Morgunblaðið - 10.11.1990, Side 27
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓYEMBER 1990
ÚT OG SUÐUR
ÁN ÁBYRGÐAR
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Utanríkisstefna
á breytingatímum
Umræðumar um skýrslu ut-
anríkisráðherra á A1 þingi
á fimmtudaginn báru þess
merki, að allra flokka menn
telja nauðsynlegt að staldra við,
líta á hinar öru breytingar á
alþjóðavettvangi og meta stöðu
okkar íslendinga. Samkvæmt
frásögnum snerust umræðurn-
ar einkum um varnar- og
öryggismál enda hafa þing-
menn nýlega fjallað um Evr-
ópumál.
í þingumræðunum um
skýrsluna komu fram tvær
meginskoðanir: Annars vegar
eru þeir sem vilja byggja á hin-
um trausta grunni sem lagður
var með mótun utanríkisstefn-
unnar á síðara helmingi fimmta
áratugarins. Hins vegar eru
þeir sem alltaf hafa verið
andvígir þeirri stefnu og telja
að nú sé tími til þess kominn
að eitthvað af óskum þeirra
rætist. Ótvíræður meirihluti
þingmanna og landsmanna er
andvígur róttækum breytingum
en vill hægfara aðlögun að
breyttum aðstæðum án þess að
öryggiskerfinu sé kastað fyrir
róða eða horfíð verði frá tvíhliða
varnarsamstarfi við Bandaríkin
og þátttöku í Atlantshafs-
bandalaginu.
í skýrslu utanríkisráðherra
er rætt um þróunina í Evrópu.
Því er varpað fram, hvort hún
kunni að leiða til þess að skilin
á milli tveggja stoða í varnar-
stefnu íslands, það er aðildar-
innar að Atlantshafsbandalag-
inu (NATO) og varnarsamn-
ingsins við Bandaríkin, skerpist
frekar. Gæti það gerst með þvi
að Evrópubandalagið (EB) léti
meira að sér kveða í öryggis-
málum, en í skýrslunni er það
talið orka tvímælis fyrir íslend-
inga, sem stæðu utan við EB
og hefðu þannig ekki aðstöðu
til að hafa áhrif á stefnumótun
Evrópuríkja í öryggismálum og
ættu á hættu að einangrast.
Þá yrði það íslendingum sér-
stakt íhugunarefni ef kæmi til
sundurgreiningar á Atlants-
hafssvæðinu, svo sem ef mið-
svæði og suðurvæng NATO
yrði gert hærra undir höfði en
norðurvængnum. Er því varpað
fram, hvort þá vakni ekki sú
spurning, hvort tvíhliða vamar-
samningur íslands og Banda-
ríkjanna kunni ekki að verða
enn þýðingarmeiri en áður.
Hugleiðingar af þessu tagi
eru í senn réttmætar og tíma-
bærar. Þótt ekki sé unnt að
svara ölium spurningum sem
vakna er nauðsynlegt að varpa
þeim fram og ræða þær. Fram-
kvæmd varnarstefnunnar og
þátt okkar íslendinga í henni
þarf einnig að skoða við breytt-
ar aðstæður. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, flutti á síðasta
þingi tillögu sem snertir þennan
þátt og gerði hann að umtals-
efni í umræðunum um skýrslu
utanríkisráðherra. Hlýtur til
dæmis að vera sérstakt athug-
unarefni, hvort ekki beri að
stefna markvisst að því að ís-
lendingar taki að sér rekstur
björgunarsveitar varnarliðsins.
í umræðum um störf vamar-
liðsins má aldrei gleymast að
þar er verið að ræða um her-
mennsku og eðli þeirra starfa
breytist ekki, þótt skipt sé um
menn er vinna þau.
Þeir sem hafa verið andvígir
utanríkisstefnunni láta æ
minna að sér kveða. Þeim er
ljóst að sjónarmið þeirra hafa
orðið undir, ekki aðeins hér á
landi heldur á alheimsmæli-
kvarða.
Frelsi í olíu-
kaupum
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra hefur ekki viljað fall
ast á sjónarmið þeirra, sem telja
rétt að hætta opinberum af-
skiptum af innflutningi og
kaupum á olíu frá Sovétríkjun-
um og vilja að olíuverslun verði
gefin frjáls. Hefur verið haldið
í það sjónarmið í viðskiptaráðu-
neytinu, að olíukaupin af Sovét-
mönnum væru nauðsynleg til
að þeir versluðu við okkur.
í þingumræðum um skýrslu
utanríkisráðherra hafnaði Þor-
steinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, þessari skoðun
viðskiptaráðherra. Hann taldi,
að reynslan sýndi, að þessi
stefna væri úr sér gengin, meira
að segja Sovétmenn væru orðn-
ir andvígir miðstýrðum við-
skiptum af þessu tagi. Kristján
Ragnarsson, formaður Lands-
manna, tók i sama streng á
aðalfundi landssambandsins á
fímmtudag og hvatti til þess
að olíuviðskipti yrðu gefín frjáls
og starfsemi olíufélaganna lög-
uð að slíku frelsi. í samtali við
Morgunblaðið í dag ljáir Jón
Sigurðsson, viðskiptaráðherra,
máls á breytingum við tilteknar
aðstæður.
Morgunblaðið hefur margoft
haldið þessum sjónarmiðum á
loft og hvetur enn einu sinni
eindregið til þess að frjálsræði
verði tekið upp í olíuviðskiptum.
eftir Þorstein Pálsson
Við höfum, hópur þingmanna
Sjálfstæðisflokksins, flutt tillögu til
þingsályktunar þess efnis að ísland
árétti viðurkenningu sína á sjálf-
stæði Eystrasaltsríkjanna, Eist-
lands, Lettlands og Litháens. Jafn-
framt felur tillagan í sér að tekið
verði upp formlegt stjórnmálasam-
band við þessi ríki.
Orð eða athafnir
í Eystrasaltsríkjunum búa fá-
mennar þjóðir sem eru staðráðnar
í að endurheimta sjálfstæði sitt.
Þær öðluðust sjálfstæði árið 1918
en voru á grundvelli griðasáttmála
Hitlers og Stalíns innlimaðar i Sov-
étríkin með hervaidi árið 1940.
Hemámið og innlimunin var jafn-
ólögmæt eins og hernám og inn-
limun Kúvæts í Irak.
Þjóðirnar þrjár sem kenndar eru
við Eystrasaltið hafa því allan laga-
legan rétt á því að endurheimta
sjálfstæði sitt samkvæmt alþjóða-
lögum. Þær eiga allar sömu kröfur
á stuðningi við þá baráttu eins og
Kúvætar sem nú hafa nýlega lent
í hernaðarhremmingum. En stór-
veldin brugðust skjótt við til hjálpar
Kúvæt en láta sitja við góðlátlegar
og snotrar stuðningsyfiriýsingar að
því er varðar Eystrasaltsríkin. Þar
er stuðningurinn aðeins í orði en
ekki á borði. Og Sameinuðu þjóðim-
ar hreyfa hvorki legg né lið.
Framsókn telur viðurkenningu
vera óeðlilega íhlutun
Við íslendingar höfum í ýmsu
gengið lengra en aðrir til stuðnings
Eystrasaltsþjóðunum. Munar þar
mestu um að við höfum boðist til
þess að styðja aðild þeirra að ráð-
stefnunni um frið og öryggi í Evr-
ópu. En Eystrasaltsþjóðirnar hafa
jafnframt óskað eftir því að fá form-
lega viðurkenningu á sjálfstæðis-
yfirlýsingunni. í viðræðum hafa
forystumenn ríkjanna lagt á það
áherslu að slík ákvörðun af íslands
hálfu myndi styðja þau og styrkja
í viðræðunum við Sovétstjórnina.
Við sjálfstæðismenn höfum því
litið svo á að rétt væri af íslending-
um að stíga þetta skref og sýna
stuðning í verki. Hér er um að
ræða þjóðir sem þurfa hjálpar við
og víst er að einmitt í þessu tilviki
getum við látið gott af okkur leiða
og haft áhrif á alþjóðavettvangi.
Viðbrögð annarra flokka á Al-
þingi eru um margt athygliverð.
Af hálfu Kvennalistans hefur verið
lýst yfir fullum stuðningi. Jafnvel
Alþýðubandalagið hefur lýst já-
kvæðri afstöðu. En formaður þing-
flokks framsóknarmanna hefur á
hinn bóginn sagt að tillagan væri
óþörf íhlutun í málefni þeirra sem
í hlut eiga.
íslendingar mega að mati fram-
sóknarmanna ekki gera nokkurn
hlut sem raskað getur hagsmunum
Sovétstjórnarinnar. Þeir vilja vera
með í orði en ekki á borði. Þá taka
þeir hagsmuni Sovétstjórnarinnar
fram yfir sjálfstæðiskröfur Eystra-
saltsríkjanna.
Sennilega er það vegna þessarar
afstöðu Framsóknar að Alþýðu-
flokkurinn hefur hikað við að stíga
slíkt skref þó að viðbrögð forystu-
manna hans séu að öðru leyti já-
kvæð í stuðningi við Eystrasaltsrík-
in.
Ný yfirlýsing nauðsynleg til
að breyta ríkjandi ástandi
Því er stundum borið við að viður-
kenning Dana fyrir okkar hönd á
sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna frá
1921 sé enn í fullu gildi. í því sam-
bandi er á það að líta að í 50 ár
höfum við viðurkennt innlimun
Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin í
verki með stjórnmálasambandi við
Sovétríkin. Ef við ætium í raun að
breyta þeirri stöðu er óhjákvæmi-
legt að árétta fyrri viðurkenningu
með nýrri yfirlýsingu og undirbúa
stofnun stjórnmálasambands.
Vonandi næst samstaða á Al-
þingi um að stíga jafn mikilvægt
skref og hér um ræðir í stuðningi
við Eystrasaltsþjóðirnar. En fram
hjá því verður ekki litið að andstaða
Framsóknarflokksins í málinu getur
ráðið úrslitum um að það nái ekki
fram að ganga.
Framsókn með og móti
stefnunni í varnarmálum
Eigi að nefna eitthvert eitt atriði
sem öðru fremur einkennir stjórnar-
farið í landinu um þessar mundir
er það ábyrgðarleysi Framsóknar-
flokksins. Hann hefur setið við völd
samfleytt í tvo áratugi en jafnan
komið því þannig fýrir að hann virð-
ist vera ábyrgðarlaus af öllum
stjórnarathöfnum. Ábyrgð á þeim
hvílir á hveijum tíma á herðum
samstarfsmanna Framsóknar í
ríkisstjórn.
Ef þetta væri aðeins veikleiki
Framsóknarflokksins tæki þvi varla
að hafa orð á því. En þetta er vegna
stjórnarsetu Framsóknar fyrst og
fremst veikleiki í stjórnarfari á Is-
landi. Sá veikleiki grefur undan trú
manna og trausti á stjórnmála-
mönnum og í sumum tilvikum veik-
ir þetta stöðu íslands út á við.
Tvö dæmi um þetta komu fram
í opinberum umræðum í þessari
viku. Fyrra tilvikið sem ég nefni
lýtur að skýrslu um utanríkismál
sem var til umfjöllunar á Alþingi.
Þar var skýrt kveðið að orði um
grundvallaratriði stefnu Islands í
öryggis- og vamarmálum. Breyttar
aðstæður í alþjóðamálum og af-
vopnunarmálum hafa kallað á end-
urmat á þessu sviði.
í utanríkismálaskýrslunni kemur
fram að þessar breytingar hafí þeg-
ar leitt til endurmats á stefnu Atl-
antshafsbandalagsins en mikilvægi
þess og þýðing fyrir samstarf Evr-
ópuþjóða og Ameríkuþjóða í vamar-
málum sé enn fyrir hendi. Jafn-
framt er á það bent að tvíhliða
varnarsamstarf við Bandaríkin
verði jafnvel þýðingarmeira fyrir
íslendinga á næstu árum en það
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar:
Aukið fylgi Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks
Félagsvísindadeild háskóla ís-
lands gerði könnun á fylgi stjórn-
málaflokkanna fyrir Morgunblað-
ið í byrjun mánaðarins. Könnunin
var liður í þjóðmálakönnun stofn-
unarinnar. Hér á eftir fer greinar-
gerð Félagsvisindastofnunar um
framkvæmd könnunarinnar og
helstu niðurstöður hennar.
Félagsvísindastofnun gerði þjóð-
málakönnun dagana 2. til 8. nóvemb-
er 1990. Leitað var til 1.500 manns
á aldrinum 17 til 75 ára af landinu
öllu.
Upplýsinga var aflað um ýmis at-
riði er tengjast þjóðfélagsmálum.
Viðtölin voru tekin í síma. Alls feng-
ust svör frá 1.078 manns af þeim
1.500 sem komu í úrtakið, sem var
slembiúrtak úr þjóðskrá, og er það
71,9% svarhlutfall. Nettósvörun -
þegar frá upphaflegu úrtaki hafa
verið dregnir þeir sem eru nýlega
látnir, veikir, erlendir ríkisborgarar
og fólk sem dvelur erlendis - er
75,1%. Fullnægjandi samræmi er
milli skiptingar úrtaksins og þjóðar-
innar eftir aldri og kyni.
Samantekt um framkvæmd
Upplýsingaöflun: 2.-8. nóv. ’90
Úrtak: 1.500 manns
Aldurshópur: 18-75 ára
Búseta: Allt landið
Framkvæmdamáti: Símaviðtöl
Brúttósvörun: Nettósvörun: 71,9% 75,1%
Samantekt um heimtur Fjöldi %
Svör 1.078 71,9
Neita að svara Látnir, sjúkir, erl. 123 8,2
ríkisborgarar Sími lokaður/ekki 65 4,3
með síma Finnast ekki, fluttir 39 2,6
og fjarverandi 195 13,0
Alls 1.500 100,0
Þijár spurningar voru lagðar fyrir
svarendur á aldrinum 18-75 ára um
hvað þeir myndu kjósa, ef alþingis-
kosningar yrðu haldnar á morgun.
Fyrst voru menn spurðir: Ef alþingis-
kosningar væru haldnar á morgun,
hvaða flokk eða lista heldurðu að þú
myndir kjósa? Þeir sem sögðu „veit
ekki“ við þessari spurningu voru
spurðir áfram: En hvaða flokk eða
lista heldurðu að líklegast sé að þú
myndir kjósa? Segðu menn enn veit
ekki voru þeir spurðir: En hvort held-
urðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálf-
stæðisflokkinn eða einhvern annan
flokk eða lista? - 19,9% svarendanna
sögðu „veit ekki“ eftir fyrstu tvær
spumingarnar en þegar svörum við
þriðju spumingu er bætt við fer hlut-
fall óráðinna niður í 7,3%.
Tafla 1 sýnir niðurstöðurnar, sem
fengust úr þessum þremur spurning-
um samanlögðum - og er þeim sem
svara þriðja lið spumingarinnar
þannig, að þeir muni líklega kjósa
einhvem flokk annan en Sjálfstæðis-
flokkinn, skipt á milli þeirra flokka
í sömu innbyrðis hlutföllum og feng-
ust við fyrri tveimur liðum spuming-
arinnar. Til samanburðar eru líka í
töflunni niðurstöður úr þjóðmála-
könnunum Félagsvísindastofnunar,
sem gerðar vom á tímabilinu frá
október 1989 til september 1990 og
úrslit þingkosninganna 1987.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
27
Þorsteinn Pálsson
„Eigi að nefna eitthvert
eitt atriði sem öðru
fremur einkennir
stjórnarfarið í landinu
um þessar mundir er
það ábyrgðarleysi
FramsóknarfIokksins.“
hefur verið að því er varðar land-
vamir íslands, möguleika á liðs-
flutningum og eftirlit sem verður æ
veigameira í kjölfar þeirra breyt-
inga sem orðið hafa.
Formaður Framsóknarflokksins
lýsti yfir fullum stuðningi við þessi
viðhorf í umræðum á Alþingi en tók
jafnframt undir að íslendingar ættu
að hafa frumkvæði að því að breyta
þessari niðurstöðu og ræða aðra
skipan mála. Sömu viðhorf koma
fram hjá formanni Alþýðubanda-
lagsins sem ekki virðist geta losað
sig undan fortíðarhyggju þess
flokks að því er varðar utanríkis-
og öryggismál.
Formaður Framsóknarflokksins
er þannig bæði með og á móti stefn-
unni í utanríkis- og öryggismálum.
Hver er ríkisstjórnarstefnan? Og
hvaða álit hefur þjóðin á erlendum
vettvangi þegar ríkisstjómin talar
út og suður í jafn mikilvægum
málaflokki?
Framsókn samþykkir nýjan sið
í orði en ekki á borði
Annað dæmi sem ég nefni í þessu
sambandi em viðbrögð ríkisstjórn-
arinnar við ákvörðun Islandsbanka
um að hækka vexti. Um þau efni
gilda ákveðin lög. Það er einfaldlega
ábyrgð og skylda peningastofnana
að ákveða vexti á innistæðum og
útlánum. Og það sem meira er:
bankarnir mega ekki hafa samráð
sín á milli um slíkar ákvarðanir.
Formaður Framsóknarflokksins
lét ekki duga að mótmæla ákvörðun
íslandsbanka um hækkun vaxta.
Hann hótaði að beita efnahagsleg-
um refsiaðgerðum gagnvart bank-
anum ef hann sjálfur fengi ekki að
ráða ákvörðunum sem bankaráð og
bankastjórn eiga að taka lögum
samkvæmt. Ef formaður Fram-
sóknarflokksins ætlar að vera sam-
kvæmur sjálfum sér ætti hann að
breyta lögunum, en það þorir hann
ekki vegna þess að það gengur
gegn öllum ríkjandi viðhorfum um
peningamálastjóm.
Aðstoðarmaður viðskiptaráð-
herra kemst svo að orði um af-
skiptasemi formanns Framsóknar-
flokksins í þessu máli: „Kannski er
það svo að það er ekki erfitt fyrir
stjómmálamenn að samþykkja
nútíma stjórnarhætti og valddreif-
ingu. Erfíðleikarnir og fráhvarfs-
einkenni hennar koma hins vegar í
ljós þegar þeir verða þess varir að
ákvarðanir em teknar án þeirra
atbeina. Þeir samþykkja sem sagt
hinn nýja sið í orði en ekki á borði."
Hringlandaháttur af þessu tagi
myndi að sjálfsögðu ekkert saka
ef hann væri bundinn við innri mál
Framsóknar. En þessi minnihluta-
flokkur hefur forystuhlutverki að
gegna í núverandi ríkisstjórn og því
hafa slík látalæti þau áhrif að veikja
peningamálastjórnina í landinu og
grafa undan trausti á þeim lögum
og leikreglum sem hún á að lúta.
Alþýðuflokkurinn í skjóli
Framsóknar
Aðstoðarmaður viðskiptaráð- .
herra segir um formann Framsókn-
arflokksins í áðumefndri grein að
hann sæki völd sín til hinnar gömlu
hefðar íslenskra stjórnmála sem
vill forsjá stjórnvalda og afskipta-
semi um alla hluti.
En aðstoðarmaðurinn virðist að
minnsta kosti rétt sem snöggvast
hafa gleymt því að Alþýðuflokkur-
inn hefur einmitt leitað skjóls undir
vemdarvæng þessarar forsjár og
afskiptasemi um alla hluti. Það er
ekki í miklu samræmi við boðskap
þeirra alþýðuflokksmanna.
Ilöfundur er formaður
Sjálfstseðisflokksins.
Fylgi flokka í nóvember 1990, í maí 1990 og í alþingiskosningum 1987 (%).
12 3 4 5
AlþýÖuflokkur Framsóknaríl. Sjálfst flokkur AlþýÖubandalag Kvcnnalisti
Tafla 1
Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Samanburður við
fyrri kannanir og alþingiskosningarnar 1987.
Þeir sem taka afstöðu
fjöldi Kjósa Sept. Maí Febr. Okt. Kosn.
nú 1990 1990 1990 % 8,1 1989 1987
Alþýðuflokkur 121 14,7 11,5 11,7 8,3 15,2
Framsóknarflokkur 149 18,1 15,8 19,3 16,4 17,6 18,9
Sjálfstæðisflokkur 390 47,3 50,1 45,0 45,5 47,6 27,2
Álþýðubandalag 67 8,1 9,4 9,7 11,9 8,3 13,4
Bandal.jafnaðarm. 0,3 0,2
Kvennalisti 87 10,6 9,4 12,2 14,5 14,8 10,1
Flokkurmannsins 4 0,5 1,0 0,1 0,6 0,8 1,6
Samt. jafnr. og félagsh. 1 0,1 0,2 0,4 0,4 0,7 1,2
Þjóðarflokkur 1 0,1 0,8 0,4 1,0 0,7 1,3
Borgaraflokkur 3 0,4 0,4 0,4 0,6 0,3 10,9
Græningjar 1 0,1 0,1
Aðrir 1,2 0,8 0,6 0,8
Samtals 824 100% 100% 100% 100% 100% 100%
Ætlar Gylfi Þ. Gíslason
að gera sósíalismann
ódauðlegan á Islandi?
eftir Jóhann J.
Olafsson
Sá mæti maður Gylfi Þ. Gíslason
hefur ritað fjölmargar greinar í blöð
um stjórnun fiskveiða. Síðustu
greinar hans tvær voru í Morgun-
blaðinu 23. og 24. október.
Ekki deili ég við Gylfa um nauð-
syn þess að fiskveiðar verði stund-
aðar á þann hátt að ýtrustu hag-
kvæmni sé gætt svo framlegð at-
vinnugreinarinnar verði sem mest.
Það er hin sósíalíska aðferð sem
Gylfi vill beita til lausnar vandans,
sem ég get ekki fellt mig við. Eftir
að mjög margir eru búnir að fallast
á þau rök, að greiða beri fyrir að-
gang að fiskimiðunum, fer mest
orka Gylfa í hinum síðustu skrifum
til þess að sannfæra þjóðina um það
að þjóðnýta beri fískimiðin svo að
tekjur af þeim renni beint í ríkis-
sjóð. Nú fer meiri orka í að takast
á um hver eigi veiðiréttindin (þjóð-
in) og hvert tekjurnar skuli renna
(beint til þjóðarinnar) heldur en í
að húgsa um, hvernig mestur arður
náist af þessari auðlind, öllum ril
hagsbóta um langa framtíð.
Er það miður að þetta mikla mál
strandar á deilum um þjóðnýtingu,
sem nú er alls staðar á undan-
haldi, hvar sem er í heiminum, jafn-
vel á íslandi.
Gylfí styður mál sitt í upphafi
með tilvitnun í lög um stjórn físk-
veiða sem segja: „Nytjastofnar á
íslandsmiðum eru sameign íslensku
þjóðarinnar.“ „Úthlutun veiðiheim-
ilda samkvæmt lögum þessum
myndar ekki eignarrétt eða óaftur-
kallanlegt forræði einstakra aðila
yfir veiðiheimildinni." Af þessum
orðum virðist Gylfi vilja draga þá
ályktun, að fiskimiðin séu ríkiseign,
og tekjur af þessari eign ríkisins,
sem er eign þjóðarinnar allrar, eigi
að fara beint til þjóðarinnar í gegn-
um ríkiskassann. Þetta er óþolandi
niðurstaða og nær að mínu mati
ekki þeim árangri, sem við Gylfi
erum annars sammála um.
Ekki þurfa orðin „sameign
íslensku þjóðarinnar“ að útiloka
einkaeign. Skipafloti landsmanna,
bifreiðaeign, landbúnaður, húsa-
kostur o.s.fív. eru sameign íslensku
þjóðarinnar, enda þótt flest skip,
bílar, jarðir og hús séu í einkaeign.
Þó að lögin taki fram að úthlutun
veiðileyfa myndi ekki eignarrétt,
virðist þróunin fara hratt í þveröf-
uga átt, ,og lög breyta ekki stað-
reyndum.
Ég tel eðli málsins vera það, að
útgerðarmenn standi næst því að
geta gert eignartilkall til fiskimið-
anna. Þeir lögðu í kostnað og erfiði
til þess að nema þar „land“ meðan
öllum var það fijálst. Best fer á því
hveiju sinni, að eignarrétturinn á
hveijum tíma sé næstur þeim, sem
hafa mesta hagsmuni af því að
gæta verðmætanna til lengri tíma.
Þessu lýsir Gylfi vel sjálfur í grein
sinni þegar hann bendir á dæmi
þess að veiðiréttur geti verið í einka-
eign og nefnir lax og silung í ám
og bætir við: „Öllum skynsömum
mönnum er ljós sú þýðing, sem
einkaeignarrétturinn hefur í þessu
tilviki. Eigandinn hefur rétt til þess
að takmarka veiðina og koma í veg
fyrir að áin sé eyðilögð með of-
veiði.“ Jafnframt hefur hann tekjur
af eign sinni. Ef öllum væri fijálst
að veiða í ánni, yrði þess eflaust
ekki langt að bíða að áin tæmdist
af físki. Og þá hefði enginn tekjur
af henni.“
Gylfi getur þess ekki að það er
ekki aðeins að einkaeignarréttur
kemur í veg fyrir eyðileggingu ár-
innar með ofveiði, heldur hafa eig-
endur oft stuðlað að stóraukinni
veiði úr ánni með ræktun. Laxveiði
er nú mjög ábatasamur atvinnuveg-
Jóhann J. Ólafsson
„Það er hin sósíalíska
aðferð sem Gylfi vill
beita til lausnar vand-
ans, sem ég get ekki
fellt mig við.“
ur á íslandi.
Því skyldu gilda önnur lögmál
um fiskimiðin umhverfís landið?
Gylfí svrar því svo í grein sinni með
vísan í framangreind lög: „í ákvörð-
uninni felst, að fiskistofnarnir geta
ekki orðið einkaeign, enda yrði tor-
velt að beita eignarréttarhugtakinu,
svo mikilvægt sem það er, þar sem
því verður við komið, að því er
snertir fískistofnana, sem eru á
sífelldri hreyfíngu um hafíð.“
Fuglar himinsins eru á sífelldri
hreyfíngu um loftin blá, samt eru
þeir ekki réttdræpir hveijum sem
er, heldur eiga jarðeigendur veiði-
rétt á þeim veiðifuglum, sem fljúga
yfír land þeirra og setjast á það. í
seinni tíð eru þeir í auknum mæli
farnir að selja þennan veiðirétt.
Gylfí heldur áfram: „Fiskveiði-
lögsögunni umhverfis ísland er ekki
hægt að skipta í svæði með sama
hætti og náttúran sjálf hefur skipt
skilyrðum til lax- og silungsveiði á
landi með því að dreifa ám með
vissum hætti um landið. Þess vegna
eru fiskistofnar í sjó hvarvetna
skoðaðir sem sameiginleg auðlind.“
Það er mikið rétt hjá Gylfa að í
dag eru fiskistofnar í sjó víða skoð-
aðir sem sameiginleg auðlind, með
þeirri miklu undantekningu þó að
þeim er skipt á milli þjóðríkja heims-
ins fýrir ötula baráttu íslendinga
fyrir útvíkkun landhelginnar í 200
sjómíiur. Ég spurði Bangemann
hinn þýska, sem kom á vegum
Evrópubandalagsins hingað til
lands, um það hvort fiskimið yrðu
seld til einstaklinga, þ.e. einka-
vædd. Hann kom alveg af fjöllum
enda sjálfsagt alinn upp langt frá
sjó. Hins sama spurði ég Lord
Young þann breska. Hann var
greinilega ekkert að hugsa neitt um
þessi mál. Þau snerta hann og flesta
Breta lítið. Sannleikurinn er sá, að
ég er mjög andsnúinn fiskveiði-
stefnu Evrópubandalagsins og tel
hana úrelta með þessum sameigin-
legu og gagnkvæmu fiskveiðiheim-
ildum og tel að hún muni breytast
í framtíðinni og veiðirétturinn fær-
ist nær hagsmunaaðilum.
Hvers vegna er ekki hægt að
skipta fiskveiðilögsögunni umhverf-
is Island á sama hátt og bújarðir
eru afmarkaðar af mannavöldum?
„Mjer er sem jeg skyggnist yfír
sædjúpsins jarðir —“ segir þjóð-
skáldið Einar Benediktsson í kvæð-
inu Utsær.
Það er hugsanavilla að hugsa um
landhelgina einungis sem sjó, haf
eða hafsvæði. Hún er geysivíðlent
landflæmi, 700 þús. ferkílómetrar
að flatarmáli. Hafið er aðeins þunn-
ur skæningur yfír þessu landi. Á
þessu landsvæði er mun Kfvænna
en á þurru landi íslands fyrir gróð-
ur. Þama er aldrei frost en stöðugt
hitastig. Stöðugar framfarir og
tækninýjungar munu auðvelda okk-
ur fjölbreytilegri nýtingu þessa
landsvæðis og okkur ber skylda til
að nema þarna „land“ og tryggja
okkur allan nýtingarrétt á þessu
umhverfi okkar. Eg verð að játa
að þessar hugleiðingar mínar kunna
að virðast mörgum nokkuð fjar-
stæðukenndar. En það er svo margt
orðið að veruleika, sem einu sinni
þótti fjarstæða. Menn verða að þora
að mynda sér skoðanir.
En það eru til fleiri en ein aðferð
til lausnar. Á meðan fískveiðar voru
öllum fijálsar var einnig mikill
hagnaður af sjósókn við ísland. Um
það vitnar harðfylgi íslenskra sjó-
manna alla tíð og þær miklu fórn-
ir, sem færðar vom til þess að ná
fískinum á land.
Þessir menn voru landnámsmenn
á sinn hátt og helguðu sér rétt til
landhelginnar. Eftir að ofveiði gerði
vart við sig gerðu menn sér Ijósa
nauðsyn þess að „girða á milli“
veiðimanna svo þeir þyrftu ekki að
beijast innbyrðis um aflann, líkt og
menn afmarka svæði á landi með
girðingum og landamerkjum við
svipaðar aðstæður. Veðikvótinn eF
þessar girðingar, þessi „landa-
merki“. Það var ekki sanngjarnt
að „iandnámsmennirnir", þeir sem
höfðu þegar veitt um aldir, er kvót-
inn var tekinn upp, þyrftu að kaupa
það sem þeir nýttu sér með réttu.
Hins vegar er ekki óeðlilegt að þeir
selji kvótann síðan, eins og bændur
selja jarðir sínar.
Ég er sammála Gylfa um það að
núverandi kerfí er mjög ófullkomið
og þarf endurbóta við. Ég setti fram
hugmyndir mínar í grein í Morgun-
blaðinu seint á síðasta ári.
Mikil framför væri að því ef kvóti
yrði gerður sjálfstæð eign í stað
þess að vera bundinn við skip. Þann-
ig myndi eignarréttur á fiskveiði-
kvótum dreifast fljótlega og við-
skipti fara fram á milli óskyldra
aðila. En það er mjög nauðsynlegt
að eigendur veiðikvótanna beri
mjög mikla ábyrgð á fiskimiðunum
líkt og eigendur laxveiðiáa.
Ekki skil ég hvers vegna Gylfi
er að blanda saman hámarksnýt-
ingu fískimiðanna og ranglæti sem
í því felst að fáir aðilar eigi físki-
stofnana. Þetta eru tvö mál. Fyrst
þarf að tryggja hámarksnýtingu,
síðan að skipta hagnaðinum. Það
er viðurkennt hlutverk almanna-
valdsins að jafna aðstöðumun milli
þegnanna innan skynsamlegra
marka. En þjóðnýting fiskimiðanna^
við ísland, það er alltof langt geng-
ið. Af hagnaði sjávarútvegs fær
ríkið miklar skatttekjur, sem það
getur varið til þess að gæta al-
mannahagsmuna og jafna aðstöðu
þegnanna. Það er ekkert réttlæti í
einokun ríkisins á fískimiðum lands-
manna. Það myndi einungis leiða
til pólitískrar spillingar samkvæmt
reynslu manna af þjóðnýtingu. Og
hvaða réttlæti felst í því að ríkið
taki til sín 12-18 milljarða áður en
öngull er vættur? Myndi ríkið ekki
fyrst nota þær tekjur til þess t.d.
að borga ríkisstarfsmönnum miklu
betri ellilífeyri en aðrir þegnar þjóð-
félagsins njóta?
Menn setja ekki lengur jafnaðar-
merki á milli skattheimtu eða ríkis-
eigna annars vegar og jafnaðar-
mennsku hins vegar.
Höfundur er formaður
Verslunarráðs íslands.