Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 41

Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 41 Minning: Magnús Ingimund- arson, Keflavík Fæddur 2. mars 1936 Dáinn 2. nóvember 1990 Okkur langar með fáeinum orðum að kveðja góðan vin, Magnús Ingi- mundarson, sem lést eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Magga á Skarði, eins og Bjarn- firðingar kölluðu hann, gátum við treyst til þess að hjálpa og gefa góð ráð. Eftir að fjölskylda okkar fluttist á Suðurnesin var hann okkur innan handar. Alltaf voru móttökurnar hlýjar hjá Magga og Dísú á Heiðar- veginum. Mörg voru kvöldin sem við sátum yfir spilum og umræðurnar voru líflegar. Það var ósjaldan sem stríðnisglampi kom í augu Magnúsar og hann sagði einmitt það sem kall- aði fram mestu viðbrögðin. Við mun- um sakna þessara kvölda og margra góða eiginleika í fari Magnúsar sem . komu fram þegar hann var að leik og störfum. Hann undi sér best þeg- ar hann var hvað uppteknastur og hafði margt fyrir stafni. Samt sem áður sóttist hann eftir árlegri dvöl í Bjarnarfirði þar sem rætur hans og okkar voru og tilfinningabönd sterkust. Blessuð veri minning hans. Við vottum Dísu, börnum, barna- börnum, móður og systkinum Magn- úsar okkar dýpstu samúð. Bjarni, Sara og dætur. Fyrir tæpri viku barst mér sú frétt að fyri'verandi sveitungi minn og nágranni, Magnús Ingimundarson frá Skarði í Bjarnarfirði á Ströndum, væri látinn langt fyrir aldur fram. Ég hrökk óþægilega við. Að vísu vissi ég að hann hafði verið sjúkur að undanförnu en ekki bjóst ég við að kallið kæmi svo skjótt. Fundum okkar hefur ekki borið mikið saman undanfarin ár vegna búsetu okkar. Ótrúlega stutt finnst mér síðan hann flutti suður með fjöl- skyldu sinni, en þegar betur er að gáð eru það nærri tveir áratugir. Ég vil með fáeinum orðum minn- ast þessa granna míns. Magnús var fæddur 2. mars 1936 og var því aðeins 54 ára er hann féll frá. Hann var sonur Njólu Dags- dóttur og Ingimundar_ Magnússonar sem lengi bjuggu á Asmundarnesi. Það er ekki ætlan mín að rekja æviferil Magnúsar. Það munu aðrir gera sem betur þekkja til. Ég þekkti hann Magga á Skarði, eins og hann var alltaf kallaður, býsna vel á ákveðnu aldursskeiði mínu/Hann bjó á Skarði frá 1958 til 1971, og ef föður mínum hefði að yersna og var síðustu vikurnar alveg á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Fékk hún þar mjög góða aðhlynn- ingu og síðustu vikuna voru börnin einnig hjá henni til skiptis. Hún lést 1. júní og var jarðsungin 8. júní frá Egilsstaðakirkju. Ég vil að leiðarlokum þakka tengdamóðui' minni allt það sem hún vat' mér og mínum börnum og bið Guð að blessa minningu hennar. Guðný Kristjánsdóttir enst heilsa hefði hann skrifað um þennan nágranna sinn kveðjuorð. Foreldrar mínir vilja að það komi fram, að þau Skarðshjón, Maggi og Dísa, hefðu verið góðir grannar. Maggi var greiðvikinn og hjálpsam- ur, og ætíð fljótur til aðstoðar ef þörf var á. Og oft var til hans leit- að. Hann var drífandi í öllu sem hann kom nærri og þau þakka hon- um ánægjulega samfylgd í Bjarnar- firði. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í sveit sinni. Vat' m.a. í bygginganefnd skólans að Laugar- hóli, formaður skói.anefndar og í stjórn Kaupfélags Steingrímsfjarðar svo fátt eitt sé nefnt. Þá má ekki gleyma því að hann var um árabil veghefilsstjóri og þurfti að annast veginn inn að Brú í Hrútafirði. Hann var dugmikill félagsmála- maður og ætíð var eitthvað að get'- ast þar sem hann var nærri. I hugskoti mínu geymast þær ntinningar um Maggá, að hann var skemmtilegur félagi. Alltaf var kæti og hressileiki þar sem hann fór. Hann gat verið stríðinn og uppátekt- arsamur og það kunnum við yngri strákamir vel að meta. Aðgerðaieysi og lognmolia var honum örugglega lítt að skapi. Hin síðari ár bar fundum okkar Magga sjaldnar saman en áður. Við hittumst nánast af tilviljun norður í Bjarnarfirði öðru hvetju eftir að þau hjón fluttu suður. Ég vil ljúka þessum fátæklegu minningarorðum með þeirri ósk að Guð styrki þig, Dísa min, og ykkur öll í sorg ykkar. Hafið hugfast að minningin um góðan dreng verður ekki frá okkur tekin þó hann hverfi af sjónarsviðinu. Ingimundur Ingimundarson, Borgarnesi. Auglýsing um prófkjör í Reykjaneskjördæmi Atkvæðaseðill í prófkjöri Sjálfstæðisfiokksins i Reykjaneskjördæmi 10. nóvember 1990. Kjósa skal 7 frambjóðendur hvorki fleiri né færri. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn þeirra frambjóðenda í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi framboðslistann. Þannig að talan 1 skal sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda, sem óskað er að skipi fyrsta sæti framboðslistans, taian 2 fyrir fram- an nafn þess frambjóðanda, sem skipa skal annað sætið, talan 3 fyrir framan nafn þess, sem skipa skal þriðja sætið o.s.frv. Sigríður A. Þórðardóttir, kennari, Mosfelli, Mosfellsbæ. Árni Ragnar Árnason, fjármálastjóri, Vatnsvegi 22 A, Keflavík. Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, Stekkjarflöt 14, Garðabæ. Guðrún Stelfa Gissurardóttir, nemi, Hamraborg 36, XLópavogi. Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, Reykjahlíð, Mosfellsbæ. Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri, Brattholti 4A, Mosfellsbæ. Lilja Hallgrimsdóttir, húsmóðir, Sunnuflöt 9, Garðabæ. Viktor B. Kjartansson, tölvunarfræðingur, Heiðarhvammi 9, Keflavík. Hreggviður Jónsson, alþingismaður, Daltúni 30, Kópavogi. Árni M. Mathíesen, dýralæknir, Suðurbraut 10, Hafnarfirði. María E. Ingvadóttir, viðskiptafræðingur, Vallarbraut 20, Seltjarnamesi. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur, Brekkutúni 7, Kópavogi. Sigurður Helgason, viðskipta- og lögfræðingur, Þinghólsbraut 53 A, Kópavogi. Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, Heiðvangi 60, Hafnarfirði. Lovísa Christiansen, innanhúss arkitekt, Kirkjuvegi 15, Hafnarfirði. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi um val frambjóðenda á framboðslista flokksins við næstu alþingis- \ kosningar í Reykjaneskjördæmi fer fram laugardaginn 10. nóvember. Kosning fer þannig fram, að setja skal tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi framboðslistann. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóð- anda, sem óskað er að skipi fyrsta sæti framboðslistans, talan 2 fyrir framan náfn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi annað sætið, talan 3 fyrirframan nafn þess sem skipa skal þriðja sætið o.s.frv. Kjósendur eru beðnir að athuga að kjósa skal 7 frambjóð- endur, hvorki fleiri né færri, með því að setja tölustafi við nöfn þeirra, sem þeir óska að skipi 1., 2., 3., 4., 5., 6. og 7. sæti framboðslista flokksins við komandi alþingiskosn- ingar. Kosning fer fram laugardaginn 10. nóvember og er aðeins kosið þann dag, en fram til prófkjörsdags fer fram utankjörstaðakosning í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl: 9.00- 17.00 alla virka daga, í Kópavogi, Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, kl. 17.30-19.00 og íSjálfstæðishúsinu, Hring- braut 92, Keflavík, kl. 17.30-19.00 Laugardaginn 10. nóvember verður kosið á eftirtöldum stöðum: Seltjarnarnesi: Sjálfstæðishúsinu, Austurströnd 3, kl. 9.00-20.00. Mosfelfsbæ: Hlégarði, kl. 9.00-20.00. Kjalarnesi: Fólkvangi, kl. 9.00-20.00. Kjósarhreppi: Ásgarði, kl. 13.00-20.00. Kópavogi: Sjálfstæðishúsinu, HamXLaborg 1, kl. 9.00-20.00. Garðabæ: Sjálfstæðishúsinu, Lyngási 12, kl. 9.00-20.00. Bessastaðahreppi: íþróttahúsinu, kl. 9.00-20.00. Hafnarfirði: Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu, kl. 9.00-20.00. Vogum: Iðndal 2, kl. 9.00-20.00. Grindavík: Festi, kl. 9.00-20.00. Njarðvík: Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, kl. 9.00-20.00. Keflavtk: Iðnsveinafélagshúsinu, Tjarnargötu 7, kl. 9.00-20.00. Sandgerði: Tjarnargötu 2, Sandgerði, kl. 9.00-20.00. Garði: Samkomuhúsinu, kl. 9.00-20.00. Kosningu lýkur kl. 20.00 á öllum kjörstöðum. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Athugið að kjósa skal 7 aðila hvorki fleiri né færri. María E. Ingvadóttir Sveinn Hjörtur Hjartarson Sigurður Helgason Kolbfún Jónsdóttir Lovísa Christionsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.