Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 * Iraska þingið ákveður að sleppa öllum sænskum gíslum: Ovíst hvort Gísli fær farar- leyfi um leið og Svíarnir ÓVÍST er hvort Gísli Sigxirðsson læknir fær að fara úr landi um leið og Svíar þar í borg. íraska þingið ákvað í gærmorgun að veita öllum Svíum i landinu, 58 að tölu, fararleyfi. Búist er við að Svíarnir fái að fara úr landi á fimmtudag. Eins og kunnugt er hefur sænska sendiráðið í Bagdad unnið að því að beiðni ísfenskra stjórn- valda að fá fararleyfi fyrir Gísla. Að sögn Finnboga Rúts Amarson- ar, starfsmanns íslenska utanríkis- ráðuneytisins, höfnuðu írösk stjómvöld því á sunnudag að Gísli væri skráður á lista þann sem sænska sendiráðið lét þeim í té yfír Svía sem vildu fara úr landi. Á sunnudag útbjó sænska sendi- ráðið því nýjan lista þar sem Gísli er tilgreindur sem íslendingur und- ir vemdarvæng Svía. Að sögn Finnboga féllust írakar á þessa skipah mála. Hins vegar er enn óvíst hvort Gísli fær að fara úr landi með Svíunum. Finnbogi sagð- ist hafa talað tvívegis við Gísla í gær. í síðara skiptið var hann ekki mjög bjartsýnn á að hann fengi að fara úr landi með Svíunum en það myndi skýrast á næstu tveim- ur til fjórum dögum. Lars-Olof Lundberg, starfsmað- ur sænska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær í samtali við Morgun- blaðið að hann vissi ekki hvort Gísli fengi að fara úr landi um leið og Svíamir en að því væri unnið. Að sögn Lundbergs virðist bréf Ingvars Carlssonar, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, til Saddams Husseins íraksforseta hafa skipt máli fyrir lausn málsins. Hlutar úr bréfinu voru lesnir upp í íraska þinginu í gær. Þar sagði að sænska ríkisstjórnin vildi gjaman beita sér á alþjóðavettavangi til lausnar Persaflóadeilunni en ætti erfitt með það í ljósi almenningsálitsins í Svíþjóð sem væri neikvætt í garð íraka fyrst Svíar væru enn í haldi í landinu. Samþykkt var með yfír- gnæfandi meirihluta að sleppa Svíunum en áður hefur öllum Þjóð- veijum og Frökkum verið hleypt úr landi. Að sögn sænska útvarpsins eru 67 Svíar nú í írak en svo virðist sem einungis 58 þeirra vilji yfir- gefa landið. Sænsk yfirvöld em farin að undirbúa að senda sér- staka flugvél til Bagdad til að sækja gíslana. Thorbjöm Falldin, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til íraks en segist reiðubúinn að end- urskoða þá ákvörðun ef einhveijir erfíðleikar koma upp við fram- kvæmd samþykktar íraska þings- ins. VEÐURHORFUR ÍDAG,27. NÓVEMBER | YFIRLIT í GÆR: Milli Færeyja og Skotlands er hæðarhryggur sem þokast suðaustur en lægðardrag fyrir norðan land. 992ja mb tægð um 300 km vestur af Bjargtöngum og mun fara austnoröaustur um Grænlandssund. SPÁ: Á morgun verður suðvestlæg átt á landinu, viðast kaldi. Skúr- ir verða um vestanvert landið og með suðurströndinni, en bjart verður norðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vestlæg eða breytileg átt og bjart veð- ur að mestu austantil á landinu, þó ef til vill ól á annesjum norð- austanlands. Þykknar upp með suðaustlægri átt vestantil á landinu, slydda eða rigníng síðdegís. Sums staðar næturfrost en fer síðan hlýnandi, fyrst vestanlands. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðlæg eða suðaustiæg átt og fremur hlýtt, einkum vestantil á landinu. Rigning sunnanlands og vestan en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r / / / Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V y •> •> oo 4 K VEÐUR IIÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísi tíma Akureyri Reykjavik hiti 3 3 veður skýjað rigning Bergen 2 léttskýjað Helsinki 1 þoka Kaupmannahöfn 3 rigning Narssarssuaq 1 slydda Nuuk 2 rigning Osló +2 léttskýjað Stokkhólmur 0 þokumóða Þórshöfn 3 alskýjað Algarve 14 skýjað Amsterdam 3 rigning Barceiona 12 hálfskýjað Berlín 5 rigning Chicago S skýjað Feneyjar 13 hálfskýjað Frankfurt 7 skýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 4 súld Las Palmas 22 hálfskýjað London 8 alskýjað Los Angeles 13 heiðskírt Lúxemborg 3 skýjað Madrfd 7 skýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 16 skýjað Montreal +4 léttskýjað NewYork 8 skýjað Orlando 17 þoka Paris vantar Róm 14 rigning Vfn 8 skýjað Washington vantar Winnipeg +14 snjókoma Kannað hvort elds- upptök tengist vinnuljósum á þaki Bruninn í Landssímahúsinu: Um helgina og í gær var unnið að því að klæða þak Landsímahúss- ins. Stærri var tekin í gær þegar búið var að pappaleggja þakið en sú neðri á laugardag á meðan slökkvistarf stóð enn yfir. Morgunblaðið/Júlíus RAFMAGN SEFTIRLIT ríkisins kannar nú í samvinnu við RLR hvort upptök eldsins sem olli á annað hundrað milljón krona tjóni í Landssímahúsinu við Austurvöll á laugardagsmorg- un, megi rekja til vinnuljósa á þaki hússins. Að sögn Guðmund- ar Björnssonar aðstoðarpóst- og símamálastjóra er verðmæti þess tæknibúnaðar sem talið er að hafi getað orðið fyrir skemmdum vegna vatns brunan- um á milli 50 og 100 miiyónir króna og er óttast að ekki séu enn komnar fram allar þær skemmdir sem orðið hafa á bún- aðinum í eldsvoðanum. Unnið er að því að skipta um þak á húsinu og hefur þegar verið lok- að þeim hluta þess sem brann til grunna en aðrir hlutar þaks- ins eru einnig stórskemmdir þótt ekki sjáist utanfrá og verð- ur skipt um allt þakið í áföngum á næstunni. „Það er afar erfitt að meta hvaða tjón hefur orðið á vélum og búnaði, bilanir geta tekið langan tíma að koma fram í búnaði sem hefur fengið yfir sig vatn og ekki gott að glöggva sig á hve mikið er unnt að treysta á tæki sem svo er ástatt um jafnvel þótt gert sé við það sem strax kemur fram,“ sagði Guðmundur. Hann sagði vilja ljúka sérstöku lofsorði á fram- göngu slökkviliðsins við að ráða niðurlögum eldsins og hefta út- breiðslu hans. Aðspurður um hvort eldvarnarkerfi hússins gæti talist fullnægjandi þar sem vantaði skynjara undir ijáfrið þar sem mikið var af leiðslum og loftræsti- stokkum, sagði Guðmundur að endurbætur og frágangur loftræ- stikerfís hefðu staðið þarna yfir og til hefði staðið innan fárra daga að koma upp skynjurum. Guðmundur Bjömsson sagði að ekki hefði þurft að spyija að afleið- ingum þess ef húsið hefði brunnið fyrir símnotendur og fjarskipta- kerfíð en í húsinu var miðstöð fyr- ir viðskipti tuga þúsunda notenda þjónustu Pósts- og síma. Lands- símahúsið er tiyggt lögbundinni brunatryggingu en lausafé er allt óvátryggt. Askorun um bann við kjarnorkutilraunum: > _________ Olafur Ragnar leiddi alþjóðlega þing- mannanefnd í Moskvu ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra fór fyrir sendinefnd alþjóðlegu þingpnannasamtakanna PGA í Moskvu sem afhenti Gor- batsjof Sovétforseta í gærmorgun áskorun um bann við tilraunum um kjarnavopn. í dag afhendir nefndin staðgengli forsætisráð- herra Bretlands samskonar áskorun og heldur síðan til Washing- ton á fund Bush Bandaríkjaforseta með sama erindi. Áskorunin er undirrituð af yfír tvö þúsund þingmönnum í nær 50 ríkjum, þar á meðal af um helm- ingi íslenskra alþingismanna. Er þar skorað á leiðtoga Sovétríkj- anna, Bandaríkjanna og Bretlands að ávarpa ráðstefnu, sem hefst í New York í janúar um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Einnig er skorað á þjóðarleiðtog- ana að sjá svo um að ekki verði gerðar tilraunir með kjarnavopn í ríkjunum þangað til niðurstöður hafí fengist á ráðstefnunni, og fela sendimönnum sínum áa ráðstefn- unni að vinna sem þeir mega að framgangi tillögunnar um algert tilraunabann. Ólafur Ragnar Grímsson var formaður sendinefndar PGA, Parl- amentarians Global Action, í Moskvu, en nefndina skipa auk hans bandarísku þingmennirnir James M. Jeffords, Thomas Hark- in, Bill Green opg Thomas J. Daw- ney, sovésku þingmennimir Jevg- ení Velíkov og Olzhas Súleimenov og breski þingmaðurinn Allan Rod- gers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.