Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 23 í bættum kaupmætti miðað við það sem ella hefði orðið. Þrátt fyrir það vantar um 0,3% upp á að við náum þeim kaupmætti sem við stefndum að í febrúarsamningunum," sagði Ásmundur. „í viðræðunum var sérstaklega rætt um rautt strik í febrúar. Við áttum langar sennur um það við atvinnurekendur við samningsgerð- ina í febrúar. Okkur var þá ljóst að tímabilið frá nóvember fram í maí er óþægilega langt og við töld- um því rökrétt að bæta inn rauðu striki. Atvinnurekendur vildu ekki fallast á það á liðnum vetri og þeir neituðu því einnig nú. Við vildum þó ekki láta stranda á þeirri afstöðu nú fremur en þá,“ sagði hann. „Við hefðum líka kosið að heim- ilt yrði að opna samninginn ef ekki næðist samkomulag um að taka tillit til viðskiptakjaranna en það náðist ekki samkomulag um það heldur." Ásmundur sagðist eiga von á að kjúklingar og egg muni lækka um næstu mánaðamót um 3% og að almennt búvöruverð muni aðeins hækka um eitt prósentustig í des- ember, annað í mars og eitt stig í júní. „Hækkun búvöruverðs verður því langt undir almennum verðlags- hækkunum og kauphækkunum á tímabilinu þannig að kaupmáttur mun halda áfram að aukast gagn- vart búvörum en þær hafa reyndar ekki hækkað á þessu ári,“ sagði hann. Hann sagði að reynslan sýndi að í meginatriðum hafi verðlagsspáin sem miðað er við í samningunum gengið eftir til þessa og umfram- hækkanir ættu nær eingöngu rætur að rekja til afleiðinga Persaflóadeil- unnar.„Ef við skoðum þetta ár í heild er kaupáttur um það bil 0,2% lakari en við gerðum ráð fyrir og ég hygg að aldrei áður hafi verið spáð með þeirri nákvæmni þegar kjarasamningar eru gerðir. í þeirri spá sem nú liggur fyrir um þróun verðlags 1991 er gert ráð fyrir að það vanti 0,3% upp á kaupmáttar- markmið samninganna. Markmið þeirrar verðlagsþróunar næst þó aðeins ef allir leggjast á eitt og áfram verður fylgt stífu aðhaldi í verðlagsmálum. Aðhald almennings ræður þar mestu,“ sagði Ásmundur Þá sagði hann ljóst að opinberum verðhækkunum yrði dreift yfir næsta ár en koma ekki allar af fullum þunga í byijun árs eins og til hafi staðið. „Það skiptir líka miklu máli að ijármálaráðherra full- vissaði okkur um að skattlagningu verði hagað þannig að hún hafi sem minnst áhrif á verðlag og að það væri sameiginlegt markmið ríki- stjórnarinnar og aðila vinnumark- aðarins að vinna að því að sú verð- lagsspá sem lögð er til grundvallar nái fram að ganga og að’ ríkis- stjórnin muni vinna að því mark- miði,“ sagði hann. Aðspurður sagðist Ásmundur ekki vilja tiltaka einstakar hækkan- ir hins opinbera og sagði ekkert loforð liggja fyrir um að hætt verði við hækkun áfengis. Komið hef- ur verið í vcg fyrir skatta- hækkanir - segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveiten- dasambandsíslands, kveðst vera vel sáttur við niðurstöður úr end- urskoðun þjóðarsáttarsamning- anna. Launahækkanir verði að vísu hættulega miklar eða á bil- inu 7 1/2 - 8%, en hann segir að áformum um skattahækkanir ríkisins hafi verið vikið til hlið- ar. „Það liggur fyrir munnleg yfirlýsing ráðherra, sem við tók- um við í launanefndinni, og við komum til með að fylgja því eft- ir. Við höfum ekki ástæðu til að ætla að innan ríkissljórnarinnar sé nokkur sem vil grípa til að- gerða núna á sviði skattamála sem vinna gegn því sameiginlega markmiði að verðbólgan á næsta ári verði í kringum 7%. Skatta- hækkanir samræmast ekki því markmiði,“ segir Þórarinn.. Þórarinn segir að launahækkanir á síðari hluta samningstímans verði meiri en upphaflega hafí verið ráð- gert. „Efnahagslegar forsendur hafa gengið eftir og þá er það óhjá- kvæmileg niðurstaða að við stönd- um við kaupmáttarmarkmið samn- inganna," sagði hann. „Við teljum líka mikilvægt að það skyldi nást víðtæk samstaða um meginmarkmið í verðlagsmálum fyrir næsta ár, sem birtast í spá um þróun framfærsluvísitölunnar. Við metum það mikils að ríkis- stjórnin fullvissaði okkur um að hún deilir þessum markmiðum með okk- ur og ætlar að haga aðgerðum sínum í efnahagsmálum á þann vega að þær stuðli að framgangi þessara markmiða. Við höfum sérs- taklega horft á hugmyndir um skattahækkanir og bentum á að ef ætti að hækka skatta um tvo til tvo og hálfan milljarð, færi það beint út í verðlag og veikti um leið stöðu fyrirtækja í útflutnings- og sam- keppnisgreinum. Slíkar hækkanir myndu bætist við miklar kostnaðar- hækkanir og gengisforsendur á síðari hluta næsta árs veikjast að sama skapi. Fyrirheit ríkisstjórnar- innar um að hún standi með aðilum vinnumarkaðarins að verðlags- markmiðum samninganna gera það að verkum að svona skattabreyting- ar geta ekki farið fram og munu ekki fara fram. Eftir því verður gengið því við teljum að nú liggi fyrir loforð af hálfu allra aðila að þetta séu þau markmið sem verða varin,“ sagði hann. „Þær launahækkanir sem eru framundan eru samt hættulega miklar. Á næstu sex mánuðum munu laun hækka um 7 1/2 - 8%. Það verður erfitt fyrir útflutnings- og samkeppnisgreinarnar að stand- ast þetta en þróunin hefur verið hagstæð og það er vilji atvinnurek- enda að hér geti átt sér stað upp- bygging lífskjara í stað niðurrifs. Við vorum ánægðir með samstarfíð sem tókst við fjármálarráðuneytið í þessum samningum. Það kom aldrei fram minnsti ágreiningur um afstöðu til mála á milli okkar og ríkisins," sagði Þórarinn. „Við studdum þau sjónarmið ríkisins að ekki verði fjölgað rauð- um strikum á samningstímanum. Þessi vísitöluleikur er ekki til góðs og markmiðið hlýtur að vera að komast út úr honum. Danmörk er okkar fyrinnynd í því efni. Þar lo- suðu menn sig við vísitölur á launa- markaði fyrir átta árum og nú er varðbólga þar tæp 3% á sama tíma og rauntekjur launafólks aukast. Við beinum því mjög ákveðið til okkar félagsmanna að menn haldi áfram að lifa með þessum nýju aðstæðum. Það eru brýnir hags- munir í öllum atvinnurekstri að far- ið verði fram af ítrustu aðgát og allar forsendur verði miðaðar við stöðugt verðlag.“ Þórarinn sagði að launþegasam- tökin hefðu lagt áherslu á að festa niður hernig þeim verði veitt hlut- deild í hugsanlegum bata á viðskip- takjörum. Því hafi orðið samkomu- lag um sérstaka bókun um hlut- deild launafólks í þeim bata. „Það liggur í eðli starfs launanefndanna að menn grípa til ráðstafana ef aðstæður breytast. Það var hert á því með þessari bókun. Aðalatriðið er að við setjum okkur markmið um þróun efnahagsmála og kaup- máttar. Ekkert eitt er jafn mikilægt og að halda verðbólgunni niðri,“ sagði Þórarinn. Atvinnu- rekendur axla meiri ábyrg'ð -segir Ögmundur Jónasson for- maður BSRB „ÉG er ósaftur við að ekki tókst að fá samþykkt að festa kaup- máttartryggingar í samningnum með rauðu striki í febrúar, sérs- taklega með tilliti til þess að þær verðlagsspár sem nú liggja fyrir „LÆKKUN á kjarnfóðurgjaldi leiðir til 3-4% lækkunar á ali- fugla- og svínaafurðum. Eggin lækka strax 1. desember en óyóst er hvort alifugla- og svína- kjötafurðir lækka þá eða um áramót,“ sagði Hákon Sigurgr- ímsson, framkvæmdastjóri Stétt- arsambands bænda. Hákon sagði jafnframt að til umræðu væri að olíuverðshækkun frá því í síðustu viku kæmi ekki inn núna í verðlagsgrundvöllinn nema að hálfu en hinn helmingur hækk- unarinnar kæmi inn í grundvöll- inn 1. mars. „Það var einkum tvennt sem ríkisvaldið gerði til að greiða fyrir samkomulagi. Það er í fyrsta lagi að lækka um helming kjamfóðurs- gjalds sem rennur í ríkissjóð og einnig var ákveðið að færa til niður- greiðslur á mjólk og kjöti þannig að liækkun á þessum vörum fram til 1. september yrði sem líkust,“ sagði Hákon. Hákon sagði að reiknað væri með að hækkun á mjólk og kjöti 1. desember verði 1%, en þessar afurðir hafa ekkert hækkað í verði í eitt ár. Hann sagði að þeim tilmæl- um yrði beint tiT framleiðenda ali- fugla- og svínakjöts að þessar af- urðir lækki strax 1. desember um 3%. Hákon sagði að lækkun kjarn- fóðurgjaldsins hefði það í för með sér að hækkunarþörfín á mjólk yrði hálfu prósenti minni en áður eru hærri en þegar samningar voru undirritaðir í febrúar," seg- ir Ögmundur Jónasson, formað- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. „Atvinnurekendur axla nú meiri ábyrgð en ella á því að halda verðlagi í skefjum. Við munum að sjálfsögðu beita okkur eftir mætti til að stuðla að því að verðlagi verði haldið niðri,“ segir hann. Ógmundur sagði að gerð hafi verið áherslubreyting varðandi sér- staka skoðun á samningnum í fe- brúar og maí með tilliti til viðskip- takjara og kaupmáttar. „Það er sérstaklega bókað að verði viðskip- takjarabati umfram þær forsendur sem gengið er út frá þá verði rætt með hvaða móti launafolk fái hlut- deild í þeim bata. Þetta gæti skipt máli og er jákvæð áherslubreyting,“ sagði hann. Að mati Ögmundar felst mikil hætta í því hve laun hækka lítið yfir langt tímabil án þess að nein rauð strik tryggji kaupmáttinn. en hins vegar lægi heildarhækkun- arþörfín ekki fyrir enn. Hann bætti því jafnframt við að sá fyrirvari væri á þessu að sexmannanefnd ætti eftir að reikna upp grundvöll- inn og allar magnstærðir. „Þetta á sem sagt ekki að þýða það að bændur séu að gefa neitt verulega meira eftir en aðrir. Þá er til um- ræðu að olíuverðshækkun sem varð í síðustu viku komi ekki fram nema að hálfu núna og helmingurinn 1. mars,“ sagði Hákon. „Þetta hefur aðeins komið til álita,“ sagði Guðmundur Sigþórs- son, ritari sexmannanefndarinnar, sem fjallaði í gær um búvöruverðs- hækkunina 1. desember næstkom- andi. „Verðlagsgrundvellirnir eru settir upp eins og hver önnur rekstraráætlun og þar eru taldir upp útgjaldaþættir, þar á meðal díselolíu. Eftir venjulegum starfs- reglum þá hafa þessar hækkanir komið inn þegar þær eru skráðar, en verðlagsgrundvöllurinn er end- urskoðaður fjórum sinnum á ári. Ég veit að þetta mál hefur verið viðrað milli nefndarhlutanna óformlega. Það hefur verið rætt um að oiíuverðshækkunin þýði rúma 2% verðlagsbreytingu frá september til desember en það drægi eitthvað úr hækkunarþörf- inni ef aðeins helmingur olíuverðs- hækkunarinnar kæmi inn í verð- lagsgrundvöllinn núna,“ sagði Guð- mundur. Næsti fundur í sexmannanefnd verður næstkomandi fimmtudag. „Frá byijun desember til maíioka er aðeins um eina fasta launahækk- un að ræða, 2,5% í febrúar. At- vinnurekendur eru mjög andsnúnir öllum vísitölustrikum en vilja gjarna gleyma að rauðu strikin eru mjög hvetjandi á að allir komist undir þessar viðmiðanir. Þau eru ekki bara öryggisventill fyrir okkur held- ur er það skynsamlegt fyrirkomulag fyrir alia. Þeir sem stýra verðlaginu bera meiri ábyrgð fyrir vikið og það verður fylgst mjög rækilega með því,“ sagði hann. Hækkunum ríkisins sem áform- aðar voru í byijun ársins verður dreift yfir árið allt. „Það ætti að standa, en menn mega ekki gleyma því að það er ekki aðeins ríkið sem þarf að huga að sínum málum, held- ur einnig sveitarfélög og fyrirtæki í einkarekstri. Það er samdóma álit flestra að sá viðskiptakjarabati sem við höfum notið hefur sogast inn í fjarmagnskerfið og það er óhugn- anleg staðreynd að í stórum grein- um atvinnulífsins hefur orðið tals- verð framleiðniaukning sem ekki skilar sér annað en inn í fjármagn- skerfíð. Þarna er verið að búa til mikla verðbólgu. Þessir aðilar þurfa líka að axla ábyrgð því það er til- hneiging til að þeir sem standa hvað best haldi sig utan þjóðarsátt- ar en vilji svo nærast á henni. Þjóðarsáttarsamningum hefur nú verið framlengt og við viljum gera allt til að hann gangi upp. Þá verð- ur líka að koma í veg fyrir bruðl á okkar kostnað,“ sagði Ogmundur. Ríkið ekki fallið frá áformumum skattheimtu - segirMárGuð- mundsson efnahagsráð- gjafi fjármálaráðherra AÐ sögn Más Guðmundssonar, efnahagsráðghjafa fjármálaráð- herra, hefur ríkið ekki fallið frá álagi á launagjald i atvinnu- rekstri. „Rikið hefur alltaf ætlað að taka inn svipaða skatta í heild- ina litið á næsta ári og í ár. Hins vegar er ljóst að það verða ýms- ar breytingar á skattheimtunni. Jöfnunargjald verður lækkað um 400 milljónir á árinu. Aðstöðu- gjaldið mun einnig lækka eitt- hvað og hvort tveggja mun lækka verðlag. Þá ætti að skapast svigr- úm til að koma á trygginga- og hafnargjöldum. Virðisaukaskatt- ur af bókum og viðhaldi íbúða hefur verið felldur niður og því þarf að ná í tekjur til að vega upp á móti. Heildaráhrifin á verðlag verða því núll. í bókun aðila vinnumarkaðarins, sem gerð var eftir yfirlýsingn fjár- málaráðherra, segir að við það sé miðað að skattabreytingar sem tengjast afkomu fyrirtækja hafi engjn áhrif á verðlag á heild- ina litið,“ segir Már. í yfirlýsingu fjármálaráðherra vegna endurskoðunar kjarasamn- inga segir að það sé stefna ríkis- stjórnarinnar að áformaðar breyt- ingar á sköttum hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, hafí lítil sem engin áhrif á verðlag. „Báðir aðilar eru að vonast til að sveitarféiögin komi einnig inn í þetta en það hef- ur ekki verið fallið frá neinum áformum. Það er misskilningur," sagði Már. Hann sagði ennfremur að sam- komulagið gangi einnig út á að dreifa hækkunum á verði þjónustu og gjaldskrám ríkisstofnana yfír næsta ár án þess að um beinar eftir- gjafir eða lækkanir verði að ræða. „Þær niðurgreiðslur sem gert er ráð fyrir í fjárlögum eru taldar nægja til að halda aftur af búvöruverðs- hækkunum á næsta ári,“ sagði hann. Til umræðu að olíu- verðshækkun fari ekki að fullu inn í verðlagsgrundvöllinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.