Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 9 Fræðslufundur um íslenskar hestaættir verður haldinn í Fé- lagsheimili Fáks, Víðivöllum, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20.30. Erindi flytja: Gunnar Bjarnason og Jónas Kristjánsson. Fræðslunefndin. SIEMENS Fjölhœf hrœrivél! MK 4450 Blandari, grænmetiskvöm og hakka- vél fylgja með. • Allt á einum armi. • Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker. • Isl. leiðarvísir og uppskriftahefti. • Einstakt verð: 13.960 kr. SMITH&NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300 ÖRYGGI FYRIR ÖLLU Tvöfaldi sólinn í öryggisskónum frá JALLATTE gerir skóna mjúka, létta og gripgóða, auk þess þolir hann vel olíur og sýrur. Stálþynna í sólanum er naglheld og þolir högg. Stálhetta hlífir tánum fyrir höggum og hnjaski og hefur nægilegt rými fyrir tærnar. í hælbótinni er hlíf til varnar hásin og öklabeini. JALLATTE öryggisskórnir — öruggt val. Skeifan 3h - Sími 82670 A Ibvðubandalg ^ýl Deilt um forval í Reykiavík félagsjundur ABR Sigurbjörg Gisladótlir: Opið Pró/kjör rnnrýmitfeklá lögum Jelagsins Kjartan Valgarðsson: Veldur undrun og vonbrigðum J 8 SSH.TÍ'as enjhv.nvlil»ö legjj. mgog frunkvicmdm KU8«r I AlþýöubuKUUginu I ‘ °nln. g**™ *? *kilyrö, til uiur um ftipu fnmboödi^I á °« þvi rtn til aasíssssrrj.'as S"“iC°‘S^,ul’í ÍSTÍSiíS.Sf'JS ^Með umþylftt féla(ifuod«- Rcykjivft M Kj«ttn að féUgar I ulliti til Uga ftUcsnu Of flolftj nur fram að sUrfsháttancfndin ,r*"V torval, ABR7 «2— n-, i~« _iu A*..-. i jsssa: «5* -- |a ftat I þvf máli ekki »■ “■• usiw lígi m þvl að Reykjavft að samuvmtm. . ---------- IEUau, _____ 1 P^bkJvöIL ncfnd, *em allir deilu- fWal,. InKaa ftU«»- MpBtrtjwwtckkiicni I kjömefndar i ume.gujeg^n — ■“~e-• ■" urwuoua aosrnng- aðilar *ttu jafna aðild að _, .. ■'MR. t* að taka þin I forvalinu. 1 fundi með starfsháttanefhH srKrasirt ^aaagaws Átök f miðjunni Atök hafa enn einu sinni blossað upp í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur. Að þessu sinni er það um skipan framboðslista í höfuð- borginni í þingkosningunum í vor. Allt bendir til þess, að það muni kvarnast duglega úr hinni „breiðu miðju“ sem skipar „raun- veruleikabandalag" Olafs Ragnars Grímssonar, flokksformanns. Vopnahlé Eins og lesendur rekur eflaust minni til náðist óvænt vopnahlé milli stríðandi fylkinga á mið- stjómarfundi Alþýðu- bandalagsins á Akureyri á dögunum. Fyrir fund- inn hafði verið látið i veðri vaka, að forystiunál flokksins kæmu þar til umræðu, svo og ágrein- ingurinn um byggingu álversins á Keilisnesi. Það voru fyrst og fremst ráðherramir . Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon sem skóku stríðsspjótin. En þvi nær sem dró miðstjómar- fundinum því minna fór fyrir þeim félögum. Niðurstaðan varð svo sú, að Ólafur Ragnar fór með páhnann i höndun- um af miðstjómarfundin- um. Astæðan var sú, að ráðherramir gátu með engu móti hugsað sér að hverfa úr ráðherrastól- unum vegna innan- flokksátaka eða and- stöðu við eitt álver. Ólaf- ur Ragnar tilkynnti því, að hin „breiða miðja“ hefði sameinast í raun- veruleikabandajagi sem stæði þétt að baki stefnu- málum ráðherranna og myndi sækja fram til sig- urs með nýja stefnuáætl- un. Skrýtið Ýmsum þótt belging- urinn í flokksformannin- um skrýtinn í ljósi þess, að sjö miðstjómarmenn gengu út af fundinum í mótmælaskyni við bráða- birgðalögin á BHMR. Ennfremur þótti ýmsum stórskrýtið, að veiyuleg- ur miðstjórnarfundur gæti fellt úr gildi í heilu lagi stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins, sem lands- fundur hafði sett því eft- ir viðtæka meðhöndlun í flokksfélögunum. Yfirlýsingagleði for- mannsins benti þó til þess, að samkomulag hefði tekizt milli Birting- arliðs Ólafs Ragnars og gömlu kommaklíkunnar. Enda gerðu þeir Svavar og Steingrímur J. engar athugasemdir við stofn- un raunveruleikabanda- lags hinnar breiðu miðju. Gamli mátinn En Adam v;u- ekki lengi í Paradís. Átökin milli Birtingar og gömlu kommaklíkunnar í Al- þýðubandalagsfélagi Reykjavíkur hafa blossað upp vegna framboðsmál- anna í vor. Miðstjómar- fundurinn samþykkti ályktun þess efnis, að félagamir í Reykjavík hefðu allir aðstöðu til að hafa áhrif á tilhögun framboðsmála. En raun- veruleikinn varð allt ann- ar. Um miðja síðustu viku • var haldinn félagsfundur í Alþýðubandalagsfélagi Reylq'avíkur til að fjalla um framboðsmálin. Þar var sjónarmiðum Birt- ingarmanna ýtt til hliðar upp á gamla mátann og samþykkt að hafa forval eingöngu meðal félags- manna um skipan fram- boðslista í höfuðborginni. Birtingarliðið hafði krafizt opins prófkjörs, þannig að hin breiða miðja gæti tekið þátt í þvi. Aðeins hluti Birting- armanna er í ABR. Hinir hafa því ekki rétt til þátt- töku í forvalinu. Afbökun Formaður ABR, Sigur- björg Gísladóttir, sagði eftir að fundurinn hafði hafnað hugmynd starfs- háttanefndar miöstjóm- ar flokksins um opið próflqör í viðtali við Morgunblaðið: „Opið próflqör sam- ræmist ekki lögum flokksins og það hefur lengi verið og er enn al- menn skoðun í flokknum, að opin próflqör séu af- bökun á raunverulegu lýðræði og alls ekki til þess fallin að skapa ein- ingu um framboðslista flokksins.“ Formaður Birtingar, Kjartan Valgarðsson, var að vonum ekki ánægður með ákvörðun félags- fundar ABR. Hann og félagar í Birtingu vijja fá að tilheyra hinni breiðu miðju Olafs ltagn- ars og vera fullgildir meðlimir í „raunvem- leikabandalaginu". Útákant Kjartan sagði eftír fundinn í viðtali við Þjóð- viljann, að niðurstaðan vektí bæði undrun og vonbrigði meðal Birting- | armanna. ABR væri komið út á kant, þvi krafa miðstjómarfund- arins á Akureyri hafi verið sú, að mádin yrðu leyst á jafnréttisgrund- velli. Tillögur um stofnun lqördæmisráðs í Reylqavik hefðu verið dregnar til baka í Jjósi þessa. „Ég á erfitt með að sjá, að flokkurinn muni líða þessa afstöðu ABR,“ sagði formaður Birting- ar. Hraðar hendur í kjölfar þessa velta Birtingarmenn því nú fyrir sér að bjóða fram eigin lista í höfuðborg- inni. Gamla kommaklík- an í ABR styrkir stöðu sina með hveijum degin- um, því æ fleiri félagar í Birtingu hafa sagt sig úr flokknum, m.a. nú eft- ir félagsfundinn. Birting verður að hafa hraðar hendur ef tíl framboðs í Reykjavík á að koma á vegum sam- takanna, því Alþýðu- flokkurinn ber nú víum- ar í ýmsa úr forustuliði þeirra og vill fá þá til framboðs á vegum hinn- ar breiðu miðju íslenzkra jafnaðarmanna. SJOÐSBREF 4 9 % munávóxtun síðustu 3 mánuði Á þessu ári hefur gengi hlutabréfa hækkaö mikið. Það skilar sér ekki aðeins til eigenda hlutabréfa heldur líka til þeirra sem eiga Sjóðsbréf 4 hjá VÍB. Sjóðurinn á nú hlut í 15 almenningshlutafélögum og var ávöxtun hans síðustu þrjá mánuði 9% yfir hækkun lánskjara- vísitölu m.v. ársgrundvöll. Haldi hlutabréfaverð áfram að hækka má búast við góðri ávöxtun Sjóðsbréfa 4. Verið velkomin í VÍB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.