Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 fclk í fréttum HEIÐUR > " > Svavar Gestsson sæmdur heiðursorðu ISI Svavar Gestsson íþróttamálaráðherra var sæmdur heiðursorðu íþróttasambands íslands í tilefni 60. íþróttaþings, sem haidið var á dögunum. Þetta er æðsta heiðursmerki ÍSÍ. Það var Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ, sem afenti Svavari orðuna og em þeir á meðfylgjandi mynd, ásamt Hannesi Sigurðssyni, frá- farandi varaforseta íþróttasambandsins, til vinstri, og Reyni Karlssyni, íþróttafulltrúa ríkisins, til hægri. Donald og Marla samdrSSr Donald og Marla eins og blómi í eggi Nú þegar ekkert er eftir nema ganga frá formsatriðum í skilnaði einhverra umtöluðustu hjóna á Vesturlöndum, Ivönu og Donalds Trump, lætur Donald sjá sig hvað eftir annað í fylgd ungu konunnar sem kom upp á milli hjónanna, en sú heitir Marla Maples og er fyrir- sæta. Illar tungur sögðu Mörlu ekk- ert annað en gullgrafara, enda var Trump-veldið ekki hrunið er sam- band Mörlu og Donalds hófst. Nú þegar Donalds er ekki einu sinni getið í hópi 400 ríkustu manna Bandaríkjanna, reiknuðu margir með því að Marla léti sig hverfa, en það hefur ekki orðið. Enn er uppi orðrómur um að Trump-hjónin muni ganga í eina sæng á ný, en Donald vísaði því á bug fyrir skemmstu og sást skömmu síðar í fylgd Möriu á heiðurskvöldi Mikes Tysons hnefaleikakappa sem haldið var á hóteli Trumps í Atlantic City. A meðan hefur Ivana sést mik- ið í félagsskap breska aðalsins. Hún er nú farin að undirbúa rithöfundar- feril sinn og ætlar sjálf að gefa út ritverk sín. Þá er hún í þann mund að setja á laggimar póstverslun með rándýrar vörur. „Fólk sem hefur efni á slíku hefur oft ekki tíma til að versla vegna mikillar vinnu. Svona verslun ætti því að létta á því,“ er haft eftir Ivönu sem hefur í engu slegið af glæstum lífsstílnum frekar en bóndi hennar Donald. UNDARLEGHEIT Dóttir Davids Lynch á líkri línu A Ibókaverslunum fyrir vestan haf er nú að finna dagbók Lauru Palmer, og ef nafnið hljómar kunnuglega, þá var Laura Palmer „líkið“ í sjónvarpsþáttaröðinni Twin Peaks sem sýndir eru á Stöð 2 um þessar mundir. Dagbókin selst eins og heitar lummur, enda hefur þáttaröðin gripið bandaríska sjónvarpsáhorfendur heljartökum. Eins og kunnugt er, var það leik- stjórinn kunni David Lynch sem stjórnaði þáttaröðinni, en fram- leiðandinn er Propaganda Films, fyrirtæki Siguijóns Sighvatssonar í Los Angeles. Höfundur dagbók- arinnar er hins vegar ung stúlka, Jennifer Lynch, og eins og nafnið bendir til, er hún dóttir leikstjór- ans. David Lynch bað dóttur sína að rita dagbókina og skipti sér síðan ekkert af afurðinni. Dagbókin þyk- ir mjög „blá“ og „undarleg“ á köflum svo notuð séu ofnotuð lýs- ingarorð, „undarleg“ eins og and- inn sem svífur yfir vötnunum í Twin Peaks. Annars kemur fáum á óvart að dagbókin hafi verið rit- uð með þessum hætti. Menn vita að David Lynch þrífst á undarleg- heitum, myndir hans bera flestar þann keim og svo virðist sem það sé það sem tryggir þeim gífurlega stóran aðdáendahóp, hóp sem fer vaxandi. Hin 22 ára gamla Jenni- fer er úr sama mótinu. Hún er nauðalík föður sínum í útliti, hún segir sjálf „Við David tölum eins, hugsum eins og erum eins í út- liti.“ Sagt er að þegar menn koma inn í vinnustofu Jennifer megi skynja nærveru Davids þótt hann sé í raun hvergi nærri. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Kasper, Þorsteinn Ragnarsson, að drekka kóla að lokinni sýn- ingu. LEIKLIST Jónatan rænir pylsum frá frumsýn- ingargestum Leikfélag Rangæinga frumsýndi laugardaginn 17. nóvember Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner. Þótti sýningin takast hið besta og létu ungir sem aldnir hrifn- ingu sína í ljós að sýningu lokinni með langvarandi lófataki. Mesta aðdáun vakti hinn stóri bamahópur sem tekur þátt í sýning- unni. Leikmyndin er falleg og vönd- uð og liggur augljóslega mikil vinna í henni. Að sýningunni lokinni var frum- sýningargestum boðið í mjög svo óhefðbundið fmmsýningarpartý. Þar voru á boðstólum pylsur og ís og fleira góðgæti. Ræningjamir vom ekki alveg tilbúnir að hætta leik sínum og reyndi Jónatan að hnupla pylsum frá gestunum. Að lokum stigu leikarar og gestir af yngri kynslóðinni dans fram á kvöld. - S.Ó.K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.