Morgunblaðið - 27.11.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.11.1990, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER 1990 Irak; Fréttum um morð á skóla- stúlkum vísað á bug Bagdad. Reuter. ÍRAKAR hafa vísað á bug fréttum þess efnis að átta skólastúlkur hafi verið myrtar í Bagdad. írakar segja að veggjakrot, þar sem sagði að morðin væru hefnd fyrir börn sem féllu í Kúvæt við innrás íraka, hafi verið grín nokkurra barna og séu skilaboðin skrifuð með fuglsblóði en ekki mannsblóði. í frétt frá Jteufers-fréttastofunni á laugardag sagði að morðingjar hefðu skorið átta skólastúlkur í Bagdad á háls og skrifað orðsend- ingu með blóði þeirra á veggi í skól- um og íbúðarhúsum þar sem kom fram að um væri að ræða hefnd vegna barna sem fallið hefðu í Kúvæt. Var þetta haft eftir ferða- mönnum sem talað höfðu við fólk sem sagðist ■ hafa séð lík stúlkn- anna. Sagði það að íbúar Bagdad væru skelfingu lostnir og margir þyrðu ekki að senda böm sín í skól- ann. Meira en tugur skóla hefði fengið hótunarbréf eða ógnandi símtöl undanfarið, Haft var eftir einum sjónarvotti að hann hefði séð stúlku liggjandi andvana fram á skólaborð sitt snemma í síðustu viku eftir að hún hafði verið skorin á háls. Annað vitni, nemandi í við- komandi skóla, sagði að allar stúlk- umar átta hefðu verið skornar á háls og skólastýrunni hefði verið ógnað með byssu. í yfirlýsingu frá íraska innanrík- isráðuneytinu sem lesin var í sjón- varpi á laugardagskvöld sagði að ekki væri vitað um neitt glæpsam- legt athæfi af þessu tagi. Sjónvarp- ið sýndi hins vegar myndir af tutt- ugu börnum á aldrinum 10-16 ára. Sagði í fréttinni að þau væru félag- ar í leynisamtökunum Svörtu hönd- inni og bæru ábyrgð á áðumefndu veggjakroti. Þar sagði að tíu ára gamall drengur hefði viðurkennt að hafa vætt hönd sína með fugls- blóði og skrifað skilaboðin á vegg skóla síns. Sjónvarpið sagði að ann- ar drengur, fimmtán ára gamall, hefði hringt í bróður sinn frá hóteli í Bagdad og hótað því að hann yrði myrtur. „Þetta átti að vera brand- ari,“ hafði sjónvarpið eftir piltinum. Vinningstölur laugardaginn 24. nóv. 1990 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 5.916.863 O puÆtekfiUl 4. 4 af 5^(0 5 120.339 3. 4af 5 124 8.370 4. 3af 5 4.948 489 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.976.010 kr. UPPLYSINGAR: SIMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 KJÖRBÓK ...kjörin leið til spamaðar L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Reuter Helmut Kohl, kanslari Þýskalands og leiðtogi kristilegra demókrata, heilsar stuðningsmönnum sínum á kosningafundi í Berlín um helgina. Kosningar í Þýskalandi; Jafnaðarmenn stefna að sigri eftir fjögnr ár Berlín. Frá Birni Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. LOKAVIKA fyrstu kosningabaráttu í sameinuðu Þýskalandi er hafin. Öllum ber saman um að Helmut Kohl, kanslari og leiðtogi kristilegra demókrata, verði að halda ákaflega illa á málum síðustu daga kosninga- baráttunnar til að úrslitin verði slæm fyrir hann á sunnudaginn. Strax við komuna til Berlínar um helgina mátti heyra það á kjósendum jafnað- armanna, að þeir byggjust ekki við sigri að þessu sinni, en hins vegar skyldu menn bíða og sjá hvað þeir gætu eftir fjögur ár. Oskar Lafontaine, kanslaraefni jafnaðarmanna og forsætisráðherra í Saarlandi, var fyrir nokkrum mán- uðum kynntur sem pólitískt undra- barn, er myndi auðveldlega hafa í fullu tré við hinn stirðbusalega Helm- ut Kohl. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins var á ferð hér i Berlín í lok janúar sl. voru straumarnir þannig að búist var við sigri jafnaðarmanna ekki aðeins í austur-þýsku kosning- unum, sem fram fóru í mars sl. held- ur einnig í hinum vestur-þýsku. Þrennar kosningar í Austur-Þýska- landi síðan hafa farið illa fyrir jafnað- armenn, Lafontaine hefur ekki náð að afla sér trausts íbúanna i austur- hluta Þýskalands og hann á einnig undir högg að sækja í vesturhlutan- um. Á sunnudaginn verður ekki aðeins kosið til þýska sambandsþingsins heldur einnig ný borgarstjórn hér í sameinaðri Berlínarborg. Síðan 1989 hafa jafnaðarmenn stjórnað borginni í samvinnu við græningja. Þessi sam- steypustjórn sprakk fyrir skömmu meðal annars vegna ágreinings um viðbrögð við hústökumönnum sem hafa lagt undir sig mannauð hús í austurhluta borgarinnar. í kosningum í Austur-Þýskalandi hefur komið í ljós að jafnaðarmenn hafa átt töluverðu fylgi að fagna í austurhluta Berlínar á meðal fyrrum starfsmanna kommúnistastjómar- innar þar og menntamanna. Kristi- legir demókratar hafa á hinn bóginn verið sterkir í vesturhlutanum. Kann meiri spenna að vera í kosningunum í Berlín en til sambandsþingsins. Jafnaðarmenn hugga sig við að þeir geti unnið eftir fjögur ár. Sumir segja meira að segja, að þá geti Oskar Lafontaine reynt aftur. Þótt hann fái slæma útreið núna sé ekki að marka það, því að Kohl sé hvort eð er ósigrandi vegna þess hvernig hann hefur haldið á sameiningarmál- inu og það setji mestan svip á kosn- ingabaráttuna. Á næstu árum komi hins vegar í ljós, að Lafontaine hafi rétt fyrir sér þegar hann vari fólk við skattahækkunum vegna samein- ingarinnar. Þegar til þess er litið að ekki eru nema örfá misseri síðan Kohl var spáð ósigri, af því að hann gæti ekki ráðið við kröfur Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og fleiri um að skammdræg kjarnorkuvopn yrðu áfram í V-Þýskalandi, hljómar það næsta ósannfærandi, að menn geti á þeim breytingartímum sem nú eru séð fyrir næstu íjögur ár í þýskum stjórnmálum. Hins vegar eru þessi viðhorf jafnaðarmanna skýr vísbending um stjómmálaástandið í Þýskalandi á líðandi stundu. Til þess að herða enn frekar á styrkleika Kohl segja þeir, að jafnvel Willy Brandt hefði ekki getað sigrað hann, en um tíma var það draumur ýmsra að jafnaðarmaðurinn Brandt yrði kallaður af pólitískum eftirlaunum til að verða fyrsti kanslari endursam- einaðs Þýskalands. BOR^ verslana- og þjónustumiðstöð í hjarta Kópovogs „við erum í leiðinni. . . ... næg bílastæði" Opið alla laugardaga til kl. 16.00 HAMRABORG rAllt á einum stað" Eftirtalin fyrirtæki standa að þessari auglýsingu: Bakhúsið • Blómahöllin • Bræðraborg • Búnaðarbanki íslands • Bylgjan hárgreiðslustofa og snyrtivöruverslun Doja tískuverslun • Filman • Gleraugnaverslun Benedikts • Hannyrðaverslunin Mólí • íslandsbanki • Klukkan Kópavogs Apótek • Mamma Rósa • Nóatún • Óli Prik • Ratvís • Sevilla • Skóverslun Kópavogs • Sólarland Sportbúð Kópavogs • Sveinn Bakari • Telefaxbúðin • Tónborg • Veda bókaverslun • Verslunin Inga Vídeómarkaðurinn • VÍS - Vátryggingafélag íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.