Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 56
ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. SYKURLAUSTWff? H V S A F I. Ó I F&sfcni&ssker i Hvammstangi 0 F Jóhannes HU 127 sendi frá sér neyöarkali um kl. -10 1 18.00 á sunnudag. Brak úr bátnum fannst svo við Fáskrúössker um 1-20 km hádegi í gær. Fyrirheit stjórnarinnar þýðir að ekki verða skattahækkanir Samkomulag um endurskoðun þjóðarsáttarsamninganna: - segir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSI LAUNANEFNDIR aðila vinnumarkaðarins sem stóðu að þjóðarsátt- arsamningunum í febrúar samþykktu á laugardag að framlengja samningana að lokinni endurskoðun þeirra. Urskurðuð var 2,83% launahækkun frá og með 1. desémber meðal félagsmanna í Alþýðu- sambandinu en hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Kennara- sambandi íslands og Sambandi bankamanna hækka laun um 2,55%, þar sem hluti hækkunar framfærsluvísitölu hefur þegar verið bætt- ur með 0,27% hækkun 1. október. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands, segir að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um verðlagsmarkmið samningsins á næsta ári þýði að ekki verði af hugmyndum um skattahækkanir sem rætt hafi verið um að undanförnu. í tengslum við samkomulagið á laugardag lagði fjármálaráðherra fram munnlegt loforð um að áform- aðar breytingar á sköttum hins opinbera muni engin áhrif hafa á verðlag. Að sögn Þórarins gera þær verðlagsforsendur sem miðað er við ráð fyrir um 7% verðbólgu og fyrir- heit ríkisstjórnarinnar um að hún muni standa með aðilum vinnu- markaðarins að verðlagsmarkmið- um samninganna geri það að verk- um að skattahækkanir upp á rúma tvo milljarða sem leggist á atvinnu- reksturinn verði ekki framkvæmd- ar. Már Guðmundsson, efnahagsráð- gjafi ijármálaráðherra, sagði að ríkið hefði ekki fallið frá áformum um launa- og hafnargjöld. Hins vegar verði jöfnunargjald lækkað um 400 milljónir og hugsanlega aðstöðugjald. Heildaráhrif skatta- breytinga á verðlag verði því engin. Samkvæmt úrskurði launa- nefnda munu laun hækka um 2,5% í mars og gert er ráð fyrir 2% hækkun í júní en rautt strik er í samningnum í mai'. Ásmundur Stef- ánsson, forseti Alþýðusambandsins, sagði að breytingar á spá Þjóðhags- stofnunar um þróun verðlags þýði að verðbólga lækki um eitt pró- sentustig frá fyrri spá. Kaupmáttur verði 0,3% minni en gert hafi verið ráð fyrir í samningunum í febrúar. í spánni er gert ráð fyrir óbreyttu verði á bensíni og að búvöruverð hækki minna en almennt verðlag. Viðræður við bændasamtökin og ríkið leiddu til þeirrar niðurstöðu að kjarnfóðurgjald verður lækkað. Reiknað er með 3-4% lækkun á eggjum um næstu mánaðamót og lækkun á kjúklingum og svínakjöti sem' taki gildi annaðhvort 1. des- ember eða 1. janúar, Guðmundur Sigþórsson, ritari sexmannánefnd- ar, staðfesti í samtali við Morgun- blaðið, að rætt væri um að taka olíuverðshækkunina frá því í síðustu viku inn í verðlagsgrund- völl buvörunnar í áföngum til 1. rnars. í samkomulaginu er gengið út frá að almennt búvöruverð hækki um 1% 1. desember, 1% 1. mars og 1% 1. júní. Þá er byggt á lof- orði ríkisstjórnarinnar um að fyrir- huguöum hækkunum á opinberri þjónustu og gjaldskrám nokkurra ríkisstofnana verði dreift yfir árið. Sjá „Framlenging þjóðarsátt- ar“ á bls. 22-23. Miðbærinn fær á sigjólasvip Morgunblaðið/Júlíus Þó enn séu tuttugu og sjö dagar til jóla er að verða jólalegt í helstu verslunargötum borgarinnar. I gærkvöldi'var vaskt lið frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í sinum árlegu jólaskreytingum. Vann það fram á nótt við að hengja upp jólaljós í Austurstræti, þar sem þessi mynd var tekin. Tveggja manna saknað með trillu: Hlutir úr bátnum finnast í mikilli leit TVEGGJA manna, Dagbjarts M. Jónssonar, 45 ára, og Jónasar Sigfús- sonar, 18 ára, er saknað á Húnaflóa með trillunni Jóhannesi HU 127 frá Hvammstanga,. sem sendi frá sér neyðarkall um klukkan 18 að kvöldi sunnudagsins. Lausir hlutir úr bátnum, svo sem fiskiker, línub- ali og austurtrog, fundust í gær við klettinn Fáskrúð, skammt norð- ur af Vatnsnesi en þrátt fyrir umfangsmikla leit 25 báta, um 50 björgunarsveitarmanna, varðskips, þyrlu og flugvélar, höfðu menn- irnir ekki fundist fyrir myrkur í gær. í dag er ráðgert að halda leit áfram. Þá verða meðal annars fjör- ur gengnar allt að Skagaströnd. Menflirnir eru báðir búsettir í Víðidal. Dagbjartur M. Jónsson, sem er kvæntur og á tvo syni, býr í Víðigerði. Hann er eigandi Jóhann- esar HU og hefur einnig gert út rækjubátinn Jón Kjartan. Jónas Sigfússon býr í foreldrahúsum í Gröf í Víðidal. Mennirnir létu úr höfn frá Hvammstanga um hádegi á sunnu- dag en um klukkan 18 heyrðist neyðarkall þar sem aðeins kom fram nafn bátsins og að hann væri að sökkva. Hæglætisveður var en nokkur undiralda. íjöldi báta hélt þegar til leitar og alls leituðu 25 bátar þar til á fimmta tímanum í fyrrinótt og fóru þeir aftur út fyrir klukkan níu í gærmorgun. Þyrla og Fokker-flugvél Landhelgisgæsl- unnar héldu norður til leitar, svo og varðskipið Týr. Um 50 manns úr björgunarsveitum gengu fjörur frá Hvammstanga og fyrir Vatns- nes, að Þingeyrarsandi, í dimmu - veðri, suðlægri átt, og gekk á með rigningu. Um hádegi fann þyrlan hluti á floti og er talið fullvíst að þeir séu úr bátnum. Eftir það var leit á sjó beint í norður frá Vatns- nesi enda hafði svæðið innar á fló- anum verið fínkembt. Ekkert hafði fundist fyrir myrkur. Jóhannes HU 127 er 4,5 tonna plastbátur, smíðaður í Hafnarfirði 1983. Mennirnir voru að fara til línuveiða og höfðu fjögur bjóð. Stefán Valgeirs- son um bráða- birgðalögin: Mun greiða atkvæði á móti þéim Ekki meirihluti í neðri deild Þingsályktunartillögu Stefáns Valgeirssonar um að afla lögfræðilegs álits um- boðsmanns Alþings á bráða- birgðalögum þeim sem kennd eru við BHMR, var vísað frá að viðhöfðu nafnakalli. „Al- þingi vill ekki að um þetta mál sé fjallað og það þýðir að ég greiði atkvæði á móti,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður kvaðst Stefán ef- ast um að unnt myndi reynast að leita álits annarra hlutlausra aðila en umboðsmanns Alþingis. Þeir yrðu að vera óháðir fram- kvæmdavaldinu og mættu held- ur ekki vera í þeim samtökum sem um væri að ræða. Tveir þingmenn Alþýðu- bandalagsins, Hjörleifur Gutt- ormsson og Geir Gunnarsson, hafa einnig lýst því yfir að þeir greiði atkvæði gegn staðfest- ingu bráðabirgðalaganna. Ef allir þingmenn stjórnarandstöðu greiða atkvæði á sama veg nýt- ur frumvarpið um staðfestingu þeirra ekki meirihluta í neðri deild. Sjá þingsíðu, bls. 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.