Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 I Kristján R. Jessen doktor í taugalíffræði: Grundvallarrannsóknir sú undir- staða sem meðferð getur byggst á „ÞAÐ sem við höfum verið að gera síðustu árin er að afla okkur vitneskju um þroskun og starfsemi taugafruma og fylgifruma þeirra, glia-fruma, í úttaugakerfinu. Við upphaf rannsóknarinnar spyijum við ákveðinna spurninga og leitumst síðan við að svara þeim með tilraunum. Hins vegar leiðir tilraunastarfsemin okkur oft inná óvæntar brautir sem mann óraði ekki fyrir í upphafi. Slík óskipulögð ævintýri eru vafalaust skemmtilegasti þáttur vinnunnar og að jafnaði sá árangursríkasti. Sagan sýnir að fjölmargar, ef til vill flestar, mikilvægustu uppgötvanir vísindanna verða óvænt eða „af tilviljun" fremur en innan þröngs ramma þrauthugsaðrar vísindaáætlunar. Það er stöðugt verkefni vísindamanna að reyna að auka skilning fjárveitingavaldsins og almennings á þessum gangi mála, því enn eru menn að jafnaði tregari til að fjármagna opnar rannsóknir en veriœfni sem virðast „markvissari" á blaði“. Þetta segir Krislján R. Jessen líffræðingur sem hélt nýlega fyrirlestur á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands. Kristján R. Jessen hélt til Bret- lands í framhaldsnám eftir- próf í líffræði frá Háskóla íslands og lauk hann doktorsprófí í taugalíf- fræði við University College í Lon- don árið 1980. Þar hefur hann starfað síðan og stjómar nú rann- sóknastofu sem fæst við rannsókn- ir á tauga- og glia-frumum út- taugakerfisins þar sem starfa 10-12 manns. Öðru hveiju bregður hann sér til íslands og heldur fyrir- lestra við Háskóla íslands og Há- skólann á Akureyri. Mikið gerst hérlendis „Mér bauðst tækifæri til að starfa að frekari rannsóknum í Bretlandi og þess vegna hef ég starfað áfram þar enda öll aðstaða góð. Rannsóknir eru þó ekki bara bekkir eða borð og mælitæki held- ur samfélag og samstarfsmögu- leikar við starfsbræður og á því sviði eru í flestum tilvikum meiri tækifæri erlendis en hægt er að búast við á íslandi. Hér hefur hins vegar afar mikið gerst síðustu árin og það kemur mjög vel í ljós á þessari ráðstefnu. Hér starfa sér- fræðingar í fjölmörgum greinum læknavísindanna og skyldra fræða og aðstaðan er alltaf að batna þannig að hér hafa menn á ýmsum sviðum náð geysilega langt.“ Sem fyrr segir flutti Kristján R. Jessen fyrirlestur á ráðstefn- unni um rannsóknir sínar. „Þær taugafrumur sem við höfum eink- um haft áhuga á liggja í meltingar- vegi en starfi hans er stjómað af gífurlega flóknu kerfí taugafruma sem falfö er í vegg meltingarvegar- ins sjálfs. Að undanskildu mið- taugakerfínu, heila og mænu, auð- vitað, er þetta langumfangsmesti hluti taugakerfísins og sá sem margbreytilegastur er að gerð. Margt er enn á huldu um starf þessa stjómkerfís en við fundum áður óþekktan þátt þess sem er kerfi taugafruma sem nota boð- efnið GABA. Framum af þessu tagi hafði áður verið lýst í heila og mænu og þetta boðefni, GABA, er eitt af mikilvægustu boðefnum miðtaugakerfísins. Meðal annars fundum við að þessar framur mynda þétt net taugaþráða eða síma, sem liggja til hringvöðvalags meltingarvegar- ins og hann sér um flutning fæðu og fæðuúrgangs frá maga til enda- þarms. GABA-framumartakaþátt í stjórn þessa flutnings en á honum byggist allt annað meltingarstarf. Verk sitt vinna þær á óbeinan hátt með því að ráða boðefnalosun frá öðram frumum, sem aftur stjóma hreyfíngum hringvöðvanna milliliðalaust.“ Að undanförnu hafa rannsóknir Kristjáns beinst æ meir að fylgi- frumum taugaframa, svokölluðum glia-framum, einkum Schwann- framum sem er mikilvægasti hópur glia-frama í úttaugakerfínu. Allir símar úttauga era umluktir Schwann-framum og er eðlilegur flutningur rafboða um taugar háð- ur þessum framum. Sumar mynda fítuslíður eða mýli um digra síma en aðrar umlykja granna síma í opnum rennum á yfírborði sínu. „í þessum rannsóknum leitumst við við að skilja hvemig hin reglu- bundna bygging og starfræn sam- skipti fruma og vefja sem einkenna úttaugar og era forsenda starfs þeirra, verða til í fósturþroskun og hvaða hormón, vaxtarþættir, viðtakar, frymisboð og svo fram- vegis koma þar við sögu. Þekking á þessum þáttum er sá grandvöllur sem skilningur á óeðlilegu eða sjúklegu taugakerfí og þar með meðferð eða lækning mun í síaukn- •um mæli byggjast á.“ Samskiptin við ónæmiskerfið Nú fæst þú við grannrannsóknir en ekki klíníska vinnu. Hins vegar er væntanlega eitthvert samband þar á milli? Kristján R. Jessen doktor í tauga- líffræðí var gestafyrirlesari á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands. „Það er rétt. Grandvallarrann- sóknir sem þessar beinast ekki beint að lækningu tiltekinna sjúk- dóma, heldur að hinu að leggja þá undirstöðu almennrar þekkingar sem klínískur skilningur og síðan meðferð byggist á. Þannig er vissu- lega um samband að ræða, þótt það sé misnáið eftir atvikum og sumar grundvallarrannsóknir nýt- ist ekki beint í klínískri vinnu fyrr en fjölmörgum áram eftir að þær era gerðar. Snertiflöt milli grund- vallarrannsókna og klínískra vandamála má í okkar vinnu sjá til dæmis í tengslum við GABA- taugaframur meltingarvegar sem ég nefndi áðan. Sú vinna hefur nú Móðirvor . SEM ERTÁ fÖRÐU, HEILAGT VERl NAFN ÞITT. KOMI RÍKI ÞITT, OG VERI VIL|I ÞINN FRAMKVÆMDUR í OSS, EINS OG HANN ER í ÞÉR. EINS OG ÞÚ SENDIR HVERN DAG ÞÍNA ENGLA, SENDU ÞÁ EINNIG TILOSS. FYRIRGEF OSSVORAR SYNDIR, EINS OG VÉR BÆTUM FYRIR ALLAR VORAR SYNDIR GAGNVART ÞÉR. OG LEIÐ OSS EIGl TIL SJÚKLEIKA, HELDUR LEIÐ OSS FRÁ ÖLLU ILLU, ÞVÍ ÞÍN ER JÖRÐIN, LlKAMINN, OG HEILSAN. Amen Friðarboðskapur Jesú Krists er fyrstu aldar frumhandrit úr leyniskjaiasafni Vatikansins. Hrein og ómenguð orð Jesú Krists, töluð fyrir nær tvö þúsund árum, um lækningamátt Móður Jarðar, engil jarðarinnar, vatnsins, loftsins og sólarljóssins. Hversvegna hefurþessari mikilvægu þekkingu um hina Jarðnesku Móður verið haldið frá almenningi? Ritið varpar nýju Ijósi á fræðslu Krists og lætur engan nútímamann ósnortinn. Fæst í bókabúðum. Vfsdómsútgáfan Fri^oöskapur /estJ Krists í *Bæn úr Friðarboðskap Jesú Krists eftir lærisveininn Jóhannes. Hinir Aramelsku og gömlu Slavnesku frumtextar. Þýddir af Edmond Székely, sem ásamt Nóbelsverðlaunahafanum Romain Rolland, stofnaði 1928 International Biogenic Society. íslensk þýðing Ólafur Ragnarsson með aðstoð Óskars Ingimarssonar. BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur SlMI: 62 84 50 --^--------- Canon REIKNIVELAR í>ú heyrir munmn r'W. i Canon reiknivélamar með bleksprautuimi er bylting. Vinna nær hljóðlaust og hratt. Skrifstofuþægindi fást með Canon ikrifvélin hf CATIOTI M\l II VCIII 1 I 11 SKRIFSTOFUTÆKI Suðurlandsbraut 22 s: 91-685277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.