Morgunblaðið - 10.11.1990, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NOVEMBER 1990
49
Athugasemd
Til Velvakanda.
I grein í Morgunblaðinu um versl-
unarmannahelgina minntist Pétur
Pétursson þulur á frænda minn Ola
Coghill og gerir nokkra gi-ein fyrir
honum, meðal annars að hann hafi
verið sonur hins þá vel þekkta fjár-
kaupmanns Coghills frá Skotlandi
og Sigríðar Einarsdóttur, sem
reyndar var móðir mín en hálfsyst-
ir Óla, aðeins örlítið yngri. En móð-
ir Óla hét að vísu Sigríður en var
Ólafsdóttir. Amma mín, er bjó með
manni sínum Einari Eyjólfssyni í
Reykjavík en dvaldi sumarlangt í
Mjóafirði, þar sem Einar hafði út-
gerð, en þar fæddist móðir mín.
Börn Óla urðu þrjú, sem öll hafa
búið vestur í Kanada, sonur sem
látinn er fyrir skömmu og tvær
dætur er ég hefí jafnan samband
við. Hafa þau öll komið hingað til
lands í heimsókn. En vegna þessa
frændfólks okkar þarna vestra
þótti mér heldur leitt að vera nokk-
uð að minnast á kvennamál gamla
Coghills bæði vegna afkomenda
hans vestra og hér í Reykjavík.
Misskilnings virðíst hafa gætt í
símtali er ég átti við Pétur þar sem
ég benti honum á umrætt rang-
hermi í grein hans er ég ætlaðist
til að hann léti leiðrétta, en á það
hefi ég hvergi rekist, því vænti ég
þess að þér birtið þessa athugasemd
mína.
S. M. Gísladóttir
Þessir hringdu .. .
Hálsmen
Silfurhálsmen með steini fannst
við Hamrahlíð í síðustu viku.
Upplýsingar í síma 32148.
Lyklakippa
Lyklakippa fannst í Hafnarfirði
fyrir skömmu. A henni er mynd
af trukk og þrír lyklar, tveir bílly-
klar og einn húslykill. Upplýsing-
ar í síma 52655.
Úr
Sporöskjulagað kvenúr tapaðist
við Ryðvarnarskálann eða hús
Landsvirkjunar fyrir skömmu.
Upplýsingar í síma 689800 eða
613552.
Gleraugn
Gleraugu og svartir
fingravettlingar fundust við
Holtsgötu. Upplýsingar í síma
11052.
Köttur
Fressköttur, grábröndóttur á
baki og rófu en hvítur á trýni,
hálsi, kviði og loppum, er í óskil-
um. Hann er með bláa hálsól.
Eigandi hans er vinsamlegast beð-
inn að hringja í síma 651480.
Kápuruglingur
Til Velvakanda.
Ég uppgötvaði fyrir skömmu
mér til skelfingar að kápa sú sem
ég taldi mig eiga og hefur hangið
óhreyfð inni í skáp í allt sumar
er alls ekki kápan mín. Að vísu
er hún mjög lík, dökkblá ullar-
kápa, síð, merkt Gazella. Ég hlýt
að hafa tekið hana í misgripum í
einhverju fatahengi hér í borg.
Ef einhver saknar kápunnar
sinnar og kannast við þessa lýs-
ingu getur hún hringt í síma
74478, því ég vil endilega koma
henni í réttar hendur. Um leið
auglýsi ég eftir kápunni minni,
sem áðurnefnd lýsing á við, nema
vörumerkið er Maura.
B.I.
Maríu á þing
Til Velvakanda.
Við kjósendur í Reykjaneskjör-
dæmi viljum minna sem flesta á
að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í dag og hvetjum alla að
kjósa athafnakonuna Maríu E.
Ingvadóttur, sem gefur kost á sér
í 2.-4. sæti listans. María hefur
sýnt að hún er verðugur fulltrúi
hins almenna launþega. Hún hefur
barist mikið fyrir neytendamálum
og er meðai annars varaformaður
Neytendasamtakanna.
Ferill Maríu er glæsilegur. Hún
lauk viðskiptafræðinámi 1984 og
hefur gegnt fjölmörgum ábyrgðar-
störfum á síðustu árum m.a. verið
deildarstjóri hagdeildar SÍS og er
nú fjármáiastjóri Útflutningsráðs.
Hún hefur tekið verulegan þátt í
félags- og stjórnmálum og var um
skeið formaður Hvatar, félags sjálf-
stæðiskvenna.
Jón Tryggvason
HAFÐU BtTUR
EN BAWKINM!
HnPPRÞRENlVn
HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS
Jóla-
basar
Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík
er í dag kl. 14.00
í Veltubæ, Skipholti 33 (áður Tónabíó).
Glæsilegur jólavarningur, kökur,
fatnaður og happdrætti.
Basarnefndin
Prófkjör sjálfstæóismanna
í Reykjaneskjördæmi
MENNTUN
REYNSLA
ÞEKKING
Kjósum
Sigríði Önnu
í öruggt
sœti
Við styðjum framboð
Sigríðar Önnu Þórðardóttur
Jónína Michaelsdóttir,
blaðamaóur, Hafnarfirði
Eiríkur Tómasson,
framkvæmdastjóri, Grindavík
Árni Emilsson,
útibússtjóri, Garðabæ
Siguröur Valur Ásbjarnarson,
sveitarstjóri, Bessastaðahreppi
Halla Halldórsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, Kópavogi
Þórdís Sigurðardóttir,
skrifstofústjóri, Mosfellsbæ
Magnús Erlendsson,
fv. forseti bæjarstjórnar, Seltjarnarnesi
Jónína Guðmundsdóttir,
kennari, Keflavík
Guðmundur Ósvaldsson,
framkvæmdastjóri, Hafnarfirði
Kristín S. Kvaran,
fv. alþingismaður, Garðabæ
Arnór L. Pálsson,
bæjarfulltrúi, Kópavogi
Fríða Proppé,
ritstjóri, Garðabæ
Hilmar Sigurðsson,
viðskiptafræðingur, Mosfellsbæ
Júlía G. Ingvarsdóttir,
kennari, Garðabæ
Ragnheiður Gunnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, Mosfellsbæ
<r-