Morgunblaðið - 10.11.1990, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Halldór Jónsson bæjarstjóri, Jón Hjaltason söguritari, Lárus Zophoníasson forstöðumaður Amtsbóka-
safnsins og Þröstur Asmundsson formaður menningarmálanefndar Akureyrar.
Saga Akureyrar kynnt á Amtsbókasafni:
Vissulega ánægður með
að 1. bindið er komið út
- segir Jón Hjaltason söguritari
SAGA Akureyrar, 1. bindi, var
kynnt á Amtsbókasafninu i
gær, en bókin er nýlega komin
út. Söguritari er Jón Hjaltason
sagnfræðingur, en hann hóf að
rita söguna árið 1987. Alls
verða bindin þijú, hið fyrsta
nær frá landnámsöld og fram
til ársins 1862 er Akureyri fékk
kaupstaðarréttindi öðru sinni.
I 2. bindi verður fjallað um
söguna frá 1862-1940 og hið
3. og síðasta nær frá árinu 1941
til vorra daga.
„Þegar ég er spurður um efni
og innihald bókarinnar, þá segi
ég gjarnan að hún sé prentuð á
góðan pappír, en um mnihaldið
verði menn að dæma sjálfir,"
sagði Jón í samtali við Morgun-
blaðið. „En ég er vissulega afar
ánægður með það að 1. bindið er
komið út, það er ákveðinn áfangi.“
I bókinni segir frá komu Helga
hins magra til Eyjafjarðar, land-
námi, harðindum og mannfelli,
þá greinir frá margvíslegum
hremmingum kaupmanna, deilum
um kaupstaðarlóðir og aðdrag-
anda þess að bærinn breyttist úr
kaupstað í höndlunarstað. Greint
er og frá brauðstriti bæjarbúa,
baráttunni um prentsmiðju og
kirkju, löggæslu og fyrstu bæjar-
stjórnarkosningunum.
Handriti að bókinni skilaði Jón
í mars síðastliðnum og hefur síðan
fylgt því eftir í prentsmiðju ásamt
því að velja myndir og skrifa
myndatexta auk annars, en sam-
hliða hefur hann viðað að sér
heimildum vegna skrifa 2. bind-
is.„Það er einkar spennandi tími,
en á þeim tíma óx bærinn mikið,
íbúafjöldinn fór úr tæplega 300 á
árinu 1862 og var kominn í ná-
lega 1.400 um aldamót. Það er
mjög áhugavert, einkum fyrir þær
sakir að á þeim tíma stóð bæjar-
stjórn um það vörð, að fátækling-
ar flykktust ekki hingað. Fólk
þurfti að sækja um dvalarleyfi og
fékk það til eins árs í senn. Litist
bæjarstjórn að þeim tíma loknum
ekki svo á að menn myndu spjara
sig sæmilega var þeim vísað úr
bænum,“ sagði Jón.
Norðurland eystra:
25 gefa kost á sér í
prófkjöri framsóknar
PRÓFKJÖR vegna framboðslista
Framsóknarflokksins í Norður-
landi eystra verður haldið á
aukakjördæmisþingi flokksins
sem haldið verður á Húsavík á
morgun, sunnudag. Alls gefa 25
kost á sér, en kosið verður bind-
andi kosningu í sjö efstu sæti list-
ans. Um 200 fulltrúar félaganna
í kjördæminu taka þátt í kosning-
unni, en fyrirkomulagið er þann-
ig að fyrst er kosið um 1. sæti
listans og Síðan koll af kolli fram
til 7. sætis. Frambjóðandi þarf
að ná yfir 50% atkvæða, að öðru
kosti er kosið á ný um sætið.
Samkvæmt reglum um prófkjör
framsóknarmanna í Norðurlands-
kjördæmi eystra hefur verið dregið
um röð manna og er hún þannig:
Guðmundur Stefánsson, Akureyri,
Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Bárðar-
dal, Áslaúg Magnúsdóttir, Akur-
eyri, Bjarni Aðalgeirsson, Húsavík,
Bragi V. Bergmann, Akureyri, Val-
gerður Svérrisdóttir, Grýtubakka-
hreppi, Jón Illugason, Skútustaða-
hreppi, Sigfús Karlsson, Akureyri,
Daníel Árnason, Akureyri, Jakob
Bjömsson, Akureyri, Ari Teitsson,
Reykdælahreppi, Kristján Karl
Kristjánsson, Þórshöfn, Gunnlaug-
ur Aðalbjörnsson, Öxarfirði,
Sigfríður-Þorsteinsdóttir, Akureyri,
Jóhanna Valdimarsdóttir, Eyja-
íjarðarsveit, Guðlaug Björnsdóttir,
Dalvík, Bjarney Bjarnadóttir, Sval-
barðsstrandarhreppi, Jóhannes Geir
Sigurgeirsson, Eyjaijarðarsveit,
Þorgeir Hlöðversson; Ljósavatns-
hreppi, Sara Hólm, Reykjahreppi,
Guðmundnr Bjarnason, Húsavík,
Kristján Ólafsson, Dalvík, Halldóra
Jónsdóttir, Aðaldælahreppi, Helga
Jónsdóttir, Ólafsfirði, Pétur Sig-
urðsson, Litla Árskógssandi.
■ FYRSTU tónleikar Kammer-
hljómsveitar Akureyrar verða á
morgun, sunnudag, en þeir verða
haldnir í Samkomuhúsinu og hefj-
ast kl. 17. Á tónleikunum verða
leikin Saga dátans og Pulcinella
svítan eftir Rússann Igor Strav-
ipsky, en sú tónlist hefur verið með
því vinsælasta sem hann samdi.
Einnig verður fluttur Konsert fyrir
slagverk og litla hljómsveit, eftir
Frakkann Darios Milhaud, en ein-
leikari á slagverk verður Karl Pet-
ersen. Stjórnandi hljómsveitarinnar
verður Roar Kvam, en hljóðfæra-
leikarar verða um 30 talsins.
■ LINDIN við Leiruveg fékk
fyrir nokkru vínveitingaleyfi og í
tilefni af því er ætlunin að bjóða
upp á ódýrasta bjór á landinu í
nóvember. Veitingastaðurinn tekur
um 30 manns í sæti og þar er opið
frá kl. 9 á morgnana til 23.30 á
kvöldin. Auk hefðbundins matseðils
eru einnig í boði léttir réttir, síldar-
og kabarettdiskar og ostabakkar.
„Það er alltaf mjög mikið að gera
hérna á sumrin, oftast fullt út úr
dyrum, en yfir vetrarmánuðina er
rólegra, Akureyringar eru dálítið
tregir við að fara út að borða, þó
svo að mokkur breyting hafi orðið
þar á síðustu ár,“ sagði Aðalsteinn
Guðmundsson umsjónarmaður
Esso-nestanna.
■ MINNISVARÐI um Jón
Sveinsson (Nonna) verður vígður
að á Möðruvöllum í Hörgárdal á
morgun, sunnudaginn 11. nóvemb-
er, en þar var hann fæddur. Athöfn
verður í Möðruvallakirkju og við
varðann, en hún hefst kl. 15.30.
Við athöfnina talar sóknarprestur-
inn og konur úr Zontaklúbbi Akur-
eyrar. Rakin verður 'saga minnis-
varðans og helstu atriði úr ævi
Nonna.
Jón Sveinsson
Móttökumar
hafa komið
mér á óvart
- segir Kristinn
G. Jóhannsson list-
málari sem sýnir í
FÍM-salnum
„ÉG ER afar ánægður, sýningin
hefur fengið góða aðsókn og
móttökurnar hafa komið á
óvart,“ sagði Kristinn G. Jó-
hannsson listmálari á Akureyri,
en hann sýnir nú í FIM-salnum
í Reykjavík. Sýningin verður
opin fram til 18. nóvember og
er opin daglega frá kl. 14-18.
' Á sýningunni eru 27 verk, sem
öll eru unnin á síðasta ári, en Krist-
inn var einnig á ferð fyrir sunnan
í fyrrahaust og sýndi þá líka í FÍM-
salnum. „Sýning um gamburmosa
og stein,“ er yfirskrift sýningarinn-
ar, en Kristinn kvaðst einkum hafa
málað mosa og gijót undanfarið
„svona það sem næst manni er,“
eins og hann orðaði það.
„Ég hef valið mér myndefni úr
Kristinn G. Jóhannsson listmál-
ari sýnir í FÍM-salnum.
náttúrunni á síðustu árum, yrki um
það sem nálægt okkur stendur og
það má segja að þessi sýning sé
nýtt tilbrigði við það stef sem ég
hef einbeitt mér að á undanförnum
árum.“
Sýning Kristins í FIM-salnum var
opnuð um síðustu helgi og kom þá
fjölmargt gesta. Við opnunina seld-
ust 10 myndir og sagðist Kristinn
ángæður með þær góðu viðtökur
sem hann hefði fengið.
Dalvík og Hrísey:
Konur minna á „Skylduna“
KONUR í Kvennadeild SVFÍ á
Dalvík stóðu nýlega fyrir því að
setja upp skilti við Dalvíkurhöfn
þar sem sjófarendur eru minntir
á Tilkynningaskylduna. Hafa
Jtvennadeildir innan Slysavarna-
félagsins staðið fyrir uppsetn-
ingu slíkra skilta víða um land:
Nú þegar vetur fer í hönd og
veður gerast ótrygg veitir ekki af
að minna sjófarendur á að tilkynna
sig. Mikill misbrestur er á því að
skipstjórar sinni þessari skyldu
sinni og eru þekktar auglýsingar í
útvarpi þar sem sjófarendur eru
minntir á að tilkynna sig til næstu
Slysavarnakonur á Dalvík minna
sjómenn á Tilkynningaskylduna.
strandstöðvar.
Með tilliti til þessa höfðu slysa-
varnakonur á Dalvík forgöngu um
að útbúa skilti með áminningu til
sjómanna. Nutu þær aðstoðar
björgunarsveitar SVFÍ á Dalvík og
voru skiltin sett þannig upp að allir
sjófarendur sem um Dalvíkurhöfn
fara ættu að taka eftir.
Fréttaritari
Sjómenn í Hrísey eru einnig
minntir á að tilkyiina sig.
Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson
Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson