Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 18
mniiuvw fit 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 1 Hvar er Dúlsínea? eftir Matthías Kjeld HEFUR ÞU KYNIMTÞÉR HAMAX SNJÓÞOTUR í KAUPFÉLAGINU OG SPORTVÖRUVERSLUNUM $ VERSLUNARDEILD HOLTAGÖRÐUM • SÍMI 6612 66 Á spjöldum sögunnar koma alltaf annað slagið menn, sem kallast geta mikilmenni eða afreksmenn vegna hugmynda og starfa, sem hafa létt veru manna á þessari jörð. En við höfurn líka mátt reyna hið gagn- stæða, menn, sem hafa valdið þjóð- um heims hörmungum á stuttri eða langri ævi sinni, og er slíkra einnig getið í sögum. Einn var sá maður spánskur að kyni, sem réðist með djörfum hug á hesti sínum gegn vindmyllum. Þéssi maður, Don Quixote, hefur verið frægur mjög, og ekki að ástæðulausu. Það var hin djarfa athöfn, hinar háu hugmyndir aftur úr öldum, sem lyfta krossfararridd- aranum yfir hina samborgarana. En Don Quixote hafði ekki tiltakan- legan áhuga á raunveruleikanum, og hina heittelskuðu Dúlsíneu, sem hann dýrkaði og barðist fyrir, hafði hann aldrei séð. En við erum heppin þjóð og ham- ingjusöm. Nú er útlit fyrir að einn slíkur maður sé kominn meðal vor, með hugmyndir aftan úr fortíðinni til að berjast fyrir. Við skulum kalla hann Donka til styttingar. Miðstýr- ing heilbrigðiskerfisins er hjartans mál Donka og einhvers staðar í því kerfi telur hann, að Dúlsíneu sé að finna, heitmey riddarans. í héil- brigðiskerfinu finnur hann margar önnum kafnar dugandi stofnanir (vindmyllur?), sem standa einar og sér, og snúast af krafti með arði og árangri fyrir land og lýð. Hér finnur Donki fjandmenn sína, sem hafa kannski fundið Dúlsíneu og halda henni fanginni. Ríður hann nú úr virki sínu rammgerðu með burtstöng á lofti. Fyrir sakir mikillar elsku beinist afbrýði Donka að nánast öllu í heil- brigðiskerfinu. En þegar svo háttar, aðV menn þeir, sem vinna verkin, ráða sér sjálfir og taka ákvarðanir um framkvæmdir, ellegar lands- menn ráða sjálfir hvert þeir leita og hvað þeim líkar best, fyllist Donki réttlátri reiði. Hvers vegna skyldi fólkinu og læknum treystandi fyrir samskiptum sínum? Hvers vegna þarf hann að þola lækningastarf- semi, sem ekki er flokkspólitísk? En Donki kann ráð við þessu. Hann fer bara í sjónvarpið svona af og til og segir frá einhveijum tölum. Það ku t.d. hafa orðið þré- föld hækkun á greiðslum til sérfræð- inga, sem vinna sjálfstætt, yfir 6 ára tímabil. Auðvitað er ekki nefnt að sjúkrahúsin hafa verið iokuð meira og minna á þessu tímabili. Donki er ekki heiðarlegur eins og farandriddarinn frá La Mancha. Hann nefnir ekki aukna þjónustu, ekki aðrar hækkanir í kerfmu. Get- ur þess t.d. ekki, að framlög til Veðurstofunnar hafa tvöfaldast á sama tímabili. Veðurspár hafa batn- að mjög en veðrið ekkert og snýr ennþá vindmyllum að vild sinni. Ef maður ber nú tölur Donka saman við tölur, sem unnar hafa verið á vegum Háskólans úr ýmsum opinberum gögnum yfir tímabilið 1960 til 1988, (kandídatsritgerð Benedikts Árnasonar í viðskipta- fræðideild vorið 1990), hlýturmaður þó að spyija hvort hann hafi nú brotið leikreglur krossfarariddara og ríði nú brynjulaus á sópskafti um loftin blá. í ritgerð Benedikts kemur fram, að miðað við fast verð- lag 1980 voru útgjöld til heilbrigðis- mála 15% af heildarútgjöldum ríkis- ins árið 1960, en voru orðin 20% árið 1988. Á þessum 28 árumjókst neysla á heilbrigðisþjónustu um 4,4- falt í heilsugæslu, 4,9-faIt í stjórn- un, 5,0-falt hjá sérfræðingum, 6,1- falt á lyfjum, 9,6-falt á sjúkrahús- um, 14-falt hjá tannlæknum og ýmis annar sjúkrakostnaður 15,9- falt. Á þessu tímabili verður um 300% hagvöxtur í landinu og lækn- isþjónusta eykst að miklum mun. En sanntrúaður farandriddari er ekki hingað kominn til þess að upp- lýsa fólk um staðreyndir eða hafa í frammi einhvern kjánalegan sam- anburð, t.d. hvað bílaeign lands- manna hefur aukist á tímabilinu ellegar sólarlandaferðir. Læknahóp- urinn, sem Donki er að reyna að gera tortryggilegan með þessum smekklega hætti, fær minna en 3% BLUEBIRD Sch greitt af því fé, sem fer til heilbrigð- isþjónustu hérlendis og læknisverk þessa hóps eru með því ódýrasta, sem þekkist á Vesturlöndum. Um- ræddir sjálfstætt starfandi læknar sjá um hálfa milljón sjúklingaheim- sókna á ári og mjög mikla þjónustu, sem annars hefði orðið að sinna inni á sjúkrahúsunum, þarsem legu- dagurinn kostar einhvers staðar milli 30-45 þúsund kr. á dýrustu einingunum. Hinn hjartaprúði, valdafælni Donki boðar nýja tíma. Hví ekki koma lækningum framtíðarinnar fyrir í kaupfélögunum, svo þau hefðu betri samkeppnisstöðu, t.d. gagnvart Hagkaupum. Og þar mætti hafa auga með fólkinu og lækningunum. Þar mætti fýlgjast með því að fólk sé ekki að rápa til „kaupfélagslæknisins" að óþörfu, eða a.m.k. farinn úr því mesti vind- urinn áður. Með vel útfærðri mið- stýringu í þessu kerfi mætti ef til vill spara bæði penicillín og verkja- lyf, jafnvel svefnlyf, þar sem fólkið þyrfti minna að hugsa. Allt í nafni heittelskraðrar Dúlsíneu. Það er ekki nema á færi snillinga á borð við Donka að sjá fyrir sér yfirstjóm spítalanna í Reykjavík. Stjórn, sem sér um fjármálin, sam- eiginlega tækjakaup, mannaráðn- ingar, matarkaup, sprautur, allt. Hvílík yfirvættis þekking á heil- brigði^málum og stjórnsnilli liggur hér að baki. Það þarf ekkert að útskýra þetta, það sparast milljón- irl! Það má setja aðra stjóm ofan á þessa og svo aftur ofan á hana o.s.frv. án þess að svo mikið sem starfsfólkið verði vart við það. — Og vinnulýðinn má gleðja með 2-3 stjómm, eins og glassúr, ofaná allt saman, sem síðan gætu farið í sjón- varpið með Donka á góðum dögum til að segja Búlúlala, ellegar inn á Alþingi að mótmæla mylluvindi. Donki unir sér ekki hvíldar. Ef hann er ekki úti á Rósinante ein- hvers staðar á þeysispretti, leggur hann dag við nótt í virki sínu við að vinna að endurskipulagningu svokallaðrar „sjúkraþróunar“ á Is- landi. Nú er nýkomið fram fmm- varp um almannatryggingar. Þar er eftirfarandi að finna: „Ráðherra getur í samráði við Tryggingaráð ákveðið, á grundvelli Ijárlaga hvetju sinni, hversu mikla heilbrigðisþjón- ustu utan sjúkrahúsa ríkið kaupir og þann fjölda einstaklinga, sem Matthías Kjeld „En við erum heppin þjóð og hamingjusöm. Nú er útlit fyrir að einn slíkur maður sé kominn meðal vor, með hug- myndir aftan úr fortíð- inni til að berjast fyrir. Við skulum kalla hann Donka til styttingar.“ þjónustan er keypt af.“ Þessi vina- lega klausa kemur áreiðanlega tár- um í miðstýrð augu Dúlsíneu. Ríkisstofnanir hafa haft forgöngu um að sýna nauðsynlegan aga, svo að þegnamir megi finna öryggis- kennd, t.d. lokun á síma ef greiðsla berst ekki í tíma, hótun á eignaupp- töku, ef dregst að greiða skattinn o.s.frv. Það olli þess vegna nokkurri undmn að sjá ekki í tilvitnuðu frum- varpi klausu, sem hefði getað verið eitthvað á þessa leið: „Nú veikist atkvæðisberi með íslenska kennitölu og er það ekki á grundvelli fjárlaga og skal þá sá hin sami deyja drottni sínum og kennitala hans gerð upp- tæk til ríkisins.“ Nú vitum við ekki, þegnar ríkis- ins, hvort von sé til þess nokkur, að Donki stígi af baki Rosinante einhvern tíma og brynni honum ásamt asnanum hans Saneho Pansa í einhveijum ríkisbmnninum. En það er von okkar sumra, dauðlegra, að þá mætti kannske spyrja hann, „Heyrðu, Donki, er ekki Dúlsínea ennþá í Rúmeníu?“ Höfundur er læknir. f iii ittii 11 iimi; imm / / m iii ttH.lt.ll 1J1»Í\ lltt\%l /// / k 20 a < & 2 ff I Kópal innanhúss- málning er med fimm gljástig Kópal Tónn 4 Gcfur matta áfcrð. Hcntar cinkar vcl þar scm minna mæðir á, t.d. í stofum, borðstof- um, í svcfnhcrbcrgi og á loft. Kópal Glitra 10 Hcfur örlítið mciri gljáa cn KÓPAL TÓNN og þar af lciðandi bctri þvotthcldni. Hcntar vel þar scm mcira mæðir á. m Kópal Birta 20 Gcfur silkimatta áfcrð. Hcntar vcl þar scm mæðir talsvcrt á vcggflcti, t.d. á ganga, barna- hcrbcrgi, cldhús, og þar scm óskað cr eftir góðum gljáa. Kópal Flos 30 Hefur gljáa scm kcmur að góðum notum á lcikhcr- bcrgið, stigaganga, barnahcrbcrgi, baðhcrbcrgi, þvotta- hús o.fl. Hentar cinnig á húsgögn. Kópal Geisli 85 Gcfur mjög gljáandi áfcrð og hcntar þar scm krafist cr mikillar þvotthcldni og styklcika, t.d. í bílskúrinn, í gcymsluna og í iðnaðarhúsnæði. Hcntar einnig á húsgögn. KÓPAL er samheiti á innan- hússmálningu sem uppfyllir kröfur um ómengandi máln- ingarvöru til innanhússnota á Norðurlöndum. KÓPAL yfirmálning er vatnsþynnan- leg, fæst með fímm gljástigum og í staðallitum og nær ótelj- andi sérlitum skv. KÓPAL tónalitakortinu. KÓPAL yfirmálning er auðveld í með- förum, slitsterk og áferðar- falleg og seld í öllum málning- arverslunum landsins. Imálninglf ■ það segir sig sjdlft - ^ s/iE t /m/ miÆiinwm %\\x%m/ i m//w/\ i»m\f.\ \«f i«i#'i \tt mtMiV': \\\ s s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.