Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 33
. MORGUNBLAÐIÐ VlDSQPTl/ttlVlNNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 33 ISLENSKT — Svissnesk dagblöð birtu fréttir af íslenska frímerkinu með Mettler-voginni. Til hægri eru 40 kr. frímerkin, sem voru hönnuð hjá Yddu hf. í Reykjavík en prentuð í Sviss. Sviss Mettler stolt af íslensku frímerki ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ANNAÐ íslenska Evrópu- frímerkið 1990, sem Póst- og símamálastofnun gaf út í vor, vakti sérstaka athygli _ hjá Mettler-fyrirtækinu í Sviss. Á 40 króna frímerkinu er mynd af nýja pósthúsinu á Þönglabakka 4 í Reykjavík og einnig mynd af -nýrri gerð vogar sem er þar í notkun. Þeir sem þekkja til sjá að vogin er af Mettler-gerð og er þetta í fyrsta skipti sem vog frá fyrirtækinu kemst á frímerki. Fyrirtækið vakti athygli á þess- um heiðri í fréttatilkynningu og tvö dagblöð í nágrenni við höfuð- stöðvar Mettler við Greifensee í kantónunni Ziirich birtu fréttir um það i haust. Innflutningsfyrirtækið Rristins- son hf. í Reykjavík hefur einkaum- boð fyrir Mettler-vogir á íslandi. Það var stofnað 1972 til að flytja inn tæki fyrir rannsóknarstofur og eitt af fyrstu umboðum þess voru Mettler-nákvæmnisvogir. Háskóli íslands og rannsóknarstofnanir ríkisins hafa verið frá upphafi stór- ir viðskiptavinir fyrirtæksins. Fjöldi einkafyrirtækja hafa bæst í hópinn og nota Mettler-iðnaðarvogir, en þær mæla meiri þunga, allt upp í mörg tonn. Póst-og símamálastofnunin pant- aði fyrst Mettler-vogir árið 1985 þegar gamla pósthúsið í Reykjavík var endurnýjað. Þá vantaði smærri vogir en notaðar höfðu verið og Mettler varð fyrir valinu. Þær eru nú notaðar á íslenskum pósthúsum fyrir afgreiðslu á bréfum og smærri pökkum. Verkfræðingurinn Erhard Mettl- er, sem stofnaði Mettler-fyrirtækið árið 1945, var frumkvöðull í voga- smíði. Hann og fjórir samstarfs- menn hans notuðu fyrstir aðeins eina vogarskál í stað tveggja í ná- kvæmnisvogum, en það var bylting í vogahönnun á sínum tíma. Fyrir- tækinu óx fljótt fiskur um hrygg. Það hafði 2.300 starfsmenn á fjöru- tíu ára afmælinu 1985, átti dóttur- fyrirtæki í Þýskalandi og Banda- ríkjunum, hafði umboð í yfir 120 löndum og var frægasti framleið- andi nákvæmnisvoga í heimi. Það varð stærsti vogaframleiðandi heims fyrir tveimur árum þegar það tók yfir Ohaus Corp. og Toledo Scales Co. fyrirtækin í Banda- ríkjunum. Eldri gerð vogar og gamla póst- húsið við Pósthússtræti prýðir 15 krónu Evrópufrímerkið. Bæði frímerkin voru hönnuð hjá Ydda hf. í Reykjavík og prentuð hjá Helio Courvoisier S.A. í La Chaux-de- Fonds í Sviss. Verðbréf * Möguleikar Islands á er- lendum verðbréfamörkuðum LANDSBRÉF hf. hafa boðið Charles Pinney, framkvæmdasljóra hjá BZW, einu þekktasta verðbréfafyrirtækis í alþjóðaviðskiptum, að flytja fyrirlestur á hádegisverðarfundi Landsbréfa í dag í Þingholti Hótels Holts. Fyrirlesturinn ber heitið Möguleikar íslands á erlend- um verðbréfamörkuðum. Barclaysbanka. BZW er með aðal- skrifstofur í London, New York og Tokíó þar sem stærstu verðbréfa- markaðir heims eru, en fyrirtækið hefur aðstöðu til verðbréfaviðskipta í samvinnu við Barclaysbanka í rúmlega 75 löndum. Þátttaka er takmörkuð við 40 manns og fer skráning fram hjá Landsbréfum. Charles Pinney hefur sérþekk- ingu á sviði alþjóðlegra verðbréfa: viðskipta og sjóðastjórnunar. í fi'éttatilkynningu frá Landsbréfum hf. segir að með boði hans hingað sé verið að kynna þeim sem áhuga hafa á möguleikum tengdum alþjóð- legum verðbréfaviðskiptum, helstu þætti verðbréfaviðskipta. Verðbréfafyrirtækið BZW er dótturfyrirtæki hins þekkta breska í bókinni „Evrópumarkaós- hyggjan: Hagsmunir og val- kostir íslands" gerirdr. Hannes Jónsson óhóða og sannsýna heildarúttekt ó hagsmunum og valkostum Islands í nýrri Evrópu ' ■■ / og stærri heimi. .li- V-r m b n • Fáöu þér þá brúsa af Fermitex og máliö er leyst. Fermltex losar stíflur í frárennslispíp- um, salernum og vöskum. Skaðlaust fyrir gler, postulín, plast og flestar tegundir málma. Fljótvírkt og sótthreinsandi. VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSt 3 SÍMAR 673415 — 673416 Nýtið ykkur þessa ódýru þjónustu og tryggið gangöryggi bílsins í vetur! FÓLKSBÍLALAND H.F. FOSSHÁLSI 1.SÍMI67 39 90 RÍKISSKA TTSTJÓRI FLYWRAÐ LAUGAVEGI166 Frá og með miðvikudeginum 28. nóvember verður öli starfsemi embœttis ríkisskattstjóra til húsa að Laugavegi 166, Reykjavík. Vegna flutninganna verða skrifstofur embœttisins lokaðar dagana 26. og 27. nóvember nk. Nýttsímanúmer fró 28. nóvember verðun 91 -43 71OO RSK RÍKISSKATTSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.