Morgunblaðið - 10.11.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.11.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 25 Bandaríkin: Margir per- sónuleikar báru vitni Oshkosh, Wisconsin. Reuter. MARK Peterson, 29 ára gamall verslunarmaður, var á fimmtudag fundinn sekur fyrir bandarískum rétti um að hafa nauðgað einu af 46 „sjálfum" 27 ára gamallar konu með rofinn persónuleika. Málið er talið munu hafa bæði lagalegt og geðlæknisfræðilegt fordæmis- gildi. Peterson var fundinn sekur um að hafa nauðgað einum af aðskildum persónuleikum konunnar — léttúðug- um — sem hann kallaði vísvitandi fram í því skyni að færa sér í nyt sjúkleika konunnar. Kviðdómurinn tók sér sex klukkustundir til að kveða upp sektarúrskurðinn. Peterson sagði að hann mundi áfrýja úrskurð- inum. Saksóknarinn í málinu, Joseph Paulus, sagði að úrskurðurinn væri sigur fyrir lagalega stöðu fólks sem væri andlega vanheilt. „Úrskurður- inn er til vitnis um að fólk með rof- inn persónuleika nýtur sömu borg- araréttinda og aðrir þegnar lands- ins,“ sagði hann á fundi með frétta- mönnum. Málið hefur vakið athygli meðal lögmanna og geðlækna um allan heim. Það getur orðið stefnumark- andi í réttindamálum andlega van- heils fólks og haft fordæmisgildi um það hvers konar vitnaleiðslur eru leyfðar-fyrir rétti. Meðan á réttarhaldinu stóð voru nokkrir af persónuleikum konunnar kallaðir í vitnastúkuna og látnir sveija eið að framburði sínum hver fyrir sig. Um leið og konan fór úr einni pérsónunni í aðra, breyttist rödd hennar og látæði. 03) HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Verð frá 799.000,- stgr. Fallegt útlit og frá- bærir eiginleikar prýða þennan vinsæla bíl, sém fæst nú með auknum búnaði. Greiðsluskilmálar við allra hæfi, t.d. 25% útborgun og mismunurinn lánaður í allt að 36 mánuði á bankakjörum. Við tökum góða notaða bíla upp í nýja og lán- um jafnvel mismuninn. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA l REYKJANESKJÖRDÆMI 10. NÓVEMBER 1990 SIGURÐUR HELGAS0N Framboð Sigurðar Helgasonar er einfalt, látlaust og lýðræðislegt. Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi eru beðnir um að kynna sér starf hans og reynslu á liðnum áratugum, jafnt á sviði lögmennsku sem stjórnmála. Það er kjósenda að ákveða röð á framboðslistann. Sigurður er reiðubúinn til hvaða sætis sem er. STUÐNINGSMENN SIGURÐAR HELGASONAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.