Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990
9
Fræðslufundur
um íslenskar hestaættir verður haldinn í Fé-
lagsheimili Fáks, Víðivöllum, fimmtudaginn
29. nóvember kl. 20.30.
Erindi flytja: Gunnar Bjarnason og Jónas
Kristjánsson.
Fræðslunefndin.
SIEMENS
Fjölhœf hrœrivél!
MK 4450
Blandari, grænmetiskvöm og hakka-
vél fylgja með.
• Allt á einum armi.
• Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar,
brytjar, rífur, hakkar og sker.
• Isl. leiðarvísir og uppskriftahefti.
• Einstakt verð: 13.960 kr.
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI4 - SÍMI28300
ÖRYGGI FYRIR ÖLLU
Tvöfaldi sólinn í öryggisskónum frá
JALLATTE gerir skóna mjúka, létta og
gripgóða, auk þess þolir hann vel olíur og
sýrur. Stálþynna í sólanum er naglheld og
þolir högg.
Stálhetta hlífir tánum fyrir höggum og
hnjaski og hefur nægilegt rými fyrir
tærnar.
í hælbótinni er hlíf til varnar hásin og
öklabeini.
JALLATTE öryggisskórnir —
öruggt val.
Skeifan 3h - Sími 82670
A Ibvðubandalg ^ýl
Deilt um forval í Reykiavík
félagsjundur ABR Sigurbjörg Gisladótlir: Opið Pró/kjör rnnrýmitfeklá lögum Jelagsins
Kjartan Valgarðsson: Veldur undrun og vonbrigðum J 8
SSH.TÍ'as
enjhv.nvlil»ö legjj. mgog frunkvicmdm KU8«r I AlþýöubuKUUginu I
‘ °nln. g**™ *? *kilyrö, til uiur um ftipu fnmboödi^I á °« þvi rtn til
aasíssssrrj.'as
S"“iC°‘S^,ul’í ÍSTÍSiíS.Sf'JS
^Með umþylftt féla(ifuod«- Rcykjivft M Kj«ttn að féUgar I ulliti til Uga ftUcsnu Of flolftj
nur fram að sUrfsháttancfndin ,r*"V torval, ABR7 «2— n-, i~« _iu A*..-.
i jsssa: «5* --
|a ftat I þvf máli ekki »■
“■• usiw lígi m
þvl að Reykjavft að samuvmtm. . ---------- IEUau,
_____ 1 P^bkJvöIL ncfnd, *em allir deilu- fWal,. InKaa ftU«»- MpBtrtjwwtckkiicni I kjömefndar i ume.gujeg^n
— ■“~e-• ■" urwuoua aosrnng- aðilar *ttu jafna aðild að _, .. ■'MR. t* að taka þin I forvalinu. 1 fundi með starfsháttanefhH
srKrasirt ^aaagaws
Átök f miðjunni
Atök hafa enn einu sinni blossað upp í Alþýðubandalagsfélagi
Reykjavíkur. Að þessu sinni er það um skipan framboðslista í höfuð-
borginni í þingkosningunum í vor. Allt bendir til þess, að það
muni kvarnast duglega úr hinni „breiðu miðju“ sem skipar „raun-
veruleikabandalag" Olafs Ragnars Grímssonar, flokksformanns.
Vopnahlé
Eins og lesendur rekur
eflaust minni til náðist
óvænt vopnahlé milli
stríðandi fylkinga á mið-
stjómarfundi Alþýðu-
bandalagsins á Akureyri
á dögunum. Fyrir fund-
inn hafði verið látið i
veðri vaka, að forystiunál
flokksins kæmu þar til
umræðu, svo og ágrein-
ingurinn um byggingu
álversins á Keilisnesi.
Það voru fyrst og fremst
ráðherramir . Svavar
Gestsson og Steingrímur
J. Sigfússon sem skóku
stríðsspjótin. En þvi nær
sem dró miðstjómar-
fundinum því minna fór
fyrir þeim félögum.
Niðurstaðan varð svo
sú, að Ólafur Ragnar fór
með páhnann i höndun-
um af miðstjómarfundin-
um. Astæðan var sú, að
ráðherramir gátu með
engu móti hugsað sér að
hverfa úr ráðherrastól-
unum vegna innan-
flokksátaka eða and-
stöðu við eitt álver. Ólaf-
ur Ragnar tilkynnti því,
að hin „breiða miðja“
hefði sameinast í raun-
veruleikabandajagi sem
stæði þétt að baki stefnu-
málum ráðherranna og
myndi sækja fram til sig-
urs með nýja stefnuáætl-
un.
Skrýtið
Ýmsum þótt belging-
urinn í flokksformannin-
um skrýtinn í ljósi þess,
að sjö miðstjómarmenn
gengu út af fundinum í
mótmælaskyni við bráða-
birgðalögin á BHMR.
Ennfremur þótti ýmsum
stórskrýtið, að veiyuleg-
ur miðstjórnarfundur
gæti fellt úr gildi í heilu
lagi stefnuskrá Alþýðu-
bandalagsins, sem lands-
fundur hafði sett því eft-
ir viðtæka meðhöndlun í
flokksfélögunum.
Yfirlýsingagleði for-
mannsins benti þó til
þess, að samkomulag
hefði tekizt milli Birting-
arliðs Ólafs Ragnars og
gömlu kommaklíkunnar.
Enda gerðu þeir Svavar
og Steingrímur J. engar
athugasemdir við stofn-
un raunveruleikabanda-
lags hinnar breiðu miðju.
Gamli mátinn
En Adam v;u- ekki
lengi í Paradís. Átökin
milli Birtingar og gömlu
kommaklíkunnar í Al-
þýðubandalagsfélagi
Reykjavíkur hafa blossað
upp vegna framboðsmál-
anna í vor. Miðstjómar-
fundurinn samþykkti
ályktun þess efnis, að
félagamir í Reykjavík
hefðu allir aðstöðu til að
hafa áhrif á tilhögun
framboðsmála. En raun-
veruleikinn varð allt ann-
ar.
Um miðja síðustu viku
• var haldinn félagsfundur
í Alþýðubandalagsfélagi
Reylq'avíkur til að fjalla
um framboðsmálin. Þar
var sjónarmiðum Birt-
ingarmanna ýtt til hliðar
upp á gamla mátann og
samþykkt að hafa forval
eingöngu meðal félags-
manna um skipan fram-
boðslista í höfuðborginni.
Birtingarliðið hafði
krafizt opins prófkjörs,
þannig að hin breiða
miðja gæti tekið þátt í
þvi. Aðeins hluti Birting-
armanna er í ABR. Hinir
hafa því ekki rétt til þátt-
töku í forvalinu.
Afbökun
Formaður ABR, Sigur-
björg Gísladóttir, sagði
eftir að fundurinn hafði
hafnað hugmynd starfs-
háttanefndar miöstjóm-
ar flokksins um opið
próflqör í viðtali við
Morgunblaðið:
„Opið próflqör sam-
ræmist ekki lögum
flokksins og það hefur
lengi verið og er enn al-
menn skoðun í flokknum,
að opin próflqör séu af-
bökun á raunverulegu
lýðræði og alls ekki til
þess fallin að skapa ein-
ingu um framboðslista
flokksins.“
Formaður Birtingar,
Kjartan Valgarðsson, var
að vonum ekki ánægður
með ákvörðun félags-
fundar ABR. Hann og
félagar í Birtingu vijja
fá að tilheyra hinni
breiðu miðju Olafs ltagn-
ars og vera fullgildir
meðlimir í „raunvem-
leikabandalaginu".
Útákant
Kjartan sagði eftír
fundinn í viðtali við Þjóð-
viljann, að niðurstaðan
vektí bæði undrun og
vonbrigði meðal Birting-
| armanna. ABR væri
komið út á kant, þvi
krafa miðstjómarfund-
arins á Akureyri hafi
verið sú, að mádin yrðu
leyst á jafnréttisgrund-
velli. Tillögur um stofnun
lqördæmisráðs í
Reylqavik hefðu verið
dregnar til baka í Jjósi
þessa.
„Ég á erfitt með að
sjá, að flokkurinn muni
líða þessa afstöðu ABR,“
sagði formaður Birting-
ar.
Hraðar
hendur
í kjölfar þessa velta
Birtingarmenn því nú
fyrir sér að bjóða fram
eigin lista í höfuðborg-
inni. Gamla kommaklík-
an í ABR styrkir stöðu
sina með hveijum degin-
um, því æ fleiri félagar
í Birtingu hafa sagt sig
úr flokknum, m.a. nú eft-
ir félagsfundinn.
Birting verður að hafa
hraðar hendur ef tíl
framboðs í Reykjavík á
að koma á vegum sam-
takanna, því Alþýðu-
flokkurinn ber nú víum-
ar í ýmsa úr forustuliði
þeirra og vill fá þá til
framboðs á vegum hinn-
ar breiðu miðju íslenzkra
jafnaðarmanna.
SJOÐSBREF 4
9 % munávóxtun
síðustu 3 mánuði
Á þessu ári hefur gengi hlutabréfa hækkaö mikið. Það
skilar sér ekki aðeins til eigenda hlutabréfa heldur líka
til þeirra sem eiga Sjóðsbréf 4 hjá VÍB. Sjóðurinn á nú
hlut í 15 almenningshlutafélögum og var ávöxtun
hans síðustu þrjá mánuði 9% yfir hækkun lánskjara-
vísitölu m.v. ársgrundvöll. Haldi hlutabréfaverð áfram
að hækka má búast við góðri ávöxtun Sjóðsbréfa 4.
Verið velkomin í VÍB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.