Morgunblaðið - 10.11.1990, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.11.1990, Qupperneq 48
'48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 þú þennarL trmktci ? * Nú höfum við allt sem þarf. Aðeins vantar ein- hvern til að hjálpa með afborganirnar. Með morgunkaffinu Þarftu að vera í þessum aulalega búningi þegar þú lest sögurnar af Kalla kanínu? HOGNI HREKKVISI f EN Þ’ASAMueOT FÚGLABAP!" Andstaða gegn álveri ástæðulaus Til Velvakanda. Menn deila nú um hvort eigi að vera þurrhreinsun eða vothreinsun í væntanlegu álveri. Hvers vegna ekki að hafa bæði þurrhreinsun og vothreinsun? Þá færi rykið úr álver- inu, og reyndar úr hvaða verk- smiðju sem vera skal, fyrst gegnum þurrhreinsara, sem safnar í sig mestu af rykinu. Og síðan fer það ryk, sem þurrhreinsarinn nær ekki í gegn um vothreinsara, eða úðara. Vatnið fer svo ofan í ker eða laug. í stað þess að láta vatnið renna út í sjóinn ætti að láta það mynda hringrás. Vatnið færi þá gegn um sigti ofan í ker, úr kerinu í vatnsúð- arann o. s. frv. Þannig myndi vatn- ið drekka í sig það 'ryk sem þurr- hreinsarinn nær ekki. Þegar svo þyrfti að skipta um vatn í kerinu mætti nota rykið í steinhellur eða kantsteina. Það mætti einnig nota í málningu. Með þessu móti myndi lítið sem ekkert verksmiðjuryk, hvort sem er úr álveri eða öðrum verksmiðjum, fara út í andrúmsloft- ið og ekki heldur í sjóinn. Fyrirgreiðsla til fyrirmyndar Til Velvakanda. í Suðurveri í Reykjavík hef ég alltaf fengið gullfalleg ljósatæki. Síðast í september sl. vantaði mig tvo lampa sem þurftu að vera eins til sérstakra nota, ég keypti þá þarna, en þegar heim kom braut ég ljósahlífína á öðrum. Nú líða tvær vikur, átti ég þá leið í bæinn, tók ég báða lampana með og hugð- ist kaupa ljósahlíf, sá ég þá aðra, sem mér leist betur á, en voru dýr- ari. Samdist svo um að ég fengi þá lampa en leggði þann heila inn og það sem nýtilegt var af hinum. Þegar að milligjöfínni kom var mér sagt að þar sem ég væri búinn að hafa svo mikið fyrir þessu — koma alla leið frá Selfossi — kostaði þetta ekki neitt. Um leið og ég þakka fyrir mig í annað sinn get ég ekki látið hjá líða að vekja athygli fólks á svona fyrirgreiðslu. Til að fá hreint loft fyrir fólkið sem vinnur í verksmiðjunni mætti leggja eins til tveggja kílómetra leiðslu til álversins og væri svo út- búnaður í verksmiðjunni, líkt og er í flugvélum, þannig að hægt væri að hreinsa loftið hvenær sem væri í verksmiðjunni. Með þessu .móti ættu hinir háu íykspúandi reykháf- ar að vera úr sögunni og óveruleg mengun að berast út í umhverfið. A meðan á byggingu álvers stendur mun margt fólk fá þar at- vinnu. Og eftir að álverið tekur til starfa er sagt að 600 manns fái þar atvinnu. Peningar þessa fólks mynda hringrás í atvinnulífinu og er áætlað að þá fái a.m.k. 3.000 manns ýmiskonar störf. Þó að rekstur álversins skili ekki hagnaði fyrstu 10 til 15 ár starfseminnar er samt mikill hagur í því að veita Til Velvakanda. Mig langar til að óska Ríkissjón- varpinu innilega til hamingju með þáttinn Islandica sem var á dagskrá föstudagskvöldið 26. október. Þetta var þjóðlegur þáttur og mjög vel 3.000 manns lifibrauð. Þess vegna ætti að vera þjóðarhagur í því að byggja álver fyrir Norðlendinga, Austfirðinga og Vestfirðinga. Notkun áls í heiminum fer sívax- andi. Nefna mætti 'þúsundir hluta sem mætti búa til úr áli auk áls í skip, flugvélar, geimför, eininga- hús, innanstokksmuni o.fl. Smíða mætti risastór álker sem staðsetja mætti á sjávarbotni á friðuðum hrygningarsvæðum. Kafarar gætu safnað hrognum og sviljum og fylgst með klaki í keijunum. Ef til vill* rennur upp sönn gull- öld á Islandi ef verksmiðja á Vest- fjörðum fer að vinna gull úr græn- lensku gijóti með íslensku rafmagni og önnur verksmiðja fer að smíða risastóra pramma úr áli til að flytja gullgijótið til íslands. Oskar Jensen gerður. Þátturinn var íslensku þjóð- inni til sóma og ekki veitir af að íslenskt þjóðerni komi sterkt fram núna þegar ýmislegt er á döfinni í nýju Evrópu. Vilhjálmur Alfreðsson Þjóðlegur þáttur Víkveiji skrifar Að kvöldlagi nýlega átti ég leið í verslun hér í borginni þar sem opið er fram yfir venjulegan afgreiðslutíma. Við afgreiðslu í versluninni voru aðeins tvær fjórtán ára stúikur. Þetta leiðii’ hugann að tvennu: í fyrsta lagi finnst Víkveija 14 ára stúlkur allt of ungar til að afgreiða í verslunum, ekki síst að kvöldiagi. í annan stað hlýtur vinna barna og unglinga að koma niður á þeirri vinnu sem þeir eiga að stunda að vetrarlagi, nefnilega náminu. Kennarar í framhaldsskól- um hafa kvartað undan því að nem- endur þar sinni ekki náminu nægj- anlega vegna þess að þeir séu upp- teknir við vinnu á kvöldin og um helgar. Þessi siður virðist vera að breiðast út til grunnskólanna einn- ig. Peningaþörf unglinga er eflaust talsverð og speglar sjálfsagt neyslu- mynstur foreldra. Víkveiji veit dæmi þess að fátækt foreldra beini börnum í vinnu meðfram námi, en slíkt er fátítt. í flestum tilvikum er verið að fjármagna skemmtanir og tískufatnað. Unglingar hafa gott af því að Iæra að vinna, en best færi á því að sumarvinna væri látin duga. Skólanám er fullt starf. XXX m þessar. mundir er mikið rætt um breytingar á þjóðfé- laginu og nýja heimssýn. Eitt orð gengur í gegnum þá umræðu eins og rauður þráður, en það er upplýs- ingasaml'élag. Við erum sögð á leið- inni inn í upplýsingasamfélagið, sem einkennist af miklu magni upp- lýsinga um alla skapaða hluti, en þó e.t.v. sérstaklega því hversu auðvelt er að nálgast þær. Tímarit og skýrslur verða sérhæfðari og fleiri með hverju árinu og með tölvu og mótaldi getur maður safnað að sér slíku magni upplýsinga að ævin myndi ekki endast til að innbyrða ósköpin. Menn eru því hættir að tala um upplýsingasamfélagið sem markmið í sjálfu sér, heldur þekk- ingarsamfélag. Þekkingaröflun felst þá í því að kunna að velja og hafna upplýsingum. Tölvunotkun framtíðar mun örugglega felast að stórum hluta í samskiptum við tölvubanka og aðra tölvunotendur. Sem dæmi má nefna að starfsmenn Morgunblaðsins geta sent fyrir- spurn inn í tölvubanka um ýmis tæknileg vandamál sem þeir eiga við að stríða. Aðrir notendur um allan heim sjá þessa fyrirspurn og oftar en ekki fást ítarleg svör frá einhveijum öðrum notandum tölvu- bankans, jafnvel samdægurs. XXX Yíkveiji í gær gerði að umtals- efni þá ráðstöfun Dagsbrún- arforystunnar að taka 106 milljónir út af bankareikningi sínum í ís- landsbanka til að mótmæla vaxta- hækkun þar, Þess ber að geta vegna ummæla Víkverja, að peningarnir lágu aðeins eina nótt í bankahólfi en voru síðan lagðir inn á reikning í Sparisjóði vélstjóra þar sem þeir verða geymdir fyrst um sinn. Víkveija hefur borist eftirfar- andi bréf frá_ Tryggva Páls syni, bankastjóra í íslandsbanka: vTil Víkveija, Morgunblaðinu. I lesandabréfi sem birtist í 'gær í dálki þínum gætir misskilnings og ósanngjarnra ásakana. Eigandi gjaldeyrisreiknings í Islandsbanka kvartar yfir því að innstæða hans í bandaríkjadollurum hafi á liðnu ári lækkað í íslenskum krónum þrátt fyrir 7% vexti á reikningnumi Telur hann sanngjarnt að bankinn bæti lækkun dollarans. Sérhver eigandi gjaldeyris í bankanum hefur fullt frelsi til að selja hann, skipta honum fyrir ann- an eða eiga hann áfram. Ef bréfrit- ari hefði kosið að selja dollarana og lagt íslensku krónurnar inn á bók eða reikning í bankanum hefði hann hagnast á umræddu tímabili en þeir sem geyma (eða skulda) fé í erlendum gjaldeyri verða að búast við sveiflum í gengi. Eignin (eða skuldin) geturæins og dæmið sann- ar rýrnað í íslenskum krónum en ekki í viðkomandi gjaldmiðli. Vextir gjaldeyrisreikninga taka mið af vöxtum þriggja mánaða bundinna innlána milli banka í London, þ.e. svonefndum LIBOR vöxtum. Það er ánægjulegt fyrir viðskiptavini íslandsbanka að bank- inn býður nú 0,25-0,5% hærri vexti fyrir gjaldeyrisinnlán en aðrir bank- ar og sparisjóðir og betri kjör en almennt fást erlendis fyrir algerlega óbundin innlán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.