Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 34
Morgunblaðið/Kúnar Þór Andre Steffensen stýrimaður. á Staltor í brúnni, þar sem hann sat á föstudag er brotsjór reið yfir skipið. Hann segist vera heppinn að hafa sloppið lifandi, en sjórinn henti honum úr stóln- um og aftur í brú af miklum krafti. Listamanni boðið til Lathi Myndlistarmanni frá Akureyri er boðið til dvalar í Lathi, vinabæ Akureyrar í Finnlandi, í ágúst á næsta ári, en umsóknir þurfa að berast menningarfulltrúa fyrir 1. desember næstkomandi. í fréttatilkynningú frá menning- arfulltrúa segir að borist hafi boð frá Lathi í Finnlandi, vinabæ Akur- eyrar, um að senda myndlistarmann til dvalar þar í tvær til fjórar vik- ur. Boðið er upp á frítt uppihald og dagpeninga á meðan á dvölinni stendur. Gert er ráð fyrir að við- komandi listamaður haldi sýningu á verkum sínum í Lathi. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri á Akureyri sagði að til- kynnt hefði verið um að eldur væri í laus í húsinu um kl. 11.30 á sunnu- dagsmorgun. Svo vel hefði viljað til að fjórir menn voru á vakt, en að jafnaði eru þeir aðeins þrír. Strax hafði því verið hægt að senda þrjá reykkafara inn í húsið, en allir íbú- ar þess voru komnir út. „Þetta leit dálítið illa út er við komum, eidtungurnar stóðu út um gluggann í eldhúsinu og einnig höfðu rúður brotnað á framhlið hússins, en þar var þó áberandi minni eldur. Það gekk hins vegar betur að slökkva eldinn en við þorð- um að vona, því þetta leit virkilega illa út, það kom reykur undan þak- skeggi á húsinu og út um glugga á efstu hæð þannig að draga mátti þá ályktun að eldurinn væri kominn upp, en það var ekki.“ sagði Tómas Búi. Allar íbúðirnar þijár sem í húsinu \nreyrar höfundur Jón Hjaltason, erkomin út ítakmörkudu upplagi. Bókin erseld íöllum bókaverslunum áAkureyri, bókabúöum Máls og menningar, Reykjavík, og versluninni Sogni, Dalvík. Bókin er einnig seld í áskrift. Nánari upplýsingar ísíma 96-27245. Saga Akureyrar Pósthólf 334 . 602 Akureyri Vinsamlegast sendið mér, án nokkurs aukakostnaðar, Sögu Akureyrar, I. b. Ég óska að borga bókina út í liönd við afhendingu □ eða með VISAD EUROQ GIROQ íeinuLj tvennuQ lagi. Verð bókarinnar er kr. 5.350,00. Ef staðgreidd kr. 5.000,00. Nánari uppl. í síma 27245. Kortnr. Nafn: Heimilisfang: Gildirtil: Undirskrift: Kennitala: Sími: - segir Andre Steffensen, stýri- maður á norska togaranum Staltor, sem fékk á sig brotsjó á föstudag „ÉG VAR einn uppi í brú þegar brotsjórinn gekk yfir, sat í stólnum og ætlaði að forða mér aftur í, en hafði engan tíma. Á augabragði skall sjórinn á skipinu, rúðan brotnaði og yfir mig steyptist sjór glerbrot og klæðningin í loftinu fylgdi með, þann- ig að ég hentist aftur eftir brúnni. Ég má líklega teljast hepp- inn að vera á lífi,“ sagði Andre Steffensen stýrimaður á norska togaranum Staltor, en brotsjór reið fyrir skipið á föstudag. Harðbakur EA 303 kom inn með skipið til Akureyrar á laugar- dag. Jón Jóhannesson ■skipstjóri á Harðbak sagði að þeir hefðu ver- ið að veiðum á Sporðagrunni. „Við vorum rétt búnir að kasta trollinu og vorum að fara að toga þegar Siglufjörður kallaði í okkur og sagði frá því að norskur tog- ari ætti í erfiðleikum. Við fórum strax af stað, en það var óljóst í byijun hvað hafði gerst,“ sagði Jón. Staltor er nýtt skip tæplega 700 tonn að stærð og var á leið til rækjuveiða á Grænlandsmið- um. Þegar brotið reið yfir voru um 8 vindstig og fór veður versn- andi. Andre Steffensen taldi að aldan hefði verið um 15 metra há, en hún reis eins og veggur framan við skipið. Töluvert tjón varð um borð í skipinu, tækjabúnaður í brúnni er svo til ónýtur auk þess sem loftklæðning rifnaði af. Brúin hálffylltist af sjó og flæddi hann niður stiga í matsal og í káetur og urðu því nokkrar skemmdir af völdum vatns. Eldtungur stóðu út um gluggann á Ragúelshúsi þegar slökkviliðið koma að á sunnudag. Þriggja hæða timburhús skemmdist mikið í eldi Má teljast heppinn að hafa sloppið lifandi ÞRIGGJA hæða timburhús, svokallað Ragúelshús sem stendur við Hafnarstræti 86a, skemmdist mikið í eldi nokkru fyrir hádegi á sunnudag. Eldtungur loguðu út um glugga á annarri hæð hússins er slökkvilið kom að um kl. 11.30, en betur gekk að slökkva eldinn en menn áttu von á. Ungur maður, íbúi í risíbúð hússins, varð elds- ins fyrstur var og hringdi á slökkvilið. Allir íbúar hússins voru komn- ir út er slökkviliðið kom á vettvang. Búi sagði þó að ekki sæi á burðar- virki hússins. Rannsóknarlögreglan á Akureyri kannaði eldsupptök og sagði Daníel Snorrason að ljóst væri að eldurinn hefði kviknað í eldhúsi og beindist grunur að eldavélinni. eru skemmdust mikið, sérstaklega fór önnur hæð hússins illa út úr brunanum, á þriðju hæð urðu mikl- ar reykskemmdir og skemmdir af völdum vatns á þeirri fyrstu. Tómas Húsið sem stóð við Hafnarstræti 86a var kallað Ragúelshús eftir Jóhanni Ragúels sem fékk leyfi til að byggja timburhús á lóðinni árið 1920. Giljahverfi; Frestur til að sækja um lausar lóðir að renna út FRESTUR til að sækja um lausar einbýlishúsalóðir við Tónatröð, sem er ný gata rétt neðan við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, rennur út í vikunni, en mikið hefur verið spurst fyrir um þessar lóðir. Þá rennur einnig út frestur til að sækja um lóðir í 2. áfanga Giljahverfis, en þar eru lausar um það bil eitt hundrað lóðir. Við Tónatröð eru lausar ellefu einbýlishúsalóðir, en þarna er um að ræða nýja götu sem gerð verður í aflíðandi brekku austan og neðan við FSA. Flest húsanna verða aust- Þórður frá Dag- verðará sýnir í Gamla Lundi ÞÓRÐUR Hall- dórsson frá Dag- verðará opnaði málverkasýn- ingu I Gamla Lundi við Eið- svöll á sunnudag- inn. Þarna er um afmælissýningu ÞÓrðar að ræða. Þórður Halldórsson Á sýningunni frá Dagverðará. eru 40 nýleg verk úr pensli Þórðar og eru þau öll föl. „Engum manni er Þórður líkur og ekki skortir á lérefti hans mynd- auðgina né andans flugið, sem býr að áratuga slípun í skauti snæfell- skrar náttúru, hrauna og fjalla," segir í fréttatilkynningu. Vísa fylg- ir hverri mynd. Sýning Þórðar í Gamla Lundi er 10. málverkasýning hans og verður hún opin í 10 daga, eða fram til 5. desember næstkomandi, en þá hefur listamaðurinn í hyggju að flytja sýninguna til Grímseyjar. an megin götunnar, eða níu, og tvö vestan megin. Gert er ráð fyrir að flest húsanna verði á tveimur hæð- um. Auk þess sem lóðirnar við Tóna- tröð eru lausar er einnig verið að auglýsa lóðir í 2. áfanga Giljahverf- is, u.þ.b. 100 talsins. Þar verða alls íjórar raðhúsaþyrpingar, hver með 15-21 íbúð auk þess sem einnig verður úthlutað lóðum undir 20 ein- býlishús. í þessum áfanga er búið að úthluta einni raðhúsaþyrpingu. Þessi áfangi er syðst og austast í hverfinu. Frestur til að sækja um lóðirnar rennur út 28. nóvember. í 1. áfanga Giljahverfis er búið að steypa upp eitt átta hæða fjölbýl- ishús og vinna hafín við annað, en alls verða þar fjögur slík hús. í þessum áfanga er einnig verið að byggja raðhúsaíbúðir og eru fram- kvæmdir vel á veg komnar. Þá er vinna hafin við hönnun 3. áfanga hverfisins, að sögn Sveins Brynjólfssonar hjá Skipulagsdeild. Hann sagði að væntanlega yrði gengið frá hönnunarvinnu fyrir mitt næsta ár, en í þeim áfanga verða nálægt 300 íbúðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.