Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 ÚR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 24. - 26. nóvember 1990 Fangageymsluna gistu 43, flestir vegna rúðubrota, slags- mála, minniháttar meiðinga, ölv- unaraksturs, ósæmilegrar hegð- unar við lögreglumenn, heimilisó- friðar, innbrota og þjófnaða. 458 færslur voru í dagbók: 33 arekstrar og 5 umferðar- slys. Arekstur varð með tveimur bifreiðum á föstudagsmorgun á gatnamótum Höfðabakka og Vatnsveituvegar. Farþegi úr ann- arri bifreiðinni var fluttur á slysa- deild. Ökumaður og farþegi meiddust í árekstri tveggja bif- reiða skömmu eftir miðnætti á föstudag á Reykjanesbraut við Staldrið. Um svipað leyti var bif- reið velt í Svínahrauni. Um miðjan dag á sunnudag valt bifreið á Kjósskarðsvegi við Fremri-Háls. Þá um kvöldið varð slys er tvær bifreiðir lentu saman á Bæjarhálsi við Bæjarbraut. 6 líkamsmeiðingar: Flestar urðu þær á „skemmtistöðúm" og mest í ryskingum við dyraverði. Tveir ungir menn voru handteknir í Árseli — félagsmiðstöð Árbæjar- hverfis — eftir að hafa reynt að komast þar inn undir áhrifum áfengis og lent í átökum við starfsfólk. 5 innbrot: í áhaldahús Seltjarn- arn. v/Bygggarða (handtaka), í íbúð við Kleppsveg (handtaka), í bifreið á bifreiðastæði við Hraun- bæ, í nýbyggingu við Leiðhamra og á vínveitingastað í Þingholts- stræti. 12 þjófnaðir: Tilkynnt var um að 3 reiðhjólum hefði verið stolið, veski á skemmtistað, bensíni af bifreið víð Krummahóla, símtóli úr bifreið við Ystabæ, fatnaði og skóm á stigagangi húss í Víkurási, vélsleðakerru við Ásgarð, mynd af vegg stigagangs í Espigerði, þvotti af snúrum húss í Víkurási og hljómtækjum úr bifreið við Mánagötu. 9 rúðubrot: Skólav.stígur 28, Þórscafé v/Brautarholt, Reykjá- víkurapótek (handtaka), Lauga- vegur 60, Austurstræti (hand- taka), Laugavegur 157 (hand- taka), Laugavegur 118, Þverholti og Mjóstræti. 7 skemmdarverk: Skorið á dekk á bifr. v/Öldugranda 9, spegill brotinn á bifreið við Rauða ljónið, rúða brotin í bifreið í Tryggva- götu, rúða brotin í bifreið við Hótel Island, sparkað í bifreið á Reynimel (handtaka), lakki skvett á bifreið við Hraunbæ 170 og dælduð bifreið við Naustin. 20 grunaðir um ölvun við akst- ur: Þrír af þeim lentu í umferðaró- höppum. M.a. var bifreið velt á Suðurlandsbraut gegnt Aski á sunnudagsmorgun. Þrennt var flutt á slysadeild. 1 vinnuslys. Maður datt af vinnupöllum við hús nr. 140 við Kleppsveg á föstudagsmorgun. 3 búðarhnupl: 3 stúlkur voru teknar í Bónus í Skeifunni eftir að hafa reynt að hnupla hver sínum: sælgætispokanum. Einn var staðinn að því að reyna að hnupla nýju alfræðiorðabókinni í Bókahöllinni í Glæsibæ. Þá var eldri maður staðinn að því að reyna að ná sér í ósoðinn matar- bita í matvöruverslun. JARLINN 3ja ára AFMÆLIS- HLBOD í dag, miðvikudag og fimmtudag HAMBORGARI OG KÓK ' AÐEINS Alþýðubandalagið á Yesturlandi: Skúli Alexandersson gef- ur ekki kost á sér á þing Mælt með að Jóhann Ársælsson skipi fyrsta sætið SKÚLI Alexandersson, alþingismaður Alþýðubandalagsins í Vest- urlandskjördæmi, lýsti því yfir um helgina að hann gæfi ekki kost á sér á lista flokksins við næstu alþingiskosningar. í framhaldi af yfirlýsingu Skúla kom stjórn kjördæmisráðsins og uppstillinga- nefnd saman til fundar og ákvað að gera tillögu um að Jóhann Ársælsson skipasmiður á Akranesi skipi fyrsta sæti á lista flokks- ins við næstu kosningar. Skúli sagði frá ákvörðun sinni á fundi Alþýðubandalagsfélags Nes- hrepps sem haldinn var á Helliss- andi. „Eg staðfesti þarna þá ákvörðun, sem ég raunar tók í upp- hafi kjörtímabilsins eða jafnvel í kosningabaráttunni, að sitja ekki lengur út þetta kjörtímabil á Ai- þingi,“ sagði Skúli. Hann hefur verið alþingismaður frá árinu 1979 en kom inn á þing sem varamaður í nokkur skipti áður. Hann er 64 ára. Skúli sagði að viss eftirsjá væri að hverfa frá samstarfi við gott fólk úr öllum flokkum á Alþingi. Ákveðinn kunningsskapur skapað- ist við svo náið samstarf sem væri í þinginu en þau tengsl þyrftu ekki að rofna. „Eg er heldur ekki hættur í pólitík þó ég fari út af þingi.“ „Ég hef nóg að gera heima“, sagði Skúli þegar hann var spurður hvað tæki við hjá honum í vor. Hann sagðist fara vestur á Snæ- fellsnes og taka aftur við rekstri fyrirtækisins síns, Jökuls hf., sem rekur fiskverkun á Hellissandi. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins á Vesturlandi og upp- stillinganefnd voru á félagsfundin- um á Hellissandi. Þegar Skúli hafði tilkynnt ákvörðun sína komu þessar nefndir saman til að ræða fram- boðsmálin og ákváðu að óska eftir því við Jóhann Ársælsson skipasmið á Akranesi að hann tæki fyrsta sæti listans í stað Skúla. Jóhann hann gaf samþykki sitt fyrir því að uppstillinganefndin mælti með þeirri skipan mála við kjördæmisráð og var ákveðið að gera það. Jóhann Skúli Alexandersson. skipaði annað sæti listans við síðustu aiþingiskosningar og hefur komið nokkrum sinnum inn á þing sem varamaður Skúla. Hann hefur verið í forystusveit Alþýðubanda- lagsins undanfarin ár, meðal annars átt sæti í bæjarstjórn Akraness. Ólympíuskákmótið í Novi Sad: Islenska skáksveitin þok- ast nær toppbaráttunni Skák Karl Þorsteins ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ í Novi Sad er rúmlega hálfnað. Átt- unda umferð af fjórtán á mót- inu var tefld á sunnudaginn og að henni lokinni eru Sovétríkin, Tékkóslóvakía og England með 21 'h vinning. Fast á hæla þeim kemur sveit Bandaríkjanna með 21 vinning. Mótið núna er mun jafnara en undangengin Ólympíumót og vinningshlut- fall efstu sveita lægra. Til sam- anburðar var enska sveitin með 23 'h vinning eftir jafn margar umferðir á Ölympiuskákmótinu í Daubai árið 1986. íslenska sveitin hefur 20 vinninga og er í líklega í 11-12 sæti á mótinu. Staða efstu sveita eftir átta umferðir: 1.-3. Sovétríkin 21 'Avinn. 1.-3. England 21 v2 1.-3. Tékkóslóvakía 2Vh 4. Bandaríkin 21 5.-8. V-Þýskaland 20'h 5.-8. Búlgaría 20 Vz 5.-8. Júgóslavía a-sveit 20 'h 5.-8. A-Þýskaland 20 'h 11.-12. ísland 20 Efstu sveitirnar hafa teflt inn- byrðis í síðustu viðureignum. Sov- éska sveitin og sú tékkneska skildu jafnar í áttundu umferð á meðan England vann Bandaríkin 2 ’/a — 1 'h. Bandaríska sveitin sem tók forystu í upphafi mótsins hef- ur misst toppsætið eftir tvo ósigra í röð. íslenska sveitin hefur á sama tíma þokast nær toppbarát- tunni. Heigarumferðirnar voru hagstæðar íslensku skáksveitinni eins og úrslitin. bera með sér. 6. umferð: ísland — Filipps- eyjar 2'A — 1'h Torre — Helgi Ólafsson 0—1 Margeir Pétursson — Rogello '/2 -'h Alaan — Jón L. Ámason 1—0 Jóhann Hjartason — Garma 0—1 7. umferð: Island — Mexíkó 3 'h— 'h Helgi Ólafsson — Sisniega 1—0 Hernandez — Marg. Péturss. '/2-'h Jón L. Árnason — Espinega 1—0 Del Campo — Jóh. Hjartarson 0—1 8. umferð: ísland — Kína 2—2 Margeir Pétursson — Zu Jun V2-V2 Y. Jiangch. — Jón L. Ámas. 0—1 Jóh. Hjartars. — Y. Rongg. 'h— 'h Wang Zili — Héð. Steingrímss. 1-0 Sigurinn gegn Filippseyjum hefði raunar mátt vera stærri en góður sigur gegn Mexíkó á laug- ardaginn bætti það upp. Sveit Mexíkó er alls ekki skipuð aukvis- um. Alþjóðlegi meistarinn Sisni- ega á fyrsta borði hefur tæp 2500 Elo skákstig en þau dugðu skammt gegn Helga Ólafssyni á fyrsta borði. Helgi mætti ákveðinn til leiks eftir sigurinn gegn Torre deginum áður. Helgi stýrði hvítu mönnunum og vann peð eftir byrj- unina. Annað peð féll í valinn nokkru síðar og skákina vann Helgi eftir 58 leiki. Byrjunin var Sikileyjarvörn í viðureign Mar- geirs og Hernandez á öðru borði. Skákin var allan tímann í jafn- vægi og jafntefii samið eftir 30 leiki. Jón L. hóf snemma sókn á þriðja borði sem andstæðingur hans réð ekki við og hann gaf taflið eftir 34 leiki. Jóhann Hjart- arson var í ham á fjórða borði. Hann fórnaði drottningu fyrir hrók og riddara í miðtaflinu og vann glæsilegan sigur. Skákin fylgir hér á eftir. Kínveijar hafa oft reynst ís- lendingum skeinuhættir á Ólympíumótum. Nú varð jafntefli 2—2 í viðureign sveitanna í átt- undu umferð. Jón L. sigraði á öðru borði eftir að skákin fór í bið. Margeir og Jóhann gerðu jafntefli en Héðinn Steingrímsson fékk snemma erfiða stöðu og tap- aði. Hvítt: Martin Del Campos Svart: Jóhann Hjartarson Spánskur leikur 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. d4 - exd4, 6. 0-0 — Be7, 7. e5 - Re4, 8. Rxd4 - 0-0, 9. Rf5 - d5, 10. Bxc6 - bxc6, 11. Rxe7+ - Dxe7, 12. Hel - He8, 13. f3 - Rd6, Del Campos er seinheppinn í byijunarvalinu. Jóhann þekkir nefnilega þessa bytjun vel. Skákin hefur teflst alveg eins og skák Jóhanns gegn Helga Ólafssyni á Búnaðarbankaskákmótinu árið 1984. Þar stýrði Jóhann hvítu mönnunum og lék nú 14. b3 - f6,15. Bb2 - Rf7,16. f4 en öðlað- ist enga yfirburði þótt hann ynni skákina um síðir. 14. Bf4 - Rf5, 15. Dd2 - h6, 16. Rc3 - Hb8, 17. b3 - Be6, 18. Ra4 - c5, 19. Df2 - g5!, 20. Bcl - c4, 21. bxc4 - d4!, 22. c3 - df3, 23. Rc5 - Bxc4, 24. Re4 - Dxe5, 25. f4 25. — Dxe4!, 26. Hxe4 - Hxe4, 27. fxg5 - He2! Nú dugir 28. Dxf5 skammt vegna 28. - Hel+, 29. Kf2 - Hf2+i, 30. Kxfl - d2+, 31. Kf2 - dlD, 32. gxh6? - Dfl+, 32. Kg3 er skárra en 32. - Hd8 ræð- ur þá úrslitunum. 28. Df4 - Hel+, 29. Kf2 - Hfl+!, 30. Kxfl - d2+, 31. Dxc4 - dlD+, 32. Kf2 - He8!, 33. Dfl - Dc2+, 34. Kgl - Rh4 Svartur hótar nú 35. - Hel! með óveijandi máthótun á g2. Leikur hvíts bjargar engu. 35. Bf4 - He2, 36. Khl - De4, 37. g6 — Hxg2, 38. gxf7+ - Kxf7, Svartur gafst upp. Mát blasir við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.