Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 Ævisaga hug- mynda - Helgispjall -eftir Matthías Johannessen IÐUNN hefur gefið út nýja bók eftir Matthías Johannessen skáld og ritstjóra. Nefnist hún Ævisaga hugmynda - Helgispjall og inniheldur hugrenningar höfundarins sem áður hafa birst á síðum Morgunblaðsins og kallst Helgispjall. í formála Heimis Pálssonar seg- ir m.a.: „Það fer að sönnu ekki á milli mála að hér heldur skáld á penna og nýtir sér út í æsar það frelsi sem eseyjan veitir. En um leið gerist skáldið sjándi og rýn- andi, það sér sýnir og túlkar þær, ekki eins og vísindamaður heldur eins og skáld. Þannig á það líka að vera og þess er full þörf. Þessi kaldgeðja efnishyggjuöld þarf ein- mitt öðrum öldum fremur á því að halda að skáldin haldi vöku sinni, hvessi skilning okkar og skerpi sýn okkar á hinn eilífa vanda (...) Hvort sem lesendur þessarar bókar fall- ast á skoðanir höfundarins eða ekki geta þeir hrifist af mælskunni og hugarfluginu, glaðst við að fá að glíma við svo marksækna hugs- un, svo skáldlega gáfu, fagnað því að hafa í höndum bók sem hægt Forsíða bókarinnar Ævisaga hugmynda - Helgispjall. er að fræðast af, gleðjast við, reið- ast við en umfram allt nota til þess að aga hugsun, mál og mennsku. Það er mikilvæg bók.“ Bókin er prentuð í Odda hf. Framkvæmdir vegna álvers: Frumvarp til heimildar- laga lagt fram eft- ir jólaleyfi Alþingis Utboð stærri framkvæmda um áramót með fyrirvara um samkomulag FRESTAÐ hefur verið að leggja fram á Alþingi heimildarlaga- frumvarp fyrir framkvæmdum vegna byggingar álvers á Keilis- nesi. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir ýmislegt hafa tafið undirbúning og því verði frumvarpið ekki lagt fram fyrr en í byijun þings að afloknu jólaleyfi. Hann segir þó að áætlun um að Ijúka samningum í mars standi óbreytt þrátt fyrir þessar taf- ir og að útboðsgögn vegna stærri framkvæmdaþátta verði send út um áramót, með fyrirvara um að samningar náist. Jón segir hafa komið í ljós að undirbúningur málsins tefjist af ýmsum ástæðum. „Ég tel ekki rétt að leggja fram heimildarlagafrum- varpið fyrr en skýrari línur eru komnar um það sem ólokið er í bæði aðalsamningi og orkusamn- ingi,“ segir hann. „Það hefiir orðið skýrara á síðustu fundum í málinu að viðræðuaðilar okkar í málinu eru ekki komnir alveg nægilega langt í samningum sín í milli, sem eru margvíslegir, til þess að ljúka megi málinu." Hann segir að ekki megi gera neitt af íslendinga hálfu sem tor- veldi Atlantsálshópnum að ná sínum innbyrðis samningum. „Svo er það nú, eins og vel er kunnugt, að ýmiss konar umræður á íslandi um málið hafa ekki flýtt fyrir því svo ég kveði vægt að orði,“ segir Jón. „Niðurstaðan er sú að ég stefni nú að því að leggja heimild- arlagafrumvarpið fram í upphafí þings að loknu jólafríi." Iðnaðarráðherra segir að bjóða þurfi stærri verkþætti út um ára- mót til þess að hægt sé að ráðast í verkin á næsta ári og vinna þann- ig heilt ár í tekjum af álverinu og af Blönduvirkjun. „Það er hægt að senda út útboðsgögn vona ég, enda hafí þá ekkert komið fram sem gefur ástæðu til að ætla að ekki takist samningar. Ég tel það alveg Ijóst að ásetningur beggja aðila um að ljúka málinu á fyrsta Qórðungi nýja ársins sé óbreyttur. Við íslendingar, og gagnaðilinn, erum jafn ásáttir um að ljúka því í mars. Það sem gerist er að nokkr- ar millidagsetningar færast svolítið aftar, en ef vel og skipulega er á málinu haldið á að vera hægt að ljúka því á þinginu, sem ráðgert er að staridi til miðs mars.“ Jón segir margt vera að gerast þessa dagana í sambandi við álver- ið. í þessari viku fari fram samn- ingar um hafna- og lóðamál, í þes- asri viku komi hingað forstöðu- menn mengunarvama í álveri Al- umax í Suður Karólínu til þess að kynna hvernig staðið er að málum þar, bæði í byggðarlaginu þar sem ráðgert er að álverið rísi og ann- ars staðar, fundir verða í næstu viku um orkumálin og um önnur atriði samninganna á næstu dög- um. „Þannig að það er unnið eins skipulega og af jafn miklum krafti og kostur er,“ segir Jón Sigurðs- son. Fréttablöðin eru ekki seld VEGNA fréttar í Morgunblað- ínu fyrir nokkru um upplag fréttablaða er rétt að fram komi, að fréttablöðin, sem nefnd voru, eru ekki seld, heldur er þeim dreift fólki að kostnaðarlausu. Þannig kom fram í fréttinni, að sala Vestfirska fréttablaðsins hefði dregist saman á tímabilinu júní-september, frá tímabilinu febrúar-maí. Hjá Vestfirska fréttablaðinu fengust þær upp- lýsingar, að fyrra tímabilið var gerð tilraun með að dreifa blað- inu í Strandasýslu, en síðar var því hætt, enda voru ekki auglýs- ingar þaðan í blaðinu. FRAMLENGING ÞJOÐARSATTARSAMNINGA Mínní hækkun búvöruverðs en almenns verðlags Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Þórarinn Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ eftir að samkomulag um framlengingu þjóðarsátt- ar hafði verið undirritað. AÐILAR vinnumarkaðarins og ríkisins framlengdu kjarasamn- ingum þeim sem gerðir voru í febrúar á þessu ári, þjóðarsáttar- samningunum svonefndu, síðast- liðinn laugardag og gilda samn- ingarnir til 1. september á næsta ári. Þeir eru uppsegjanlegir 1. maí nk. Eina breytingin sem gerð var á samningunum er bókun um að launafólki verði veitt hlutdeild í þeim viðskiptakjarabata sem verða kann umfram forsendur samninganna á seinni hluta samningstímans. Viðskiptakjörin verða tekin til sérstakrar skoð- unar í febrúar og maí á næsta ári. Samkvæmt kjarasamningun- um mun búvöruverð ekki hækka umfram almennt verðlag. Laun félaga í BSRB hækka um 2,55% 1. desember næstkomandi og Iaun félaga í ASÍ hækka um 2,83%. Næstu almennu launahækk- anir verða í byrjun mars og júní en þá hækka Iaun um 2,5% og 2%. Samningamir gera ráð fyrir að búvömverð hækki minna en al- mennt verðlag, eða um 3-4% á móti 7% hækkun á almennu verð- lagi. Samið var um að búvöruverð hækki um 1% 1. desember nk., 1% 1. mars og 1% 1. júní. Ríkisvaldið fellst á að stuðla að minni hækkun búvömverðs en almenns verðlags með því að lækka kjamfóðurgjald um helming frá og með 1. janúar nk., úr 50% í 25%. Niðurgreiðslur til landbúnaðar verða óbreyttar en einhverjar tilfærslur verða þó innan - niðurgreiðslukerfisins. Þá er í forsendum samningsins gert ráð fyrir óbreyttu verði á bensíni fyrstu mánuði ársins og verðhækkanir í takt við almennar verðlagsbreytingar á árinu að því tilskildu að ástandið við Persaflóa versni ekki. Einu frávikin frá ráðgerðum hækkunum á opinberum gjald- skrám er að þær taka gildi í tveim- ur áföngum, en ekki í upphafi árs eins og gert var ráð fyrir í fjárlög- um. Að öðm leyti var ekki að fullu gengið frá dagsetningum á ráð- gerðum hækkunum á opinberum gjaldskrám heldur varð um þær munnlegt samkomulag. Ráðgert er að verðlag á áfengi og tóbaki fylgi almennum verðlags- breytingum. Gjaldskrá Pósts og síma átti samkvæmt fjárlögum að hækka um 8% í 1. janúar 1991. í samningunum er hins vegar kveðið á um að hækkuninni verði skipt í tvennt, 3,5% hækkun í febrúar nk. 1991 og 3,5% í júlí. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið tekjutap Pósts og síma verður af þessum sökum. Þá var gert ráð fyrir 7% hækkun á sementi 1. janúar 1991 sam- kvæmt fjárlögum en þeirri hækkun verður skipt í tvennt. Sement hækk- ar þannig um 3-4% á vordögum 1991 og annað eins síðla sumars. Ráðgerð var 2% hækkun á raf- magni í upphafí næsta árs að óbreyttu verði frá Landsvirkjun. nýgerðum samningum hækkar raf- magn um 1% í upphafi næsta árs og 1% á miðju næsta ári. Gert var ráð fyrir 4% hækkun á gjaldskrá Ríkisútvarpsins í upphafí næsta árs og sú hækkun kemur óbreytt. Ingvi Örn Kristinsson, formaður Sambands íslenskra bankamanna, lítið nýtt væri í þessum samningum að undanskildri bókun um að launa- fólki verði veitt hlutdeild í viðskip- takjarabata verði hann einhvér á samningstímanum. „Menn binda náttúrulega vonir við að svo verði og að launamenn fái hlutdeild í þeim bata sem þá kynni að hafa orðið. Það var rætt um breytingar á launaskatti sem eiga verða núna um áramótin en ég held að það hafi engin fyrirheit verið gefin um breytingar á honum. Samningsaðil- ar gerðu sameiginlega verðbólgu- spá þar sem byggt var á forsendum um olíuverð, búvöruverð og verð- hækkanir á opinberri þjónustu sem ef til vill má túlka sem skuldbind- andi fyrir ríkisvaldið," sagði Ingvi Öm. * Ovissa um anna þar til olíuverðhækkanir í kjöl- far Persaflóadeilunnar tóku að hafa áhrif. Miklar verðhækkanir á út- flutningsafurðum gefa þó vonir um að þróunin verði betri á næsta ári. Vegna þeirrar sérstöku óvissu um þróun viðskiptakjara sem leitt hefur af olíuverðhækkunum eru aðilar sammála um að taka við- skiptakjörin til sérstakrar skoðunar í febrúar og maímánuði nk. Hafí þau þá batnað með marktækum hætti umfram forsendur samninga munu aðilar í sameiningu taka af- stöðu til þess á hvem veg launa- fólki verður veitt hlutdeild í þeim viðskiptakjarabata sem verða kann umfram forsendur samninganna á síðari hluta samningstímans. Skal þeirri skoðun lokið fyrir 20. dag útreikningsmánaðar.“ þróun viðskipta- kjara í BÓKUN sem samningsaðilar gerðu var fjallað um þá óvissu um þróun viðskiptakjara og varð samkomulag um að þau mál yrðu skoðuð sérstaklega í febrúar og maí á næsta ári. Bókunin er svo- hljóðandi: „Aðilar eru um það sammála að forsendur núgildandi kjarasamn- inga hafi í meginatriðum gengið eftir. Verðbólga hefur lækkað og er nú náfiast sú sama og gert er ráð fyrir í samningunum. Kaup- máttarmarkmið kjarasamninganna hafa einnig náðst. Það er afar mikil- vægt að þessi mikli árangur verði tryggilega festur í sessi á síðari hluta samningstímans þannig að markmiðum samninganna um að treysta kaupmátt og stöðugleika í verðlagi verði sem best náð. Viðskiptakjör þjóðarbúsins bötn- uðu umfram forsendur samning- Meiri kaup- máttur gagnvart bóvörum -segir Asmundur _ Stefánsson forseti ASI ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir eðlilegt að gerð hafi verið bókun um að taka viðskiptakjör til sérs- takrar skoðunar í febrúar og maí. „Þetta er eðlilegt með hlið- sjón af þeirri óvissu sem er fram- undan,“segir hann. Ásmundur sagði að viðræður við bændur og ríkisvaldið hefðu leitt til þess að Þjóðhagsstofnun hefur nú að fengnum breyttum forsend- um lækkað fyrri spá um verðbólgu- þróunina á næstu mánuðum um eitt prósentustig. „Það kemur fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.