Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 14

Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 Kórsöngur i Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Tónlistardagar Dómkirkjunnar _________Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar hélt tónlei.ka í kirkju sinni sl. sunnudag. Á efnis- skránni voru íslensk kórverk, sem kórinn hefur á undanförnum árum flutt hér heima og erlendis. Tónleik- arnir hófust á sálmraddsetningum eftir Róbert A. Ottósson og Pál ísólfsson, en þessar raddsetningar söng kórinn frábærlega vel. Sama má segja um tvö sálmalög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, ágætt lag við textann Til þín, Drottinn, og perluna Heyr himnasmiður. Medit- ation eftir Átla Heimi Sveinsson er leikur með hljóma, sungna án texta og er þetta stutta iag mjög lang- dregið vegna þess hve hægt það skal sungið, eða fjörutíu fjórða- partsslög á mínútu. Hljómbygging lagsins er einföld og það er helst erfitt fyrir karlaraddirnar, þ.e. bassann, að „humma“ hreint á lægsta tónsviði raddarinnar og sömuleiðis á köflum fyrir tenórinn á efra sviði sínu. Gloría eftir Gunnar Reyni Sveins- son er, eins og margt sem hann hefur samið, byggt á líflegri radd- fleygun og skemmtilegum leik með hljóðfall, sem bæði er gaman að syngja og hljómgott tii hlustunar. Meistarasmíð Jóns Leifs, Requiem, var helst til hröð í flutningi, sungin án viðstöðu, svo að form verksins varð óljóst og rúið þeim sáratrega, sem Jón Leifs óf saman úr við- kvæmum textabrotum og sérkenni- Iegu tónmáli sínu. Ave María eftir Hjálmar H. Ragnarsson er fallegt verk og hefði mátt vera ögn hægar og biðjandi. Jóni Stefánssyni lætur vel að leika með hraða og alls konar leikræn hryntilþrif, eins og vel kom fram í Orðskviðum Salómons, eftir undir- ritaðan, sem kórinn flutti frábær- lega vel og sömuleiðis í þremur verkum eftir Þorkel Sigurbjörnsson, nýju og mjög fallega unnu verki, er nefnist Stælið ... (Jesaja 35) og tveimur eldri verkum, Davíð 92 og Hósíanna (Mark. 11, 9). Kór Langholtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar, hefur líklega aldrei verið betri og mjög gott jafn- vægi er nú á milli karla- og kven- radda. Sú kirkja sem á slíkan kór er rík og gott til þess að vita, hversu stjórnir kirkna leggja æ meiri áherslu á blómlegt tónlist- arlíf, því það eru ekki aðeins þeir tónleikagestir sem kórar laða til sín með fögrum söng, heldur og söng- fólkið, sem kirkjan á erindi og sam- starf við. Tónlistardagar Dómkirkjunnar í Reykjavík eru nú haldnir í níunda sinn og er efnisskráin helguð tón- list eftir tónskáld sem með ýmsum hætti tengjast Leipzig. Efstur á blaði er Johann Sebastian Bach, en á eftir koma Mendelssohn, Reger, Hessenberg og Thiele og eftir Is- lendinga voru sungin lög eftir Hallgrím Helgason, Jón Leifs og Pál Isólfsson. Á fyrstu tónleikunum, sl. miðvikudag, voru flutt tónverk eftir Bach, Brahms, Pál ísólfsson, Hallgrím Helgason og Kurt Hessen- berg. Flytjendur voru dr. Orthulf Prunner og Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Tónleikarnir hófust á In dir ist Freude, sem er nr. 34 í Orgel-Buch- lein eftir meistara Bach en þessi sálmforleikur er sérkennilegur fyrir Ostinato-stef í fótspilinu, sem geng- ur eins og rauður þráður í gegnum allt verkið. Dr. Orthulf Prunner lék verkið mjög vel og sömuleiðis 6. sónötuna í G-dúr, einnig úr orgel- safni Bachs. Dómkórinn flutti undir stjórn Marteins G. Friðrikssonar sálm- raddsetningu Bachs á Lofið vorn Drottin, þijár mótettur op. 110 eft- ir Brahms, sálma eftir Pál ísólfsson (Bænin má aldrei bresta þig) og Hallgrím Helgason (Ég er kristinn) og lauk tónleikunum með sexradda mótettu eftir Kurt Hessenberg (1908), sem er að engu getið í efnis- skrá tónleikanna. Sálmar Hallgríms og Páls voru fallega sungnir og sömuleiðis mótetturnar eftir Brahms, þó þeim færi ef til vill betur að verá sungnar af raddmeiri kór. Það sama má segja um flutn- ing mótettunnar eftir Hessenberg, þó víða brygði fyrir fallegum og vel samvirkum söng. I þremur aukalögum, gömlum vinaperlum, eftir Mendelssohn og „Smávinunum", eftir Jón Nordal, var söngur kórsins einkar fallegur og þar naut sín vel tær og mjúkur hljómur kórsins. 1 •. » fil s.«. I K.S.S. S.V-L S.S.S. vw S.S.S. wv S.S.S. ViV S.S.S. vvv S.S.S. vvv S.S.S. uv sss V.V.V. sss V.-LV. S.S.S. vvv S.S.S. vvv sss vvv S.S.S. V.V.V. S.S.S. V."k V. S.S.S. V V V S.S.S. VV V sss vvv sss vvv sss vvv ssv vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv SSS' VVV' SSS' vvv sss vvv sss vvv SSS' vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss V V V sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv sss vvv Sveinn Hjörtur Hjartarson leggur áherslu á: ★ að dregið verði úrríkisumsvif- um á öllum sviðum þjóðlífsins; ★ aðsjávarútvegurog önnur atvinnustarfsemi eflist í Reykjaneskjördæmi; ★ að atkvæðisrétturverði jafnað- ur, t.d. með einmenningskjör- dæmum eða fækkun þingmanna í fámennustu kjördæmunum; ★ að tollar í milliríkjaviðskiptum lækki og þar með vöruverð; ★ aðskynsamlegtog raunhæft húsnæðislánakerfi fyrir ungt fólk náifram að ganga; Ég heiti á alla Reyknesinga aðtaka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins laugardaginn 10. nóv. nk. og efla þannig lýðræðið í landinu. Jafnframt fer ég fram á stuðning þinn til að skipa þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi við næstu alþingiskosningar. Ég heiti þvíá móti að leggja öllum þeim málum lið á Alþingi, sem til heilla horfa fyrir íslenskt þjóðfélag, og jafnframt leggja mig allan fram til þess að efla veg Reykjaneskjördæmis. W vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv V V V vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv V V V vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv V V V vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv V V V vvv V V V vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv V V V vvv vvv vvv vvv vvv V V V vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv V V V vvv vvv vvv V V V vvv vvv vvv vvv vvv V V V vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv vvv Stórkostlegur samleikur Truls Mörk sellóleikari og Leif Ove Andsnes píanóleikari opnuðu tónleikadagskrá Tónlistarfélagsins í Reykjavík á þessum starfsvetri. Á efnisskránni voru verk eftir Schu- mann og Chopin. Fyrri hluti tónleik- anna var helgaður Schumann og hófust tónleikarnir á Adagio og Allegro op. 70 en á eftir fylgdu Fimm verk í alþýðlegum stíi, op. 102 og síðast fyrir hlé voru svo Þijár fantasíur, op. 73. Það sem einkenndi leik þeirra félaga var óvenjuleg hrynskerpa og einnig sérlega falleg hrynmýkt, sterkar andstæður í styrkleika og glæsileg mótun tónhendinga, m.ö.o., þeir félagar klæddu sig í tónverkin og flutningur þeirra geisl- aði af yfirburða tækni þeirra og músíkölsku innsæi. Síðasta verkið var sellósónatan eftir Chopin og þar var æskuþrótt- urinn og glæsileg tæknin ráðandi, sérstaklega hjá píanóleikaranum, sem lék nokkuð of sterkt á köflum. Truls Mörk hefur mjög fallegan tón, mótaði tónhendingarnar í Schumann sérlega vel og var unun að heyra dúnmjúkt tóntakið í veik- um leik hans. Leif Ove Andsnes er frábær píanóleikari en hættir nokkuð til að ofgera í sterkum andstæðum styrks og hvössum áherslum en nákvæmnin og skerpan er samt heillandi svo og æskuóþolið er ein- kennir leik hans. Hér eru á ferðinni frábærir tónlistarmenn, sem líklega eiga eftir að láta heyra í sér með þeim hætti, að mönnum þyki þeim tíma vel varið að staldra við um stund og hlýða á þá leika meistara- verk tónlistarsögunnar. Uppþvottavélar, Philips-Whirlpool uppþvottavélar. Mjög fullkomnar og sérstaklega hljóðlátar. Jöfn vatnsdreifing tryggir hámarks uppþvott hvernig sem í vélina er raðað. g philips AVhirlpool Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI69 1520

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.