Morgunblaðið - 10.11.1990, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Þýfi fyrir
ema miUjón
fór til íikni-
efnakaupa
Rannsóknarlögregla ríkisins
hefur upplýst innbrot í hús í
Seljahverfi í vor. Þrír sautján ára
piltar játuðu verknáðinn, en þýf-
ið var metið á um eina milljón
króna. Mestan hluta þess höfðu
þeir notað til fíkniefnakaupa.
Innbrotið var framið í mars og
var meðal annars stolið skotvopn-
um, haglabyssum og rifflum, ásamt
skotfærum, myndbandstæki, sjón-
varpi, segulbandstæki og skartgrip-
<«um. Fyrir nokkru komst fíkniefna-
lögreglan í tæri við byssu, sem
reyndist úr þessu innbroti. Rann-
, sóknarlögregan hefur nú upplýst
málið og hafa þrír sautján ára pilt-
ar játað innbrotið. Þýfið hafði að
mestu leyti farið til fíkniefnakaupa
og er hluti þess fundinn.
Gripinn við
ieit að hjálp-
artækjum
MAÐUR var staðinn að verki að-
faranótt föstudags þegar hann
reyndi að brjótast inn í verslun
við Grundarstíg, sem selur meðal
annars svokölluð hjálpartæki ást-
arlífsins.
Þegar lögreglan kom á vettvang
hafði maðurinn brotið rúðu og var
að reyna að komast inn. Hann hafði
skorið sig á glerbrotum og lét í veðri
vaka við lögregluna að hann þyrfti
sérstaka meðferð vegna þess að hann
væri smitaður af eyðni.
Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs hf.:
Getum ekki beðið lengur með
Rúðubrot tefur skoðun á TF-SIF
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur verið til skoðunar undan-
farna daga. Hér er um að ræða svokaliaða stærri skoðun, sem gerð er
á 400 flugtíma fresti. Að sögn Jóns Pálssonar, flugvirkja hjá Landhelg-
isgæslunni, reyndist þyrlan vera í góðu lagi, nema hvað lítil sprunga
fannst í framrúðunni. í viðgerð stækkaði sprungan þannig að skipta
verður um rúðu. Nýja rúðu þarf að sérpanta frá Frakklandi og tefst
því skoðun þyrlunnar um tvo eða þrjá daga. Myndin sýnir flugvirkja
Landhelgisgæslunnar fjarlægja sprungnu framrúðuna.
Furðuljós í
Reykhólasveit
Miðhúsum.
HEIMILISFÓLKIÐ í Mýrar-
tungu í Reykhólasveit sá furðu-
ljós yfir svonefndum Bæjardal,
í norður eða norðaustur,
klukkan 18.20 í gær. Sýnin stóð
í um 15 mínútur.
Jens V. Hansen, bóndi í
Mýrartungu, sagði að ljósið hafi
verið allbjart en í kringum það
einhver dekkja. Bein sjónlína
virtist vera um fjórir kílómetrar.
Sveinn
að bjóða 95 oktana bensín
Til þess þarf að breyta samningum við Sovétríkin
KRISTINN Björnsson forstjóri Skeljungs hf. segir þörf fyrir 95
oktana bensín á markaði hér á landi vera svo brýna, að olíufélögin
geti ekki beðið öllu lengur með að bjóða það. Hins vegar sé það
ógjörningur að óbreyttum samningum um olíukaup af Sovétmönnum.
„Við höfum fengið í sífeilt aukn-
um mæli fyrirspurnir frá bílaum-
boðum og Félagi íslenskra bifreiða-
eigenda vegna þess að margir nýrri
bílar, og allir bílar sem eru með
mengunarvarnabúnað, ganga ekki
vel á 92 oktana bensíni. Þeir eru
gerðir fyrir að minnsta kosti 95
oktana bensín, blýlaust, og Rússar
geta ekki selt okkur það. Þeir geta
'Tnðjón Þórðarson gef-
ur ekki kost á sér á ný
FRIÐJÓN Þórðarson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Vestur-
landskjördæmi tilkynnti á aðalfundi sjálfstæðisfélaganna í Dalasýslu
í fyrrakvöld að hann gæfi ekki kost á sér til þingframboðs í kom-
andi alþingiskosningum. Friðjón situr nú sitt 30. þing.
„Ég var staddur á þessum fundi
og'fannst tilvalið að segja því fólki
sem fyrst valdi mig í framboð fyrir
þijátíu og sjö árum fyrst frá þess-
•ISri ákvörðun sem ég hef verið að
velta fyrir mér um tíma,“ sagði
Friðjón í samtali við Morgunblaðið.
Hann fór í framboð fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn í Dalasýslu vorið 1953.
„Þá féll ég en náði nokkuð góðum
árangri tel ég. í næstu kosningum,
1956, náði ég kosningu sem 11.
l^ndskjörinn þingmaður á broti úr
atkvæði og sat á þingi tii 1959.“
Eftir kjördæmabreytinguna var
Friðjón 3. maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Vesturlandskjördæmi og
náði ekki kjöri en var varaþingmað-
ur næstu árin. Arið 1967, þegar
Sigurður Ágústsson lét af þing-
mennsku, fór Friðjón aftur á þing
og hefur setið á Alþingi síðan.
„Þetta hefur vissulega vérið góð-
ur tími og lærdómsríkur, en ein-
hvern tímann verður að nema stað-
ar og það er gott að geta hætt á
meðan maður er í fullu fjöri,“ sagði
Friðjón um ákvörðun sína. Hann
er 67 ára gamall.
Friðjón sagðist ekki vita hvað
tæki við hjá sér eftir að hann lætur
af þingmennsku í vor, sagðist eiga
Friðjón Þórðarson
eftir að hugleiða það.
Friðjón vildLað lokum flytja vin-
um og stuðningsmönnum á Vestur-
landi sérstakar þakkir fyrir góðan
stuðning og mikið traust. „Ég óska
Vestlendingum alls góðs á komandi
árum,“ sagði hann.
bara selt okkur 92 oktana blýlaust
bensín," segir Kristinn. í dag kaup-
um við 98 oktana blýbensín í
Vestur-Evrópu og við getum auðvit-
að fengið 95 oktana bensín hvenær
sem okkur kemur það til hugar.
Það hins vegar gengur ekki að vera
með þijár tegundir af bensini, það
er engin bensínstöð á landinu byggð
fyrir það,“ segir hann.
Kristinn segir þeirri hugmynd
hafa verið hreyft að í ljósi þeirra
samninga sem nú fara í hönd við
Sovétmenn yrði það orðað við þá,
hvort möguíegt sé að íslendingar
hætti að kaupa af þeim bensín og
kaupi þá aðeins af þeim gasolíu og
svartolíu. Magn þeirra tegunda yrði
þá aukið til þess að ná sama tonna-
fjölda og hefur verið, ef mönnum
byði svo við að horfa.
Hann segir þetta einnig snerta
mengunarvarnir, þar sem í mörgum
tilvikum er 95 oktana bensín skil-
yrði þess, að hægt sé að nota bíla
með mengunarvarnarbúnaði, þar
sem bílarnir ganga ekki eða illa á
92 oktana bensíni og mengunar-
varnarbúnaðurinn eyðileggist ef
notað er blýbensín.
„Okkar tillaga er beinlínis sú að
það verði skoðað núna í fullri al-
vöru hvort eigi að hætta að kaupa
bensín af Rússum ef þeir ekki geta
selt okkur 95 oktana blýlaust
bensín," segir Kristinn.
Hann segir viðskiptasamningana
við Sovétríkin koma í veg fyrir að
til dæmis Skeljungur geti boðið 95
oktana bensín að eigin frumkvæði,
vegna þess, að félagið yrði, sam-
kvæmt stjórnvaldsákvörðun, eftir
sem áður að kaupa jafn mikið af
92 oktana bensíni af Sovétmönnum.
Því væri ógjörningur að bjóða 95
oktana bensín í stað 92 oktana,
nema þessari skyldu verði létt af.
Sjá viðtöl við viðskiptaráð-
herra og forstjóra olíufélag-
anna á bls. 4.
Sat fastur í
eiginjámum
LÖGREGLAN í Reykjavík var
kölluð í hús í borginni á
fimmtudag. Þar hafði maður
sett á sig handjárn, en gat
ekki losað sig aftur.
Lögreglan náði járnunum af
manninum, en þar sem óleyfilegt
er að flytja handjárn tii landsins
eða framleiða þau hér tók hún
þau í sína vörslu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
lögreglan þarf að losa fólk úr
slíkum járnum. Fyrir nokkru var
lögreglan til dæmis beðin um
að aðstoða konu, sem var hlekkj-
uð við hjónarúmið með handjárn-
um. Sú skýring fylgdi með, að
handjárnin hefðu verið þáttur í
ástarleik hjónanna fyrr um
kvöldið, en að honum loknum
hefði lykillinn ekki fundist.