Morgunblaðið - 27.11.1990, Side 4

Morgunblaðið - 27.11.1990, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 * Iraska þingið ákveður að sleppa öllum sænskum gíslum: Ovíst hvort Gísli fær farar- leyfi um leið og Svíarnir ÓVÍST er hvort Gísli Sigxirðsson læknir fær að fara úr landi um leið og Svíar þar í borg. íraska þingið ákvað í gærmorgun að veita öllum Svíum i landinu, 58 að tölu, fararleyfi. Búist er við að Svíarnir fái að fara úr landi á fimmtudag. Eins og kunnugt er hefur sænska sendiráðið í Bagdad unnið að því að beiðni ísfenskra stjórn- valda að fá fararleyfi fyrir Gísla. Að sögn Finnboga Rúts Amarson- ar, starfsmanns íslenska utanríkis- ráðuneytisins, höfnuðu írösk stjómvöld því á sunnudag að Gísli væri skráður á lista þann sem sænska sendiráðið lét þeim í té yfír Svía sem vildu fara úr landi. Á sunnudag útbjó sænska sendi- ráðið því nýjan lista þar sem Gísli er tilgreindur sem íslendingur und- ir vemdarvæng Svía. Að sögn Finnboga féllust írakar á þessa skipah mála. Hins vegar er enn óvíst hvort Gísli fær að fara úr landi með Svíunum. Finnbogi sagð- ist hafa talað tvívegis við Gísla í gær. í síðara skiptið var hann ekki mjög bjartsýnn á að hann fengi að fara úr landi með Svíunum en það myndi skýrast á næstu tveim- ur til fjórum dögum. Lars-Olof Lundberg, starfsmað- ur sænska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær í samtali við Morgun- blaðið að hann vissi ekki hvort Gísli fengi að fara úr landi um leið og Svíamir en að því væri unnið. Að sögn Lundbergs virðist bréf Ingvars Carlssonar, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, til Saddams Husseins íraksforseta hafa skipt máli fyrir lausn málsins. Hlutar úr bréfinu voru lesnir upp í íraska þinginu í gær. Þar sagði að sænska ríkisstjórnin vildi gjaman beita sér á alþjóðavettavangi til lausnar Persaflóadeilunni en ætti erfitt með það í ljósi almenningsálitsins í Svíþjóð sem væri neikvætt í garð íraka fyrst Svíar væru enn í haldi í landinu. Samþykkt var með yfír- gnæfandi meirihluta að sleppa Svíunum en áður hefur öllum Þjóð- veijum og Frökkum verið hleypt úr landi. Að sögn sænska útvarpsins eru 67 Svíar nú í írak en svo virðist sem einungis 58 þeirra vilji yfir- gefa landið. Sænsk yfirvöld em farin að undirbúa að senda sér- staka flugvél til Bagdad til að sækja gíslana. Thorbjöm Falldin, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til íraks en segist reiðubúinn að end- urskoða þá ákvörðun ef einhveijir erfíðleikar koma upp við fram- kvæmd samþykktar íraska þings- ins. VEÐURHORFUR ÍDAG,27. NÓVEMBER | YFIRLIT í GÆR: Milli Færeyja og Skotlands er hæðarhryggur sem þokast suðaustur en lægðardrag fyrir norðan land. 992ja mb tægð um 300 km vestur af Bjargtöngum og mun fara austnoröaustur um Grænlandssund. SPÁ: Á morgun verður suðvestlæg átt á landinu, viðast kaldi. Skúr- ir verða um vestanvert landið og með suðurströndinni, en bjart verður norðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vestlæg eða breytileg átt og bjart veð- ur að mestu austantil á landinu, þó ef til vill ól á annesjum norð- austanlands. Þykknar upp með suðaustlægri átt vestantil á landinu, slydda eða rigníng síðdegís. Sums staðar næturfrost en fer síðan hlýnandi, fyrst vestanlands. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðlæg eða suðaustiæg átt og fremur hlýtt, einkum vestantil á landinu. Rigning sunnanlands og vestan en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r / / / Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V y •> •> oo 4 K VEÐUR IIÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísi tíma Akureyri Reykjavik hiti 3 3 veður skýjað rigning Bergen 2 léttskýjað Helsinki 1 þoka Kaupmannahöfn 3 rigning Narssarssuaq 1 slydda Nuuk 2 rigning Osló +2 léttskýjað Stokkhólmur 0 þokumóða Þórshöfn 3 alskýjað Algarve 14 skýjað Amsterdam 3 rigning Barceiona 12 hálfskýjað Berlín 5 rigning Chicago S skýjað Feneyjar 13 hálfskýjað Frankfurt 7 skýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 4 súld Las Palmas 22 hálfskýjað London 8 alskýjað Los Angeles 13 heiðskírt Lúxemborg 3 skýjað Madrfd 7 skýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 16 skýjað Montreal +4 léttskýjað NewYork 8 skýjað Orlando 17 þoka Paris vantar Róm 14 rigning Vfn 8 skýjað Washington vantar Winnipeg +14 snjókoma Kannað hvort elds- upptök tengist vinnuljósum á þaki Bruninn í Landssímahúsinu: Um helgina og í gær var unnið að því að klæða þak Landsímahúss- ins. Stærri var tekin í gær þegar búið var að pappaleggja þakið en sú neðri á laugardag á meðan slökkvistarf stóð enn yfir. Morgunblaðið/Júlíus RAFMAGN SEFTIRLIT ríkisins kannar nú í samvinnu við RLR hvort upptök eldsins sem olli á annað hundrað milljón krona tjóni í Landssímahúsinu við Austurvöll á laugardagsmorg- un, megi rekja til vinnuljósa á þaki hússins. Að sögn Guðmund- ar Björnssonar aðstoðarpóst- og símamálastjóra er verðmæti þess tæknibúnaðar sem talið er að hafi getað orðið fyrir skemmdum vegna vatns brunan- um á milli 50 og 100 miiyónir króna og er óttast að ekki séu enn komnar fram allar þær skemmdir sem orðið hafa á bún- aðinum í eldsvoðanum. Unnið er að því að skipta um þak á húsinu og hefur þegar verið lok- að þeim hluta þess sem brann til grunna en aðrir hlutar þaks- ins eru einnig stórskemmdir þótt ekki sjáist utanfrá og verð- ur skipt um allt þakið í áföngum á næstunni. „Það er afar erfitt að meta hvaða tjón hefur orðið á vélum og búnaði, bilanir geta tekið langan tíma að koma fram í búnaði sem hefur fengið yfir sig vatn og ekki gott að glöggva sig á hve mikið er unnt að treysta á tæki sem svo er ástatt um jafnvel þótt gert sé við það sem strax kemur fram,“ sagði Guðmundur. Hann sagði vilja ljúka sérstöku lofsorði á fram- göngu slökkviliðsins við að ráða niðurlögum eldsins og hefta út- breiðslu hans. Aðspurður um hvort eldvarnarkerfi hússins gæti talist fullnægjandi þar sem vantaði skynjara undir ijáfrið þar sem mikið var af leiðslum og loftræsti- stokkum, sagði Guðmundur að endurbætur og frágangur loftræ- stikerfís hefðu staðið þarna yfir og til hefði staðið innan fárra daga að koma upp skynjurum. Guðmundur Bjömsson sagði að ekki hefði þurft að spyija að afleið- ingum þess ef húsið hefði brunnið fyrir símnotendur og fjarskipta- kerfíð en í húsinu var miðstöð fyr- ir viðskipti tuga þúsunda notenda þjónustu Pósts- og síma. Lands- símahúsið er tiyggt lögbundinni brunatryggingu en lausafé er allt óvátryggt. Askorun um bann við kjarnorkutilraunum: > _________ Olafur Ragnar leiddi alþjóðlega þing- mannanefnd í Moskvu ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra fór fyrir sendinefnd alþjóðlegu þingpnannasamtakanna PGA í Moskvu sem afhenti Gor- batsjof Sovétforseta í gærmorgun áskorun um bann við tilraunum um kjarnavopn. í dag afhendir nefndin staðgengli forsætisráð- herra Bretlands samskonar áskorun og heldur síðan til Washing- ton á fund Bush Bandaríkjaforseta með sama erindi. Áskorunin er undirrituð af yfír tvö þúsund þingmönnum í nær 50 ríkjum, þar á meðal af um helm- ingi íslenskra alþingismanna. Er þar skorað á leiðtoga Sovétríkj- anna, Bandaríkjanna og Bretlands að ávarpa ráðstefnu, sem hefst í New York í janúar um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Einnig er skorað á þjóðarleiðtog- ana að sjá svo um að ekki verði gerðar tilraunir með kjarnavopn í ríkjunum þangað til niðurstöður hafí fengist á ráðstefnunni, og fela sendimönnum sínum áa ráðstefn- unni að vinna sem þeir mega að framgangi tillögunnar um algert tilraunabann. Ólafur Ragnar Grímsson var formaður sendinefndar PGA, Parl- amentarians Global Action, í Moskvu, en nefndina skipa auk hans bandarísku þingmennirnir James M. Jeffords, Thomas Hark- in, Bill Green opg Thomas J. Daw- ney, sovésku þingmennimir Jevg- ení Velíkov og Olzhas Súleimenov og breski þingmaðurinn Allan Rod- gers.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.