Morgunblaðið - 10.11.1990, Qupperneq 42
42
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hæfileiki þinn til að sjá hlutina
í samhengi þjálpar þér núna til
að gera áætlanir til langs tima.
Þú getur unað vel við þann árang-
ur sem þú hefur náð í starfi þínu
undanfarið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Óþarfa viðkvæmni kemur í veg.
fyrir að þú vinnir með fuilum
aflcöstum fyrri hluta dagsins.
Þetta lagast þegar líður á daginn
og þú hefur ákveðið hvemig
bregðast skuli við ákveðnum
vandamálum.
k—------------------------
Tvíburar
(21. maí - 20. júni) 1»
Segðu ekkert sem sært getur
annað fólk. Þú færð mikilvægan
stuðning frá vinum þínum. Kvöld-
ið kemur þér þægilega á óvart.
Krabbi
(21. júní - 22.. júlí)
Það gætir ákveðins kæruleysis
hjá þér fyrri hluta dagsins, en í
dag eru ástvinir óvenju nálægir
hveqir öðrum. Einhleypingar
færast sumir skrefi nær því að
hnýta tryggðabönd.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
íEinn ættingja þinna er stuttur í
spuna og það getur leitt til orða-
hnippinga. Þú reynir að vinna upp
tíma sem þér flnnst hafa farið
fyrir lítið undanfarið. Öll hugsun
þín snýst urn verkefnið sem þú
glímir við í vinnunni.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú ert miður þín fyrri hluta dags-
ins. Síðdegis tekst þér að komast
út úr þessum vítahring og ert þá
sjálfsöruggari og hressari en þú
hefur verið lengi. Gerðu eitthvað
VSkemmtilegt i kvöld.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Ef þau kaupir eitthvað í dag
hafðu það varanlegt. Þú getur
lent í deilu við vin þinn, en óskar
einskis fremur en að fá að vera
í friði.
Sþoródreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Heimsæktu gamian vin núna. Þér
gengur vel með skapandi verk-
efni sem þú hefur fengið til úr-
lausnar. Næstu 'vikurnar fæstu
við eitthvað sem gefur þér mikið
í aðra hönd.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) S§0
Hafðu gát á því sem þú segir
fyrri hluta dagsins, þar sem þú
ert með mörg járn í eldinum. Þú
gætir gert að engu alla þá fyrir-
höfn sem þú hefur lagt á þig
undanfarið.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Samband þitt við einn vina þinna
er eitthvað spennt um þessar
mundir, en samband þitt við ann-
an vin þinn traustara en nokkru
sinni fyrr. Sinntu ferðalögum
núna og búðu þig undir að tak-
ast á við erfitt rannsóknarstarf.
Vatnsberi
j_(20. janúar - 18. febrúar)
Það sem gerist á bak við tjöldin
snýst allt á sveif með þér núna.
Láttu ekki sverfa til stáls víð
samferðarmenn þína í dag. Einn
vina þinna reynist þér ómetanleg-
ur bandamaður.
Fiskar
.(19. febrúar - 20. mars)
' Það reynir á gildismat þitt í dág.
* Þú. endumýjar gamla vináttu
núna og hittir nýtt fólk. Þér finnst
félagsiífið spennandi.
AFMÆtiSBARNIÐ er sjálfstætt
, og treystir fyrst og fremst á eig-
• íð frumkvæði. Því mundi ganga
vel í viðskiptalífinu. Það kýs helst
að gera hlutina eftir sínu höfði
og þarf að tjá einstaklingseðli
sitt á skapandi hátt. Það á auð-
velt með að orða hugsun sína og
umgangast fólk.
Stjörnuspána á atí lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
‘ byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
DÝRAGLENS
TOMMI OG JENNI
SMÁFÓLK
WELL,(4lf FANCV MEETINÖ
VOU HERE..KEAAEMBEK
ME? LINU5 VAN PELT?
Hæ, þú! Gaman að hitta
þig hér ... manstu eftir
mér? Lalli Loðmundar?
i'll have mint
CH0C0LATE CMlP PLEA5E
Ég ætla að fá ís með inyntu
og súkkulaði, takk.
Ég ætla að fá það sama
takk... Ertu fyrir myntu
og súkkulaði? Nú er ég
hissa ...
Flest eldra fólk vill helzt
vanillubragð!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Fyrir utan útspilin, eru sam-
skiptareglur varnarinnar eink-
um þijár: (1) kall/frávísun, (2)
talning, (3) hliðarköll. Allar eru
þessar reglur einfaldar, en vand-
inn felst í því að greina á milli
hvenær hvaða regla er í gildi.
Venjan er að kall í sama lit hafi
forgang þegar makker spilar út
í slaginn, en talning þegar sagn-
hafi sækir lit. Hiiðarköll geta
gilt í báðum tilfellum.
Suður gefur; AV á hættu.
Vestur
♦ ÁG109
yn
♦ 743
+ K853
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 hjarta
Pass 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu
4 spaðar 5 hjörtu Pass Pass
Dobl Pass Pass Pass
Útspil: spaðaás.
Það er augljóst að 5 hjörtu
vinnast ef vestur skiptir ekki
yfir í lauf í öðrum slag. En því
skyldi hann gera það? Eða með
öðru orðalagi: Hvernig á austur
að kalla í laufi? Er það hægt?
Nú fylgja margir þeirri reglu
að hliðarkall sé ráðandi þegar
EINSPIL KEMUR UPP í blind-
um. Ef norður ætti aðeins einn
spaða, væri augljóslega til-
gangslaust að halda áfram með
litinn, svo spaðaafkast austurs
væri hreint hliðarkall — hátt
spil fyrir tígui, lágt fyrir lauf.
En í þessu tilviki á blindur
tvíspil í spaða og því er eðliiegt
að kall og frávísun í sama lit
sé gildandi. Hins vegar getur
austur gefið makker vissar leið-
beiningar með vali sínu á frá-
vísunarspili. Þeir spilarar sem
kalla hátt-lágt myndu láta fjark-
ann, en drottninguna til að kalla
í tígli. (Svo óeðlilega hátt spil
hefur tilhneigingu til að vekja
makker). Hinir sem kalla með
lágum spilum yrðu að láta milli-
spil, til dæmis sjöuna. Sem er
uppburðarlítið spil, en ætti að
vinna verkið ef vestur hugsar
málið.
SKÁK
♦ 53
y 9864
♦ G109
♦ ÁG76
Austur
♦ KD8764
y D3
♦ ÁD652
♦ -
Suður
♦ 2
♦ ÁKG105
♦ K8
♦ D10942
Umsjón Margeir
Pétursson
Úrslit á áskorendamóti kvenna
sem lauk í Borzhomi í Sovétlýð-
veldinu Georgíu fyrir mánaðamót-
in urðu mjög óvænt. Þetta enda-
tafl kom upp á mótinu í viðureign
þeirra Jun Xie (2.360), Kína, sem
hafði hvítt og átti leik, og Elenu
Akhmilovskayu-Donaldson
(2.430), Bandaríkjunum.
22. Rxf7! - Hxf7 (22. - Hg8
hefði veitt heldur meira viðnám.)
23. Hxd7+! - Kx(17 24. Hxf7+
- Ke6 25. Hxg7 - Kxe5 26.
Hxc7 og kínverska stúlkan vann
hróksendataflið auðveldlega. Úr-
slitin urðu þessi: 1 .-2. Alisa Maric,
Júgóslavíu og Jun Xie 4 'A v. af 7
mögulegum, 3.-4. Galliamova og
Joseliani, Sovétríkjunum 4v. 5.
Gaprindashvili, Sovétríkjunum
3 'A v. 6. Akhmilovskaya-Donald-
son 3 v. 7. Kachiani, Sovétríkjun-
um 2'A v. 8. Klimova-Richtrova,
Tékkóslóvakíu 2 v.