alvöruspurningar en þær heyrast varla fyrir trumbu- slætti og lúðraþyt. Viljum við snúa frá þeirri leið að láta arabískar fjöl- skyldur kaupa okkur upp fyrir olíu- dollara — dollara sem þær hafa í tekjur af olíukaupum okkar sjálfra? Svonefnt kreppuástand við Persaflóa gæti stuðlað að einingu í heiminum en eining ætti ekki að snúast um stjórnmál og hermál ein saman, heldur um orkusparnað og leit að nýjum leiðum til orku- vinnslu, heiminum öllum til hags- bóta. Ef til vill mundi það leiða til lausnar á öllum vandamálum Mið- Austurlanda. Það er fásinna að hugleiða — jafnvel láta sig dreyma um — ein- hveijar hernaðaraðgerðir til þess að stöðva íraka og standa vörð um auð og aðstöðu fáeinna arabakyn- þátta og eigingjarna ofnotkun okk- ar á ódýrri orku. Við megum þakka hamingjunni ef írakar draga lið sitt að mestu til baka frá Kúvæt því að lausnir eftir stjórnmálaleiðum eru til. Það er að vísu rétt að inn- rás íraka hefur steypt heiminum út í kreppuástand og að mjög vafa- samt er hvort Saddam Hussein for- seti er réttur maður á réttum stað, en rætur vandans eru ekki land- fræðilegar, þær spretta upp úr olíu og peningum. Þegar Vesturlönd hætta að láta stjórnast af olíu og auði, munum við sjá meiri skyn- semi, visku, réttlæti og frið ná und- irtökunum í Mið-Austurtöndum. En eins og sakir standa bendir allt til þess að vopnuð átök eigi eftir að hefjast — ögæfa fyrir 'alla menn og heiminn í heild. Þegar Vesturlönd hætta að láta stjórnast af olíu og auði, munum við sjá meiri skynsemi, visku, réttlæti og frið ná undirtökunum í Mið-Aust- urlöndum. Höfundur er biskup kaþólskru á íslandi. Prófkjör sjálfstæðismanna Reykjanesi Kjósum Árna Ragnar Árnason í 3ja sæti - Hann á erindi á Alþingi Islands Helstu baráttumál Árna: ★ Aukin atvinnutækifæri ★ Nýtum íslenskar auðlindir og íslenskt vinnuafl ★ Aðstöðugjald í burtu ★ Minni ríkisumsvif ★ Aukin umhverfisvernd ★ Öflug neytendavitund og frjáls samkeppni ★ Jafn atkvæðisréttur allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.