Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER 1990 ' 38 Stúdentaráð skorar á þingmenn: Skatturinn renni all- ur til Þjóðarbókhlöðu Hægt verði að taka Þjóðarbókhlöðuna í notkun á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins Verslunin Amatör sextíu og fimm ára Laugarábíó sýnir kvik- myndina „ Chicago Joe“ LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýningar myndina „Chicago Joe“ sem fjallar um sanna atburði. Með aðalhlutverk fara Kiefer Suther- land og Emily Lloyd. Leikstjóri er Bernard Rose. Veturinn 1944-45 gerðist sá einstæði atburður -að borgari, Hulten að nafni, sem var í ameríska hernum í Englandi, skyldi Jeiddur fyrir enskan dóm- stól. Ákæran var morð og fleiri alvarleg afbrot. Rikki Allen foringi í ameríska hernum kynnist af tilviljum enskri dansmær, Betty Jones, og læst. vera annar en hann er þ.e að hann vinni fyrir A1 Capone í Chicago. Betty lætur í ljós löngun til að taka þátt í einhverju spennandi eins og að fljúga með sprengur yfir Þýskaland. Rikki getur ekki uppfyilt þá ósk hennar en þannig æxlast þetta að þau heija stuttan en blóðugan glæpaferil því þau reyna að drepa þrjá menn þótt þeim takist ekki að vinna á þeim öllum. Laugavegur 82 (1990). í FEBRÚARMÁNUÐI árið 1925 fékk Þorleifur Þorleifsson ljós- myndari afhent frá Lögreglu- stjóraembættinu svokallað Borg- arbréf þess efnis að honum væri heirnilt að hefja verslunarrekstur í Reykjavík. I þessu formi voru verslunarleyfi þeirra tíma. „Stúdentaráð Háskóla íslands skorar á Alþingi að taka á bygg- ingu Þjóðarbókhlö^unnar af myndugleik. Aðeins er gert ráð fyrir að 100 milljónum króna-sé varið til þessa verkefnis á kom- andi ári (auk einhvers hluta af 150 milljóna króna framlagi á móti Bessastaðastofu). Lagður var á sérstakur skatturtil að ljúka bygg- ingu Þjóðarbókhlöðu en aldrei hef- ur hún fengið alla þá ijárhæð. Nú er svo komið að þessi skattur á líka að standa straum af endur- reis menningarbygginga. Gert er ráð fyrir að tekjur af þessum eignaskatti nemi á komandi ári 335 milljónum króna. Stúdentaráð Háskóla íslands skorar á Alþingi að veita allt það fé í Þjóðarbókhlöðuna sem lögum samkvæmt á að veija til bygging- ar hennar a ári komanda, til þess að hægt verði að taka Þjóðarbók- hlöðuna í notkun á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins og kumbaldinn á Melunum verði þjóðinni ekki lengur til skammar.“ ÞINGMÖNNUM hefur verið send ályktun, sem samþykkt var samhljóða á fundi Stúdentaráði Háskóla Islands 16. nóvember, um sérstakan eignarskatt vegna byggingar Þjóðarbókhlöðu: Aðalleikarar myndarinnar þau Kiefer Sutherland og Emily Lloyd. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Unnið við erfiðar aðstæður við byggingu laxastiga við Kambfoss. Festa varð gröfuna með vírum. Miðfjörður; ELTA-VCR 8025 er vandað og fallegt myndbandstæki á sérstaklega góðu verði Sérstaklega vandað og ódýrt ELTA-VCR 8025 HQ myndbandstæki Jólatilboðsverð kr. 29.600,- stgr. Greiidvkjör vii allra hæfí Éx BLÁFELL Gæðiágóðu verði Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91-670420 Glerárgötu 30, Akureyri, sími 96-22550 Þá sem fyrr hafði Þorleifur það að aðalstarfi að annast þjónustu fyr- ir Ijósmyndaáhugamenn (amatöra) og eru nú um 65 liðin frá því að fyrirtækið hóf rekstur. í upphafi var verslunin við Vallar- stræti, þaðan fluttist hún í Kirkju- stræti 10, og síðar í Austurstræti 6 en þar muna flestir eldri Reyvíkingar eftir henni. Árið 1955 var verslunin flutt upp á Laugaveg 55 og loks á Laugaveg 82 þar sem hún er í dag. Amatör var þekkt fyrir jólabasara sína, Þorleifur tók á leigu auð versl- unarpláss fyrir þessa basara. Leik- föng voru aðal söluvaran, en jólatré, bæði grenitré og gervi, fengust þar einnig. Eftir fráfall Þorleifs tóku synir Kirkjustræti 10 (1930). hans, Þorleifur yngri og Oddur, við rekstri þúðarinnar og ljósmyndastof- unnar. í dag er Amatörverslunin rek- in af þeim hjónum Sigurði Þorleifs- syni og Valgerði Elíasdóttur, en ljós- myndastofan af Odd Þorleifssyni. Laxastigi byggður í Kambfoss Hvammstanga. VEIÐIFÉLAG Miðfirðinga vinn- ur nú að gerð laxastiga við Kambfoss í Austurá. Þannig hyggst félagið lengja veiðisvæði árinnar um 10 km. Loftorka í Reykjavík er verktaki við stigann og er kostnaðaráætlun upp á krónur 17.360.000. Verkinu skal lokið í júní 1991. Formaður veiðifélagsins, Böðvar Sigvaldason á Barði, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að gerður hefði verið samningur við landeig- endur við Austurá, ofan Kambfoss, um leigurétt félagsins án endur- gjalds til landeigenda, til ársloka 2004. Þær leigutekjur, sem félagið fær fyrir svæðið á umræddu tíma- bili, eiga að standa undir fram- kvæmdinni. Árið 2005 verður svæð- ið tekið inn í arðskrá. Mannvirkið er allstórt og erfitt viðfangs. Unnið er með vélgröfu utan í berginu yfir djúpum hyl og árið 1989 kom aðeins einn smálax í sumar, sem er 0,25% og þykir það afar slakt. Böðvar sagði að félagið stæði í fleiri framkvæmdum en stigagerð. Gijóti er ekið í nokkra staði í neðri hluta árinnar og er þar unnið að norskri fyrirmynd. Bæði skapaði gijótgarður skjól fyrir seiði í vatna- vöxtum og einnig mynduðust þann- ig oft ágætir veiðistaðir í annars daufum hyljum. Veiðifélag Miðfirð- inga býr sig þannig af krafti undir nýja vertíð, þótt stundum blási á móti. - Karl þarf að styrkja hana með örygg- isvír. Stiginn verður í 34 hólfum, um 50 m háum og í allt um 100 m langur. Hann mun ekki skemma fossinn, heldur liggja í gegnum kamb þann, sem fossinn ber nafn af. Hæðarmunur er 17,5 metrar, en stiginn er með hærri stigum hér á landi. Böðvar sagði einnig frá veiði síðastliðins sumars, en hún var dræm, 775 laxar. Meðaltal síðustu 10 ára er um 1.200 laxar en sé tekið meðaltal áranna 1974-1989, var ársveiðin um 1.500 laxar. Af um 400 merktum villtum seiðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.