Morgunblaðið - 10.11.1990, Side 13

Morgunblaðið - 10.11.1990, Side 13
MOR&t/NÖLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 ISLAN DSBAN Kl Reykjavík, nóvember 1990 Opið bref til viðskiptavina Islandsbanka Kœri viðskiptavinur. Undanfama daga hefur íslandsbanki lent í sviðsljósi fjölmiðla í kjölfar ákvörðunar okkar að hverfa aftur til vaxtakjara sem giltu frá 1. apríl til 1. október sl. Með þessu bréfi viljum við skýra fáeinar staðreyndir málsins sem ekki hafa komið nœgilega skýrt fram. Allar vaxtabreytingar eru viðkvœmar og snerta flesta viðskiptavini banka og sparisjóða. Þess vegna eru þœr ákveðnar að vandlega yfirveguðu ráði. Vaxtaákvörðun íslandsbanka er eins og aðrar slíkar ákvarðanir byggð á spám og upplýsingum um verðbólgu frá Seðlabanka íslands. Þœr sýndu að fullt tilefni var til vaxtabreytinga. í byrjun árs 1990 ákváðu bankamir, með íslandsbanka í fararbroddi, að taka þátt íþjóðarsáttinni með því að lækka vextina mjög ört. Eftir vaxtalækkun í síðasta mánuði jukust útlán verulega og innlán drógust saman. Lausafjárstaðan versnaði og þenslumerki komu í Ijós. Því var skynsamlegt að hækka vexti til að draga úr útlánum, vinna gegn yfirvofandi verðbólguhækkun og um leið tryggja raunhæfa ávöxtun á spari- fé almennings. Bankar verða ætíð að standa vörð um óverðtryggðar innstæður fólks á almennum launa- og bankareikningum. Slíkir reikningar skipta tugþúsundum í okkar banka. íslandsbanki vill ekki vísvitandi taka þátt íþví að skerða hag sparifjáreigenda. Okkur ber að gæta hagsmuna þeirra til jafns við hagsmuni lántakenda. Ef sparifjáreigendur eru ekki tilbúnir að ávaxta sparifé sitt á bankareikningum verður heldur ekkert fjármagn til útlána. Sparifjáreigendur gera kröfur um raunávöxtun sparifjár og sætta sig ekki við að horfið verði á ný til þess tíma þegar sparifé lands- manna brann upp á báli verðbólgu. Okkur hjá íslandsbanka hefur verið falið að ávaxta fé almennings og við getum ekki leyft okkur að láta eins og eigendur þess fjár- magns séu ekki til. Við sem störfum í íslandsbanka þökkum viðskiptavinum góð viðskipti og stuðn- ing, hér eftir sem hingað til. Við viljum afheilum hug vinna samkvæmt stefnu okkar að bankinn verði aflvaki framfara og velmegunar landsmanna. Við eigum þá ósk að þjóna sem best öllum okkar viðskiptavinum og veita góða fjármálaþjónustu, bæði nú og í framtíðinni. Bestu kveðjur, Valur Valsson Björn Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.