Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990
25
Fjárlög Sovétríkjanna kynnt;
Minnkandi framleiðsla og
varað við efnahagshruni
Könnun sýnir mikinn stuðning við sjálfstæðiskröfur einstakra lýðvelda
Moskvu. Reuter, Daily Telegraph.
TALSMENN Sovétstjórnarinnar kynntu í gær efnahagsáætlanir og
fjárlög ríkisins fyrir næsta ár og sögðu að aðskilnaðarhreyfing í
mörgum lýðveldanna 15 gæti valdið efnahagslegu hruni. Gert er ráð
fyrir enn frekari minnkun á framleiðslu, útflutningi og gjaldeyris-
varasjóðum. Olíuframleiðsla, ein helsta gjaldeyrislind rikisins, er sögð
verða talsvert minni en á þessu ári einkum vegna skorts á varahlut-
um. Lagt er til að útgjöld til varnarmála minnki um tíu af hundraði
og aðstoð við önnur ríki um 75%. Þing rússneska lýðveldisins frestaði
í gær að ræða hugmyndir um nýja stjórnarskrá lýðveldisins þar sem
m.a. er kveðið á um sjálfstæðan herafla og utanríkisstefnu.
Júríj Masljúkov, forstjóri Gosplan,
áætlunarstofnunar Sovétríkjanna,
sagði sovéskum þingmönnum að
efnahagsmál sovétlýðveldanna væru
svo samofin að þau gætu ekki stað-
ið ein. „Getur eitt lýðveldi komist
af án olíu eða vélbúnaðar frá Rússl-
andi, án baðmullar frá Mið-Asíulýð-
veldunum, án kola og málma frá
Úkraínu? Sérhvert lýðveldi er háð
öllum hinum. Astandið hefur versn-
að. Áætlun þessa árs hefur brugð-
ist. Okkur skortir tæki, fé og viljann
til að starfa.“ Masljúkov sagði að
Sovétmenn hefðu flutt inn 30,5 millj-
ónir tonna af korni á þessu ári eða
nokkru meira en vestrænir sérfræð-
ingar höfðu áætlað.
Valentín Pavlov fjármálaráðherra
sagði að tekist hefði að lækka veru-
lega fjárlagahallann en þörf væri á
nýjum sköttum til að fjármagna
rekstur ríkisins og koma í veg fyrir
of mikla seðlaprentun. Leóníd
Abalkín aðstoðarforsætisráðherra
Líbanon:
Sveitir krist-
innayfir-
gefa Beirút
Beirút. Reuter.
ELIAS Hrawi forseti Líban-
ons hét því í gær að innan
hálfs árs hefðu vopnaðar
sveitir verið upprættar í
landinu og stjórnarherinn
kominn í búðir um land allt.
Að því búnu yrði borgarastríð-
inú formlega lokið.
Hráwi sagði blaðamönnum í gær
að stjórnarherinn legði fyrst
áhersla á að afvopna sveitir ýmissa
fylkinga í höfuðborginni og þegar
því yrði lokið mundi hann treysta
stöðu sína um land allt.
Brottflutningi liðsmanna öflug-
asta einkahersins, Líbönsku hers-
veitanna (LF), frá austurhluta
Beirút var haldið áfram um helg-
ina. Hélt lest 65 bíla á sunnudag
úr Ashrafiyeh-hverfí borgarinnar
áleiðis til Keserwan-fjallahéraðsins
í norðurhluta landsins en þar eiga
sveitirnar griðland.
Búist er við að brottflutningi
sveita LF ljúki fyrir vikulok en
hersveitirnar höfðu um 10.000
menn undir vopnum.
Nýlega er lokið brottflutningi
einkasveita múslima frá vestur-
hluta Beirút.
Hrawi sagði að vopn einkaher-
sveita yrðu flutt í búr stjórnarhers-
ins en sveitir LF tóku mikið af
vopnum með sér til Keserwan.
Hermt er að íbúar í Austur-Beirút
horfí uggandi til framtíðarinnar
þar sem þeir njóta ekki lengur
hersveita kristinna.
Á blaðamannafundinum sagði
Hrawi að héðan í frá yrði Stór-
Beirút ein borg og óskipt og tak-
mark Líbana yrði að gera borgina
aftur að perlu Mið-Austurlanda.
sagði að það myndi taka tvö til fimm
ár að koma á markaðskerfi en ævi
heillar kynslóðar að útrýma kom-
múnísku tilskipanakerfi að fullu.
Hann gagnrýndi stjórnina fyrir að
láta undan kröfum einstakra lýð-
velda og auka peningamagn um 22
milljarða rúblna í stað 10 milljarða
eins og ætlunin var.
Sjálfstæði Rússlands
Rússneskir þingmenn hafa látið í
ljós óánægju með að hvergi skuli
vera minnst á lögleiðingu einkaeign-
ar á jarðnæði í drögum að nýrri
stjómarskrá Sovétríkjanna sem
Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi
hefur lagt fram. „Ég fullvissa ykkur
um að ef við gerum róttækar umbæt-
ur í landbúnaðinum munum við ná
árangri á innan við 500 dögum,“
sagði Rúslan Khasbúlatov, varafor-
seti Rússlands, í viðtali við dagblað-
ið Prövdu í gær. Hann sakaði sovesk
stjómvöld um að koma í veg fyrir
umbætur í Rússlandi. Þingmennirnir
munu í dag ræða þessi mál.
Drög að nýrri stjórnarskrá Rúss-
lands, sem sögð em byggjast á
stjórnarskrám Sþánar og Ítalíu,
verða lögð í dóm þjóðarinmnnar, að
sögn fulltrúa í stjórnarskrárnefnd
lýðveldisins. Heimildarmenn segja
að fulltrúar minnihlutaþjóða í Rússl-
andi hafi lýst óánægju með drögin
og sagt að þau tryggi ekki nægilega
vel réttindi þeirra. í drögunum er
gengið svo langt í sjálfstæðisátt að
óhjákvæmilegt er að til árekstra
komi milli Gorbatsjovs og Borís
Jeltsíns Rússlandsforseta sem krefst
aukinna valda á kostnað Sovétleið-
togans.
Eystrasaltsríkin þrjú hyggjast
halda sameiginlegan fund þinga
landanna í Litháen um næstu helgi
til að ræða vaxandi spennu í sam-
skiptunum við Kremlveija. Vytautas
Landsbergis, forseti Litháens, sagði
um helgina að hann óttaðist að Sov-
étmenn ætluðu að beita hervaldi til
að bijóta sjálfstæðishreyfmgar
ríkjanna á bak aftur. Ný skoðana-
könnun, sem gerð var á vegum
TASS-fréttastofunnar sovésku og
Reuter
í hlutverki gísls
Stuðningsmenn Bretans Johns McCarthys sem verið hefur í haldi
mannræningja í Líbanon undanfarin ár hafa að undanförnu vakið
athygli á máli hans. Hafa þeir meðal annars sett upp eftirlíkinginu
af þeim aðstæðum sem McCarthy býr við og fengið kunnan leikara,
Maurice McParland, í fangahlutverkið. Var meðfylgjandi mynd tekin
í London í gær.
CjU1L-FAI.LF.GAR
Herra
LOÐHÚFUR
'I’ILVALIN
JÖLAGJÖF
Safalinn, Laugavegi 25, 2.hæð. Sími 17311
japönsku fréttastofunnar Kyodo,
gefur til kynna að nær þriðjungur
íbúa Sovétríkjanna sé hlynntur fullu
sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og
fleiri lýðvelda sem þess krefjast.
r ö
^íiía^
AUÐSTILLT
MORATEMP blöndunar-
tækin eru með auðveldri
einnar handar stillingu á
hitastigi og vatnsmagni.
MORA sænsk gæðavara
fyrir íslenskar aðstæður.
Fást í byggingavöruverslunum.
^meiri ánægja^
ALLT
fyrirGLUGGANN
úrval, gæði, þjónusta
Eldhúsgluggatjöld í
úrvali.
Ódýr spönsk glugga-
tjaldaefni í breiddinni
270 sm.
Mikið úrval af glugga-
tjaldaefnum.
Rekum eigin saumastofu.
Ráðleggingar, máltökur
og uppsetningar ef óskað
er.
Sendum í póstkröfu um
land allt.
<i$ Elnkaumboð á íslandi
Sími: 31870 - 688770.
Tjarnargötu 17 - Keflavík -
Sími: 92-12061.
Þvottavélar
Eldavélar
ÖrbySgjuofnar
Gczðatœki fyrir
þig og þína!
SMTTH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
V^terkurog
L/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!