Morgunblaðið - 10.11.1990, Side 20

Morgunblaðið - 10.11.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NOVEMBER 1990 Keflavík: Leikfélagið sýnir söngleik LEIKFÉLAG Keflavíkur frum- sýndi í gærkvöldi söngleikinn „Er tilgangur?" eftir Júlíus Frey Guðmundsson í Félagsbíó í ■ FLOAMARKAÐ UR Lions- klúbbsins Engeyjar (áður Lion- essuklúbbur Reykjavíkur) verður sunnudaginn 11. nóvember kl. 14.00 í Lionsheimilinu, Sigrúni 9. Fjölbreytt úrval verður af gömlu og nýju. Allur ágóði rennur til líkn- armála. Keflavík. Leikstjóri er Halldór Björnsson og koma fram um 30 leikarar í söngleiknum ásamt hljómsveitinni Pandóru sem flytur tónlistina. Næstu tvær sýningar verða á morgun, sunnudag, klukkan 16,30 og 20,30. Júlíus Freyr leikur á trommur í Pandóru og er hann sonur Rúnars Júiíussonar hljómlistarmanns og Maríu Baldursdóttur söngkonu. Rúnar heitir fullu nafni Guðmund- ur Rúnar en notar ekki Guðmund- Vestfiröir: Rafbúð Jónasar Þór, Patreksfiröi • Bjarnabúö, Tálknafirði • Edinborg, Bíldudal • Verslun Gunnars cn Sigurössonar,Þingeyri*EinarGuWimsson,Bolungandk*Straunur,lsafiröi»Noröuj1and: Kf.Steingríms^aröar.Hólmav^ X »I 8>| AEG ÞVOTTAVÉLAR Þegar þú kaupir AEG ertu að fjárfesta í gæðatækjum sem endast og losa þig við áhyggjur af þvottadögum í leiðinni. Eigum allar gerðir AEG þvottavéla til afgreiðslu af lager nú þegar. Verð frá kr. 60.981 stgr. Umboðsmenn um allt land. BRÆÐURNIR m ORMSSON HF Lágmúla 9. Simi 38820 Þú svalar lestraiþöif dagsins ásíöum Moggans! y 2 ‘ P 5 arnafnið. Því er von að fólk átti sig ekki án skýringa á því að Jú- líus Freyr skuli vera sonur „Rúnna Júll“. Þetta er fyrsta verk Júlíusar Freys af þessu tagi en hann hefur fengist við lagasmíð og fyrir mán- uði sendi Pandóra-frá sér hljóm- plötu með lögum eftir Júlíus Frey og þá Þór Sigurðsson og Sigurð Jóhannesson sem ásamt Júlíusi sömdu tónlistina í aöngleiknum. Verkið fjallar um strák sem tekur ákvörðun um að hætta í skóla og því sem í kjölfarið fylgir. Leikfélag Keflavíkur var endur- vakið fyrir rúmum tveim árum eft- ir að engin starfsemi hafði verið í 3 ár. Hjördís Ámadóttir er formað- ur leikfélagsins og sagði hún að mikill áhugi væri fyrir leiklist í Keflavík og kæmust færri leikarar að hjá félaginu en vildu. Þetta er 5. verkið sem Leikfélag Keflavíkur tekur til sýningar frá því að það var endurvakið og sagði Hjördís að reynt væri að velja verk þar sem margir kæmu fram til að sem flest- ir fengju að spreyta sig. Einnig verður gefin út plata með lögunum og söngvuranum sem koma fram í söngleiknum sem verður fluttur í Félagsbíó. - BB Jón Sigurpálsson á vinnustofu sinni á ísafirði. Jón Signrpálsson sýnir í Slunkaríki JÓN Sigurpálsson opnar sýningu í Slunkaríki á ísafirði í dag, laug- ardaginn 10. nóvember. Jón er búsettur á ísafirði og einn aðstand- enda Slunkaríkis sem verið hefur hvað virkastur sýningarsala utan höfuðborga,rsvæðisins. Jón var við myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskóla Islands á árunum 1974-78 og síðan um árabil í Hollandi, m.a. við Ríkisaka- demíuna í Amsterdam. Hann hélt fyrstu einkasýriingu sína árið 1980 og hefur síðan hald- ið sýningar einn og með öðram í Hollandi, Danmörku og á íslandi. Sýningin í Slunkaríki nú er sjöunda sýning Jóns, en þar sýnir hann lág- myndir unnar í gifs og skúlptúra sem unnir eru með blandaðri tækni. Sýningin í Slunkariki verður opin fimmtudaga-sunnudaga kl. 16-18 til 2. desember nk. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi í dag: Búist við að 8-10 þús- und manns taki þátt PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins vegna uppstillingar á framboðs- lista flokksins í Reykjaneskjördæmi við næstu alþingiskosningar er í dag. Fimmtán bjóða sig fram. Kosning hefst víðast hvar klukk- an 9 og lýkur alls staðar klukkan 20. Talning hefst í Hafnarfirði kl. 16 í dag og er búist við að fyrstu tölur verði birtar klukkan 22 en að talningu ljúki aðfaranótt sunnudags. Að sögn Braga Mikaels- sonar, formanns yfirkjörsljórnar, er búist við að 8-10 þúsund stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins taki þátt í prófkjörinu. Þátttökurétt í prófkjörinu eiga ■ flokksbundnir sjálfstseðismenn í Reykjaneskjördæmi, 16 ára og eldri, og stuðningsmenn flokksins sem eiga kosningarétt í kjördæm- inu við næstu kosningar. Allir þurfa að undirrita þátttökubeiðni á kjörstað. Við síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar kusu rúmlega 15 þúsund manns framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í kaupstöðunum og stærstu kauptúnunum i Reykja- neskjördæmi. í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins 1983 voru um 9 þúsund þátttakendur. Bragi sagði ekki ólíklegt að þátttaka nú yrði á bilinu 8 til 10 þúsund. Frambjóðendur í prófkjörinu eru: Sigríður A. Þórðardóttir, Árni Ragnar Árnason, Ólafur G. Ein- arsson, Guðrún Stella Gissurar- dóttir, Salome Þorkelsdóttir, Þröstur Lýðsson, Lilja Hallgríms- dóttir, Viktor B. Kjartansson, Hreggviður Jónsson, Árni M. Mat- hiesen, María E. Ingvadóttir, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Sig- urður Helgason, Kolbrún Jóns- dóttir og Lovísa Christiansen. Þátttakendur eiga að velja sjö frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, með því að tölusetja nöfn þeirra frá 1 til 7. Kjörstaðir eru fjórtán. Þeir eru opnir frá klukkan 9 til 20, nema í Kjósarhreppi þar sem opið er frá 13 til 20. Kjörstaðirnir eru: Sjálf- stæðishúsið, Austurströnd 3, Selt- jarnamesi; Hlégarður i Mosfells- bæ; Fólkvangur á Kjalarnesi; Ás- garðurí Kjósarhreppi; Sjálfstæðis- húsið, Hamraborg 1, Kópavogi; Sjálfstæðishúsið, Lyngási 12, Garðabæ; íþróttahúsið í Bessa- staðahreppi; Sjálfstæðishúsið við Strandgötu í Hafnarfirði; Iðndal 2 í Vogum; Festi í Grindavík; Sjálf- stæðishúsið, Hólagötu 15, Njarð- vík; Iðnsveinafélagshúsið, Tjarn- argötu 7, Keflavík; Tjarnargata 2, Sandgerði og Samkomuhúsið í Garði. Yfirkjörstjórn verður með að- setur í Sjálfstæðishúsinu, Hamra- borg 1 í Kópavogi og svarar fyrir- spumum um framkvæmd próf- kjörsins. ' Sófasett Stakir sófar Sérsmíðaðir hornsófar Opið laugardag kl. 10.00-14.00. Sýning sunnudag 11. nóv. kl. 14.00-16.00. VDhúsgögn I M Bíldshöfða 8, símar 686675 og 674080. Framsóknarflokkurinn: Skoðanakönnun um val á frambjóð- endum í Reykjavík Skoðanakönnun fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykja- vík um val á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Reykja- vík, fyrir næstu kosningar til Alþingis, fer fram nú um helg- ina. Könnunin fer fram að Hafn- arstræti 20, 3. hæð. Rétt til þátttöku í skoðanakönn- uninni hafa meðlimir í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík og varamenn - þeirra, samtals 504 einstaklingar. Eftirtaldir frambjóðendur eru í skoðanakönnuninni: Anna Margrét Valgeirsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Bolli Héðinsson, Finnur Ingólfsson, Guðmundur Birgir Heiðarsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Hermann Sveinbjörns- son, Sigfús Ægir Ámason og Þór Jakobsson. Þátttakendur eiga að raða fjórum frambjóðendum. Niðurstaða skoð- anakönnunarinnar er bindandi hvað snertir þá frambjóðendur sem hljóta 50% eða meira gildra atkvæða í eitthvert af ijórum efstu sætunum. Kjörfundur hefst bæði laugardag og sunnudag kl. 10:00 og stendur til 22:00. Að sögn Jóns Sveinssonar, for- manns kjörnefndar, er búist við að úrslit liggi fyrir um kl. 22:30 á sunnudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.