Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 27 Forsetakosningarnar í Póllandi: Oþekktur milljóna- mæringur vinsælli en forsætisráðherrann Lech Walesa sigraði en kjósa þarf á ný milli efstu manna í næsta mánuði Varsjá. Reuter, The Daily Telegraph. Verkalýðsleiðtoginn Lech Wa- lesa hlaut flest atkvæði fram- bjóðenda í forsetakosningunum í Póllandi á sunnudag. Walesa hlaut þó ekki tilskilinn meiri- hluta atkvæða og fer því fram önnur umferð 9. desember. Keppinautur Walesa í síðari um- ferðinni verður Stanislaw Tym- inski, pólskur kaupsýslumaður sem hagnast hefur erlendis, en hann bar óvænt sigurorð af Tad- eusz Mazowiecki, forsætisráð- herra, sem var þriðji. Þykir sú niðurstaða gífurlegt áfall fyrir Mazowiecki og ríkisstjórn Sam- stöðu, sem gripið hefur til harka- legra og óvinsælla aðgerða í því skyni að endurreisa efnahag landsins. Þegar niðurstöður lágu fyrir í 48 af 49 kjördæmum Póllands hafði Walesa fengið 39,05 prósent at- kvæða, Tyminski 23,98 og Mazowi- ecki 17,5. Þrír menn til viðbótar voru í framboði, Wlodzimierz Cim- oszewicz, fyrrum kommúnisti, hafði hlotið rúm níu prósnet atkvæða, Roman Bartoszcze, frambjóðandi bændahreyfingarinnar, um átta prósent og þjóðernissinninn Leszek Moczulski rúm tvö. Vændur um lygar og lýðskrum Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að Walesa nyti mestra vin- sælda meðal alþýðu manna og að Mazowieeki yrði í örðu sæti á und- an Tyminski. Tyminski, sem er 42 ára milljónamæringur, var gjörsam- lega óþekktur í heimalandi sínu þar til fyrir mánuði er hann kunngerði að hann hygðist gefa kost á sér í forsetakosningunum, fyrstu al- fijálsu kosningunum sem fram fara í Póllandi frá lokum síðari heims- styijaldarinnar. Málflutningur Tyminskis féll greinilega í fijóan svörð en hann hét því að leggja sitt af mörkum til að Pólveija gætu notið hagsældar og efnahagslegs Reuter Stanislaw Tyminski ræðir við fréttamenn í Varsjá í gær en hann varð óvænt í öðru sæti í forsetakosningunum sem fram fóru á sunnudag. Eiginkona hans, Graciela, fylgist með. sjálfstæðis til að unnt reyndist að innleiða „lýðræði peninganna“ eins og hann nefndi þetta helsta stefnu- mál sitt. Andstæðingar Tyminskis vændu hann um ómerkilegt lýð- skrum og dagblöð pólsk fullyrtu að maðurinn væri geðbilaður lygari er hann lýsti yfir því að Mazowiecki forsætisráðherra hefði gerst sekur um landráð þar eð hann hefði selt útlendingum mörg traustustu fyrir- tæki Póllands á útsöluverði. Vaxandi örvænting Fréttaskýrendur höfðu á orði að góð kosning Tyminskis sýndi að örvæntingar væri tekið að gæta meðal almennings vegna þeirra harkalegu efnahagsaðgerða sem ríkisstjórn Samstöðu hefði gripið til. Alþýða manna hefði alltjent ver- Tadeusz Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, greiðir atkvæði í forsetakosningunum á sunnudag. Kjósendur höfnuðu Mazowiecki og bendir allt til þess að hann muni segja af sér sem forsætisráðherra. ið reiðubúin að greiða óþekktum manni atkvæði sitt þótt stefna hans væri í besta falli óljós í þeirri von að hann gæti frelsað þjóðina úr viðjum skorts og fátæktar. Á sama hátt hefði Mazowiecki sýnilega ver- ið hafnað á þessum forsendum en hann hafði áður lýst yfir því að hann myndi segja af sér sem for- sætisráðherra næði hann ekki kjöri. Tyminski hefði einkum notið stuðn- ings lítt menntaðra kjósenda á landsbyggðinni og í meðalstórum borgum og sagði einn stjórnmála- skýrenda dagblaðsins Gazeta Wy- borzca, málgagns ríkisstjórnar Samstöðu, að þeir sem studdu Tym- inski hefðu í senn misskilið og hafn- að björgunaraðgerðum stjórnvalda á efnahagssviðinu. Tyminski fagnaði úrslitunum ákaft og lét í Ijós þá von að Walesa drægi sig í hlé en hann hafði áður látið að því liggja að svo kynni að fara yrði Tyminski keppinautur hans í síðari umferðinni. „Walesa virðist óttast það mjög að mæta mér í síðari umferðinni. Standi hann við stóru orðin hættir hann við og fer í veiðiferð," sagði Tyminski í gær og bætti við að sig langaði mest til að hefjast handa þegar í stað, bretta upp ermamar og taka til við að gera pólsku þjóðina ríka. Styður Mazowiecki Lech Walesa? Þegar fyrstu tölur voru birtar á sunnudagskvöldið ítrekaði Mazowi-. ecki þá yfirlýsingu sína að hann myndi segja af sér sem forsætisráð- herra yrði honum hafnað í forseta- kosningunum. Nokkrir þekktir stuðningsmenn forsætisráðherrans spáðu því í gær að hann myndi styðja Walesa í síðari umferðinni í þeirri von að geta með því móti komið í veg fyrir að Stanislaw Tym- inski yrði forseti Póllands. Stuðn- ingsmenn forsætisráðherrans vændu Walesa um valdagræðgi og yfirgang í kosningabaráttunni en Walesa svaraði fyrir sig með því að saka Mazowiecki um undirlægju- hátt gagnvart kommúnistum, sem enn eiga fulltrúa á þingi þar eð 65% sæta' í neðri deild voru undanskilin í kosningunum í júní í fyrra. Að auki greinir þá Walesa og Mazowi- ecki á um hvert skuli vera hlutverk forseta en Walesa hefur boðað að færa eigi aukið framkvæmdavald í hendur honum. Sjónvarpstœki Sjónvarps- myndavélar Hljómtœkja- samstœður Bretland: Breskur kafbátur grandar fiskibáti St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Sl. fimmtudag grandaði breskur kafbátur skoskum fiskibáti og áhöfnin fórst á Clyde-firði vestur af Glasgow. Þingmenn Verka- mannaflokksins og fulltrúar sjómanna hafa krafist opinberrar rannsóknar. Kafbáturinn HMS Trenchant lenti í vörpu bátsins Antares sl. fimmtudag, þar sem báturinn var við veiðar á Clyde-firði við vestur- strönd Skotlands. Kafbáturinn sökkti bátnum og íjögurra manna áhöfn fórst. Archie Hamilton, aðstoðarvarn- armálaráðherra, lýsti því strax yfir á föstudag, að varnarmálaráð- uneytið myndi rannsaka málið. Frá árinu 1970 hafa 19 bátar sokkið á svipuðum slóðum og talið er að helmingur þeirra a.m.k. hafi sokkið vegna breskra kafbáta. Þetta er í fyrsta sinn, sem flotinn viðurkennir, að hafa orðið sjó- mönnum að bana. Á sunnudag kom í ljós, að kaf- báturinn var við æfingar á firðin- um. Talsmenn sjómanna hafa lýst því yfir, að það sé óviðunandi, að æfmgar fari fram á sömu slóðum og bátar séu við veiðar. Nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins hafa krafist opinberrar rannsókn- ar á þessu atviki. Þeir segja Clyde- fjörðinn líkjast æ meir Bermúda- þríhyrningnum, þar sem bátar hverfi sporlaust. Stjórnendur kafbáta geta hæg- lega áttað sig á staðsetningu fiski- bátanna, en þeir geta ekki numið, hvar netin eru eða vörpurnar. ERLENT K- Dags. 27.11 1990 VAKORT 4507 2900 4548 9000 4543 3700 4543 3700 4929 541 Kort frá Kuwait 4506 13** 4966 4507 13** 4921 4547 26** 4552 4508 70** 4507 0003 2489 0027 9424 0000 2678 0001 5415 675 316 sem byrja á nr.: 66** 4509 02** 04** 4921 90** 41** 4560 31** 77** 4966 82** Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND K Feröaviðtœki Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMrm& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Þú svalar lestraiþörf dagsins ásíðum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.