Morgunblaðið - 27.11.1990, Page 12

Morgunblaðið - 27.11.1990, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 „Yerðið á sjálfstæði íslands“ eftirÞorvald Gylfason i Fyrir nokkrum dögum birti Morgurtblaðið frásögn af ræðu dr. Sigmundar Guðbjarnasonar, rekt- ors Háskóla íslands, sem hann flutti á flokksþingi Framsóknarflokksins. Ræðan birtist öll í Tímanum skömmu síðar. Rektor kemur víða við í ræðunni óg segir þar meðal annars: ...margir virðast fúsir til að fórna fullveldi þjóðarinnar fyrir fríverslun með saltfisk. ... Áætlað- ir tollar á íslenskar sjávarafurðir, greiddir Evrópubandalaginu, eru um 1 milljarður króna eða um 4 þúsund krónur á mann á ári. Þetta er kostnaðurinn, þetta er verðið á sjálfstæði íslands í dag. Áskrift að Tímanum kostar 13.200 krónur á ári og má hafa það til samanhurð- ar.“ Það er að vísu ekki í verkahring háskólakennara í hagfræði að leið- rétta rangfærslur eða rökleysur stjórnmálamanna og annarra, sem ijalla um efnahagsmál á opinberum vettvangi. En þegar virtur raunvís- indamaður, sem er rektor Háskóla íslands að auki, fer rangt með ein- faldar staðreyndir um efnahags- mál, finnst mér nauðsynlegt, að réttar upplýsingar komi fram. Þess vegna þykir mér óhjákvæmilegt að andmæla þeim orðum rektors, sem ég vitnaði til að framan. Eitt langar mig að nefna fyrst, áður en ég leiðrétti misskilning, sem birtist í orðum rektors. Ég lít það alvarlegum augum, þegar rektor Háskóla íslands sakar menn um að „virðast fúsir til að fórna fullveldi þjóðarinnar". Það felst í orðum hans, að hann hlýtur að telja Dani hafa fórnað fullveldi sínu, þegar þeir gengu í Evrópubandalagið fyr- ir 18 árum, og að ríkisstjómir Svíþjóðar og Noregs stefni nú að því leynt og Ijóst að fórna fullveldi þessara þjóða með því að sækja um inngöngu í bandalagið. Auðvitað hvarflar ekkert slíkt að ríkisstjórnum þessara Ianda. Þær eru þvert á móti þeirrar skoðunar, að fullveldi Dana, Svía og Norð- manna í samfélagi þjóðanna sé bezt borgið með öflugu samstarfi þeirra í milli á vettvangi Evrópubanda- lagsins. Mikill hluti almennings í þessum löndum er sömu skoðunar og stjómvöld um þetta efni, eins og oft hefur komið fram í skoðana- könnunum og kosningaúrslitum þar undanfarin misseri. II Og þá kem ég að kjarna þessa máls. Rektor fullyrðir, að fjögur þúsund krónur á mann á ári séu „verðið á sjálfstæði íslands í dag“. Hér er hallað réttu máli. Látum það vera, að rektor skuli kalla hugsan- legan efnahagsávinning af aðild okkar íslendinga að Evrópubanda- laginu „verðið á sjálfstæði íslands". Hitt er jafnvel enn alvarlegra, að rektor fer rangt með staðreyndir. Hann horfír fram hjá því, að hugs- anlegur efnahagsávinningur íslend- inga í Evrópu er alls ekki bundinn við niðurfellingu tolla á íslenzkar sjávarafurðir. Hér er miklu meira í húfí. Erlendir hagfræðingar hafa reynt að meta væntanlegan efna- hagsávinning af fyrirhugaðri mark- aðssameiningu Evrópubandalags- ríkjanna 1992. Með nokkurri ein- földun má segja, að ávinningurinn sé einkum talinn munu felast í því, að aukin samkeppni í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn og aukið frelsi til búferlaflutninga í landamæralausri Evrópu muni knýja framleiðslukostnað og um leið verðlag niður á við og glæða eftirspum og framleiðslu með því móti. Talið er, að almennt verðlag í álfunni muni lækka smám saman um 6% á fimm til sex árum í kjöl- far markaðssameiningarinnar að öðru jöfnu og að framleiðsla og tekjur muni aukast um 4% til 5% á ári umfram þann hagvöxt, sem ella ætti sér stað. Þetta eru höfuðniður- stöður Cecchini-skýrslunnar svo nefndu, sem kom út á vegum Evr- ópubandalagsins 1988 og hefur vakið mikla athygli. Þessar tölur eru að vísu ekki óyggjandi, enda er engum reynslurökum til að dreifa um áhrif markaðssameiningar af því tagi, sem í vændum er, en þær eru þó líklega nálægt réttu lagi að dómi margra sérfræðinga. Þess er vænzt í ljósi þessara talna, að lífskjör almennings og afkoma fyr- irtækja muni batna verulega með lækkandi verðlagi, aukinni fram- leiðslu og auknum tekjum. Til þess e? leikurinn gerður. Ef sams konar búhnykkur félli okkur íslendingum í skaut, myndi hann skila okkur um 15 milljörðum króna í þjóðarbúið á þessu ári og á hveiju ári eftirleiðis. Þessi fjárhæð jafngildir um 240.000 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu á ári. Þetta er ávinningur- inn, sem við íslendingar getum vænzt af aðild að Evrópubandalag- inu, séu niðurstöður Cecchini- skýrslunnar heimfærðar upp á okk- ur. Jafnvel þótt rektor keypti sér þijár áskriftir að Tímanum, ætti hann 200.000 krónur afgangs af sínum skerf á hveiju ári. Því er svo við þetta að bæta, að smáþjóðir hagnast yfírleitt meira en stórþjóðir af auknu fijálsræði í heimsviðskiptum. Þar að auki hafa nokkrir erlendir hagfræðingar leitt athyglisverð rök að því, að mark- aðssameining Evrópubandalagsr- íkjanna geti glætt hagvöxt í álfunni til frambúðar. Reynist það rétt, getur hagræðið af markaðssamein- ingunni orðið mun meira en tölurn- ar að framan gefa til kynna, því að aukinn hagvöxtur hleður utan á sig með tímanum. Allar þessar upp- lýsingar hafa komið fram í umræð- um um Evrópumál hér heima, með- al annars í Vísbendingu, vikuriti Kaupþings, og í Evrópu á döfinni, fræðsluriti Félags íslenskra iðnrek- enda. m Þegar allt þetta er haft í huga,' þarf engum að koma það á óvart, að frændþjóðir okkar á Norðurlönd- um búi sig nú undir að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Það hefur flýtt þróuninni síðustu mán- uði og misseri, að efnahagslíf Svíþjóðar og Noregs hefur verið í lægð og fjármagn hefur streymt þaðan suður til Evrópubandalags- landanna. Vandinn, sem steðjar að okkur Islendingum í þessu efni, er að sönnu mikill, og lausn hans þol- ir ekki langa bið. Innan skamms munum við trúlega eiga tveggja kosta völ: að standa utan Evrópu-, bandalagsins einir Vestur-Evrópu-. Þorvaldur Gylfason „Spurningin um hugs- anlega inngöngu okkar Islendinga í Evrópu- bandalagið einhvern tíma fyrir aldamót varðar ekki efnahag okkar einvörðungu, þótt vissulega sé mikið í húfi á þeim vettvangi, heldur varðar hún einn- ig menningarsjálfstæði okkar í samfélagi þjóð- anna í framtíðinni.“ þjóða og gera nýjan viðskiptasamn- ing við bandalagið með gagnkvæm- um réttindum og skyldum eða þá að sækja um aðild að bandalaginu og reyna að afla viðurkenningar á sérstöðu okkar innan þess. Fyrir mína parta legg ég ekki dóm á það að svo stöddu, hvor kost- urinn sé vænlegri nú. Hér er í mörg horn áð líta. Spurningin um hugsan- lega inngöngu okkar íslendinga í Evrópubandalagið einhvern tíma fyrir aldamót varðar ekki efnahag okkar einvörðungu, þótt vissulega sé mikið í húfi á þeim vettvangi, heldur varðar hún einnig menning- arsjálfstæði okkar í samfélagi þjóð- anna í framtíðinni. Stafar menningu okkar hætta af nánara sambýli við aðrar Evrópuþjóðir? Eða þurfum við þvert á móti á nánari tengslum við aðrar Evrópuþjóðir að halda til að geta búið komandi kynslóðum í landinu viðunandi lífskjör og starfs- skilyrði og staðið vörð um menning- ararf okkar með traustan efnahag að bakhjarli? Um þennan þátt máls- ins hefur háskólarektor Jjallað skynsamlega fyrr og nú og mættu fleiri gera. Hitt hef_ ég sagt og segi það enn, að við íslendingar verðum ekki húsum hæfír í Evrópu, fyrr en við náum betri tökum á efnahagsmál- um okkar, hemjum verðbólguna til frambúðar og hefjum veiðileyfavið- skipti á fijálsum og heilbrigðum heimamarkaði. Við verðum að taka upp heilbrigða markaðsbúskapar- hætti á öllum sviðum éfnahagslífs- ins. Við skulum fyrir alla muni ekki haga málum okkar þannig á heima- velli, að við eigum ekki kost á aðiid að Evrópubandalaginu, ef við ákveðum að sækja um inngöngu. Útlagar viljum við ekki vera. Höfundur erprófessor í hag’fræði við Háskóla Islands. heimilisv erslun með stíl cd o cd HABITAT hefur um árabil veriö í nánu samstarfi meö ,,Vinir jaröarinnar“ (Friends of The Earth). Það samstarf hefur m.a. orðiö til þess að HABITAT hefur hœtt allri notkun á trjáviði frá regnskógum jarðarinnar í húsgagnaframleiðslu sína. Mun HABITAT leitast við að nota eingöngu trjávið úr rœktuðu skóglendi í framtíðinni. habitat LAUGAVEGI 13 - REYKJAVlK - SlMI 625B70

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.