Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 24

Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 Nýtt áfall fyrir Margaret Thatcher: Stjómarandstæðingar Reuter Fjölmenn mótmæli íRóm Tæplega 200.000 málmiðnaðarmenn efndu til mótmæla í Róm í gær til að krefjast hærri launa, styttri vinnutíma og bættra vinnuskiiyrða en samningur þeirra rann út fyrir tíu mánuðum._ Þetta eru ein fjöl- mennustu mótmæli sem efnt hefur verið til á Ítalíu í áraraðir. Á myndinni gengur einn mótmælendanna á stultum, klæddur sem djöf- ullinn. sigra í aukakosningum [ boxinu er: Hamborgari, franskar og kók. Einnig leikir. sælgæti. blaðra og óvæntur glaðningur. larlfnn Shekhar falin stjómarmynd- un á Indlandi Nýju Dehlí. Reuter. CHANDRA Shekhar var falin og er búist við að stjórn hans dag. Shekhar er leiðtogi hóps úr Janata Dal-flokknum, flokki sætisráðherra. Singh baðst lausnar fyrir sig og stjórn sína á miðvikudag eftir að hann hafði orðið undir í at- kvæðagreiðslu á þingi landsins um vantrauststillögu á stjórnina. Rajiv Gandhi fyrrum forsætisráðherra, hafði hafnað boði um stjórnar- myndun í fyrradag og hið sama gerðu leiðtogar annarra flokka. Ramaswamy Venkataraman for- seti var andsnúinn því að gera leiðtoga lítils klofningshóps að for- sætisráðherra en þar sem enginn annar vildi taka að sér starfann átti hann ekki annarra kosta völ en kveðja Shekhar á sinn fund í gær og fela honum stjómarmynd- un. í klofningsflokki Shekhars eru aðeins 56 þingmenn af 505 sem stjórnarmyndun á Indlandi í gær sverji embættiseið í dag, laugar- þingmanna sem klufu sig nýlega Vishwanaths Prataps Singhs for- sæti eiga á indverska þinginu en þar sem m.a. flokkur Rajivs Gand- his, Kongress-flokkurinn, hefur lýst stuðningi við stjórnarmyndun Shekhars nýtur minnihlutastjórn hans stuðnings 280 þingmanna. í samkomulagi Shekhars og Gandhi er þeim síðarnefnda í sjálfsvald sett að ákveða hvenær efnt verður til nýrra þingkosninga en fæsta stjórnmálaleiðtoga mun fýsa í nýj- ar kosningar í bráð vegna mikilla efnahagsörðugleika og spennu í sambúð hindúa og múslima. Shekhar er 63 ára og hélt í desember sl. að röðin væri loks komin að sér að taka við pólitísku forystuhlutverki eftir langan stjórnmálaferil. En eftir leynimakk hlaut Singh hins vegar stuðning Reuter Chandra Shekhar forsætisráð- herra Indlands flokksins í starf forsætisráðherra. Þegar Singh vildi nýverið efna til kosninga um umdeilda áætlun sína um að auka fjölda opinberra starfa sem frátekin væri fyrir lágstéttar- fólk úr röðum hindúa og vegna deilna hindúa og múslima um mosku í bænum Ayodhya sá Shek- har sér leik á borði og klauf sig út úr Janata Dal-flokknum. Lítið fylgi reyndist á þingi við kosning- ar eins og atkvæðagreiðslan um vantraust á stjórn Singhs sl. mið- vikudag leiddi í ljós, en 346 greiddu atkvæði gegn stjórninni en aðeins 142 með. St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. Verkamannaflokkurinn sigr- aði í tvennum aukakosningum í Bretlandi sl. fimmtudag. íhalds- flokknum gekk illa, tapaði nær M TÓKÍÓ. Lögreglan í Tókíó und- irbýr nú mestu öryggisráðstafanir sem nokkru sinni hafa verið gerðar í borginni síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Ástæðan er keisarakrýning Akíhítos prins á mánudag. Frá og með deginum í dag verður umferð um miðborg Tókíó minnkuð um 30-50%. 37.000 lögreglumenn verða á verði í borginni vegna hót- ana vínstrisinnaðra öfgamanna um að trufla krýningarathöfnina. Þjóð- höfðingjar frá 157 löndum koma um Haneda-flugvöll til að vera við athöfnina og verður hluta hrað- brautar milli flugvallarins og mið- borgarinnar einnig lokað. ■ JERÚSALEM. írsaelski herinn hefur ráðist á búðir Hizbollah- hreyfingarinnar, öfgasinnaðra múslima. Heimildarmenn innan ísraelska hersins sögðu að búðirnar væru um 15 km fyrir austan Jez- zine. Vamarmálaráðherra ísraels, Moshe Arens, sagði á fimmtudag að á ísraelar myndu ekki láta Líbani ná yfirráðum yfir Jezzine-borg, sem er miðja vegu milli Beirút og ísra- elsku landamæranna. fjórðungi atkvæða sinna frá síðustu kosingum. Engin mót- framboð hafa enn borist gegn Margaret Thatcher forsætisráð- herra í væntanlegu leiðtogakjöri íhaldsmanna en sagt er að þing- menn ræði ákaft sín í milli hvort það komi til greina. Einn þeirra segir kjósendur orðna leiða á Thatcher, þeir vilji nýja forýstu. Kosið var í kjördæmunum Brad- ford North og Bootle við Liverpool. í Bootle voru aukakosningar fyrr á árinu, en nýi þingmaðurinn lést sviplega skömmu eftir að hann var sestur á þing. Bootle er eitt af ör- uggustu kjördæmum Verkamanna- flokksins en flokkurinn vann Brad- ford North af íhaldsflokknum í kosningunum 1987. Verkamanna- flokkurinn vann að þessu sinni yfir- burðasigur i báðum kjördæmum, fékk 52% atkvæða í Bradford North, Fijálslyndir lýðræðissinnar 25% og íhaldsmenn 17%. Verka- mannaflokkurinn hlaut að venju þorra atkvæða í Bootle. Kjörsókn var tæp 39% þar en ríflega 50% í Bradford North. Talsmenn Verkamannaflokksins hafa fagnað úrslitunum og segja þau skýra vísbendingu kjósenda um að flokkurinn muni sigra í komandi þingkosningum. Kenneth Baker, formaður íhaldsflokksins, sagði úr- slitin íhaldsmönnum vonbrigði, sérstaklega í Bradford North. Hann taldi þó að þau myndu ekki hafa áhrif á úrslitin í næstu þingkosning- um. Þær verða í síðasta lagi sum- arið 1992 en Thatcher getur rofið HELGAR- 1 TILBOD Barnaboxið vinsæla kr. 390.= þing fyrr og efnt til kosninga ef henni finnst það vænlegt. Nýjustu skoðanakannanir gefa til kynna að Verkamannaflokkurinn hafi allt að 21% meira fylgi en íhaldsmenn á landsvísu. Þessi úrslit koma á erfiðum tíma fyrir stjórn Thatcher og talið er að þau ýti undir að boðið verði fram gegn henni í leiðtogakjöri flokksins, sem verður haldið 20. nóvember nk. Thatcher hefur þegar tilkynnt framboð en þau verða að berast fyrir nk. fimmtudag. Hart er deilt um stefnu Thatcher í málefnum Evrópubandalagsins en hún berst gegn frekari samruna aðildarríkj- anna. Ein af nefndum lávarðadeild- arinnar, með íhaldsmenn í forystu, gagnrýndi í gær stefnu Thatcher. Hvatt var til þess að Bretar tækju þátt í væntanlegu myntbandalagi EB-ríkjanna og jafnframt að That- cher og stuðningsblöð hennar forð- uðust herskáar yfirlýsingar og stór- yrði gegn frekara Evrópusamstarfi. Ítalía — Atlantshafsbandalagið: Leynilegar skæruliða- sveitir verði leystar upp Rnm Rnulni' Róm. Reuter. ITOLSK stjórnvöld hafa beðið ráðamenn hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) að leggja niður leynilegar skæruliðasveitir sem komið var á fót á sjötta áratugnum til að veijast hugsanlegri innrás Sovét- manna. Stjórnarandstaðan hefur krafist afsagnar Guilios Andreottis forsætisráðherra vegna málsins en grunsemdir hafa vaknað um að liðsmenn sveitanna hafi tekið þátt í hryðjuverkum til að auka á glund- roða og minnka þannig líkur á að kommúnistar kæmust til valda. Andreotti segir að yfirstjórn NATO hafí verið beðin að kanna hvort enn sé þörf fyrir sveitimar sem nefnast Gladio. Hann segir að áætlunum sveitanna hafa verið breytt á sínum tíma og þær þjálfað- ar í að smygla herforingjum, stjórn- máialeiðtogum og vísindamönnum frá hernumdum svæðum ef til styrj- aldar kæmi. Sveitirnar hafi lengi verið undir stjórn nefndar hjá yfir- herstjórn NATO. 1956 hafi verið ákveðið að Gladio skyldi einnig skipuleggja andspyrnuhreyfingu í samráði við bandarísku leyniþjón- ustuna ef landið yrði hernumið og varð liðsafli sveitanna hluti vamar- liðs NATO árið 1959. Alls munu 622 ítalir hafa gegnt störfum í skæruliðasveitunum. í umræðum á þingi gáfu stjórnar- andstæðingar í skyn að liðsmenn Gladio hefðu átt aðild að fjölda sprengjutilræða á árunum 1969- 1984. Alls fórust 143 í tilræðunum en tilræðismennirnir furidust ekki. Francesco Cossiga Ítalíuforseti sagði nýlega að hann væri hreykinn af því að hafa skipulagt verksvið sveitanna er hann var ungur aðstoð- arráðherra varnarmála. Dómari í Feneyjum vill fá að yfirheyra forset- ann vegna málsins. Ríkisstjórnin mun e.t.v. þurfa að leita álits stjórn- lagadómstóls til að fá úr því skorið hvort forsetinn megi svara spurn- ingum dómarans er þegar hefur yfirheyrt Andreotti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.