Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 35 Hreint klúðursmál - segir Stefán Valgeirsson Þingsályktunartillögu Stefáns Valgeirssonar (SJF-Ne) um að afla lögfræðilegs álits umboðs- manns Alþingis var vísað frá að viðhöfðu nafnakalli. Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv), forseti sam- einaðs þings, taldi vera mikla meinbugi á tillögu Stefáns. Flutningsmaður aftur á móti - taldi að menn þyrðu ekki að fá slíka álitsgerð í hendur. Tillaga Stefáns er um að Alþingi feli forsetum þingsins að afla lög- fræðilegrar umsagnar og álitsgerð- ar hjá umboðsmanni Alþingis sam- kvæmt 11. gr. laga nr. 13. frá 1987, um hvort bráðabirgðalög um launa- mál, nr. 89/1990 brjóti í bága við grundvallarreglur um stjórnskipun lýðveldisins og stjórnarskrá þess. Umrædd brágðabirgðalög eru oft kennt við BHMR, Bandalag há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Stefán Valgeirsson sagði þetta mál vera „hreint klúðursmál frá upphafí“ og enginn vafí léki á um að siðferðilega hefði ranglega verið að þessu máli staðið. Eftir því sem hann velti þessu máli meira fyrir sér þá hallaðist hann að því að þetta gæti ekki staðist samkvæmt stjórn- arskrá og hann vildi ekki láta það henda sig að greiða atkvæði með lögum sem hann hefði miklar efa- semdir um að samræmdust stjórn- arskránni. Ræðumaður lét þess þó getið að ef umboðsmaður Alþingis vísaði þessu máli frá kynnu ef til vill að Kristnisaga Málþing á laugardegi ALÞINGI íslendinga bauð til málþings um samingu rits um sögu kristni á íslandi í 1000 ár. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði m.a. í umræðum í sameinuðu þingi 10. apríl 1986: „Verður aldrei ofmetin þýðing þess hvemig kristni- töku íslendinga bar að. Aðrar þjóð- ir þurftu að þola blóðsúthellingar, bræðravíg og ófrið áður en hinn fomi siður þokaði fyrir fagnaðar- boðskap kristinnar trúar. Islending- ar leystu málið með þjóðarsátt." Afráðið var að skrifa sögu þess- arar þjóðarsáttar; sögu kristni á íslandi. Forsetar Alþingis hafa skip- að ritstjórn undir forsæti sr. Sigur- jóns Einarssonar, en ritstjóri er dr. Hjalti Hugason. Ritstjórnin boðaði til málþings, sértil ráðuneytis, milli kl. 10-17 síðastliðinn laugardag. Til fundarins var fjölda manns boð- ið, klerkum og kennimönnum, sagn- fræðingum, listfræðingum, þjóð- háttafræðingum og fræðimönnum ýmsum. Forseti sameinaðs þings, Guðrún Helgadóttir, ávarpaði fundarmenn en síðar var gengið til dagskrár. Erindi og einkum umræður urðu hinar fjörugustu og héldu fulltrúar hinna ýmsu hópa sínum viðhorfum fram. T.d. mátti ráða af máli sumra kvenna — í óformlegu samtali við Morgunblaðið — að því yrði ekki alls kostar tekið af kristilegu um- burðarlyndi ef hlutur kvenna í kristnisögu yrði enn fyrir borð bor- inn. Ýmsir sagnfræðingar lögðu áherslu á samræmi verksins og nauðsyn ákveðinnar ritstjórnar. Dr. Gunnar Karlsson prófessor rakti nokkur víti til að varast og greindi frá nokkrum merkum og gagnleg- um afmælisritverkum en sem væru því miður næsta ósamstæð og hverra ritunartími farið nokkra ára- tugi fram yfir áætlanir. Ljóst þótti að ritnefnd væri því nokkur vandi í þeirri vegsemd að franifylga vilja Alþingis um ritun kristnisögu. Helgi Skúli Kjartansson dósent og félagi í ritstjórn sleit málþing- inu, þakkaði fjölda ábendinga sem ritstjórn muni vel gagnast. vera hlutlausir aðilar sem gætu gefið álit. Það kom einnig fram í máli Stef- áns að hann hefði verið með varnað- arorð þegar við hann var talað á sínum tíma í sambandi við þessi lög, það eina sem hann hefði viljað gangast inná hefði verið að fresta þessum greiðslum á meðan værið verið að athuga og úz-skurða hvort það væri hægt, og löglegt að svipta rétti samkvæmt samningi sem fjár- málaráðherra hefði í umboði ríkis- stjórnarinnar skrifað undir. Stefán fór þess á leit að tillögu hans yrði vísað til félagsmálanefnd- ar og síðari umræðu. Meinbugir Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) taldi verulega meinbugi á tillögu Stefáns Valgeirssonar. Umboðs- maður Alþingis væri óháður og því ekki forseta Alþingis að segja hon- um til. Einnig að starfssvið umboðs- manns næði ekki til starfssviðs Al- þingis né dómstóla. Þessi bráða- birgðalög væru nú til umfjöllunar í fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar. Samþykkt þessarar þings- ályktunar myndi taka frarji fyrir hendur háttvirtar þingnefndar. Ennfremur kom fram að BHMR hefði höfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur og umboðsmaður Al- þingis fjallaði ekki um lög sem væru fyrir dómi. Guðrún Helgadótt- ir lagði til að tillögu Stefáns Val- geirssonar yrði vísað frá. Friðrik Sophusson (S- Rv). Sagði þetta mál kannski fyrst og fremst um það snúast hvort forsæt- isráðherra hefði sagt rétt frá þegar hann hefði Iýst því yfír að meiri- hluti væri fyrir þessum lögum. Nú lægi fýrir að tveir stjórnarliðar, Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) og Geir Gunnarsson (Ab-Rn), myndu greiða atkvæði gegn bráðabirgða- lögunum. Ef Stefán Valgeirson greiddi einnig atkvæði gegn lögun- um þá væri Ijóst að meirihluti sá sem forsætisráðherra minntist á væri ekki fyrir hendi. Friðrik lýsti sig sammála ræðu Guðrúnar Helga- dóttur og ástæðu til að samþykkja hennar tillögu. Stefán Valgeirsson gæti ekki skotið sér bak við umsögn umboðsmanns, því umboðsmaður- inn myndi aldrei leggja fram álits- gerð um þetta mál, enda hefði hann ekki til þess heimild. Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne) tók til máls og sagði m.a. að um- boðsmaðurinn yrði fijáls að því hvort hann legði fram álitsgerð og að það hefði komið fram í sinni ræðu að hann myndi sætta sig við að það yrðu aðrir sem til þess hefðu þekkingu leggðu fram slíka álits- gerð. Guðrún Helgadóttir og Friðrik Sophusson þyrðu ekki að fá álits- gerð í hendur. Taktn til baka Árni Gunnarsson (A-Ne) tók undir að stórir meinbugir væru á tillögu Stefáns Valgeirssonar og hvatti hann til að draga hana til baka. Stefán Valgeirsson sagði menn forðast að skoða þetta mál. Hann beindi því til Guðrúnar Helgadóttur að draga sína tillögu til baka. Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK-Vl) taldi bráðabirgðalögin um- deiidu ekki einungis vera siðlaus heldur biytu þau einnig tvær stjórn- arskrárgreinar. Hún hvatti þess að fjárhags- og viðskiptanefnd hraðaði sínum störfum svo bráðabirgðalög- in kæmust sem fyrst til atkvæða. Guðrún Helgadóttir forseti sam- einaðs þings leitaði afbrigða svo frávísunartillaga hennar kæmist til atkvæða. Og var hún samþykkt með 28 atkvæðum, nei sögðu þrír, Karvel Pálmason (A-Vf), Skúli Alexandersson (Ab-Vl) og Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne). Sex þing- menn Samtaka um kvennalista sátu hjá. Fjarverandi voru tuttugu og sex þingmenn. Stuttar þingfréttir: Fjarvinnsla Ríkisstjórnin samþykkti á fundi 6. nóvember síðastliðinn að ráðu- neyti og opinberar stofnanir flytji, eftir því sem föng eru á, gagna- skráningu og ritvinnslu til fjar- ■ vinnslustofa á landsbyggðinni. Ríkisstjórnin hefur falið Byggða- stofnun, í samvinnu við Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytis og Fjárlaga- og hagsýslustofnun, að kanna hvaða gagnavinnsluverkefni gætu hentað til fjarvinnslu á lands- byggðinni. Gert er ráð fyrir að veija allt að 3-4 millj. kr. til þess að leggja fram mótframlag á móti • stofnkostnaði stofnana sem kjósa að semja um ijarvinnslu við fjar- vinnslustöðvar á landsbyggðinni. Þessi samþykkt ríkisstjómarinnar er gerð í framhaldi af þingsályktun- artillögu sem samþykkt var á Al- þingi 19. mars síðastliðinn. Br eiðafj arðarferja SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur svarað kostnaði fyrirspum Eiðs Guðnasonar (A-Vl) um kostnað við smíði Breiðafjarðarfeiju. í svarinu kemur fram að: a) Smíðakostnaður nemur 256.849.759 kr. b) Hönnun- ar- og eftirlitskostnaður 12.403.110 kr. c) Fjármagnskostnaður og ann- ar lántökukostnaður 144.931.938 kr. Samtals: 414.183.938 kr. Svarið er með fyrirvara um að smíði feij- unnar er ekki að fullu lokið. Bankaráð Seðlabanka KOSNING í bankaráð Seðlabanka íslands til fjögurra ára frá 1. nóv- ember 1990 til 31. október 1994 var á dagskrá sameinaðs þings í gær. Kosningin fór þó ekki fram. Upphaflega var gert ráð fyrir að þessari kosningu væri lokið fyrir síðustu mánaðamót en hún hefur frestast og frestaðist aftur í dag. Tafír þessar hafa vakið nokkra eft- irtekt og orðið tilefni til ýmissa bollalegginga. MMIMSI Vetnisframleiðsla, eldsneyti framtíðar KRISTÍN Einarsdóttir hafði í gær framsögu fyrir þingsálykt- unartiliögu sinni og fimm ann- arra þingmanna Samtaka um kvennalista, þess efnis að fela ríkisstjórninni að hefja skipu- lagðar rannsókir og undirbúning Rétt skal vera rétt Geir H. Haarde gagnrýnir sérprentun félagsmálaráðuneytis GEIR H. Haarde óskaði eftir að ræða þingsköp eða „afglöp“ fé- lagsmálaráðuneytisins á fundi sameinaðs þings í gær. Geir H. Haarde hafði borist í hendur sérprent um lög um Hús- næðismálastofnun ríkisins. En lögin í sérprentuninni voru ekki fullkom-, lega samhljóða lögum þeim sem voru samþykkt á Alþingi í vor. Breytingar þessar voru leiðrétting- ar á ákveðnum tilvísunum í laga- greinar. Hér væri um að ræða meira en leiðréttingu á vélritunarvillu. Breytingin hefði efnislega þýðingu og snerti ákveðnar reiknireglur. Það væri e.t.v. til marks um hve málið hefði verið illa undirbúið að leiðrétt- ingar þyrfti að gera. En félagsmála- ráðuneytið hefði ekki leyfi til þess að gefa út í sérprenti önnur lög en þau sem Alþingi hefði samþykkt. Geir taldi þetta stórlega ámælisvert og fór fram á að þessari tilvísun yrði þá breytt með lögum. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, þakkaði ábend- inguna og kvaðst mundu setja emb- ættismenn í að rannsaka þetta mál. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði að óþarfí hefði verið að beina þessu máli til forseta Aiþingis, félagsmálaráðuneytinu væri kunnugt um þetta mál og í ráði væri að breyta þessu og leggja fyrir þingið. Halldór Blöndal (S-Ne) kvaðst skilja ummæli félagsmálaráðherra þannig að ráðuneytið hefði með vilja gefið út sérprentið í samræmi við hugsanlegar breytingar síðar. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, kvaðst mundu beita sér fyrir því að dreif- ing þessa sérprents yrði stöðvuð. að framleiðslu vetnis til notkunar sem eldsneyti til innanlandsnota og til útflutnings. Iðnaðarráð- herra segir að hugað sé að þess- um málum en telur enn langt í land. Framsögumaður sagði mörg efni hafa verið nefnd til sögunnar sem eldsneyti framtíðarinnar en nú höll- uðust flestir að því að hreint vetni yrði fyrir valinu en ekki efni sem innihéldu kolefni og myndu við bruna auka koldíoxiðmagn and- rúmsloftsins og þar með gróður- húsaáhrifín svonefndu. Hreint vetni er framleitt með rafgreiningu og telja flutningsmenn að vetnisframleiðsla sé vænlegur kostur í atvinnu- og orkumálum íslendinga. Vetnisframleiðsla sé ekki mengandi og vel geti hentað að byggja nokkrar fremur smáar verksmiðjur. Stórar einingar séu tillölulega lítið hagkvæmari e'n litl- ar. Því verði hægt að reisa verk- smiðjur allvíða um land. Einnig kom fram að áætlanir um notkun vetnis í Þýskalandi og fram- leiðslu vetnis í Kanada væru allvel á veg komnar. Og gert væri ráð fyrir umtalsvert hærra raforkuverði en rætt hefði verið um í sambandi við álver á Keilisnesi. Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, gerðf grein fyrir því að þessi áform um vetnisnotkun og fram- Ieiðslu væru ekki eins langt komin og flutningsmaður héldi. En iðnað- arráðuneytið fylgdist grannt með þessu málum. T.d. hefðu hann og Martin Bangemann, einn fram- kvæmdastjóra Evrópubandalags- ins, ákveðið að stefna að því að koma á fót samstarfsverkefnum um eldsneytisframleiðslu. Og í október síðastliðnum hefðu fulltrúar frá iðn- aðarráðuneyti, Landsvirkjun, Iðn- tæknistofnun, Járnblendifélaginu og Háskóla íslands farið til Ham- borgar og m.a. skrifað undir minn- isblað um samstarf við Vetnisfélag- ið svonefnda um möguleika á fram- leiðslu vetnis hér á landi. Flutningsmaður fagnaði því að þessum málum væri sinnt. Einnig kom fram í máli Kristínar að henn- ar heimildum og iðnarráðherrans bæri ekki saman. Hún lagði einnig áherslu á að mikilvægt væri að ís- lendingar væru virkir þátttakendur í samstarfi um vetnisframleiðslu. Iðnaðarráðherra ítrekaði að hug- að væri að þessu máli en lét þess jafnframt getið að ekki væri rétt að gefa í skyn að þetta væri hand- an við hornið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.